Helgarpósturinn - 08.02.1980, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 08.02.1980, Blaðsíða 22
22 AAenntskælingar hafa löngum veriö næmir á stefnur og strauma í menningarmálum. I næsta mánuði verður væntanlega sýnd í Regn- boganum kvikmynd sem hópur nemenda AAenntaskólans við Hamra- hlíð hefur gert. AAyndin, sem kallast Himnahurðin breið, er söngva- __________Föstudagur 8. febrúar 198Q.f,p/rpirr>rW) irim mynd og er sýningartíminn um 50 mínútur. Helgarpóstinum var f yrir skömmu boðið að skoða „klippikópíu" myndarinnar, og átti við það tækifæri viðtal við nokkra aðstandendur hennar. Og spurði fyrst um hvenær hugmyndin að henni fæddist: Persónur og leikendur: Enginn: Ari Harðarson. Stúlka: Ingibjörg Ingadóttir. Lögga: Bogi Þór Siguroddsson. Bóndi: Einar Jón Briem. Prestur: Valdimar Orn Flygering. Húsmóðir: Erna Ingvarsdóttir. Einhver: Kjartan Ölafsson. Hljómsveit: Eggert Pálsson, Egill Jóhannsson, Guðni Fransson, Haukur Tómasson, Kjartan Ölafsson. Texti og músik: Ari Harðarson, Kjartan Ólafsson. Kvikmyndahandrit: Ari Harðarson, Kristberg Óskarsson. Kvikmyndun og klipping: Guðmundur Bjartmarsson. Hljóðupptaka: Kjartan Ólafsson. Leikstjórn: Kristberg óskarsson. Aðs tand- endur Himnahurð- arinnar ræða við Helgarpóst- inn. Aðrar myndir voru teknar við gerð myndarinn- ar. legt meöan á kvikmynduninni stóð? Kjartan: „Jú t.d. þegar við vor- um að filma auglýsingu um Joke- drykkinn vinsæla fyrir utan Vöru- markaðinn, þá stóðum við i hálf- geröu strlði við fólk sem átti þarna leið hjá, sem hélt aö viö stæðum i alvöru vörukynningu, og reyndi að næla sér i sýnishorn. Meöal annars þurftum við að hlaupa á eftir konu nokkurri inni bflinn hennar I pann mund sem hún var aö renna úr hlaöi, yfir sig sæl að hafa fengiö „nýjasta” gos- drykkinn ókeypis.” Ari: „Svo þegar sjálfsmoröiö var tekiö I Austurstræti á föstu- dagseftirmiödegi varö heilmikið uppistand. Vinnan lagðist niður á skrifstofu Útsýnar og fleiri stöð- um þar I kring. Þú getur rétt Imyndað þér hvort fólki hafi ekki brugðiö við, svona rétt I annrik- inu, að sjá mann skera sig á háls og blóð spýtast útum allt. Tala nú ekki um þegar skuggalegar manneskjur birtast svo stuttu sið- ar meö likkistu undir sjálfsmorð- ingjann.” Valdimar örn: „Já, það fóru margir á Klepp þann dag.” Kristberg: „Skemmtilegast þótti okkur þó að fá að snæða pulsur án endurgjalds i vagninum I Austurstræti. Þaö var hápunkt- urinn á þessu öllu saman.” Rétt að byrja „ÞÁ MUNU ORD SANNLEIKANS HUÓMA SEM ÖFUGMÆLI..." - spjallað við kvikmyndagerðarmenn i M.H. Fæddist i Sjallanum Ari: „Þaö var haustið ’78, aö við fórum nokkrir krakkar úr M.H. til Akureyrar aö skemmta I menntaskólanum þar. A eftir var auövitaö fariö I Sjallann á ball, og þar undir borðum fórum við Kjartan fyrst aö velta þvi fyrir okkur að gera söngleik. Viö sömdum hann svo aö mestu leyti á meðan jólaprófin stóðu yfir. Sföan var hann settur upp i skólanum f mars. En vegna þess að víð gátum ekki haft sýning- arnar margar — vorprófin á næsta leyti og nokkur okkar aö út- skrifast, þannig að ekki var hægt að taka þráðinn upp aftur næsta haust — kom upp sú hugmynd að kvikmynda verkið, — svona til að tryggja lif þess. Hljóöið var tekiö upp strax þáum voriö i „M.H. Studios” en við byrjuöum að filma I október siðastliönum.” Kristberg: „Já, og tókum fyrst upp lokaatriði enda fylgjandi þeirri kenningu aö i upphafi skuli endirinn skoöaður. Siðan höfum við veriö að kvikmynda allt fram til þessa dags.” — Nú er þetta músíkmynd, — hverskonar músik? Kjartan: „Ég veit nú ekki hvernig ætti að skilgreina hana nákvæmlega. Það veröa aðrir aö gera. En þetta er poppópera eöa — söngleikur.” — Það tiökast mikið aö tónlist svona mynda sé gefin út á hljóm- plötu, — hafið þiö eitthvað hugsaö úti það? Kjartan: „Já, viö eigum músik- ina til á segulbandsspólum, þann- ig að ef einhver útgefandi veit ekki hvaö hann á að gera við aurana sina, þá erum við alveg til umræöu um hljómplötuútgáfu. En við höfum ekkert sérstaklega hugsaö úti það mál.” 20 milljónir — Hvernig er svona mynd búin til? Kristberg: „Þessi mynd er tek- in á 15 mm litfilmu. Tæknilega séð er hún unnin þannig að fyrst er músikin tekin upp. Hún er svo spiluð meðan kvikmyndaö er — segulband og myndavélin tengd saman — og leikararnir syngja eftir þvl. Þetta kallast „play- back”. Nú^ þaö er ansi mismunandi hve lengi