Helgarpósturinn - 27.07.1979, Síða 5

Helgarpósturinn - 27.07.1979, Síða 5
5 helgarpósturinn Föstudagur 27. júlí 1979. • Khaled.konungur Saudi-Arabiu hefur pantað hljóðfráa þotu frá Boing verksmiðjunum i Ameriku. Þotan, sem er næstum tilbúin, er innréttuð ,,við hæfi”. 1 henni verða þrjú hásæti úr dýr- mætum við og auk þess mögu- leikar til þess að komast i sjón- varpssamband gegnum gerfi- hnött við öll þau sjúkrahús sem ftogið er yfir. Farartækið mun kosta eftir þvi, eða um 16 mil- jarða króna. • Jóhannes Páll páfi 2. er sko ekki hræddur við að verða súper stjarna. Hann hefur nýlega skrifað undir plötusamn- ing. Fyrsta platansem hann mun gefa út, verður með tveim messum. Þá er lika sagt að hann hafi samþykkt að leika i kvik- mynd ungs pólsks leikstjóra. • Astin fékk isstúiku tennisvau- anna til að bráöna. Bandariski meistarinn Chris Evert stóðst ekki mátið þegar breski tennis- leikarinn John Lloyd geröi hosur sinar grænar fyrir henni. Þau hafa nú gengið i hjónaband. • Leikkonan Jacqueline Bisset hefur þann sama sið og Greta Garbo.hún læturalltaf mynda sig eina. Hún hefur svarið, að sýna aldrei franska vininn sinn Vic, en sá mun vist græöa á tá og fingri i Kalifomiu (á hverju fylgir ekki sögunni). Sjálfsagt muna margir eftir henni úr myndinni The Deep þarsem hún lék á móti Nick „Gæfa eða gjörfileiki” Nolte og núna „Þeysandi þrenniing” • Fyrr i sumar kom Margot Fonteyn fram á ballettsýningu hjá Konunglega ballettinum breska i tilefni 60 ára afmælis sins og hafði sýningin á sér allt yfir- bragð þess að þetta væri kveöju- sýning þessa annálaöa ballett dansara. Ahorfendur fögnuðu henni lengi og innilega, og blöðin skrifuðu eftir tónleikana, eins og þarna hefði Fonteyn verið aö kveðja danssviðiö. Nú hefur hins vegar komið á daginn að Fonteyn var alls ekki að kveðja, þvl að hún dróg seinna ballettskóna að nýju upp úr pússi slnu og dansaði með Rudolf Nureyev 1 London fyrir skemmstu og virtist þá heldur ekkert i kveöjuhugleiðingum... • ISviþjóð er nýlega gengin i gildi barnalöggjöf, þar sem foreldrum erbannaðað berja eða misþyrma börnum sinum. Einn pabbinn fékk að kynnast lögunum fyrstur manna fyrir skömmu, þegar hann árla morguns var vakinn upp i sumarbústað sinum af lögregl- unni og á hann borin kæra 13 ára sonar hans fyrir misþyrm- ingu. Það vildi honum hins vegar til happs að strákur dróg i sama mund kæru sina til baka . í ljós kom lika að foreldrar piltsins höfðu lagt rikt við hann kvöldiö áður að hann kæmi heim á til- teknum tima, en þegar það stóðst ekki var hann skammaður þegar hann loks skilaði sér. Pilturinn rauk upp i vonsku og tók að fleygja munum innanstokks, svo að faðir hans varð að takai hann og leggja hann undir sig á gólfið meðan hann var að róast. Svo i gengu foreldrarnir til hvilu, en pilturinn sem enn var fokreiður, fórá næstulögreglustöð.ogkæröi föður sinn fyrir misþyrmingu... • Kurt Russel tókst aö endurskapa rokkkónginn Elvis Presley með góðri föðrun, tiu aukakilóum, lituöu hári.fölskum augnhárum og 150 tima vinnu fyrir framan myndsegulband. Þetta gerði hann til þess að geta leikið aðalhlutverkið i myndinni „Elvis, the movie”. Season Hubley leikur hlutverk Priscillu, konu Elvisar. Það tókst ekki betur til hjá þeim hjúum, að þetta varð ást við fyrstu sýn. Þau létu siðan pússa sig saman i New York fyrir skömmu. Hver segir svo að kvikmyndir geti ekki breytt lifshlaupi manna og kvenna? rafhitunarkatlar GÓÐ LEIÐ TIL ORKUSPARNAÐAR Rafhituna.rkatlar af öllum stærðum mpö og án noysluvatnsspírals. Gott vorð og hagkvæm kjör. Uppfylla kröfur Öryggiseftirlits og raffangaprófana ríkisins. Eingöngu framleiddir með fullkomnasta öryggisutbdnaði. I ^Jn FUNA '•^flOFNAR HVERAGERÐI AUSTURMÖRK 9 — SlMI 4454 FUNA • Hér á myndinni, sjáum við bandariska leikarann Kirk Douglas og konu hans, Anne, er þau hittast i fyrsta sinni á kvikmyndahátiðinni i Cannes, árið 1953. Þau eru enn I hamingjusömu hjónabandi, og taka mikinn þátt i lifi hvors annars.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.