Helgarpósturinn - 08.02.1980, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 08.02.1980, Blaðsíða 14
Föstudagur 8. febrúar 1980., helgarDÓsturinn.. Kjúklingur að hætti Kinverja Helgarrétturinn kemur aö þessu sinni frá frú Bryndisi Schram, og heitir Kjúklingur að hætti Kinverja, en þessi réttur var á boöstólum á Sælkerakvöldi á Hótel Loftleiöum I siöuslu viku, þar sem Bryndís haföi yfirumsjón meö matseldinni. Aö sögn Bryndisar mæltist þessi réttur vel fyrir hjá gestum þetta kvöld. ,,Ég elda allt sjálf, þaö er enginn á heimilinu nema ég, sem eldar”, sagöi Bryndis, þegar viö forvitnuöumst um eldamennsku hennar. HUn sagöi, aö sér heföi fyrst fariö fram I eldamennskunni, þegar hUn flutti vestur á firöi, þvi þar haföi oft verið mikiö um gestagang. „Eghefgamanaf þvi að bUa til góöan mat, en ég legg ekki upp úr þvi aö búa til dýran mat. Ég vil hafa þægilegan mat og ef ég á t.d. von á gestum, vil ég geta búiö matinn til daginn áður, eöa sama dag. Þá þarf ekki annaö en aö kveikja undir þegar gestirnirkoma.þannigaðég get skemmt mér meö þeim”, sagði Bryndis. Til þess aö svo megi veröa, hefur hUn oft pottrétti sem hUn ber siðan fram i djúpri skál, san heldur vel heitu. Þá sagöist hún hafa gaman af austur- lenskum mat, itölskum og spænskum, mat sem væri frá- brugöinn venjulegum islenskum mat. Einnig sagðist hún hafa gaman af þvi aö reyna nýja rétti. En hér kemur þá rétturinn: Kjúklingur að hætti Kinverja: 1 soðinn kjúklingur sjóöa einn bolla af hrisgrjónum 1 dós ananas. Sósan: Sjóöa i smástund innyflin, meö salti og lárviðarlaufi. Bræöa siöan 100 g. af smjöri i potti, skera Ut i þaö einn lauk og láta hann mýkjast. Bæta siöan 2-3 msk. af karrý Ut I og láta krauma smá stund, og hræra i. Þá eru 2 msk. af hveiti hræröar út i' og jafnaö meö soöinu af inn- yflunum. Siöan er þetta kryddaö meö 1 1/2 tsk af engifer, 2 msk. af sykri, safa Ur einni sitrónu, 2 msk af kókosmjöli og 2 msk. af rúsinum. Þetta er siöan bragö- bætt með rjóma. KjUklingabitunum er svo raöaö á fat, ásamt hrisgrjón- unum. Smávegis af sósu er helt yfir, en afgangurinn af henni er borinn fram sér. Veröi ykkur aö góðu. Búlgaría á Loftleiðum Nú stendur yfir i fjóröa sinn Búigariuvika á Hótel Loftleiöum, þar sem reynt er aö skapa Búlgarskt andrúms loft meö mat, drykk og skemmtiatriöum. Vikan hófst á miðvikudaginn var meö þvf aö stofnað var vináttufélag ísiands og Búlgariu, en siöan var tekið til viö veislu- höld. A Búlgariukynningunni verð- ur borinn fram búlgarskur mat- ur ásamt þarlendu vini. Tekið er á móti öllum gestum að búlgörskum sið, með vini og brauði, en mikið úrval búl- garskra rétta er á matseðli. Þá veröa borin fram búlgörsk hvit- vin og rauðvin. Tveir búlgarskir matsveinar sjá um matseld ásamt starfsfólki Hótels Loft- leiða. Of langt yrði að telja upp alla þá rétti sem veröa á boöstól- um á búlgörsku kynningunni, en nefna má Shopksa salat, Búl- garska baunasúpu, lambakjöt Gergjovski. A kynningunni koma fram listamenn frá Búlgariu og skemmta með þjóðlegum söng og dansi, ásamt ýmisskonar sprelli. Vikunni búlgörsku lýkur á sunnudagskvöldið. Að henni standa Hótel Loftleiðir, Ferða- skrifstofa Kjartans Helgasonar og kynningar- og fræösluráö Búlgariu. -GA Þjónustumiðstöð bókasafna: MARKMIÐIÐ AÐ BÆTA BÓKASAFNSÞJÓNUSTU Þjonustum iðstöð bókasafna heitir fyrirtæki sem starfrækt hefur veriö I Reykjavik frá þvil ágúst 1978. Þjónustumiöstöðin er s jálfseignastofnun og eru þaö