Helgarpósturinn - 08.02.1980, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 08.02.1980, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 8. febrúar 1980. HelgarpÓ^fllrírii Þetta er bara eftir Þorgrím Gestsson Myndir: Friðþjófur Helgarpósturinn kannar viðhorf islenskra fjöl- miðlamanna til þessarar algengu upphrópunar þeirra sem gagnrýna f jölmiðla ■mM* StLitiusonliggurÍFeiéb Jeysi Og ffWÓSÍmzmíiihim Stunda íslensk dagbtöö æsi- fréttamennsku? Þessari spurn- ingu hefur oft skotiö upp i þeirri takmörkuðu fjölmiötaræðu, sem hefur átt sér staö hér á landi á undanförnum árum. Eöa öllu heldur: Þessu hefur oft veriö haldiö fram, og þá yfirleitt af ýmsum gefnum titefnum. Oftasthafa þeir, sem telja sig hafa oröiö fyrir baröinu á æsi- fréttamennsku, talaö hæst um þetta fyrirbrigöi. Þess vegna leitaöi Helgarpósturinn til nokk- urra fjölmiölaraogbaö þá aö leggja orö I belg. Velta vöngum yfir þvi hvað þeir telja vera æsi- fréttamennska og i framhaldi af þvi hvar séu mörkin milli stikrar blaöamennsku og rannsóknarblaðamennsku. Þaö eru einmitt þessi mörk, sem hafa valdiö hvaö liflegustum deil- um á undanförnum árum. Nú ber þess aö gæta, aö um- ræöa um fjölmiölun er á mjög lágu stigi á tslandi. Hún hefur veriö þaö litil tit þessa, aö ýmsar hugmyndir fræöilegrar blaöa- mennsku eru á reiki. Þvi er hætta á aö sumir tali i austur, þegar aörir tala i vestur. Eitt af þeim hugtökum, sem menn hafa enn ekki komiö sér saman um sameiginlegan skilning á, er ein- milt „æsifréttamennska”. En umfjöitun sem þessi ætti aö stuöla aö þvi aö hugtak þetta komist á hreint svo menn geti fundið sér sameiginlegan um- ræöugrundvölt. ■ „Svokatlaöar fréttaskýr- ingar, sem sum biöö hafa veriö aö birta, eiga sáralitiö skylt viö rannsdknarblaöa- mennsku þótt þaö eigi aö heita svo. Þær ættu miklu frekar að flokkast undir æsi- fréttamennsku og lygar”. Ómar Valdimarsson, fréttastjóriá Dagblaöinu. Hvaöa skilning leggur þú i hugtakiö „æsifréttamennska?” var fyrsta spurningin sem viö lögöum fyrir fjölmiölarana. Jón Sigurðsson, ritstjóri Timans, svaraöi m.a. á þessa leið: Grunkveikja óheiðarlegum hætti og allir metnaðarfullir menn skari eld aö sinni köku. Þaö sem ekki er æsifréttamennska miöast viö að veita upplýsingar frá öllum hliö- um, sjónarmiöum og hagsmun- um. Hún er itarleg, en um leið leiöinleg. Góö fréttablöö eru oft um leiö leiöinleg”. Neikvæð blaðamennska „Ég tel, aö æsifréttamennska sé neikvæð blaöamennska, þar sem slegið er upp órökstuddum fullyröingum og reynt aö færa sér i nyt veikleika fólks i þeim tilgangi aö selja blaö”, sagði Björn Jóhannsson fréttastjóri Morgunblaösins um þessa spurningu. ólafur Ragnarsson, ritstjóri Visis, kvaöst verða aö viður- kenna, aö hann hafi aldrei skilið fyllilega þetta orð, „æsifrétta- mennska”. En hann hafi tekiö ■„Rannsóknarblaða- mennska krefst mikillar vinnu og áhuga Viökomandi blaðamanns á verkefninu. 1 flestum tilvikum er þessi tegund blaöamennsku fólgin i þvi aö upplýsa og segja frá málum, sem einhverra hluta vegna eiga ekki aö fara hátt, en varöa þó hagsmuni al- mennings”. Sæmundur Guðvinsson, btaöamaöur á Visi. eftir þvi, aö þeir sem helst taki sér þaö i munn séu aðilar sem telja að sér vegiö I fjölmiölum, eða eigi erfitt með aö sætta sig viö, aö sannleikurinn i ákveönum málum sé dreginn fram i dags- ljósið. „Dæmi um þetta eru viöbrögö starfsmanna Frihafnarinnar viö skrifum Visis um meint misferli i þeirri opinberu stofnun. Þaö kölluöu starfsmennirnir „æsi- fréttamennsku” eöa „sorp- blaöamennsku” en þau orö hef ég ekki