Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 138
142
T I Ð I N D I
Prestshjónin önnuðust veitingasölu a£ einskærum rausn-
arskap. — í lesstofu sátu menn við bréfaskriftir, tafl eða lest-
ur, og kom það sér vel, þegar landlega var eða löndunarbið.
— Þangað var gott að koma. —
Sjómannastofan hlaut nokkurn styrk frá söltunarstöðvum,
Raufarhafnarhreppi og biskupsstofunni. — Og þannig gat
gamla, járnklædda timburhúsið úti á Bárum orðið að sjó-
mannastofu Þjóðkirkjunnar á Raufarhöfn.
SIÐGÆÐI
Ég met siðgæði meira en gáfur. Gáfurnar eru ekkert nema
möguleikar, sem eftir er að vinna úr. En til þess þarf heiðar-
leik og siðgæði, og það ræður jafnvel úrslitum.
Þórarinn Björnsson skólameistari.
STÆRSTA SYNDIN
Úr kvæði Stephans G. Stephanssonar um KRIST (Eloi lamma sabakht-
hani):
Hann sá, að eiginelskan blind
var aldarfarsins stærsta synd,
og þyngst á afl og anda manns
var okið, lagt af bróður hans.
Hann kenndi, að mannást heit og hrein
til himins væri leiðin ein.
Hann sá, að allt var ógert verk,
sem ekki studdi mannúð sterk.
St. G. St.
(Andvökur).