Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 03.08.1979, Qupperneq 22

Helgarpósturinn - 03.08.1979, Qupperneq 22
22 Föstudagur 3. ágúst 1979 —IlQlCjc51~pOStUrÍrÍrL- Leiðtogarnir talast varla við Breska topphljómsveitin Supertramp: Samband okkar er þó náiö, en mestmegnis á tónlistarsviöinu. Þegar viö erum bara tveir sam- an aB spila rikir ótrúlega mikil samkennd, án oröa.” Þeir koma úr ólikum stéttum (og þaö er röluvert atriöi i Englandi), en fóru fyrst að fjar- lægjast hvor . annan aö ein- hverju marki áriö 1972, þegar Hodgson ákvaö aö „droppa sýru” einsog þaö kallast, en Davies vildi ekki vera meö i þvi. „Afleiöingarnaraf „trippum” minum, segir Hodgson „voru aö hugur minn opnaöist fyrir alls konar hlutum sem hann sá ekki. Þaö myndaöi múr á milli okkar, þvi viö gátum ekki deilt þessari lifsreynslu. LSD er einkennilegt lyf Og nú er Hodgson mjög trúaö- ur, stundar jóga og tekur þátt i alls kyns andlegum samkom- um, þarsem leitin aö LJÓSINU, er aðalviðfangsefni. Hann er op- inn og til i aö tjá sig um lif sitt viö hvern sem er. Rick Davies er hinsvegar jaröbundinn og innhverfur. Og alveg jafnmikill öfgamaöur i raunsæi sinu og Hodgson er i trúarbrögöunum. Og hann á erfitt með aö tjá sig útáviö. A Breakfast In America lýsir Davies sambandi, eöa réttara sagt sambandsleysi, þeirra Hodgsons i laginu Casual Conversations. Þar segir ma: Undanfarnar vikur hefur breska rokkhljómsveitin Supertramp verið i efstu sætum vinsældarlista beggja vegna Atlantsála# með plötu sína Breakfast In Amer- ica. Supertramp hefur lítið verið kynnt hér á landi/ þó vitaðséaðíslenskiraðdáendur þeirra eru margir. Hér á eftir fer viðleitni Helgarpóstsins til að bæta úr því. milljónamæring- Þýskur ur Supertramp var stofnuö i árs- byrjun 1970 af Rick Davies (söngur, hljómborö) og Roger Hodgson (söngur, gitar, hljóm- borö), og fengu þeir til liös viö sig Robert Palmer, Dave Win- throp og Bob Miller. Nafn hljómsveitarinnar var tekiö úr titli bókarinnar Autobiography of A Supertramp, eftir R. H. Davis og kom út áriö 1910. En sá sem stóö aö baki Supertramp var sérvitur þýskur milljóna- mæringur, sem aldrei hefur lát- iö nafns sins getiö, en var kall- aöur Sam. Þessi útgáfa Supertramp sendi frá sér tvær plötur, Super- tramp og Indelibly Stamped, sem gengu hörmulega, og hljómsveitin leystist upp um skeiö eftir mislukkaöa hljóm- leikaferö til Noregs. Höfuöpaurarnir Davies og Hodgson voru hinsvegar ekki á þvi aö leggja árar i bát, og réöu til sin þá Dougie Thompson (bassi), John Anthony Helliwell (blásturshljóöfæri) og Beb C. Benberg (trommur), og þannig skipuö hefur hljómsveitin starf- aö siöan. Rétt úr kútnum Og árangurinn lét ekki á sér standa. Fyrsta platan eftir breytingarnar, Crime Of The Century, gekk mjög vel og eitt lag af henni, Dreamer, varö feikivinsælt. Siöan fylgdu plöt- urnar Crisis? What Crisis? og Even In The Quietest Moments, og vegur hljómsveitarinnar óx jafnt og þétt. Einkum kunnu Bandarikjamenn vel aö meta tónlist þeirra Davies og Hodg- sons, sem varö til þess aö Supertramp yfirgaf England og býr nú i Kaliforníu, nánar tiltek- iö Los Angeles. Breakfast In America Þarsem Supertramp eru mjög vönduö hljómsveit, tók þaö hana 18 mánuöi að hljóörita siöustu plötu sina, Breakfast in America. Sem getur veriö hættulegt, þvi poppheimurinn er hverfull og hljómsveitir fljótar að gleymast ef ekkert heyrist frá þeim I langan tima. En hin mikla vinna sem Super- tramp lagöi I Breakfast In America borgaði sig vel. Hún er ein stærsta „hit-plata” þessa árs. Það hafa margir tálkað Breakfast In America, sem háöslegt yfirlit á ameriskan lifsstil. En þaö furöulega