Helgarpósturinn - 08.02.1980, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 08.02.1980, Blaðsíða 19
—helgarpásturlijrL Föstudagur 8. febrúar 1980. 19 MYNDIRÁ KVIKMYNDAHÁ TÍÐ FYRIfí OFAN NAFLA Sjáöu sæta naflann minn (Vil du se min smukke navle?) Dönsk. Argerö 1978. Handrit: Hans Hansen eftir eigin skáld- sögu. Leikstjóri: -Sören Kragh Jacobsen. Viktoriur okkar lands og tima hafa veriö aö opinbera sálflækjur sínar i lesenda- dálkum dagblaöanna út af dönsku unglingabókinni Sjáöu sæta naflann minn sem kom út á islensku fyrir jól. Ber aö þakka hvert tilefni sem veitir þessu góöa fólki útrás, þvi vafalaust liöur þvi betur á eftir. Hinu breytir þaö aftur- ámóti ekki aö upphlaupið geröi ekki annaö en vekja enn meira umtal og spennu um bókina sém þá þegar var oröiö helsta lesefni æskunnar. Og ekki nema gott eitt um þaö aö segja. Sjáöu sæta naflann minn er angi af raunsæisbylgjunni sem farið hefur yfir ritun unglinga- bóka undanfarin ár og hófst viö strendur Skandinaviu, — auövitaö. Sú bylgja hefur skolaö ýmsu á land bæöi óhrjá* legum og billegum rekaviöi, og svo pryöilegumjupplýsandi og fallegum verkum. Sjáöu sæta naflann minn er vafalítiö meö betri ávöxtum nýraunsæis i unglingabókmenntum. Lýsir vakningu náttúrunnar og fyrstu ás tar ævin týr um danskrar skólaæsku meö Kvikmyndir_____________________ eftir Guðlaug Bergníundsson, .Arna Vlgnl Slgurpálsson kimni og þokka. Segir þaö sem segja þarf. Veltir sér hins vegar ekki upp úr neina. Mér viröist hins vegar aö þar sem bókin var raunsæ bregöi myndin á rómantik. Myndin er mun penni en bókin. Gerir söguna einhvern veginn hlutlausari og dauflegri og náttúrulausari. Má þaö kynlegt teljast þvi handritiö skrifaöi bókarhöfundur sjálfur. En kvikmyndin veröur engu aö siöur, undir vandaöri leikstjórn Sören Kragh Jacobsen, einkar þekkileg á aö horfa; snoturlega filmuö, og fjörlega leikin af skemmtilegum krökkum. Þetta veröur trúlega ein helsta aö- sóknarmynd þessarar dálitiö þyngslalegu kvikmynda- hátiöar, og myndinni var vel tekiö af fullum sal unglinga i Regnboganum sem auöheyri- lega þekktu sjálfa sig á tjald- inu, — svo langt sem þaö náöi. —AÞ Hinir ungu eiskendur I Sjáöu sæta naflann minn HVÍLÍKT HAUST Þýskaland aö hausti (Deutschiand im Herbst) Þýsk árgerö 1977/78. Leikend- ur: Fassbinder, Liselotte Eder, Wolf Bierman o.fl. Handrit: Heinrich Böll, Fassbinder o.fl. Leikstjórar: R.W. Fassbinder, A. Kluge, V. Schlöndorff o.fl. Haustiö 1977 gekk mikiö á I Vestur-Þýskalandi. Skæruliöar RAF rændu iöjuhöldinum Hans Martin Schleyer og tóku hann af lifi. Þá rændu þeir einnig far- þegaflugvél og sneru henni til Mogadisciu i Sómaliu. bar sem sérþjálfaöar sveitir þýskar réöu niöurlögum þeirra. Siöast, og kannski ekki sist, létust þrir foringjar RAF meö sviplegum hætti i rammgeröu fangelsi I Stuttgart og er enn allt á huldu hvernig dauöa þeirra bar aö, þó yfirvöld segi aö um „sjálfs- morö” hafi veriö aö ræöa. Atburöir sem þessir koma vitanlega miklu róti á þjóö- félagiö, og yfirvöld hvöttu al- menning til þess aö njósna um náungann, meir en áöur þekkt- ist. Gefin voru upp simanúmer I hverri borg, þar sem fólk gat hringtnafnlaust og náö sér niöri á náunganum, meö þvi aö saka hann um aö vera hliöhollan ,,hryöjuverkamönnum”,eins og skæruliöarnir