Bóka varðafélag lsiands og Félag bókasafnsfræöinga, sem standa aö henni og reka Aö sögn Jóns Sævars Baldvins- sonar forstööumanns Þjónustu- miöstöövarinnar, var hdn stofnuö út af þörf, þvi þaö hafi vantaö alla þjónustu viö bókasöfnin. Þjón- ustumiöstööin hefur ekki notiö neinna opinberra styrkja. Einu styrkirnir hafa komiö frá Sambandi Islenskra sveitar- félaga. Félagar I þeim tveim félögum sem aö þessu standa hafa unniö gifurlegt sjálfboöa- starfog má segja, aö þetta sjálf- boöastarf sé stofnframlagiö. Þjónustumiðstöðvar af þessu tagi eruviða til á hinum Noröur- löndunum og er fyrirmyndin sótt þangaö. Hefur þjónustumiöstööin he’r töluvert samband viö þær og allar þær innréttingar og búnaöur fyrir bókasöfn, sem ekki er fram- leiddur hér á landi, er pantaður þaöan. 1 skipulagsskrá þjónustumið- stöðvarinnar segir aö markmiö hennarsé að bæta bókasafnsþjón- ustu og skuli þaö gert á eftir- farandi hátt: a) meðþvi aö vinna aö miöskráningu bóka, b) meö þvi að gefa Ut alls konar bók- fræðileg gögn t.d. spjaldskrár- spjöld, samskrár, bókaskrár, upplýsingarit, um nýjar útgáfur bóka, platna og snælda, c) meö þvi aö gefa út rit sem varðá starf- semi bókasafna, d) meö þvi að ahnast sameiginleg innkaup bókasafna á safnkosti og sjá um band og frágang bóka til Utláns, e) með þvi aö framleiöa ýmis konar bókasafnsvörur og dreifa þeim til safna, f) meöþvi aö veita sérfræöilega aöstoö og ráögjöf, sem horfi til heilla I islenskum bókasöfnum. Jón Sævar sagöi aö þjónustu- miöstööin væri nú aö gera stofn- lista yfir hljómplötur fyrir al- mennings- og skólabókasöfn. Teknar hafa verið plötur frá Fálkanum og þær flokkaöar og skráöar. Listi yfir þessar plötur veröur svo sendur til allra bóka- safna i landinu. Jón Sævar sagöi ennfremur aö þjónustumiöstöðin tæki aö sér hönnun i innréttingafyrirkomu- lagi i' bókasöfn. ,,Viö höfum ráö- gefandi hlutverk og einskorðum þaö viö innréttingar og bUnaö. Annaö vinnum við 1 samvinnu viö bókafulltrUa rikisins”, sagði hann. Þá sagöi Jón Sævar, aö bóka- söfn i landinu, hvort sem þaö væru almennings- e.ða skóla- bókasöfn, notfærðu sér mikiö þessa þjónustu og færi þaö vaxandi, þannig aö mikil þörf virtist vera fyrir slika stofnun. Einnig hefur þjónustumiðstööin gert töluvert af þvi, aö fara Ut á land og hjálpa til viö skipulagn- ingu á safnkosti. -GB. VEITINGAHUSiO I M#iu'h' »9 00- Bo>ÖM>«nUr»' "tk' 'kOO SIMI86220 ÁtkiljgA1 OkfU' l»ll M <4. i'íifkiyií' bo*6u«>' S rMu m 20 30 Matur framreiddur frá kl. 19.00. Boröapantanir frá kl. 16.00 SIMI 86220 Askiljum okkur rétt til aö ráöstafa fráteknum boröum eftir kl. 20.30 Hljómsveitin Glæsir og diskótek í kvöld, laugardags- og sunnudagskvöld laugardags Opiö fostudags- og kvöld til kl. 3. Spanklæönaöur MARAÞONDANS Maraþondanskeppni Klúbbsins og Otsýnar hefst aö loknum dansieik I Kiúbbnum annaö kvöld. Þá klukkan fjögur um nótt- ina verður byrjaö aö dansa, og klukkan eitt á sunnudaginn veröur húsiö opnaö áhorfendum. Allan sunnudaginn veröa ýmis skemmtiatriöi i gangi á efri hæö- unum r Klúbbnum, svo gestirnir geti dreift huganum frá þján- ingum dansaranna á gólfinu. Tiskusýningar, dansflokkur, hljómsveitin Exodus, Þorgeir Astvaldsson með diskótek á miö- hæðinni, og Katla Maria kynnir plötu sina, og fleira verður til skemmtunar. Dansararnir halda áfram eins lengi og einhver stendur uppi, og sigurvegarinn fær feröavinnig frá Útsýn. -ga

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.