Helgarpósturinn - 08.02.1980, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 08.02.1980, Blaðsíða 8
8 pósturínn utgefandi: Blaðaútgáfan Vitaðsgiafi sem er dótturfyrirtæki Alþýðublaðs- ins, en með sjálfstæða stjórn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð- mundsson. Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórnarfulltrúi: Jón Oskar Haf- steinsson. Blaðamenn: Guðjón Arngrímsson, Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund- ur Arni Stefánsson og Þorgrímur Gestsson. Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason. Auglýsingar: Elín Harðardóttir. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir Dreifingastjóri: Sigurður Steinarsson Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðu- múla 11, Reykjavík. Simi 81866. Af- greiðsla að Hverfisgötu 8-10. Simar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent h.f. Askrift (með Alþýðublaðinu) er kr. 4.500,- á mánuði. Verð i lausasölu er kr. 300,- eintakið. Metnaður Stjórnmálaátök siðustu daga leiða hugann að metorðagirni. Hvernig sumir verða aldrei ánægðir þótt á toppnum séu, en aðrir ætið alsælir á botninum. Og hvernig sumir hafa það alla tfð á hreinu hvert þá langar að kom- ast, en aðrir láta sig litlu skipta hvað morgundagurinn ber i skauti sér. Kannski er þetta ekki endilega spurning um hvaö fólk vill. Ný- lega komu þrir menn fram I sjón- varpinu, og ein kona, og voru öll sammála um að það sem þau langaöi til að gera, eftir að þau væru orðin forseti íslands, væri að láta gott af sér leiða. Ég held það geti verið, að allt heiðarlegt fólk viljiláta gott af sér leiða. Og að það sé i rauninni tilgangurinn með öllu bröltinu. Sumir vilja bara láta meira gott af sér leiða en aðrir. Enn aðrir þurfa lika að gera svo skratti mikið áður en þeir mega vera að þvi aö láta gott af sér leiða. Þeir þurfa að klifa met- orðastigann til að fá tækifæri, og til að klifa hann þarf stóran skammt af allskonar eigingirni, frekju og klókindum. Suma af þessum metorðastig- um býr tiðarandinn til fyrir fólk. Fyrir áratug eða svo lét ungt fólk gott af sér leiða með þvi að gera vaff með puttunum og segja pis broðer, en nú er það barnaskap- ur. Bæði þá og nú þurfa allir að byggja sér þak vfir höfuöið og fá sér allskonar lifsgæöi fyrir pen- inga. Annað býr I öllum, burtséð frá þvi i hvaða þjóðfélagi þeir eru staddir, eins og t.d. fróðleiks- fýsn. En það er meó hana eins og metnaöargirndina, hún er mis- mikil i fólki. Ekki er að eta að hægt er að láta gott af sér leiða i forsætisráð- herrastól, að ekki sé minnst á for- setaembættiö sjálft. Það er lfka hægt að láta gott af sér leiða með þvi að skrifa vandaöa leiðara I blöð. Sumir hafa metnaðargirni I sér til að verða leiðarahöfundar, þar sem þeir geta bent á það sem betur má fara I samfélagi manna, ogleiðir til að láta það fara betur. Á þessu blaði þarf ekki metnaöar- girni til. Þaö nægir aö ritstjórinn eigieftirað gerahittog þetta, rétt áður en blaðiöá að fara i prentun. Þannig verða leiöarar eins og þessi til. Og þannig geta kring- umstæður sett-fólk i allskonar stellingar, án þess að metnaðar- girnd komi nærri. Þá er þetta spurning um að koma sér útiír vandanum á snyrtilegan hátt. Þessi leiðari er dæmi um tilraun til þess. Föstudagur 8. febrúar 