eru gjarnan nefndir. Nokkrir af fremstu kvik- myndageröarmönnum Þjóö- verja af yngri kynslóðinni, tóku sig til og geröu sameiginlega mynd, þar sem þeir fjalla um ástandiö i þjóömálum, hver á sinn hátt. Eru þetta ýmist leikin atriöi, þar sem ástandinu er lýst Ihnotskurn, eöa atriði heimilda- legs eölis, þar sem m.a. er sýnt frá útförum Schleyers annars vegar og skæruliöanna hins vegar. Athyglisvert er aö skoöa jaröarför Schíeyers, sem kostuö var af rikinu, þar sem stjórn- málaforingjar reyna aö gera hann aö pislarvotti — og tekst þaö — og þaö sem Schleyer sjálfur skrifaöi i bréfi á meöan á fangavist hans stóö, en i bréfi þessu talar hann um aö þaö sé aldrei gaman aö deyja fyrir fööurlandiö. Þaö kemur sér vel fyrir rlkiö aö geta hampaö plslarvottinum, svo hægt sé aö heröa aögeröir gegn innlendum andófsmönnum, svo notaö sé tlskuoröiö þessa stundina. Þá er einnig athyglisvert al- gert viröingarleysi þýska lýö- ræöisrikisins gagnvart þegnum sinum, jafnvel þó dauöir séu. Ættingjar hinna látnu RAF-félaga fá engu aö ráöa um þaö hvar likin eru grafin, heldur er þaö sonur Rommels, hins eina sanna, og borgarstjóri i Stuttgart, sem ákveöur þaö. Tvlmælaalust sterkasta atriöi myndarinnar, og jafnframt þaö lengsta, er gert af Fassbinder. Þar sýnir hann okkur annars vegar einkali'f sitt, þar sem hann lýsir sjálfum sér sem mjög taugaveikluöum einstaklingi meö tyranniskar tilhneigingar. Hins vegar á hann langt samtal viö móöur sina um lýöræöiö og fleira, þar sem hann heldur fram skoöunum, sem hegöun hans brýtur algerlega i bága viö. Þó einstök atriði myndarinn- ar séunokkuö misjöfn, er hér á feröinni ein. merkasta pólitiska kvikmynd, sem gerö hefur veriö á vesturlöndum hin siöari ár, hún heldur áhorfandanum föngnum frá upphafi til enda. Þýskalandaö haustier mynd sem hvert einasta mannsbarn i landinu ætti aöeiga kost á aö sjá og væri ekki úr vegi aö sjón- varpið tæki hana til sýninga. Gefur hún góöa mynd af „lýö- ræöinu” hjá bandamönnum okkar. Besta mynd sem hér hefur veriö sýnd i mörg ár. (jB Bræður glimukappans Ný hörkuspennandi mynd um þrjá ólika bræöur. Einn haföi vitiö, annar kraftana en sá þriöji ekkert nema kjaftinn. Til samans áttu þeir miljón $ draum. Aöalhlutverk: Sylvester Stall- one, Lee Canalito og Armand Assante. Höfundur handrits og leik- stjtíri: Sylvester Stallone. Sýnd kl. 5—7—9 og 11. Wolf Bierman í myndinni Þýskaland aö hausti en Bierman veröur gestur Listahátlöar i vor. LÍF í LÆKN/SHENDI? Eplaleikur. Tékknesk. Argerö 1976. Leikstjóri Vera Chytilova. Handrit: Vera Chytilova og Kristina Vlachova. Leikendur: Dagmar Blahova og Jiri Nenz. Ég hef alltaf veriö fullur tor- tryggni gagnvartsjúkrahúsum og læknum. Gamla sibyljan um „llf I læknishendi” hefur mér alltaf þótt einhver vafasamasta lff- trygging sem um getur. Ein af martrööunum sem ásækja mig aö nóttu er eitthvaö á þá leiö, aö ég ligg á gjörgæsludeildinni eftir vægt hjartaslag, tengdur viö tölvur og flókin mælitæki og á allt mitt undireinhverjum lækni, sem er önnum kafinnviö allt annaö en lesa á tækin — hann er aö redda vixli á siöasta degi út af nýja ein- býlishúsinu i Garöabæ, á þeysingi milli kennslustofa læknadeildar háskóians og þær lausu stundir sem hannhefur á gjörgæsludeild- inni notar hanntil aö fara á fjörur