Helgarpósturinn - 08.02.1980, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 08.02.1980, Blaðsíða 17
—neigarposrunnrL. Föstudagur 8. febrúar 1980. 17 Drakúla eða djákninn í diskó-Myrká Nýja bió: Ast við fyrsta bit (Love at First Bite). Banda- risk. Argerð 1979. Leikstjóri: Stan Dragoti. Aöalhlutverk: George Hamilton, Susan Saint James, Richard Benjamin, Arte Johnson. Þessi kjólklæddi blóð- drekkur hefur orðið að þola ýmislegt á hvita tjaldinu. Ótal eikarfleygar hafa verið reknir i gegnum hann og jafnoft hefur hann orðið að dufti fyrir geisl- um morgunsólarinnar. Snjallir P3 Kvikmyndir eftlr Þráln Bertelsson Arna Þórarinsson Ée - | og Guðjón Arngrímsson Einhver frægasti maður, sem aldrei hefur verið til, er sennilega transilvanski greif- inn DRACULA, sem fyrst kom fram á sjónarsviðið i skáld- -sögu eftir Bram Stoker árið 1897; með öðrum orðum jafn- aldra kvikmyndalistinni. kvikmyndahöfundar eins og Murnau, Polanski og Herzog hafa ger t um hann kvikmyndir i gamni og alvöru, og hann hefur lika orðið að þola að lenda i slagtogi með minni spámönnum eins og Abbott og Costello. En þrátt fyrir allar hremmingar hefur hann i hverri nýrri mynd risið úr kistu sinni við sólsetur, stund- vislega, og blóðþyrstari en fyrr. Satt að segja rennur gömlum aðdáanda Drakúlu til rifja niðurlæging hans eins og hún er sýnd i myndinni i Nýja biói, þar sem þessi höfðingi næturinnar er gerður að ómerkilegum blóöbankaræningja og „diskó- friki” i New York. Er mönnum ekkert heilagt? úr þvi að svona er fariðmeð Drakúlu, hvernig væri þá ekki hægt að fara með þá drauga sem löngum hafa verið þjóðarstolt okkar Islend- inga? Hvað um myndir (eða sjónvarpsleikrit) á borð IRAFELLS-M ÓRI LAUGARDAGSFARIÐ MIKLABÆJAR-SOLVEIG HITTIR HALLA OG LADDA ellegar GLAMUR OG við: 0 G eða GRETTIR GERAST ÚTKAST ARAR A BORGINNI eða þá DJAKNINN í DISKÓ-MYRKÁ? Það er þó ekki ástæöa til aö örvænta þrátt fyrir þessihelgi- spjöll sem nú er verið að fremja i Nýja biói; diskóæðið mun renna af greifanum, ráns- fengurinn úr blóöbankanum ganga til þurrðar og myrkra- prinsinn mun snúa aftur til Karpatafjalla og gæsahýða bió- gesti i framtiðinni. En hvað viðvikur myndinni i Nýja biói þá hefur hún einn meginókost sem gamanmynd: Hún er ekki sérlega fyndin. ■ÞB Kvikmyndahátíðin: GÓÐ AÐSÓKN ,,Það er greinilegt að fólk þyrstir i góðar myndir”, sagði Ornólfur Arnason, framkvæmda- stjóri listahátiðar, þegar hann var spurður um áhuga fólks á kvik myn dahá tiðinni. „Aðsóknin hefur verið mjög góð”, sagði hann, „oftast uppselt á aliar sýningar klukkan niu, og yfirleitt mikil aðsókn á allar sýn- ingar. Ég vil þakka þetta almenn- um kvikmyr.daáhuga fólks og þvi fjölbreytta myndavali sem boðið er uppá á kvikmyndahátlö,” sagði örnólfur. -GA Chantal Aker- man, gestur Belgiska kvikmyndagerðar- konan Chantal Akerman var væntanleg til landsins i gær sem gestur kvikmyndahátiðar, en þar vcrða tvær mynda hennar sýndar, Jeanne Dielman og Stefnumót önnu. Chantal Akerman er ung að árum, en hefur þegar getið sér mjög gott orð sem