Helgarpósturinn - 08.02.1980, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 08.02.1980, Blaðsíða 4
ásturinn__, ..Gunnar Thoroddsen hefur vissuleea þeeiö maret af forlöeunum en fær vist aldrei stóra vinninginn þrába f happdræt'ci lifsinssagöi f „Palladómi” i Vik- unni áriö 1972. Vist er þaö, aö i margra hugum var þaö oröib næsta fulivist aö Gunnari Thoroddsen tækist aldrei aö ná tindinum i islenska stjórnmáiaheimin- um. Hann hefur um áratuga skeiö veriö viö toppinn, en aidrei komist á hann — fyrr en nú 69 ára gamali, aö forsætisráöherraembættiö langþráöa er I greip hans. En hver er þessi Gunnar Thoroddsen, sem hefur veriö ein af söguhetjum islenskrar stjórnmálasögu allt frá árinu 1934, þegar hann kom inn á Alþingi aöeins 23ára gamali? 1 46 ár hefur Gunnar gegnt flestum helstu viröingaremb- ættum þjóöarinnar en þó aldrei oröiö forsætisráöherra eöa forseti iýöveldis- ins. Bæöi þessi embætti hefur hann þó reynt aöhremma. Er Gunnar Thoroddsen „glæsilegur og snjall stjórnmálamaöur”, eöa „óábyrgur vinsældapólitikus” svo vitnaö sé I umsagnir tveggja flokksbræöra hans? Það er á allra vitoröi, aö tals- veröur styrr hefur staöiö um Gunnar Thoroddsen innan Sjálfstæöisflokks- ins. Þótt dagfarsprúöur sé, þá hefur hann barist ósleitilega fyrir þvi, aö komast til æöstu metoröa innan flokksins m.ö.o. aö hreppa formanns- sætiö i flokknum. Aö minnsta kosti þrisvar sinnum hefur hann veriö k^llaöur til þess embættis, en i jafn- rriörg skipti ekki verið sá útvaldi. Hann hefur beöið lægri hlut fyrir þeim Bjarna Benediktssyni, Jóhanni Hafstein og siöast Geir Hallgrims- syni. Engu aö siður hefur hann veriö sterkur innan flokksins og i krafti fylgis sins hlotið embætti borgar- stjóra, prófessors, ráöherra og sendiherra, hæstaréttardómara, svo nokkuð sé taliö. A siöari árum hefur hins vegar svo brugðið við, að Gunnar hefur lagt litla rækt viö sina helstu stuðningsmenn innan flokksapparatsins, en þess i staö leikið upp á eigin spýtur og á stundum i samstarfi viö Albert Guömundsson. Menn eins og Pétur Sæmundsen bankastjóri Iðnaöar- bankans, Valur Valsson framkvæmdastjóri félags iðnrek- enda, Ragnar Kjartansson forstjóri i Hafskip og Magnús Oskarsson lög- fræöingur stóöu fast aö baki Gunnari i slagnum við Geir á landsfundinum 1973, þegar allt stefndi i harövitugt uppgjör milli Geirs- og Gunnars- armsins, en eru vart lengur i mynd- inni. Þá féllst hins vegar Gunnar aö lokum á þá málamiðlun, aö Geir fengi formannssætiö, en hann sjálfur formennsku í þingflokknum. Gunnar er ekki sá maöur er hrópar á torgum og opinberar hugrenningar sinar hverjum sem heyra vill. Sumir telja að undir sléttu og felldu yfir- boröi hans brenni eldur sem kyntur' séaf gneistandi metorðagirnd. Gunn- ar var sjálfur spuröur um þessa skilgreiningu. „Þab er eflaust rétt meö eldinn,” svarar Gunnar Thoroddsen, „en eldi- viöurinn er aö mestu leyti annaö en metorðagirnd” Gunnar hefur fyrr en nú sagt forystu Sjálfstæöisflokksins striö á hendur. I forsetakosningunum 1952 