Helgarpósturinn - 08.02.1980, Blaðsíða 1

Helgarpósturinn - 08.02.1980, Blaðsíða 1
Föstudagur 8. febrúar 1980 Fjórði hver íslend- ingur þunglyndur? „Þetta erbara æsilrétt” Fjölmiðlamenn krafðir um skil greiningu á umdeildu hugtaki Fjölmiölar, staða þeirra og hlutverk i islensku þjóöfélagi hafa litið verið til umræðu til þessa. Helst hafa þessi mál bor- iðá góma, þegar einhver jum hef- ur þótt nærri sér höggvið i fjöl- miðlum, réttu máli hallað, eða vissum skoðunum gert hærra undir höfði en öðrum. Það sið- asttalda á einkum við umræður um rikisfjölmiðlana. 1 þessum umræðum hefur orðinu ,,æsi- fréttamennska” oft skotið upp, og viðkomandi fjölmiðlum brigslað um óheiðarleika og sölumennsku. En hvað er eiginlega ,,æsi- fréttamennska”, og stunda is- lenskir fjölmiðlar virkilega þetta fyrirbæri? Helgarpósturinn hef- ur leitast við að gera nokkra út- tekt á þessu hugtaki, og fleiri hugtökum, sem tengjast blaða- mennsku, m.a. hinni umræddu rannsóknarblaðamennsku, i þvi skyni leituðum við til nokkurra islenskra fjölmiðlara, og báðum þá að segja álit sitt á þessari tegund blaðamennsku. Um leið reyndum við að kanna viðhorf leiðandi manna i athafnalifinu til fjölmiðlunar og sam skipta við fjölmiðla. „ Rússadíndill? Seiseijú, mikii ósköp!” Jón Múli Árnason í Helgarpó^viðtali © HÆFILCIKINN TIL AÐ TAKA ÁKVARÐANIR? Gunnar Thoroddsen i Nærmynd Helg- .. arpóstsins „Gunnar Thoroddsen hefur vissulega margt þegið af forlög- unum, en fær vist aldrei stóra vinninginn þráða í happdrætti lifsins” sagði i frægum palla- dómi Lúpusar um alþingis- manninni Vikunni fyrirnokkrum árum en Gunnar Thoroddsen hefur hins vegar verið aö sanna núna siðustu daga að spádóms- gáfa Lúpusar var ekki einhlit. Hins vegar mátti Gunnar ekki vera seinni á ferðinni til að reka af sér þetta sliðruorð. I Nærmynd, — nýjum þætti Helgarpóstsins i blaðinu i dag, er leitast við að bregða ljósi á persónuna og stjórnmálamann- inn Gunnar Thoroddsen, sem baðað hefur sig i sviðsljósi þjóð- félagsins öðrum mönnum frekar þessa siðustu daga og er i þann mund að taka viö forustuhlut- verkinu i islensku þjóðlifi. Rætt er við samherja hans, pólitiska andstæðinga og fyrrum sam- herja úr Sjálfstæöisflokknum, sem nú bera honum illa söguna. Sjálfur vill Gunnar lýsa sjálfum sér sem stjórnmálamanni með tilvitnun i Bjarna Benediktsson þess efnis að það sem einkenni stjórnmálamanninn Thoroddsen sé hæfileiki hans til að taka ákvarðanir. í Innlendri yfirsýn i dag er reynt að átta sig á þvi hvaða af- leiðingar stjórnarmyndun Gunn- ars Thoroddsen muni hafa fyrir Sjáifstæðisflokkinn og pólitiska framtið Geirs Hallgrimssonar. Gunnar © ÍÞRÓTTAFOLK ÁRÓÐURSTÆKI „Umræður sem orðiö hafa um þátttöku i Olympfuleikum i Moskvu hafa ekki einvörðungu fjallað um þá hlið málsins, hvort iþróttahreyfing heimsins geti lát- ið sér sæma að ljá sig til áróðurs rikisstj.sem stendur i árásar- striði út á viö og herðir kúgunar- tök heima fyrir, eins og best sést á þvi að einn þáttur I undirbúningi leikanna er að fangelsa eöa gera útlæga frá Moskvu alla sem ein- hvern þátt hafa tekið i andófs- hreyfingu mannréttindasinna. Þótt þetta sé að sjálfsögðu megin- máliö gagnvart almenningi, eru, irööum iþróttafréttamanna sér i lagi farnar að heyrast raddir sem hreyfa þvi, hvortekki hafi of lengi verið undan þvi vikist að taka til nákvæmrar athugunar hvort unnt sé frá hreinu iþrótta- sjónarmiði að halda uppi iþrótta- samskiptum við Sovétrikin eins og iþróttahreyfingin þar er rekin. í Sovétrikjunum og fylgi- rikjum þeirra er ekkert til sem heitir frjáls iþróttahreyfing, heldur hafa rikisvaldiö og flokksvaldiö þar öll tögl og hagldir. Þetta hefur i för meö sér, að iþróttareglum er i engu skeytt þegar um það er að tefla að nota íþróttafólkið i áróðurs- skyni fyrir rikiö og valdaflokk- inn,” segir Magnús Torfi Olafs- son I Erlendri yfirsýn og Guðjón Arngrimsson, blaða k maður tekur [*%■*%1 9 I i sama streng i\23j Vettvangsgrein.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.