Helgarpósturinn - 27.07.1979, Blaðsíða 20
20
Kjarvalsstað-
ir í þrívídd
Er ekki öskur mannsins þri-
vitt, bergmáliö formfyllt eyra
og hugaraflið eins og hreyfilist-
in?
SUgurinn milli iltglenntra
fingranna hefiir þrihyrnda lög-
un og spegilmynd stálsins
mælanlega þykkt. Auganu þyk-
ir uröin fögur i hliöinni þar sem
húná heima. Grjótkvörnin mal-
ar uröina i fingeröan salla,
nema listrænasta steininn, —
hann skoppar Ut fyrir brúnina,
lendir á gagnrýnandanum og
breytir honum i skúiptúr.
Niels Hafstein
Myndhöggvarafélagið opnaöi
sýningu á Kjarvalsstööum
siöastliöinn laugardag. A
sýningunni eru 31 verk eftir 15
meölimi félagsins. Sýningin
er eins fjölbreytileg og sýnend-
ur margir. Breidd hennar er
mikil og ber vott um grósku i
þriviöri list. Þarna eru auk
heföbundinna skúlptúra, ýmsar
nýjungar sem vikka merkingu
orösins höggmynd og gefa þvi
inntak sem nær langt út fyrir
ramma þrlviös forms.
Sýningin var opnuö meö
gjörning (performance) eftir
Rúri, sem heitir Málverk. Þetta
er ljóörænt verk þar sem höf-
undur klæöist málverkinu og
gæðir þaö þrividd oglifi, gengur
út og rennur saman viö himin-
inn og skýin. Eftir stendur tóm-
ur ramminn við trönurnar.
Gestur sýningarinnar var aö
þessu sinni Jóhann Eyfells
prófessor viö Orlando-rikishá-
skólann i Flórida. Jóhann fer
ekki troðnar slóðir, hvorki i
efiiisvali, útfærslu né aðferð.
Hann notar Móöur Jörö sem
mót fyrir ál- og koparverk sitt
og nær fram formum sem likj-
ast hraunmyndunum. Hann gef-
ur náttúrunni þvi forskrift og
lætur henni svo eftir aö skapa
verkið.
Jón Gunnar Arnason beislar
annan þátt náttúrunnar i verk-
um si'num. Meö sólarspeglum
tekur hann mót sólargeislum og
endursaidir til aö hita sólina
enn meir. Hann hefur unniö aö
þessari hugmynd i langan tima
og útfært hana á ýmsan hátt.
Þróun hennar eru gerð sérlega
góö skil á sýningunni.
1 ljóörænni náttúrulýsingu,
sýnir Ivar Valgarösson mörk
sjávar og lands meö einfaldri
steinaröö sem hann kallar
Sjávarmál. Bjarni H. Þórarins-
son notar á hinn bóginn sitt
náttúrufang I pólitiskri hugleiö-
ingu, i formi risastórs hreiöurs
úr trjágreinum og gipseggjum
sem hann nefnir Nató-hreiöur.
Helgi Gislason, Ragna.r
Kjartansson og Þorbjörg Páls-
dóttir eru öll figúratif, en nálg-
ast viðfangsefnin á aöskiljan-
legan hátt. Helgi fetar I mynd-
um sinum einstigið milli stand-
myndar og lágmyndar (relief)
meö liprum vinnubrögöum og
tilfinningu fyrir rúmi. Pólý-
esterfigúrur Þoröjargar standa
hinsvegar sjálfstæöar og er viö-
fangsefni hennar hreyfing eöa
kyrrstaöa mannsins viö ólikar
athafnir. Ragnar er heföbundn-
astur þeirra þriggja. Högg-
myndir hans eru mónu-
mentalskar hetjumyndir sem
túlka afdráttarlaust hug lista-
Frá sýningunni á Kjarvalsstöðum.
mannsins til sjómannastéttar-
innar.
Abstraktlistamennirnir eru
fimm talsins. Guðmundur
Benediktsson er meö tvær listi-
lega unnar formstúdiur úr eir
sem hann nefnir Vor eitt og tvö.
Hallsteinn Sigurösson sýnir
tvær kúbiskar standmyndir úr
gipsi unnar með þjálfuöu hand-
bragðiogtvær veggmyndir, þar
sem teflt er fram mýkt Ibjúgra
forma úr epoxý.
Siguröur Steinsson, Sverrir
Ölafsson og Snorri Sveinn Friö-
riksson eru súrrealiskari. Verk
Siguröar eru tvö, bæöi úr hömr-
uöu járni. Þau eru tjáningarrlk
meö hvössum formum. Verk
Sverris eru finleg og smá meö
nosturslegu handbragöi og
hefur Sverrir glöggt auga fyrir
smáatriðum. Snorri notar
póleraö tré i verk sitt Viö, sem
er vandvirknislega unniö i ólik
súlulaga form.