tekur að filma atriðin, sum þarf að taka oft, en önnur ganga fljótt fyrir sig. Slöan þegar búið er að filma þau öll, eru bestu „skotin” valin úr, klippt saman lýsing sam- ræmd, hljóöið sömuleiöis, — og þá er myndin til. Svona gengur þetta fyrir sig I stórum dráttum.” — Kostnaöurinn við gerð myndarinnar hlýtur að hafa veriö talsveröur. Hver stendur undir hónum? Kjartan: „Við fengum hálfa milljón I styrk frá skólanum en við þrlr sem aöallega stöndum aö þessu, þe. ég, Ari og Kristberg, höfum einnig lagt mikið fé úr eigin vasa, og svo hafa náttúrlega verið slegnir nokkrir víxlar einsog al- mennt tlðkast viö kvikmynda- gerð.” Bogi Þór: ,Við leikararnir höf- um auövitað ekkert fengiö borg- að enda er það i sjálfu sér ekki aðalmálið. Við vorum fyrst og fremst að þessu ánægjunnar vegna. En ef myndin hlýtur góðar viðtökur og aðsókn þá fáum viö kannski einhverja aura.” Kristberg: „Það hefur verið reiknað út, að ef allt væri tekið saman, efniskostnaöur og öll vinna sem lögö hefur verið I gerð myndarinnar, bæði leikara og annarra þá væri heildarkostnaö- urinn umþb. 20 milljónir. En út- lagöur kostnaöur er ca. 4 milljón- ir þannig, að hann er nú ekkert svo voðalegur.” Barátta góðs og ills — Um hvað fjallar svo myndin? Kjartan: „Þaö er þetta útjask- aða stef um baráttuna milli hins góöa og hins illa. Slöan er fléttaö innl hana kynningum á hinum ýmsu starfsgreinum ss sildarsölt- un, almennum búmannsverkum og heimilisstörfum. Einnig er talsvert um auglýsingar I þessari mynd einkum á Joke-vörum ýmislegum, Eimskipafélaginu og Trabantbifreiðum. ’ ’ Einar Jón: „Jújú, guli trabbinn minn er nú sem óöast aö tryggja sér viröulegan sess I kvikmynda- sögunni og hefur nú þegar komiö framl nokkrum myndum, — t.d. I fyrsta þætti Út I óvissuna. Og til- boðin streyma inn, enda er trabb- inn minn einstakíega góöur leik- ari, einkum I kyrrstöðu.” Ingibjörg:,,! myndinni er verið að skoða svolltið samskipti mannanna um hvað þau snúast og hver uppskera þeirra virðist vera. Hún er ádeila á fals- spámennina og hvernig fólk lætur glepjast af fagurgala þeirra.” Kristberg: „Annars viljum við nú ekki tjá okkur of mikið um efni myndarinnar, heldur veita vænt- anlegum áhorfendum svigrúm til að túlka þaö útfrá sinni eigin reynslu.” Ari: „En útgangspunktur myndarinnar er þó þessi setning: Þá munu orö sannleikans hljóma sem öfugmæli, er enginn kemur að ljúka upp augum yðar.” — Er myndin gerö með ein- hvern ákveðinn áhorfendahóp I huga? Kristberg: „Nei, hún er gerö fyrir það fólk sem fer i bló yfir- ‘ leitt og hefur gaman af múslk.” Ingibjörg: „Þetta er mynd fyriralla, enda teljum viö að hún taki fyrir hluti sem koma öllum við.” Sjálfsmorð ! Austur- stræti — Skeði ekki margt skemmti- — Hafið þið hugsað ykkur að halda áfram að búa til kvikmynd- ir? Kristberg: „Ja, viö erum nú rétt að byrja og það er ekkert ákveðiö enn um áframhald. En hvað sjálfan mig varöar, þá ætla ég að leggja þetta fyrir mig, hvernig svosem allt fer.” Ingibjörg: „Það má segja að kvikmyndin sé að mestu leyti verk þeirra Ara, Kjartans og Kristbergs. En við öll þessi hópur sem tók þátt I að gera þessa mynd, höfum gert mikiö af þvl að koma fram og skemmta, ýmist öll saman eða nokkur. Til dæmis vorum við Erna aö syngja á Þorrablóti um daginn. Og ég reikna meö þvl að við munum halda áfram aö skemmta i fram- tlöinni, bæði sjálfum okkur og öörum.” — Að lokum, uröu ekki margir erfiðleikar á vegi ykkar viö gerö myndarinnar, þar sem þið eruð áhugafólk, en ekki atvinnumenn? Kristberg: „Það sem setti oft- ast strik I reikninginn var veðriö, og það gerir nú engan greinar- muná amatörum og prófessionöl- um. Hinsvegar voru alltaf að koma upp vandamál, sem ekki haföi veriö gert ráö fyrir. Svo var nú oft erfitt aö smala saman liö- inu, sérstaklega þar sem mest var filmaö á sunnudagsmorgn- um, og þá komu sumir ekki I leit- irnar, enda ekki furöa, þetta eru hressirkrakkar. Einnig áttum viö stundum I erfiöleikum með fólk sem átti leið hjá þar sem viö vorum að filmætd. þegar var verið að taka atrioið I heita pottinum við Laugardals- laugina. En yfir höfuð hefur þetta gengið vel, og við höfum mætt skilningi og fengiö góða aðstoð frá þeim sem viö höfum þurft að leita til.” Kjartan: „Eiginlega var þetta alltof auövelt...” texti: Páll Pálsson myndir: Friðþjófur ofl

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.