séö frá þeim opinberlega eftir aö opinber rannsökn leiddi i ljós, aö upplýsingar Visis voru allar réttar”, sagöi Ólafur Ragnarson. óþekkt fyrirbæri hér „Ég skil hugtakiö æsifrétta- mennska þannig, aö þar séum aö ræöa upplýsingar, sem eru styttar, og úr þeim tekin einstök atriöi sem eru valin þannig, aö þau fangi augu lesendanna. Þau séu skemmtileg og feli i sér grunkveikju, t.d. grun um mis- ferli og annarleg sjónarmiö. Æsifr éttamennska elur á fórdómum, t.d. aö öll yfirvöld séu svikul, auöugir menn hafi komist yfir auöæfi sin meö Sæmundur Guðvinsson, blaöa- maöur á Visi sagöi, aö æsifrétta- mennska eins og hún birtist hér- lendis sé fyrst og fremst fólgin I þvi aö slá upp fréttum sem ekki séu byggðar á nægilega traust- um heimildum. „Þessari fr éttamenns ku bregður fyrir hér viö og viö, einkum hjá Dagblaöinu, og mætti nefna ýmis dæmi þvi til sönnun- ar. Hinsvegar er hin eiginlega æsifréttamennska, eins og hún er iðkuö viöa erlendis, óþekkt fyrirbæri hérlendis, sem betur fer. Svo hlálega vill hinsvegar til, að fólk sem gleypir i sig erlend slúöurblöö meö upplognum sög- um um þekktar persónur er reiöubúiö að halda þvi fram, að hér vaði æsifréttamennska uppi”, sagöi Sæmundur Guövins- son. Hreinar lygafréttir Ómar Valdimarsson, frétta- stjór i á Dagblaöinu, byr jaöi á þvi að slá þann varnagla, að,,æsi- fréttamennska”- sé eitt af þeim orðum, sem hver og einn viröist leggja sina merkingu i. ,Mér hefur virst á undan- förnum misserum, aö þaö séu einkum andstæöingar frjálsrar blaöamennsku, sem kalla alvörufrétir æsifréttir. Sjálfur hef ég alla tiö lagt þann skilning i oröiö æsifréttir aö þar séu hreinar lygafréttir á feröinni. Oftar en ekki sýnist mér þær vera pólitiskar, skrifaöar af leg- átum flokkanna til þjónkunar flokksvaldinu, eöa þá öörum hagsmunahópum. Æsifrétter aö minum dómi frétt, sem er skrif- uö i ákveöna átt, burtséö frá staöreyndum málsins. Flokks- blööin eru alltaf af og til morandi i svona óþverra”, var álit Ómars Valdimarssonar. Einar Karl Haraldsson, rit- stjöri Þjóöviljans, tók dálitiö ■ „Rannsókna rblaöamenn eru gjarnan i flokki leiöin- legra blaöamanna og rannsóknarblaöamennska er itarleg og löng. Þaö er spurning um heiöarleika, hvort blaðamennirnir mat- reiöa hlutina þannig, aö þeir veröi spennandi og æsandi. Sumir þessara manna not- færa sér fordóma fólks til þess aö láta efniö höföa til þess. Þannig var meö Water- gatemáliö. Hefðu allpr kringumstæöur og aöstæöur veriö raktar heföi þaö mál veriö leiöinlegt aflestrar”. JónSigurösson, ritstjóriTrmans. annan pól I hæöina og byrjaöi á þvi aö benda á, aö fræöileg um- ræða um islenska fjölmiölun sé af skornum skammti og þvi vanti sárlega skilgreiningu á hugtök- um, sem gjarnan séu i daglegu tali notuð i sambandi viö blaöa- mennsku. ,,Ég álit, aö flokkun sam- kvæmt hugtökum eins og æsi- fréttamennska, sölufrétta- mennska, rannsóknar blaöa- mennsku og ábyrg blaöa- mennska segi næsta litiö, og sé raunar út i hött. Góöur árangur úr rannsóknarblaöamennsku getur til aö mynda veriö allt i senn æsifre’tt, ábyrg frétt og sölufrétt. Mér er næst að halda, aö á Islenskum blööum sé hvergi rekin þaö hreinsræktuð frétta- stefna, að hægt sé að flokka hana undir eitthvert þessara heita. Nær væri aö tala um sambland eöa hrærigraut af þessum mis- munandi fréttaáherslum og nokkur tilhlaup til þess ab likja eftir góöum fréttasiðum erlend- um á ýmsum sviöum”. Stefán Jón Hafstein frétta- maður hjá útvarpinu benti á aö fréttirnar, þ.e. það sem vest- rænir fjölmiölar telja þess vert aö spyrjist