Magnús Tómasson og Niels
Hafstein hafa þá sérstöðu á
sýningunni, aö verk þeirra eru
máluö i litum. Magnús á fjórar
samstæðar veggmyndir undir
gleri sem nefnast Hugleiðing
um tima. Þær eru unnar likt og
sviösmyndir og standa mitt á
milli skúlptúrs og málverks.
Skýr framsetning á hugmynd og
fáguö vinnubrögö eru aöals-
merki þessa verks. Verk Niels-
ar eru bæöi tvö mjög vel út-
færöar hugmyndir byggðar á
málningarkústum. Gagnrýninn
húmor Ni'elsar skilar sér vel og
verkin eru fallega unnin.
Sýning þessi er Mynd-
höggvarafélaginu til sóma og
undirstrikar þá stefnu félags-
manna ,,aö forðast allan meting
um strauma i listum”. Hvet ég
menn og konur sem vanrækt
hafa höggmyndasýningar, til aö
sjá þessa ogvitahvortþau finna
ekki ný og ferskari s jónarhorn.
JAZZ OG EKKI JAZZ — EN JAZZ ÞÓ
1 New Orleans og siöar i Chic-
ago fór auövitað ekki milli mála
hvaö var raunverulegur jazz og
hvaö ekki. Annars staöar i USA
ogsvo viöast hvar um heim vafö-
ist þetta fyrir mönnum enda var
hugtakiö mjög á reiki hjá flestum
— jafnvel fram undir 1930. A Is-
landi var ákveöið hljóöfæri kallaö
jazz, þaö var trommusettiö — og
máliö þar meö afgreitt. En þaö
var viöar en I vesturbænum sem
fólk áttaöi sig ekki almennilega á
þessutónlistarformi. Sá sem villti
mestum fyrir lýö New Yorkborg-
ar meö skrumi og sýndar-
mennsku og ruglaöi heimspress-
una svo rækilega, aö hún var öll á
hans bandi uppúr 1920, var mesti
músikloddari sem sagan getur
um fyrir daga rokksins og hét sá
Paul Whiteman, titlaður „The
King of Jazz”. Hann taldi sig
sjálfkjörinn „Jazzkóng” og
hleypti af stokkunum ofstækis-
fullum áróöri til viöurkenningar á
þeirri nafnbót. Whiteman kom
sem kallaöur meö stóru show-
hljómsveitina sina til New York
1920 eftir aö hafa „sigraö” á vest-
urströndinni og i Atlantic City. 1
þrjú ár troöfylltu þeir Palais Roy-
ale I miöri New Yorkborg og viö-
tökurnar sem „jazzkóngurinn”
hlaut voru undraveröar. — Samt
léku hvorki hirðmennirnir né
„kóngurinn” nokkurn jazz, held-
ur einhvers konar konsertút-
færslu á músik þeirra Sigmund
Rombergs, Victor Herberts og
annarra sem voru vinsælir slag-
ara- og óperettuhöfundar. Meö
þvi aö gefa músikinni ofurlitinn
jazzblæ tókst Whiteman aö
tryggja sér ótrúlegan sæg aödá-
enda ekki aöeins I Bandarikjun-
um heldurogum heimallan. Meö
þetta I veganesti hélt hljómsveit-
in i tvo hljómleikaleiöangra og
nokkurs konar sýnikennslu I jazz-
leik til Evrópu 1923 og ’26. Þaö er
ekki furöa þó fyrsta tónskáldi
jazzins blöskraöi ósvifnin.
Jelly-Roll Morton heimtaöi aö
Bandarikjastjórn verndaði jazz-
ins menn og þeirra verk fyrir
ræningjum sem þessum — sú
lagasetninger ókominenn. Aftur-
ámóti seldist hljómplatan með
laginu „JapaneseSandman” meö
„Jazzhljómsveit” Paul White-
mans i meiraen tveim milljónum
eintaka — og auðvitað var þar
ekki jazztón aö finna.
