Helgarpósturinn - 08.02.1980, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 08.02.1980, Blaðsíða 10
Föstudagur 8. febrúar 1980 .__he/garpásturinrL. sson Myndir: Friðþjófur lngibjörg: Kassar og box i þúsundatali. Sigrún: Stjörnur og strik og tölustafurinn tveir. Steinunn: „Góðan blævæng” j 'fteyðt : 1 'sh o Helgi: Kerningar og þr ihyrningar . Hvaö gerirðu ef þú ert að tala I simann, situr við borð og ert með blað og penna fyrir framan þig? Læturðu pennann eiga sig? Senni- lega ekki. Að öllum lfkindum tek- urðu hann upp, ýtir kannski inn takkanum nokkrum sinnum og ferð svo aö krota. Þú gætir til dæmis skrifað nafn viðmælandans nokkrum sinnum, simanúmerið hans kannski, eða þitteigið nafn. Sumireru alltaf að skrifa nafnið sitt. Þú gætir gert strik undir nafnið eða simanúm- erið, annað strik yfir, eöa sett alltsaman inn I box. Svo kannski fylliröuútþá stafisem hafabelgi, og gerir litinn hring i leiðinni. Ef vel liggur á þér gætirðu látið þér detta I hug að gera þennan litla hring að öðru auganu i andliti. Þá bætirðu við öðrum hring og svo nefi og munni og svo framvegis. Kannski gerirðu svo kassa utan um manninn. Jafnvel þykkan og mikinn kassa sem þarf að krassa vel I. Aður en þú veist af ertu búinn að krassa heilt blaö fullt af allskonar vitleysu, og það að öllum likindum án þess að þú hafir húgmynd um þaö. Þegar simtalinu er lokið er allt eins víst að þú krumpir blaðiö saman og hendir þvi og gleymir samstund- is. Hjá sumum er þetta vandamál, þðtt flestir krassi i hófi og hafi góða stjórn á pennanum. Einn sóknarprest heyrðum viö um sem var svo magnaöur krassari.aö jafnvel útfylltar ávisanir voru i hættu ef hann komst yfir þær. Strætisvagnasæti, og bökin á þeim sérstaklega, eru heillandi fyrir suma. Þó ekki sóknarprest- inn svo við vitum til. Astæður fyrir þessu krassi i fólki eru eflaust margvislegar. Þetta er svipaö athæfi og aö taka einhvern hlut upp af borðinu t.d. kveikjarann þinn, og velta honum milli handanna i tima og ótima. Krassiö er bara hættuminna. ,,Nei, þetta þarf alls ekki aö vera merki taugaveiklunar”, sagW Ingólfur Guðjónsson, sál - fræöingur, þegar hann var spurð- ur um ástæður fyrir þessu. „Miklu fremur má segja að i þessu brjótist fram einhver yfir- borðsspenna sem býr i flestu fólki. Ég hugsa t.d. aö þetta sé allgengt meðan fólkið er að biöa eftir einhverjum i simanum”. Lárus^ Helgason yfirlæknir á Kleppsspitalanum tók nokkuð i sama streng, og taldi vafasamt að hægt væri að sálgreina fólk eft- ir svona krassi. Þó væri þaö að sjálfsögðu einstaklingsbundið. Hann kvað teikningu þekkta að- ferð við geðlækningar, en þar væri um aðra hluti aö ræða, — fyrstogfremsthópvinnu. Aðauki mætti þó notast viö málverk og myndir til að komast aö ýmsum hlutum, og tók sem dæmi að mað- ur sem málaði sólarlag mikiö, eða að sólin væri lágt á lofti i myndum hans, — sá maöur væri upp á sitt besta á kvöldin, en þunglyndur á morgnana. Lárus tók fram aö allt væri þetta per- sónubundið og erfitt að vera með alhæfingar. Talsvert hefur veriö gefið út af bókum um þessi mál, og þar meöal annars komið inná krassið. Margir visindamenn hafa sett fram aöskiljanlegustu kenningar um þaö, meðal annars hafa frakkar bentá aöúrkrotinu megi lesahinar og þessar kynferðisleg- ar