Helgarpósturinn - 08.02.1980, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 08.02.1980, Blaðsíða 3
Föstudagur 8. febrúar 1980. 3 JielgarpósturínrL. sóknarblaðamennsku. Slík blaöamennska beinist að þvi meöal annars að fá fram sann- leika i einhverju máli, sannleika sem ekki liggur á lausu, og getur jafnvel verið óþægilegur fyrir einhver ja sem hlut eiga að máli. Þessar deilur hafa jafnvel leitt til þess, að hin svokallaöa rann- sóknarblaðamennska hefur fengiö á sig ljótt orð á Islandi, og nánast orðið að skammaryrði. Hvar liggja þá mörkin milli æsifréttamennsku annarsvegar (sé hægt að tala um þesskonar blaðamennsku á tslandi) og hinsvegar gagnrýnjnnar blaða- mennsku og rannsóknar- blaðamennsku? Flestir þeir sem við höfðum tal af voru sammála um, að rannsóknarblaöamennska sé fyrst og fremst spurning um vinnubrögð. Oflun öruggra heim- ilda og nákvæm rannsóknar- starfsemi á þvimáli sem skrifað skal um. ,,1 rauninni ætti öll blaða- mennska, öll fréttamennska, aö vera rannsóknarblaðamennska. Fréttamenn eiga ekki að láta ljúga sig fulla eða segja sér hálf- an sannleika. Rannsóknarblaða- mennska er þvi starf góðs og heiöarlegs fagmanns, sem hefur mestan áhuga á að koma stað- reyndummála óbrenglað til skila og er reiðubúinn að leggja á sig mikla vinnu — og jafnvel vina- m'issi —iþviskyni”, sagði Ómar Valdimarsson, fréttas-tjóri á Dagblaðinu um þetta atriði. U pp I j óstra na b laða- mennska En flestir orðuðu fjölmiðlararn- ir þá staðreynd, að islenskir fjölmiðlar hafa yfirleitt ekki bol- magn til að stunda rannsóknar- blaðamennsku sem stæði undir nafni. Einar Karl Haraldsson tók svo djúpt i árinni að fullyrða, að Islendingar hafi „þvi miður ekki enn komist i kynni við rann- sóknarblaðamennsku til þessa. Gerðar hafa verið mismunandi vel heppnaðar tilraunir til þess ■ „Oft byggir flokkun f t.d. æsif réttamennsku, sölu- fréttamennsku, ábyrga fréttamennsku o.s.frv. að þvi er virðist meira á uppsetn- ingu og útlitshönnun frétta- efnis heldur en innihaldinu. Þannig mætti hugsa sér aö sömu frétt væri slegið upp i æsilegum stil í tveimur blöð- um, ensamtværisá munur á þeim, að i ööru þeirra væri fréttin studd óyggjandi stað- reyndum og haldgóðri rök- semdafærslu, en i hinu blað- inu væru staðreyndir brenglaðar, litaðar pólitisku eða persónulegu mati og rök- semdafærsla i slúðurstil. Ég held það væri rangt að setja þessi tvö dæmi i sömu æsi- fréttaskúffuna.” Einar Karl Haraldsson, ritstjóri Þjóðviljans. að stunda uppljóstranablaða- mennsku ef svo mætti kalla hana. Hún hefur þann galla að leka niður i það að verða siða- predikun eins og hjá Vilmundi og/eða lent i þvi feni að viðkom- andi blaöamaður hefur gengiö á mála hjá vafasamri heimild og eingöngu stuðst við hana”, sagöi Einar Karl meðal annars um islenska rannsóknarblaða- mennsku. Gára yfirborðið Sæmundur Guövinsson á Visi tok i sama streng og sagöi, aö fá- mennt starfsliö blaðanna ráöi ekki við þau mál sem krefjast tima og vandaðra vinnubragða. „Þótt stundum hafi tekist að gára yfirborðið nokkuð er ekki hægt aö kalla slikt rannsóknarblaöa- mennsku. Hinsvegar blandast engum, sem einhverja