Þegar Whiteman & Co frum-
fluttu tónverkiö „Rhapsody in
Blue” eftir George Gershwin i
Aeolian Hall ætlaöi allt um koll aö
keyra af hrifningu og misskiln-
ingi (sem oft fer saman). Ekki
var minna klappað, stappaö,
hoppaö og hiaö þegar „Jazzkóng-
urinn” flutti verkiö meö hljóm-
sveit sinni i Carnegie Hall. — En
einhversstaöar mitt i allri heims-
frægöinni fór það aö renna upp
fyrir Paul Whiteman (sem var
enginn asni), aö aðdáun milljóna
manna á músik hans væri vist á
misskilningi byggö. Hann geröi
þaö sem hægt var til aö bjarga
andlitinu og „krúnunni” 1927 og
fékk til liös viö sig marga framúr-
skarandi jazzleikara sem þá voru
blóminn af hvitum jazzleikurum
Bandarikjanna og borgaöi hann
þeim margfalt kaup miöaö viö
þaö sem þá geröist. — Og vegna
þessara manna komst Paul
Whiteman sjálfur á blaö i jazz-
sögunni. Þeirra helstir voru hinn
snjalli originaljazzfiölari Joe
Venuti sem varö fyrirmynd
margra dugandi jazzfiðluleikara
svo sem hins danska Sven As-
mussen, gitarsnillingurinn Eddie
Lang sem skipað haföi hljóöfær-
inu nýtt sæti i tónlist tuttugustu
aldar. Gitarleikur Eddie Lang
hljómar enn I dag furöu nútima-
lega röskum 45 árum eftir dauöa
hans. Bræöurnir Jimmy og
Tommy Dorsey sem siöar uröu
mjög þekktir hljómsveitarstjórar
léku á saxofón og básúnu. Sömu-
leiðis aörir bræöur þeir Charlie
Teagarden trompet .'og ■
Jack Teagarden sem þykir einn
af bestu trombónleikurum allra
tima.
Af öðrum merkum jazzköppum
er prýddu Whitemanhljómsveit-
ina voru komettistinn Red Nich-
ols sem leikiö hefur mikiö inná
plötur i gegnum árin, Miff Mole
trombónleikarinn góökunni,
saxofónleikarinn Frank Trum-
bauer sem dó i blóma lifsins,
xylofón og vibrafónséniiö Red
Norvo og frú hans Mildred Bailey
söngkona. 1 söngtriói hljómsveit-
arinnar sem hét „Rhythm Boys”
var Bing Crosby aöalmaöurinn.
Þá voru trommuleikararnir ekki
slakir, þeir Vic Berton og George
Wettling voru menn Chicagoskól-
ans sem þá var hámark alls
trommuleiks. Fenginn var hæf-
asti útsetjari jazzins I þeirri tiö,
sem var negrinn Don Redman úr
hljómsveit Fletcher Henderson til
aö „dressa” hijómsveitarsam-
leikinn i jazzstil. Hann útsetti
m.a. „Whiteman Stomp” og einn-
ig „Sensation Stomp” sem standa
sem varanlegt vitni um aö Paul
Whitemanhljómsveitinni tókst
fyrir rest að bjóöa uppá ósvikna
jazzmúsik.
Þegar hljómsveitin kom til New
York i mai 1930 vegna frumsýn-
ingará kvikmyndinni „Jazzkóng-
urinn” var aöeins eftir beina-
grindin af þessari stofnun White-
mans, sem feröast haföi um land-
iö I gullmáluöum járnbrautar-
vögnum. Kvikmyndin mistókst
gersamlega. Fór nú risiö aö
lækka á „kónginum” og fannst
honum er hér var komiö sögu
hann ekki eiga lengur skilið þá
kórónu, sem hann eitt sinn lang-
aði svo mikið til að bera.
Sú stjarna sem skærast skein I
hljómsveit Paul Whitemans var
ánefa trompetleikarinn Bix Beid-
erbecke sem talinn er einhver
besti jazztrompetisti allra tima.
Leon Bix Beiderbecke fæddist i
Davenport 1903' Hann var af
stöndugu fólki kominnsem ætlaöi
honum verðugra hlutverk I lifinu
en aðverða „bara músikant”—en
i þá átt stóö hugur piitsins. Bix
var sendur á Lake Forest Aca-
demy einskonar herskóla allt of
nálægt jazzmiðstööinni Chicago.
Þetta var á bannárunum og auö-
vitaö tókst Bix að drekka sig úr
lögum viö skólann. Hann gekk i
liö meö hljómsveit sem kallaöi sig
Wolverinesog jazzaöisig þar meö
úr tengslum viö fjölskylduna.