studdi hann vel við bak tengdaföður síns, Asgeirs Asgeirssonar, á móti vilja foringja Sjálfstæöisflokksins sem stóöu aö baki séra Bjarna Jóns- syni. Sjálfstæöisflokkurinn tapaði þeim slag og munu ákveönir menn innan flokksins hafa geymt en ekki gleymt þessari óflokkshollu breytni Gunnars. Bjarni Benediktsson mun hafa veriö einn þeirra sem seint gat fyrirgefiö þessa afstööu Gunnars. Þaö er þó einmitt Bjarni Benediktsson, sem Gunnar sjálfur vitnar til, þegar Helgarpósturinn biöur hann aö lýsa stjórnmálamann- inum Gunnari Thoroddsen. Hann seg- ir: „Ég vil ógjarnan sjálfur fara aö dæma um mina innviöi, en mér eru sérstaklega minnisstæö orö, sem Bjarni Benediktsson viö haföi I ræöu á 50 ára afmæli minu áriö 1960. Þau voru efnislega á þá leiö, aö honum fyndist eitt atriði hvað mest einkenn- andi fyrir Gunnar Thoroddsen og það værihæfileikihans til að taka ákvarö- anir.” Fyrrverandi þingmaöur Alþýöu- bandalagsins, sem sat lengi á þingi á árum áður meö Gunnari Thoroddsen, segir þaö erfitt aö draga upp heillega mynd af honum sem stjórnmála- manni. ”Hann var aldrei þessi haröa týpa, sem lét þung og óvægin orð falla um pólitiska andstæöinga. öllu frekar var hann samningamaöur i eðli sinu og íjúfur og viðmótsþýöur. Hins vegar var hann alltaf stemmndngs- - maöur og gat fyllst eldmóöi baráttumannsins. Jafnvel haföi maöur það á tilfinningunni að hann væri haröari og óvægnari i afstöðu sinni til flokksbræðra, en pólitiskra andstæðinga.” En eins og áöur hefur ver iö ýjaö aö, hefur Gunnar sérstaklega siöustu þrjá áratugina átt sina hatrömmu andstæöinga innan Sjálfstæðisflokks- ins — en aö auki einlæga aödáendur. Hins vegar hefur styrkur Gunnars veriö sá innan flokksins, aö leitun er að manni meö eins viðtæka þekkingu á óskyldustu málum og hann hefur. Gunnar G. Schram lagaprófessor lýsir þessum kostum nafna sins þannig: „Hann er bæöi góöum gáfum gæddur og hefur viötæka þekkingu á þjóðmálum, auk þess sem hann bygg- ir á haldgóðri menntun I stjórnar- farslögum.” Gunnar G. Schram lætur ekki þar viðsitja og lýsir Gunnari Thoroddsen sem „einum glæsilegasta og snjall- asta stjórnmálamanni, sem uppi hef- ur verið hér á landi siöustu áratugi.” I umsögn Matthlasar Bjarnasonar alþingismanns kveöur viö annan tón. „Þaö er hægur vandi að bera fram vinsæl mál, sem fjöldi landsmanna styður, þegar menn láta sig það litlu varða hvernig eigi slðan aö standa undir kostnaöi. Slikt kallast vinsælda- pólitik og er stunduð af óábyrgum stjórnmáámönnum. Þessi lýsing gæti átt við Gunnar Thoroddsen.” I „Palladómi” Vikunnar um Gunn- ar Thoroddsen frá 1972 segir: „Hann er maður fagnaöarhátiöarinnar fremur en orrustunnar og foröast vandlega aö óhreinka sig. Þaö stafar ekki af hugleysi eöa annarri litil- mennsku heldur hvaö manninum þyk- ir vænt um sparifötin sin og er hrein- legur. Allt þetta fer honum einkar vel sem einstaklingi I borgaralegu þjóöfélagi, en veldur þvihins vegar að Gunnar dæmist ósigurstranglegur i haröri úrslitabaráttu um völd og mannaforráð. Hann