frústrasjónir. Bogalinur og mjúkar linur eru þar tákn kven- leikans, en haröar, hvassar lfnur tákn karlmennskunnar. Lárus yfirlæknir ráðleggurftílki aö taka þessar kenningar allar með dá- litlum fyrirvara. Helgarpósturinn gerði sér ferð um daginn og fékk að lita á krass hjá fólki. Ekki hafðist mikið uppúr krafsinu (he, he) vegna þess hve fólk er gjarnt á að henda þessu jafnóðum. En óhætt er að segja að mjög margir krassa og sumir meira en litið, eins og til dæmis Ingibjörg Kaldal, ljósmyndari. Hún leggur um fermetra af kartonpappir undir simann hjá sér og hann endist uppi nokkra mánuði. Ingibjörg á oröið ágætt safn krass(s?) eftir sig, og gæti skammlaust haldiö sýningu. Hún hefur mjög hreinan og sterkan stíl, sem lltið hefur breystáþvi timabili sem heimildirnar ná yfir. Einstaka nöfn og simanúmer stinga I stúf við fingert heildar- munstrið sem flokkast undir dekóratifan realisma i anda frönsku viðsæisstefnunnar. Eða þannig sko. Ingibjörgsegir langt i frá aö hún ætli aö halda uppá krassið, hún hafi bara ekki komið i verk að fleygja því. Steinunn Sigurðardóttir, frétta- maður á útvarpinu, er annar krassari, og reyndar grunar okk- ur að blaða- og fréttamenn séu margir miklir krassarar. Stein- unn segist ekki hafa neinn stil i sinupári, þetta séu bara strik og linur út i loftið. „Ég skrifa hins- vegar mjög oft orðin „góðan blæ- væng” þegar ég er aö biða eftir fólki I simann”, sagði hún. „Ég veit ekki hvort þaö táknar eitt- hvaö. Þetta er ekki ósvipað „góö- an daginn”, sem er yfirleitt það fyrsta sem maöur segir I sim- ann.” Kollegi Steinunnar, Sigrún Stefánsdóttir á sjónvarpinu krassar sömuleiðis. „Ætli þetta sé ekki dæmigert krass tauga- veiklaös blaðamanns”, sagði hún þegar hún sýndi okkur tvo frétta- lista útkrotaða. Sigrún krassar óreglulega, bæöi bogallnur og kassa, og það eina sem hún man eftir, að komi oft fyrir hjá sér eru stjörnur. Ein slik var einmitt á öörum fréttalistanum. Helgi Danlelsson, rannsóknar- lögreglumaðurhefuraftur á móti ákveðinn stll, sem einkennist af beinum línum, er mynda fern- inga og þríhyrninga eftir kúnstar- innar reglum. „Þetta kemur aðallega þegarégerað tala I slm- ann”, sagöi Helgi. „Svo geri ég þetta stundum ef ég er á fundum, og þarf aö hlusta á ræöur og þess háttar. Þá kemur oft fyrir að maður er með blað og penna við hendina, og byrjar aö krassa,” sagði Helgi. Jóhannes Bergsvéinsson, læknir á Kleppsspitala er gefinn fyrir aö pára á blað þegar hann talar isima.eða situr á fundum. ,,Ég hef aldrei spekúlerað af al- vöru I þvi af hverju ég geri þetta”, sagðihann. „Ætli þetta sé ekki merki um einhverja innri spennu. Ég tók einu sinni eftir þvi, þegar mjög mikið var aö gera hjá mér, og ég var undir talsverðri pressu, aö á þessum miöum minum voru rissmyndir sem llktust landslaginu þar sem ég var strákur I sveit. Ég hefði ekki tekið eftir þessu ef ein starfsstúlkan heföi ekki tekið nokkra miða saman og lagt jsá á borðiðfyrir framanmig. Þarna i sveitinni haföi mér liöiö mjögvel, og ég tók þetta sem merki þess að ég ætti aö taka mér frl”, sagði Jóhannes. „Oftast eru þetta einskonar náttúrumótif I mis- munandi reallskum stil”. Hins ber svo að gæta að þegar ekkert er eftir af bia bla bla.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.