Hljómsveitinni stýröi saxofón-
leikarinn Frankie Trumbauer og
meöal meölima hennar var sá
stórsnjalli Pee Vee Russel sem
spilaö hefur skritnustu klarinett-
sóloar sem teknar hafa veriö. —
Bix Beiderbecke
Sem sagt Beiderbecke var komin
á kaf í Chicagojazzinn. Framför
hans var svo ör, aö allir er á
hlýddu undruöust stórlega. Bix
var ekki orðinn 21 árs þegar eng-
inn uppistandandi trompetisti gat
skákaö honum — nema Louis
Armstrong. Sumir jazzfræöingar
eru ennþá aödeila um hvor þeirra
hafi verið betri. Sem betur fer lék
Bix talsvert inná plötur sem eru
meö þvi magnaöasta sem heyrst
hefur úr horni. Aöalmunurinn á
ferli Bix Beiderbecke og Louis
Armstrong var sá, aö Bix drakk
sig I hel i ágúst 1929 þá 26 ára
gamall en Louis Armstrong sem
var hófsamur maöur reykti bara
marijuhana ogvarð ekki misdæg-
urt fram yfir sjötugt.
Plötuábendingar:
Eftirfarandi L.P. eru fáanlegar
meö meistaralegum trwnpetleik
Bix Beiderbecke.
Bix Beiderbecke and the Wolv-
erines.La Storia Del JazzSM 3087
(Fidgety Feet, Tia Juana).
Bix Beiderbecke Légend, Vol 3,
Black and White 731.131.
Bix Beiderbecke Légend, Vol 3,
Col CL 844-6 (Singin’ the Blues,
Riverboat Shuffle, I’m Comin
Virginia, Way Down Yonder in
NewOrleans ogFor No Reason at
All in C). Bestu lögin eru merkt
(innan sviga).
Þá má benda á, aö honum hafa
veriö gerö veröug skil á bók, þaö
erævisagan „Bix Man & Legend”
eftir Richard M. Sudhalter og fl.
512 bls. útg. af Quartet Books
Limited 1974.
Light nights á fjalirnar á ný:
Af baðstofulífi og víkingum
Feröaleikhúsiö hóf I gær sitt
tiunda starfsár meö kvöldvök-
una „Light nights”, sem ætluö
er erlendum feröamönnum sem
dveljast á Islandi. Dagskráin
fer öllf ram á ensku, nema söng-
lögin eru á islensku. Sýningar
eru I ráöstefnusai Hótels Loft-
leiöa.
Helgarpósturinn haföi tal af
Kristinu G. Magnús., og spuröi
hana fyrst hvort einhverjar
breytingar væru á dagskránni.
„Þetta er mikið breytt á allan
hátt”, sagöi Kristin. „Við erum
i fyrsta skipti meö litskyggnur
eftir islenska listamenn, sem
Myndiðn gerir fyrir okkur.
Jafnfram hefur Sólarfilma lán-
aö okkur nokkrar myndir. Þaö
eru um 80 myndir af teikningum
og málverkum. Meöal annars
eru myndir af teikningum Hall-
dórsPéturssonar. Viöerum lika
meöteikningar sem útlendingar
hafa gert hér áöur en mynda-
vélin kom til sögunnar.
Þá hefur Gunnar Reynir
Sveinsson tónskáld gert hljóö-
effekta og tekiö upp islenska
tónlist á segulband. Þetta er I
fyrsta skipti sem viö erum meö
tónlistina á hljómflutningstækj-
um en ekki meö lifandi fólk.
Ég fer með efni þarna á milli
og er égein ásviöinu. Ég fer vitt
yfir og reyni aö gefa smá mynd
af ýmsu fomu. Ég byrja á bað-
stofulifinu, þvi þetta er kvöld-
vaka eins og hún var I baðstofu.
Ég fer meö ýmsar gamlar frá-
sagnir frá aldamótum og þjóö-
sögur. Svo tala ég um vikinga og
kynni þá meö myndum og kem
viö iEgilssöguogVinlandssögu.
Einnig tala ég um Sæmund
Fróða, Heklu og þaö sem er-
lendir menn hafa skrifaö um
okkur.”
Kristin sagöi enn fremur aö
þau heföu haft æfingar fyrir
feröamenn á Hótel Loftleiöum
og heföu þær tekist vel. Aöspurö
sagöi Kristin, aö sér fyndist
ekkert erfitt aö standa á sviöinu
i tvo tima, en allur undirbúning-
urinn væri sýnu erfiöari.
Sýningar á „Light nights”
veröa eins og áöur sagöiá Hótel
Loftleiöum og standa fram til
31. ágúst.
Kjartan Guöjónsson listmál-
ari veröur á sama tima meö
sýningu á teikningum úr Sturl-
ungasögu.
Tónlistin sem flutt veröur er
eftir ýmis tónskáld. Má þar
nefna Jón Leifs og Þursaflokk-
inn. Plötur meö viökomandi
tónlist veröa seldar á kvöldvök-
unni.
. —GB.