er, aö meölimir Supertramps hafa mjög skiptar og andstæðar skoöanir á þvi hvernig skilja beriplötuna. Sumir segja að hún sé ádeila, en aðrir ekki. „Þaö er vitleýsa, segir John A. Helliwell saxófónleikari i viö- tali Supertramp i Melody Mak- er„aö kafa of djúpt I textana á plötunni. Þaö er kannski ýjaö aö ákveönum hlutum I lifi Amerik- ans, en ekki meir.” Þaö má vel vera satt, en maö- ur hefur það samt á tilfinning- unni aö þeir séu aö leika dipl- ömata, eftir aö hafa slegiö svo vel I gegn meö þessari plötu I Bandarikjunum. Eöa hvernig ber aö skilja linur einsog „þaö eru svo mörg skriödýr (creeps) i Hollywood” eða „þú horfir á sjónvarpið, þaö segir þér hvern- ig þú átt aö vera” svo eitthvað sé nefnt. „Platan er aöeins samansafn laga, segir Roger Hodgson. Við völdum henni þetta nafn, af þvi þaö var fyndiö. Þaö hentaöi stemmningu plötunnar. Þar eru nokkrar staðhæfingar um Ameriku, en þaö varekki fyrir- fram áætlaö”. „Ég held það sé best, segir Rick Davies (hann er ekki hrif- inn af U.S.A.), að hlustandinn geri þaö bara upp við sjálfan sig, hvernig hann túlkar plöt- una”. Andstæðir pólar Þaö er merkilegt viö Super- tramp, að höfuöpaurarnir, Davies og Hodgson lagasmiöir og söngvararnir eru algjörlega andstæöir persónuleikar og tala varla saman. „Samband okkar er mjög ein- kennilegt, segir Hodgson. Þaö hefur alltaf veriö þaö. Viö erum báöir sérvitringar, hvor á sinu sviöi, og viö höfum aldrei getaö talaö mikiö saman meö oröum. Leiötogarnir óliku: Roger Hodgson, t.v. og Rick Davies. „It doesn’t matter what I say/ You never listen anyway/ Just don’t know what you’re looking for... You try to make me feel so small/ Until there’s nothing left of all/ Why go on? Just hoping that we’ll get along... There’s no communication left between us/But is it me or you who’s to blame?” Framtíð Supertramp Og þegar Supertramp fluttist til Los Angeles, þó þaö hafi veriö frama hljómsveitarinnar til góös, breikkaöi gjáin enn frekar milli Davies og Hodg- sons, en þeir hafa ekki samiö lag saman siöan á plötunni Crime Of The Century, sem kom út 1974. Þaö er einkum Hodgson sem færst hefur frá Supertramp, þvi I LA er hann upptekinn viö trúariökanir sin- ar. En megum viö eiga von á þvi aö Supertramp leggi upp laup- ana af þessum sökum innan tiöar? Viö enduöum þessa stuttu kynningu á Supertramp, með þvi svari sem Rodger Hodgson gaf viö þessari spurningu I viö- tali viö Melody Maker á dögun- um: „Ég held aö okkur báöum (þe. Davies og Hodgson) veitti ekki af þvl aö taka smá hlé, bara til aö fá yfirsýn á hlutina. Ég held, að okkur langi báöa til aö taka aftur upp náiö samstarf, þvi þar eiga galdrarnir sér staö. Viö höfum ekki haft tækifæri til aö semja saman eöa djamma sam- an i herbergi I fimm ár. Ég býst við þvi aö þetta sé okkur sjálfum að kenna. Til aö byrja meö verður þig aö langa til þess, og ég býst viö þvl aö þaö hafi veriö svo mikið af öörum hlutum sem fyllt hafa hugi okk- ar, aö viö höfum ekki átt tima aflögu fyrir hvorn annan. Von- andi veröur velgengni siðustu plötu okkar til þess aö gefa okkur aftur tima til þess. Viö Rick þráum báöir aö blómstra I tónlistinni. Viö höf- um klifraö á toppinn. Og hvaö gerum viö nú? Flestar hljóm- sveitir reyna bara að halda sér á toppnum og syngja sömu gömlu lummuna aftur og aftur. en slikt er einskis virði I okkar augum. Okkur finnst viö veröa aö þróast. Hljómsveitin veröur til, svo lengi sem hún heldur á- fram aö þróast. Ef hún hefur náö hápunkti sinum, væri rétt- ast fyrir okkur aö ná i aöra hljóöfæraleikara og gera eitthvaö annaö.” Texti: Páll Pálsson

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.