1980. helgarpÓStl 'rinn ER ÞETTA VINSTRI STJÓRN? Hann hefur verið sléttur og felldur að undanförnu i rikisfjöl- miðlunum hann Gunnar Thor- oddsen, einskonar frelsari þjóðarinar og bjargvættur, að margra mati, á þessum óvissu og upplausnartimum. Gunnar hefur á undanförnum árum fengið orð fyrir það að vera tungulipur, og allt sem hann hefur sagt. slétt og fellt. En hvernig verður nú þessi rikis- stjórn sem hann hefur unnið að aðmynda alltsiöan i desember, samkvæmt þvi sem sumir segja. Verður þetta hægri stjórn, vegna þess að það er sjálfstæðismaður sem myndar hana? Verður þetta vinstri stjórn, vegna þess að tveir stærstu vinstri flokkarnir hafa þar meirihluta, eða verður þetta hvorki fugl né fiskur, og eftir allt kosið á ný innan tiðar? Þetta eru sjálfsagt spurningar sem margir velta fyrir sér þessa dagana. S t jó m a r a nd st aða n verður hörð Áður en farið er írekar út i að lýsa þessarist jórn nánar, er ekki úr vegi að minnast litillega á stjórnarandstöðuna, sem þessi væntanlega stjórn á eftir að berjast við. Annarsvegar verð- ur það klofinn Sjálfstæðisflokk- ur, og formaðurinn i sárum og hinsvegar verður það sprengju- flokkurinn Kratar með þrefalda forystu, Benedikt , Kjartan og Sighvat. Þetta verður þó ekki aöalstjórnarandstaðan, heldur Morgunblaðið, eftir fyrstu við- brögðum þess varðandi stjórn GunnarsTTior aðdæma.Þaðer liklegt að Morgunblaðið verði mun áhrifameiri stjórnarand- staða, heldur en flokkarnir tveir — ef það heldur sig innan vissra marka. Fýrstu viðbrögð benda nú ekki til þess, en eftir flokksráðsfund Sjálfstæðis- flokksins á sunnudag, stillist Mogginn nú kannski. Kjaramálin Þegar þetta er skrifað hefur málef nasamningurinn ekki verið birturog reyndar ekki bú- ið aö ganga frá neinum hluta hans. Sagt var að kjaramálin hefðu staðið nokkuð i mönnum fyrst i vikunni, og þá einkum i Alþýðubandalagsmönnum og Birni Þórhallssyni. Björn, sem er formaður Landssambands islenskra verslunarmanna og á sæti i miðstjórn Sjálfstæðis- flokksinshefur verið hægrihönd Gunnars við kjaramálakaflann og fleira, frá þvi hann hóf stjórnarmyndunartilraunir sinar. Björn er harður og fylg- inn sér, þegar svo ber undir, og hefði jafnvel getað orðið ráð- herra i þessari rikisstjórn Gunnars Thoroddsens, ef allar aðstæður hefðu verið honum i hag Hann er framarlega i verka- lýðshreyfingunni, ekki aðeins i fararbroddi verslunarmanna, heldur lika mikill áhrifamaður innan miðstjórnar ASÍ, þar sem reikningskunnátta og meðfædd- ur þingeyskur skarpleiki kemur honum oft vel, þótt af fram- sóknarkyni miklu sé. Það verð- ur hiutverk Björns að bera verkalýðshreyf ingunni boð Gunnars Thoroddsen og berjast á vigstöövum hennar fyrir Gunnar. Vatnsveitustjórinn Þóroddur Th. Sigurðsson vatnsveitustjóri i Reykjavik hefur löngum, að þvi sagt er, verið á hasgra brjóstinu hjá Gunnari, eða allt frá þvi hann var borgarstjóri. í tið Gunnars sem iðnaðarráðherra kvaddi hann Þórodd sér oft til ráðu- neytis um ýmislegtsem snéri að orkumálum, og Þóroddur fékk greiðana greidda með þvi að veraskipaöur i nefndir á vegum ráðuneytisins. Iðnrekandinn Einn annar traustui stuðningsmaður Gunnars við þessa stjórnarmyndun er sagð- ur vera Davið Scheving Thor- steinsson, sannkölluð þjóð- hetja eftir bjórmálið. Davið er sagður hafa verið ann- ar