viö hjúkkurnar. Tékkneska myndin Eplaleikur staöfestir þennan grun minn og martröö i aöalatriöum. HUn dregur býsna velfram hvar raun- veruleg áhugamál lækna og hjúkrunarfólks liggja (hversu skelfileg tilhugsun sem þaö nú er) og þar sem myndin gerist aö mestu á fæöingadeild undrast maöur aö dánartala nýfæddra barna skuli ekki vera hærri i hinum siöaöa heimi en raun ber vitni. Liklega eru nýburar harö- geröari en okkur óraöi fyrir! Um leiö ber Eplaleikur ansi Dagmar Blahova I hlutverki sinu I Epialeik mikinn keim af spitalalifinu. Myndin er öll hin yfirspenntasta, klippingin geysihröö, kvik- myndatökumaöur á haröahlaup- um meö myndatökuvélina á öxl- inni og leikendur likastir tauga- veiklunarsjúklingum. Fyrir bragöiö fer húmorinn aö mestu fyrir ofan garö og neöan. Samt er þetta alls ekki alvond mynd — hugmyndin er svo sem ágæt og leikur leikstjórans aö eplatákn- unum býsna skemmtilegur. Og þegar öllu er á botninn hvolf t er þetta kannski alls ekki gaman- mynd heldur raunsæ lýsing á fæöingadeild, þó ég voni aö svo sé ekki — sængurkvennanna og nýburanna vegna. BVS Q 19 000 9 KVIKMYNDAHÁ TÍÐ Föstudagur 8. febrúar. Sjáöu sæta naflann minn. Leikstjóri Sören Kragh- Jacobsen. — Danmörk 1978. Hreinskilin og nærfærin lýsing á fyrstu ást ung- linga I skólaferö. SIÐASTI SÝNINGAR- DAGUR. kl. 15, 17, og 19. Stefnumót önnu Leikstjóri Chantal Aker- man. — Belgia/Frakk- land/V. Þýskaland 1978. Ung kvikmyndageröar- kona feröast um Þýska- land til aö sýna myndir sinar og kynnast ýmsu fólki. Sérkennileg mynd. Lykillinn er kannski i goösögninni um Gyöing- inn gangandi. Leik- stjórinn Chantal Aker- man, ung einsog persóna myndar hennar, er heiöursgestur hátiöar- innar og veröur viö frumsvningu I kvöld. Kl. 19,'21 og 23 Níu mánuöir Leikstjóri Marta Meszaros — Ungverja- land 1976 Meszaros lýsir af næm- um skilningi og á eftir- minnilegan hátt tilfinn- ingum ungrar stúlku og samskiptum hennar viö elskhuga sinn, sem jafn- framt verður aö baráttu fyrir persónulegu sjálf- stæöi hennar. Myndin hlaut verölaun gagn- rýnenda i Cannes 1977. SIÐASTA SINN. Kl.1505,17.05 Og 19.05. Með bundið fyriraugun Laikstjóri Carlos Saura — Spánn 1978 Kl. 21.05 og 23.05. Krakkarnir í COPACABANA Leikstjóri Arne Sucks- dorff — Svlþjóö 1967. Islenskur skýringartexti lesinn meö Kl. 15.05 og 17.05. Woyzeck Leikstjóri Werner Herzog — V. Þýskaland 1979 Meöal leikenda Kiaus Kinski. Ungur og fátækur hermaöur er grátt leikinn af mann- félaginu og veröur unn- ustu sinni aö bana. Kl. 21.05 og 23.05. ófullgert tón- verk fyrir sjálf- spiiandi pianó Leiks tjór i Nikita Mikhailkof — Sovétrikin 1977. — Fyrstu verölaun á kvikmyndahátiöinni I San Sebastian 1977. Myndin er byggö á æsku- verki Tsjekhofs og nær vel hinum dapurlegu og jafnframt broslegu eig- inleikum persóna hans Mikhailkof er einn efni- legasti leikstjóri Sovet- rikjanna. Kl. 15.10,17.10 og 19.10. India Song Leikstjóri: Marguerite Duras — Frakkland 1974. Einn af stórviöburöum kvikmyndalistar siöari tima. Astarsaga eigin- konu fransks sendiherra á Indlandi I lok nýlendu- tlmans. Byggöá þremur skáldsögum Duras. Meöal leikenda : Delphine Seyrig, Michel Lonsdale. Kl. 21.10 og 23.10. Marmara- maðurinn Kl. 15,1810, og 21.20.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.