tilburði hefur haft uppi til þess að sinna þessari tegund blaðamennsku, hugur um, að verkefnin eru hér ærin og þörf á að opna ýmsa glugga, sem harðlokaðir eru.” Það hefur ekki farið framhjá neinum, að oft hafa fjölmiðlarnir þó haft tilburði til að berja á ýmsa glugga. Skammt er aö minnast „Flugleiöamálsins”, og báðum við Svein Sæmundsson blaðafulltrúa þess fyrirtækis þvi aö svara spurningunni um það, hvaða rétt fjölmiðlar hafa á innsýn i fyrirtæki á borð við Flugleiðir. „Fjölmiðlar, eða sá almenn- ingur, sem þeir þjóna, eiga vissulega rétt á upplýsingum um fyrirbæri. Stundum er þó óheppi- legt að gera aö blaðamáli mál sem eru á viðkvæmu stigi, t.d. ef samningar standa yfir. En það er regin munur á, ef upplýsinga er aflað með það i huga að klekkja á viðkomandi og skapa æsifrétt. Með óvinsam- legri túlkun er hægt að gera öll mál tortryggileg. Hafi blaðamaö- ur á tilfinningunni, að hann hafi ekki náð öllum sannleikanum upp úr viðkomandi talsmanni fyrir- tækis þykir mér eðlilegt aö hann reyni að afla sér frekari upplýs- inga”, sagði Sveinn Sæmunds- son. Stjórnunarfélag Islands efndi fyrir skömmu til viðræðufunda um samskipti fjölmiðla og fyrir- tækja og bauð þangað fulltrúum frá báðum aðilum Þóröur Sverrisson hjá Stjórnunarfélag- inu sagði i samtaii við Helgar- póstinn, að þar heföu fulltrúar fjölmiölanna gagnrýnt sjálfa sig og kollega sina fyrir að kynna sér ekki nægilega vel hvað er að gerast hjá fyrirtækjunum. Þeir viðurkenndu, að sögn Þórðar, að innan fyrírtækjanna sé ýmislegt forvitnilegt að finna, sem ekki er venja á fjölmiðlunum að telja „fréttnæmt”. Blaðamenn ekki 'nógu upplýstir A sama hátt gagnrýndu full- trúar fyrirtækjanna sjálfa sig og sina kollega fyrir að vera ekki nægilega iðnir við að koma upp- lýsingum sinum á framfæri viö fjölmiðlana. Margir lýstu sig fúsa til meira samstarfs . En það kom lika fram hjá sumum.að þeir hafi ekki góða reynslu af fréttamönnum. Þeir kenndu þvi um, að margir fréttamenn séu ekki nógu upplýstir, og átti sig ekki fyllilega á þvi sem sé aö gerast. Þetta leiði oft til þess, að upplýsingar séu rangtúlkaðar, og þannig dregin upp röng mynd af viðkomandi fyrirtækjum. Eina af aðal meinsemdunum I samskiptum fjölmiðla og fyrir- tækja sögðu þeir vera þá, aö það sé ekki „i tisku” að skrifa já- kvætt um fyrirtæki, á sama hátt og t.d. listir. Þetta ali siðan á þeim fordómum, að það sé slæmt, ef fyrirtæki sýna hagnað, sagöi Þórður Sverrisson hjá St jór nunar félaginu. Ofanrituð samantekt gefur ekki ástæðu til aðsláföstu hvort ■„Rannsóknarblaöa- mennska er að minu mati blaðamennska sem miðar að þvi að afla sem viðtækastra upplýsinga og gagna um mál, sem almenningur á heimtingu á að fá að vita um. Þar liggur meginvinnan I rannsókninni sjálfri og ábyrgur f jölmiðill birtir eng- ar fréttir um málið fyrr en hann hefur kannað þær nægilega vel til þess aö vita hver sannleikurinn er, þann- ig, aö hann geti staðið við hvert orð sem birt er.” Ólafur Ragnarsson, ritstjóri Visis. „æsifréttamennska” er stunduð á Islandi eða ekki. Það fer allt eftir þvi hvaða merking er lögð i það orð, og um hana eru menn ó- sammála. Þó má