tveggja sem sátu hjá á miðstjórnarfundi Sjálfstæðis- flokksins, þegar fjallað var um stjórnarmyndunartilraum- ir Gunnars. Hinn varBjörn Þórhallsson. Það fór nú ekki allt of vel á með Gunnari og Davið þegar Gunnar var iðn- aðarráðherra, þvi einhverju sinni á Davið að hafa stungið upp á þvi á stjórnarfundi hjá iðnrekendum að rétt væri nú að auglýsa opinberlega eftir iðnaðarráöherranum. Hann hafði þá ekkert samband haft við samtök iðnaðarins löngu eftir að hann var kominn i em- bætti. Siðar komst á gott sam- band þar á milli, meðal annars með iðnkynningunni svokölluðu sem Gunnar réð Pétur Svein- bjarnarson núverandi veiting- húseiganda til að standa fyrir. HÁKARL Landbúnaðurinn t þessari stjórn verður ekki séð eins vel fyrir hagsmunum neinnar stéttar eins og bænda. Með Eggert Haukdal, Pálma Jónsson og þingmenn Fram- sóknar og Alþýðubandalags saman i einum hóp, eru saman- komnir á einn stað allir helstu stuðningsmenn bænda á þingi. Bændur ættu þvi ekki að þurfa að örvænta um sinn hag, og berjast um með kjafti og klóm tii aðfá greiddar niðurgreiðslur og útflutningsbætur Ur rikis- sjóði. Þessi nkisstjórn mun sjá um það hvort sem Pálmi eða Steingrimur verða land- búnaðarráðherrar i henni. Greiðsla þessara margumtöl- uðu þriggja milljarða mun ekki fara fyrir brjóstið á verðandi fjármálaráðherra, sem væntan- lega verður Ur röðum Alþýðu- bandalagsmanna. Einhver þeirra þremenninga, Hjörleifs, Svavars eða Ragnars mun verða dæmdur til að taka að sér embætti fjármálaráðherra i stjórn Gunnars Thoroddsens. Reyndar hefur mikið verið gengið á eftir Geir Gunnarssyni að taka að sér embættið, en hann er talinn biðjast undan þvi, og komast upp með það eins og i önnur þau skipti sem hann hefur átt kost á ráðherraembætti. Vinstri stjórn Af mönnum sem til þekkja er þetta talin verða meiri vinstri stjórn en sú sem mynduð var eftir kosningarnar 1978. Stað- reyndin er nefnilega sú, að þeir sem eru lengst til hægri i Alþýðuflokknum eru lengra i þá átt, en þeir sem eru lengst til vinstri i Sjálfstæðisflokknum, ef hægt er að tala i þessum hugtök- um. Gunnar Thoroddsen hefur aldrei verið talinn verulegur kapitalisti, og allra síst verður hann það i' þessari stjórn þvi hann veit aö hann verður að láta Alþýðubandalag og Fram- sóknarflokk ráða að mestu ferð- inni. Þessvegna verður þetta kannski meiri vinstri stjórn en marga grunar, þótt hún muni ekki blása i herlúðra varðandi brottför varnarliðsins og þess- háttar hluti. Ekki liróflað við hern- um Samkvæmt þeim hugmyndum sem hafa verið á floti um utan- rikismál þá er ekki gert ráð fyrir samkvæmt málefna- samningi stjórnarinnar að hróflað verði viö hernum. reyndar er talað um að áætlan- ir um gerð flugstöðvarinnar miklu verði settav i skúffu, en jafnframt er talað um að áfram verði unnið að þvi að aðskilja starfsemi Varnarliðsins og al- menna flugsins á Keflavikur- flugvelli, hvernig svo sem hægt er að koma þvi heim og saman með þvi að byggja ekki nýja flugs töð. Þá er rætt um að stórefla starfsemi öryggismálanefdar- innar sem sett var á stofn, og Einar Agústsson var formaður i. Formennskan i þeirri nefnd verður liklega sú dúsa sem Ólafur Ragnar Grimsson fær með valdatöku þessarar stjórn- ar. Hákarl. -GA

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.