Helgarpósturinn - 03.08.1979, Page 7

Helgarpósturinn - 03.08.1979, Page 7
_JlelgafpósturihrL_ Föstudagur 3. ágúst 1979 I 7 HEIMSMEISIARARIKVIKMYNDAGERÐ Loksins eru Islendingar orðnir mesta kvikmyndagerðarþjóð heimsins. Miöað við fólksfjölda að sjálfsögðu. Þegar þetta er skrifað er unnið að gerð þriggja biómynda, leik- inna mynda, sem teknar eru á 35 millimetra litfilmu, rétt eins og hjá þeim i Hollywood. Þetta eru myndirnar „Veiðiferðin” eftir Andrés Indriðason, „Oðal feðranna” eftir Hrafn Gunn- laugsson og „Land og synir” eftir sögu Indriða G. Þorsteins- sonar. Þetta er umtalsverð kvikmyndaframleiðsla og verð- ur enn umtalsverðari, ef maður gerir sér litið fyrir og fer Ut i hlutfallsreikning og samanburð við aðrar þjóðir. Til að standa okkur á sporði i kvikmyndagerö þyrftuSviar að gera 120 langfilmur á ári, en þeir gera þetta 15 til 20 myndir og þykjaát góðir. Þrjár myndir á Islandi samsvara 3000 myndum i Bandarikjunum, þar sem kannski eru geröar 200 til 300 myndir á ári. Og mesta kvik- myndagerðarþjóð heimsins (að magni tiljlndverjar framleiða ekki einu sinni einn tiunda á við okkur — miðað við fólksfjölda. Islendingar eru með öðrum orðum orðnir afkastamestu kvikmyndagerðarmenn heims- ins fyrir nó utan að vera mestir lestrarhestar og verðbólgu- snillingar af jarðarinnar inn- byggjendum. Og ekki nóg með það, heldur framleiðum við bæði ódýrustu og jafnframt dýrustu kvik- myndir I heimi,þvi að krónutölu eru islenskar myndir fram- leiddar fyrir margfalt lægra verðen nokkrum heilvita manni i útlöndum myndi detta i hug að hægt væri að gera kvikmynd fyrir. En um leið framleiðum við heimsins dýrustu kvik- myndir. Miðað við fólksfjölda að sjálfsögðu. Það stóð i blöðunum um dag- inn , að „Land og synir” ætti að kosta 40 milljónir, sem sam- I svarar þvi aö Bandarlkjamenn gerðu mynd fyrir 40 milljarða, | Sviar mynd fyrir 1,6 milljarða eða um 20 milljónir sænskra króna, og út i þvilikan spandans hafa þeir ekki enn þorað að leggja — mér vitanlega. Þetta er ánægjuleg þróun. Og að öllu tölfræöilegu gamni slepptu nálgast þetta að vera kraftaverk, og kraftaverk þarf ekki að miöa viö fólksfjölda. En þrátt fyrir að við íslending- ar séum skyndilega orðnir mesta kvikmyndagerðarþjóð veraldar vantar mikið á að þessi unga listgrein sé búin aö slita barnsskónum hér á landi. Viö gerð hverrar myndar kem- ur við sögu töluvert stór hópur fólks, þarsemhverog einn hefur tiltölulega afmarkað verksviö vegna sinnar sérkunnáttu: myndatökumaður, hljóðmaður, kvikmyndastjðri, handritshöf- undur, klippari, skrifta, leik- myndahönnuöur, o.s.frv. Vegna fámennis er verksvið hvers og eins ekki eins takmarkaö hér- lendis eins og i löndum þar sem kvikmyndagerð er stærri I snið- álag getur orðið svo mikið að það komi niöur á gæðum. Þrátt fyrir að við getum sagt i gamni aö Islendingar séu orön- ir heimsmeistarar I kvik- myndagerö má ekki gleyma þvi aö islensk kvikmyndagerð býr við afarkröpp kjör. Markaös- svæðið er litið, þótt almenning- ur sýni islenskum kvikmyndum mikinn áhuga, og þess vegna er erfitt að fjármagna kvikmyndir hér á landi. Þetta á þó ef til vill eftir að skána, þvi kannski tekst að gera hér myndir sem þykja gjaldgengar erlendis. An nokkurrar þjóðrembu má leiða rök að þvi, að aðrar þjóöir hafi helst áhuga á að sjá héð- an myndir sem sýna hið sér- stæða við land og þjöð — sýna hiö almenna I hinu sérstæða. Hvers vegna skyldum við reyna að framleiða glæpamyndir sem eins gætu gerst i New York eöa London eða Paris, þegar kvik- myndagerðarmenn i þessum stórborgum hafa allt aðra aö- stöðu til að gera slikar myndir? Ættum við ekki heldur aö beina