sver sig þá i fööurætt og vantar einhvern herslu- mun.” ---------------6 ------- Þennan herslumun, sem þarna er fjallaö um, viröist Gunnar Thorodd- sen, þó hafa haft i pokahorninu þegar allt kom til alls og hann hefur Gunnar geymt til síðustu lotunnar á sinum pólitiska æviferli. Hvort honum takist að „foröast óhreinindi” er afturámóti annaö mál. „Þaö eru sannmæli, aö Gunnar Thoroddsen gangi sparibúinn aö reip- togi stjórnmálanna,” segir einn þeirra ungu manna i Sjálfstæöis- flokknum sem lengi hafa átt I útistöð- um viö hann. „Þessi spariklæönaður segir ekkert um innræti þess, sem fötunum klæðist og kannski mála sannast, aö þaö sé i öfugu hlutfalli viö spariklæönaðinn. Maðurinn er hreinn refur, eins slægvitur og þeir frekast gerast á stjórnmálasviöinu.” Þetta kemur aö mestu heim viö þær lýsingar, sem stuöningsmenn Geirs Hallgrlmssonar gefa á Gunnari Thoroddsen. Þeir saka hann um aö sitja á svikráðum viö foringja flokks- ins, þrátt fyrir þaö, að Geir Hallgrimsson hafi æ ofan i æ haldiö hlifiskildi yfir honum i nafni flokks einingar. Þetta drenglyndi Geirs hafi nú Gunnar launað honum meb þeim hætti, sem þjóöin sé nú að verða vitni aö. Gunnar Thoroddsen neitar þvi aö- spurður, að þessi stjórnarmynd- unartilraun sin sé sem rýtingsstunga i bak Geirs og Sjálfstæöisflokksins. „Þaö er af og frá,” segir Gunnar. „Málið er einfalt. Nú hefur staðið yfir tveggja mánaöa þóf milli stjórnmála- flokkannaogekkerthefur þokast. Allt i einu er hins vegar sú staða komin upp, að möguleiki er á samstjórn Sjálfs tæöisf lokks ins, Fr ams óknar - flokksins og Alþýöubandalagsins. Formaöur Sjálfstæðisflokksins neit- aöiþá aö ræöa þann möguleika og hin- ir flokkarnir sneru sér til min. Þetta er eini raunhæfi möguleikinn á stjórnarmyndun.” Ekki má gleyma forsetakosningun- um áriö 1968, er Gunnar tapaöi stórt fyrir núverandi forseta, Kristjáni Eldjárn. Er það hald ýmissa, að i þeim kosningum hafi sumir sjálf- stæöismenn launað Gunnari lambiö gráa fyrir óflokksholla afstööu hans I forsetakosningunum 1952. En vegtyll- ur hefur Gunnar margar hlotið á sinu lifshlaupi. Sverrir Hermannsson þingmaöur og flokksbróöir Gunnars kemur inn á þann þáttinn i sinni umsögn. „Stjórnmálamaðurinn Gunnar Thoroddsen á óvenju glæstan feril sem s tjórnmálamaður i augum þeirra, semi ekki þekkja þeim mun betur til. Eiginmaður móöursystur hans, Jón Þorláksson, tók hann barnungan upp á arma sina, og hefir Sjálfstæðisflokkurinn siöan boriö hann á höndum sér og véitt honum all- ar þær vegtyllur, sem hugur hans girntist þá og þá, sem voru margar. Hann hefur verið ákaflega áferðar- fallegur i þeim öllum, nema seinni ár sin sem fjármálaráðherra i Viöreisnarstjórninni.” Og Sverrir Hermannsson heldur áfram og segir: „Stjórnmálaferil sinn endar hann nú meö ósköpum og má segja, aö svo liggur hver sem lund er til.” Tveir forystumenn þeirra flokka, sem nú eru i þann mund að ganga inn i rikisstjórnarsamstarf með Gunnari, segja örfá orð um persónu hans. „Gunnar Thoroddsen var ágætur