kvikmynda- leikstjóri, og er hún af mörgum talin einn af merkustu framúr- stefnu kvikmyndahöfur.d um Evrópu I dag. Þá hefur vinnu- brögðum hennar verið likt við vinnubrögð ekki ómerkari manna en Bresson og Ozu. Kvikmynd Akerman, Jeanne Dielman, verður sýnd i fyrsta skipti hér i kvöld að viðstöddum leikstjóranum sem mun kynna myndina áður en sýning hefst. fic MIKILL REMBINGUR l-augarásbió: Bræður glimukappans (Paradise Alley) Bandarísk. Argerö 1979. Handrit og leikstjórn: Sylvester Stallone. Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Lee Canalito, Armand Assanta. Sylvester Stallone hefur greini- iega trú á sjálfum sér. I þessari mynd semur hann ekki aðeins handritið og leikur aðalhlutverk- ið, eins og i Rocky, heldur leik- stýrir hann einnig, og syngur titil- lagið. Útkoman verður dálitið skrýtin. Paradise Alley er afar svipuö Rocky að mörgu leyti, nema hvað hér er það f jölbragöaglima, en ekki box. Myndin gerist árið 1946 og segir frá þremur sárfátækum bræðrum, einum gáfuðum og sálarflæktum, öðrum naut- heimskum og nautsterkum, og þeim þriðja (Stallone) sem er all- ur i kjaftinum. Þegar neyðin er stærst fá þeir klárari þann heimska til aö taka þátt i fjöl- bragðaglimu, og viti menn, hann vinnur, og vinnur og allir verða glaðir og ánægðir. 1 sem stystu máli þá er kvik- myndataka Lazjo Kovacs þaö eina sem gert er af almenni- legu viti i myndinni.Kovacs, sem m.a. á að baki myndir eins og Close Encounters, og Deer Hunt- er filmar fjölbragðaglimuna, af svo mikilli kúnst að við liggur að maður kreppi vöðvana i sætinu. önnur atriði eins og þegar isnum er kastað niður tröppurnar, eru sömuleiðis afbragð. Gallinn er sá að þetta iskast virðist sett i handritið eingöngu fyrir kvikmyndatökumanninn, og svo er um miklu fleiri atriði. Myndin er afskaplega sundur- laus, og persónurnar flestar óskiljanlegar, sérstaklega gáfaði bróðirinn sem tekur furðulegum og alveg óútskýranlegum breyt- ingum um miðja mynd. Leikurinn er misjafn og yfirleitt ekki af háum gæðaflokki, enda ekki úr miklu aö moða fyrir leikarana. Og Sylvester Stallone ætti ekki að syngja. -GA Sumar verður að hausti Háskólabió: mánudagsmynd: Siðasta sumarið (Last Summ- er) Bandarisk. Argerð 1969. llandrit: Eleanor Pcrry, eftir skáldsögu Evan llunter. Leik- stjóri: Frank Perry. Aðalhlut- verk: Barbara Hershey, Richard Thomas, Bruce Davison, Cathy Burns. Frank Perry er I hópi sér- kennilegri kvikmyndagerðar- manna Bandarikjanna. Hann hefur gert allnokkrar persónu- legar myndir, einatt i félagi við eiginkonu sina Eleanor, innan ramma ameriska afþreyingar- iðnaðarins, — myndir eins og David and Lisa, Diary of a Mad Housewife, Doc, og Man on a Swing. Þær bera vitni vilja til vandaðra vinnubragða, alvar- legrar umfjöllunar, en um leið dálitið þunglamalegum stil sem stundum kemur i veg fyrir að myndirnar skili fullnægjandi áhrifum. Þetta siðastnefnda einkenni Frank Perrys kemur ekki mikið að sök i mánudags- mynd Háskólabiós, Last Summer, sem tvimælalaust telst ein besta mynd hans. Það er undarleg