viðar, sé einkum tengt þvi sem kallast atburðir eöa uppákomur, oft i tengslum viö persónur. ■ „Blaöamennska á bæöi aö vera virk og óvirk. Góö blaðamennska endurspeglar það timabil, sem er skrifaö um, svo lesendur skilji sam- timann og átti sig á þvl hvaö er aö gerast. Hún á lika aö veita aöhald, einkanlega þeim sem fara meö almenn- ingsvald ogféog benda á þaö, sem beturmættifara. Pólitik og fréttir eiga ekki aö fara saman. Björn Jóhannsson, Fréttastj. Morgunbtaösins. „Persónur geta i sjálfri sér veriö frétt og atburöir einnig”, sagði Stefán, „en mest er um að vera þegar þetta fer saman, á- samt tilteknum skammti af þvi semteljastmá óvenjutegt. Yfir- leitt er æskilegast aö þessi sam- suöa eigi upphaf sittog endi á ein- um degi, svo öll fréttin birtist i sama tölublaöi blaðsins, eða sama fréttatima. Tilhneigingin verður sú, aö fjölmiðlarnir birta sifellt afleiöingar, orðna hluti, miðað viö mjög þröngt timarúm. Orsakir, sem oft eru duldar eða eiga sér rætur i flóknu ferli á löngum tima eru ekki fréttir. Dæmi: Fátækter ekki frétt nema þvi aöeins aö afleiöing hennar birtist einn daginn: „Gamal- menni króknar á divan”. Söluvara „Æsifréttamennska á bæöi rætur sinar aö rekja til þessa fréttamats, svo og til þess, aö fjölmiðlarnir eru söluvara, sett undir lögmál markaðarins. Jafnvel miöill eins og rikisút- varpiö, sem blessunarlega er ekki beintundir markaöslögmál- in sett, verður óbeint aö taka mið af vinnubrögöum þeirra kaupa- héöna, sem eru ritstjórar og selja dagblöð. Fréttir eru seldar og þær seljast betur ef þær eru miktar fréttir.Blaö sem oft býö- ur upp á miklar fréttir, stór- fréttir, selst auðvitaö vel. Þetta er I raun undirrót æsifrétta- mennsku, tilhneigingar til aö magna fréttina, gera úr henni meira en efni standa til. Hún er þvi ýktasta form þess nei- kvæöasta sem einkennir frétta- mat fjölmiðla. Vegna eölis sins slitur fréttamatið hluti og at- buröi úr samhengi og birtir án möguleika til aö vita betur. Æsi- fréttamennskan gerir allt þetta og meira, þvi venjulega höföar æsifréttamaðurinn til tilfinninga byggöra á fordómum, frekar en skynsemi reistri á viösýni. Þessi tegund fréttamennsku brenglar þvi veruleikamyndina, raskar hlutföllum þannig aö þró- unogframrás timans skilstekki nema sem einstakir atburöir, venjulega fyrir tilverknaö per- sóna sem fjölmiölarnir hafa ást á eöa ofsækja”, sagöi Stefán Jón Hafstein. Þá höföum viö samband við Þorstein Pálsson framkvæmda- stjóra Vinnuveitendasambands tslands, fyrrum ritstjóra Visis, og hann haföi þetta um æsifrétta- mennsku aö segja: „Ég kann enga algilda skýr- ingu á oröinu æsifréttamennska. En mér finnst þaö fela i sér rokufréttamennsku, sem byggir ■ „Blöðin veröa aö skriöa fyrir sölumöguleikunum og bukka sig fyrir rekstrar- örðugleikum. A flestum fjöl- miölum erualltof fáirstarfs- menn sem þrátt fyrir yfir- vinnu komast aldrei út úr rútinuverkum. Hversu „ábyrgur ” hver ein- staklingur þeirra er skiptir ekki máli þar sem islenskt fjölmiMakerfi er ábyrgðar- laust gagnvart almenningi. Þaö er ekki tilviljun, aö hér þrifst ekki þaö sem kallaö er gagnrýnin rannsóknar- fréttamennska”. Stefán JónHafstein, fréttamaðurá útvarpinu. á misjöfnum heimildum og er stunduð I þeim tilgangi, að les- endur veröi fyrir einskonar hug- hrifum, án tillits til þess hvort efnislega er rétt farið meö mál- efnið”. Rannsóknar/æsiblaða- mennska Sem svar viö ádrepum um meinta æsifréttamennsku hafa fjölmiölarar oft boriö fyrir sig, að þeir séu að stunda rann-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.