kvikmyndavélinni að þeim þátt- um þjóðlifs okkar og sögu, sem Helgi Sæmundsson — Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthiasdóttir — Páll Heiðar Jónssonar — Steinunn Sigurðar dóttir — Þráinn Bertelsson hringbordid i dag skrifar Þráinn Bertelsson um. Þetta hefur bæði kosti og galla. Kostirnir eru augljósir: Allir keppast við að vinna sem mest og best án þess að hugsa um hvort þaö sé beinlinis i verkahring t.d. hljóðmannsins að rogast með lampa kvik- myndatökumannsins. Gallarnir eru hins vegar þeir, að vinnu- okkur og jafnframt öörum væri hollt að kynnast betur? Það skiptir þó ekki megin- máli, að islenskar kvikmyndir verði mikil útflutningsvara, heldur er það aöalatriðiö að þessi listgrein sem svo mjög hefursett mark sitt á tuttugustu öldina fái að dafna hér á landi við lifvænleg vaxtarskilyröi. • Það vakti mikla athygli mitt I hreinsunareldinum sem geisaði um bandariskar stjórnarstofnan- ir fyrir skömmu, þegar Jimmy Carter forseti stokkaði upp rikis- stjórn sina og ráðgjafalið, aö hann valdi Hedley Donoyan, sem þar til 1. júni s.l. var aðalritstjóri fréttatimaritsins Time, sem einn helsta ráðgjafa sinn. Time hefur verið óvægið I garö Carters og er talið að þetta val bygging á löng- un forsetans til að opna Hvita húsið og vega á móti Georgiu- mafiunni, sem svo er kölluð, en guðfaðir hennar er Hamilton Jordan.nýskipaður starfsmanna- stjóri i Hvita húsinu. Donovan heyrir beint undir Carter, en ekki undir Jordan. • Lögreglan I Miami hefur ákært laganema fyir aö ræna banka með tækni, sem hann fékk aö láni frá Hó m er : William Brent McFarlan kom sér fýrir i trékassa, sem hann senda til banka nokkurs i Palm Béach. Samkvæmt lögreglunni átti að ná I kassann seinna. 1 skjóli nætur á hinn grunaði að hafá laumast út úr kassanum og gengið i auöæfin I geymsluher- berginu. Áætlunin, sem kölluð er „Trójuhestsránið” fór út um þúfur, þegar varðmaður kom inn á geymslusvæöið. Þjófurinn neyddi varðmanninn inn l annað herbergi og notaöi lykla hans til að hleypa sjálfum sér út. Lögreglan heldur að upp- hafiega hafi ætlunin verið sú aö ræninginn fyllti kassann af þýfi og léti siðan senda sér hann. Hon- um tókst i' staöinn að komast und- an með andvirði 65 þús. dollara i suðurafriskum krúgeröndum, sem erfitt verður aö rekja. En upp komastsvik um siðir.... En Hómer var nú ekki svo galinn eftir ailt saman. • Rokkstjarnan bandariska Al- ice Cooper hefur nú náð sér eftir töluverða baráttu við bjórdósirn- ar. Það er ekki sist að þakka konu hans, Sheryl, sem hefur hugsað um hann sem ungabarn. Ekki fylgir sögunni hvort frúin á von á sér, en nafn barnsins er þegar bú- ið að ákveða. Hvort sem það verður drengur eða stúlka, skal það heita Constance. • Christina Onassis segir: „Það er Sergei að þakka, að ég er kona sem blómstrar.” Hjóna- kornin voru nýlega i Paris, sér til hvildar og hressingar. Þau bjuggu i ibúð Christinar, sem er við eina af snobbuöustu götum borgarinnar. Þau spóka sig um i Mercedes, sem Grace af Monaco lánaði þeim og borða hjá Max- im’s með öllu hinu rika fólkinu. Þess á milli labbar Serguei með hundana sina tvo um skuggsæla laufsali Parisar. Hjónakornin eru fremur fámál um sina hagi. Það eina sem Sergei fæst til aö segja er, að Christina vinnur mikið. DATSUN160J Eigum óráðstafað örfáum bilum úr næstu sendingu. Látið ekki bíða að festa ykkur einn af þessum eftirsóttu bilum. Hafið samband við sölumenn okkar, sem veita allar upplýsingar um bílinn og greiðslukjör Sparið með þvi að kaupa Datsun INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Símar 33560 og 37710

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.