fullyrða, að einhver tilhlaup I áttina til æsi- fréttamennsku, eða kannski sölufréttamennsku hafi verið gerö af og til. Ekki kannski svo mikið meðvitað, heldur fyrst og fremst vegna timaskorts blaða- manna, mannfæðar og vöntunar á fjölmiðlurum sem eru vel menntaðir i sinu fagi. Þetta er Þrándur i Götu hinnar svonefndu rannsóknar- blaðamennsku, en þar er smæð þjóðfélagsins lika mikilvægur þáttur. Það hefur sjálfsagt lika sitt að segja að alRof fáir fjöl- miðlarar eru sér fullkomk meö- vitaðir um þjóðfélagslegt hlut- verk fjölmiðla, og um það er grátlega litil umræða innan stéttarfélagsins, engu siður en á opinberum vettvangi.Við gætum kannski notaö orð Stefáns Jóns Hafstein fréttamanns hjá út- varpinu, sem hann lét falla i svari til Helgarpóstsins til að lýsa islenskri fjölmiðlun: „Hlutverk fjölmiðla i nútima þjóðfélagi hlýtur einmitt að vera hljómmikil og gagnrýnin upplýs- ingamiðlun. Einnig vettvangur skapandi lista. Hvorugt er til nema þegar tilviljunin leyfir, enda er islensk fjölmiölun hrafnaspark i samtiðinni.” Og það væri kannski vænlegra til að komast nær kjarna islenskrar blaðamennsku að ræða hana út frá hugtökum eins og pólitiskri fféttamennsku, áróðursfréttamennsku og skoöanaiðnaöi en æsifrétta- mennsku, eins og Einar Karl Haraldsson benti á i sinu svari. Nýkomnir tjakkar fyrir fólks- og vörubíla frá 1 -20 tonna MJÖG HAGSTÆTT VERO Bílavörubúðin Fjöðrin h.f. Skeifan 2, sími 82944 Borvél oa fleygur, sérlega hentug fyrir rafvirkja, pípulagningamenn og byQQingarneistara. Tekur bora upp í 32 mm og hulsubora upp í 50 mm. Slær 2400 högg/mín. og snýst 250 sn/mín. Mótor 680 wött. Fullkomin iðnaðarborvé! meö tveimur föstum hraöastillingum, stiglausum hraöabreyti i rofa, og afturábak og áfram stillingu. Patróna: 13 mm. Hraöastillingar: 0-750 og 0-1500 sn/mín. Mótor: 420 wött Þetta er hin heimsfræga Skil-sög, hjólsög sem viöbrugöiö hefur veriö fyrir gæöi, um allan heim i áratugi. Þvermál sagarblaðs: 7V Skurðardýpt: beint 59 mm, viö 45° 48 mm. Hraöi: 4,400 sn/min. Mótor: 1.380 wött. Létt og lipur stingsög meö stiglausri hraöabreytingu í rofa. Hraði: 0-3500 sn/min. Mntor- 350 wött. Stórviöarsögin meö bensinmótor. 3laölengd 410 mm og sjálfvirk keöju- smurning. Vinkilslípivél til iönaöarnota. Þvermál skífu 7”. Hraöi: 8000 sn/mín. Mótor: 2000 wött. ÞEIR, SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI, VELJA SKIL Einkaumboö á fslandi fyrir Skil rafmagnshandverkfæri. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Öflug beltaslípivél meö 4” beltisbreidd. Hraöi: 410 sn/mín. Mótor: 940 wött. Mjög kraftmikill og nákvæmur fræsari. Hraöi: 23000 sn/mín. Mótor: 750 wött. 0 % 4^\-' ® Óviöjafnanlegur hefill meö nákvæmri dýptarstillingu. Breidd tannar:3”. Dýptarstilling: 0-3.1 mm. Hraöi: 13.500 sn/mín. Mótor: 940 wött. Eigum einnig fyrirliggjandi margar fleiri geröir og stæröir af Skil rafmagns- handverkfærum, en hér eru sýndar, ásamt miklu úrvali hagnýttra fylgihluta. Komiö og skoöiö, hringið eöa skrifiö eftir nánari upplýsingum. Jafnan fyrirliggjandi í miklu úrvali RAFMAGNSm HANDVERKFÆRI

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.