i samstarfi, þau ár sem við unnum saman i rikisstjórn,” segir Ólafur Jóhannesson, fyrrum for- sætisráöherra og formaður Framsóknarflokksins. „Ég tel hann bæði góöan og hæfan stjórnmálamann og er liklegast að hugsjón, frjálslynd- ur húmanisti.” Aöspuröur segir Ólafur, aðeflaust hefði Gunnar til-aö bera talsverða hörku og ákveöni undir fáguðu yfir- borði. „ööruvisi heföi stjórnmála- ferill hans ekki verið slikur, sem raun er.” Og Ragnar Arnalds talsmaður Alþýöubandalagsins hefur þetta aö segja: „Eftir þvi sem mér hefur virst, þá hefur Gunnar alltaf verið i fr jálslyndari armi Sjálfstæðisflokks- ins.” Sverrir Hermannsson lætur þung orðfaila þegar hann er beðinn að lýsa persónunni Gunnari Thoroddsen. „Um persónuna Gunnar Thoroddsen segi ég ekkert, enda átti ég ekki von á að verða spurður um hana. Um ætt hans má lesa i „Fylgsnum fyrri aldar”, eftir séra Friörik Eggerz, en fóöurb'róöir hans var Skúli Thorodd- sen, sem sveik félaga sina á örlaga- stundu i Kaupmannahöfn 1908. Nú hef- ur núllið i þvi ártali færst aftur fyrir.” Morgunblaðið hefur einnig tekiö eindregna afstöðu gegn stjórnar-, myndunartilraunum Gunnars, en blaöiö telur að með þeim sé Gunnar að kljúfa samstöðu hinna borgara- legu afla sem flokkinn mynda og Gunnar sé i raun að stuðla að myndun vinstri stjórnar. Matthias Johannes- sen, ritstjóri Morgunblaðsins var spurður álits á Gunnari Thoroddsen og hverjar afleiðingar hann teldi einleik hans nú siðustu daga mundu hafa i för meö sér. „Þegar Napoleón kom aftur heim til Frakklands úr útlegð á Elbu, köst- uðu sjóliöarnir á bresku herskipun- um i Calais húfum sinum i loft upp og hrópuðu af gleöi: — Sá gamli er kom- inn aftur,” svaraði Matthias. „Það skipti þá engu máli, þó aö þetta heföi i för með sér áframhaldandi styrjöld fyrir þá. Mér dettur ekki i hug aö bera saman Napoleon og Gunnar Thorodd- sen — vil ekki móöga þann slðarnefnda. En á eftir Elbu kom Waterloo”. Margir flokksfélagar Gunnars eru þvi greinilega ekki of hrifnir af þess- ari framtakssemi hans við myndun rikisstjórnar. Þá hafa ýmsar stofn- anir flokksins og forystumenn hans ekki vandað Gunnari kveðjurnar. Þýöir þetta i raun, að Gunnar Thoroddsen er farinn úr Sjálfstæðis- flokknum? „Nei, nei, nei, þvi fer fjarri. Þetta eru aðeins augnablikser jur, sem allt- af hljóta að koma upp i stjórnmál- um.” svarar Gunnar sjálfur. Þótt þannig megi margt segja um feril Gunnars Thoroddsen, þá verður þvi ekki neitað, aö I dag stendur hann meö pálmann i höndunum. Honum hefur nú tekist það, sem hann hefur stefnt aö á 46 ára stjórnmálaferli sin- um. En er það ætlun Gunnars, að komast á toppinn og yfirgefa siöan hringiöu stjórnmálanna meö reisn sem forsætisráöherra? Er þetta svanasöngur hans I islenskri pólitik? „Þessu er ógerningur að svara,” svaraöi Gunnar .„Ef þetta á hinn bóg- inn nefnist einhver svanasöngur, þá er fullvist að sá söngur mun hljóma i mörg ár.” eftir Guðmund Arna Stefánsson mynd: Friðþjófur

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.