stemmning i þessari mynd, falleg, spaug- söm og uggvænleg til skiptis. Brugðið er upp mynd af fjórum ungmennum sem eyða samati sumarfrii á sólríkri bað- strönd. Þetta er siðasta sumar unglingsáranna, þar sem bað- ströndin verður vettvangur fullorðinsleikja, sem hins vegar eru leiknir með hálf- þroskuðu hugarfari ung- lingsins. Fyrst beinast þessir leikir að bjargarlausum mávi, siöan að táldregnum manni, loks að einum fjórmenninganna sjálfra. Og þá tekur haust alvörunnar við. Söguna segir Perry á hljóð- látan, seiðmagnaðan hátt, með hvitþveginni litaáferð, sem gefur i skyn vissa fölsun á veruleikanum, vissa hættu eða ógn handan við slikju birt- unnar. Hann leggur enga áherslu á stigmögnun spennu, heldur lætur myndina liða áfram eins og sálfræðilega analýsu uns hún rekst á dramatiskan vegg i hinu áhrifamikla lokaatriði. Hvergi er brugðið á billegar lausnir ameriskra afþreyingarmynda. Last Summer ber vitni list- rænni \ yfirvegun og virðingu fyrir viðfangsefninu. Leikur fjór menninganna ungu er prýðilegur, einkanlega þó stúlknanna tveggja sem gera strákana að hálfgildings leik- soppum, — hvor með sinum hætti. Lýsingin á hópmóral þessa kvartetts er með eftir- minnilegri sálfræðistúdium sem ég hef séð i bió. —AÞ HEL VÍTl GÓÐUR HASAR Tónabfó: DogSoldiers (Who’ll Stop the Rain?) Bandarisk. Argerð 1978. Handrit: Karel Reisz eftir skáldsögu Robert Stone. Leikstjóri: Karel Reisz. Aöal- hlutverk: Nick Nolte, Tuesday Weld.Michael Moriarty. Litið kvað vera eftir af skáld- sögu Robert Stones, Dog Soldierseftir aö hún hefur geng- ið I gegnum hreinsunareld hins ágæta leikstjóra Karei Reisz og aðskiljanlegra handritahöfunda i þeirri kvikmynd sem Tónabió hefur byrjað sýningar á. Það breytir ekki þvi, að útkoman er hin ánægjulegasta, — vel upp- byggð og hraðskreiö hasarmynd um venjulegt fólk sem Vietnam- striðið hrindir út i hættulegan neöanjarðarheim glæpa og fikniefnaviðskipta. John Converse (Michael Moriarty) er striösfréttamaður iVietnam sem skyndilega, —og reyndar með býsna óljósum hætti —, missir fótanna. Hann stendur eins og höggdofa and- spænis viðbjóði og tilgangsleysi striðsins i kringum hann og stokkast upp sálrænt og sið- ferðislega: Akveöur að gerast heróinsmyglari. Hann teflir fram kunningja sinum, Ray Hicks (Nick Nolte). Hicks tekur að sér aö koma efninu heim til Bandarikjanna. Þar lendir hann um leið i flókinni hringiðueltingarleikja og flótta, þar sem blandast inn i eigin- kona Converse (Tuesday Weld), spilltur foringi úr fikniefnalög- reglunni (Anthony Zerbe) og undarlegt liö af ýmsu tagi. t lokauppgjörinu eigast við rugl- aðar siðferðislegar og menn- ingarlegar andstæður þessa leiks, en ekki sér maður nú al- veg til botns i heildarmerking- unni. Afturámóti fáum við þræl- góðan þriller fyrir peningana, ágætlega leikinn þrátt fyrir óljósar manngerðir, mettaðan spennu og andrúmslofti þess tima sem myndin sprettur upp úr.sem Reiszkemurekki sist til skila með kvikmyndatöku Robert Kline og notkun rokktón- listar Creedence Clearwater Revival. MYNDIR Á KVIKMYNDAHA TIÐ MEÐ AUGUN OPIN Meðbundið fyriraugu (Los ojos vendados). Spænsk. Argerð 1978. Leikendur: José Luis Gomez, Geraldine Chaplin, Xabier Elorriaga, André Falcon, Lola Cardona. Handrit og ieikstjórn: Charlos Saura. vaða enn uppi, þrátt fyrir að hinn opinberi fasismi sé aö ein- hverju leyti dauöur. Saura varar menn viö þvi að draga ekki strik yfir fortiðina, þvi hún er jú undanfari og forsenda nútimans. f, ■ Kvikmyndir p eftlr Guðlaug Bergmundsson og Björn Vigni 8 VDr i FJÖREGG/Ð BROTHÆTT Með bundiö fyrir augun er eins og hin mynd Saura, sem sýnd er á hátfðinni, fremur flókin I allri uppbyggingu. Sögu- þráðurinn gerist ekki I réttri timaröð, heldur hleypur Saura milli nútiðar og þátiðar. t myndinni tekur Saura fyrir vandamál Spánar eftir fráfali Francos, þar sem fasistaöflin Sem fyrr segir, er myndin flókin að uppbyggingu og sver sig þannig i ætt við aðrar myndirhöfundarins, en þessi er kannski pólitiskust þeirra allra og enn einu sinni sannar Saura það, að hann er með fremstu kvikmyndaleikstjórum i heim- inum i dag. Einkum er skemmtilegt hvernig hann Geraldine Chaplin I hlutverki sinu i „Með bundiö fyrir aug- un”. tengir einstakar senur, bæði i mynduppbyggingu og með hljóörásinni. Leikendur standa sig allir m jög vel, en þó einkum Gomez og Geraldine Chaplin. Með bundið fyrir augun er með athyglisverðari myndum, sem sýnd er á hátiðinni og ætti enginn að láta hana fara fram hjá sér. —GB An deyfingar. Pólsk. Argerð 1978. Leikstjórn og handrit: Andrzej Wajda. Helstu leik- endur: Zbignilw Zapasiewics og Eva Dalkowska o.fl. t þessari mynd er Wajda ekki á ósvipuðum slóðum og i Marmaramanninum, sem hann gerði næst á undan þessari en Án deyfingar er þó ólikt hnit- miðaðri mynd. 1 báðum myndum er Wajda upptekinn af þvi öðrum þræði að lýsa viö- brögðum manna, sem komist hafa til metorða i þvi þjóöfélagi sem þeir búa i, en fara út af sporinu og falla i ónáð. I þessari mynd er þó Wajda kannski fyrst og fremst að sýna okkur fram á hversu brothætt fjöregg það er sem við köllum frama og lifshamingju. Hann nefnir til sögunnar kunnan blaöamann og rithöfund i Pól- landi, sem á mikilli velgengni að fagna jafnt i starfi sem einkalifi, — að þvi er hann heldursjálfur. Eneinsogsvooft áður er þar ekki allt sem sýnist og i einni andrá hrynur lif hans til grunna — hann talar óvar- lega i sjónvarpsþætti og um leið hleypur konan frá honum. Wajda lýsir þessu hruni ákaf- lega sannfærandi og hvernig blaöamaöurinn smám saman tortimir sjálfum sér, en þó er þannig haldið á málum að áhorfandinn hefur allan timann fulla samúö meö manninum. I þvi er spenna myndarinnar fólgin. Blaðamaðurinn er fórnarlamb sumpart óviðráðan- legra kringumstæðna og i kjöl- farið sjálfseyðingarhvatar, svo að honum verður ekki bjargað, þótt áhorfandinn voni i lengstu lög að hann rétti úr kútnum. Án deyfingar er áhrifamikil mynd fyrir þessar sakir auk þess sem leikur Zapasiewics i hlutverki blaðamannsins er meö þeim 'tti að seint gleymist. —BVS

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.