Helgarpósturinn - 08.02.1980, Blaðsíða 20
20
rúar 1980
Mórar og skottur kerfisins
Alþýðuleikhúsið sýnir i
Lindarbæ Heimilisdrauga eftir
Böðvar Guðmundsson. — Leik-
stjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir.
Leikmynd og búningar: Val-
gerður Bergsdóttir. Tónlist og
áhrifahljóð: Askell Máson. Lýs-
ing: David Walters. — Leikend-
ur: Edda Björgvinsdóttir,
Gunnar Rafn Guömundsson,
Sólveig Hauksdóttir, Björn
Karlsson, Anna Einarsdóttir,
Bjarni Ingvarsson, Kolbrún
Halldórsdóttir, Gisli Rúnar
litningu.Samt er eins og við höf-
um gert þak yfir höfuðið að
meginatriði trúarjátningar okk-
ar og ættum i nafni hreinskiln-
innaraðbyrja þuluna: Égtrúiá
nauðsyn þess að eignast þak yfir
höfuðið. Þessi trúarsetning leið-
ir til þess að þorri landsmanna
lætur hafa sig I aö eyða bestu
árum ævi sinnar I að berjast
fyrir alkaliskemmdri stein-
steypu. Vitanlega eru alltaf
nokiu-ir sem fá þessa dýrð i
vöggu- fermingar- eöa brúð-
. Jielgarpósturinn.
Jónsson. kaupsgjöf, en flestir neyðast þó
1 - Í
Leiklist
eftir Heimi Pálsson
Visir menn segja að vegna
veðurfars og hitastigs á tslandi
sé mönnum meiri nauðsyn á
þaki yfir höfuðiö en I flestum
öðrum löndum. Éghefmeiraað
segja heyrt gáfumenn halda þvi
fram að eiturlyfjaneysla og úti-
gangur fólks sé nær óþekkt fyr-
irbæri hér vegna kulda! Kenn-
ingin virðist þá ganga út á aö
útigangsfólk, verði einfaldlega
úti, og þannig sjái kuldinn um
úrval hinna hæfustu.
1 sjálfu sér er ég sannfærður
um að þetta er röng kenning, en
verra er þó hvaö hún er lifseig
og ljót i eðli sinu, þvi innst inni
grundvallast hún á mannfyrir-
til að leggja i bardagann vopn-
lausir ogmeðtvær hendur tóm-
ar. Smám saman er þeim svo
skipulega talin trú um aö það sé
þeim að kenna ef illa gengur,
sönnun þess að þeir séu einskis
nýtir, geti ekki skaffað eins og
þurfi.
Þarna hefst sagan um yfir-
vinnuna á Islandi, og nú viröist
reyndar svo komið að allt sé háð
hvaðöðru: án yfirvinnu kæmust
atvinnuvegirnir ekki af, án yfir-
vinnu kæmustlaunþegar ekki af
(enda tekiö tillit til hennar I
samningum) — og án yfirvinnu
kæmust engin þök yfirnein höf-
uð — nema þessara fáu Utvöldu
Kolbrún, Gisli Runar og Björn
sem erfa þau.
Þetta verður undirstaöan að
hugleiðingum þeim sem Böövar
Guðmundsson birtir okkur i
nýju verki sinu: Heimilisdraug-
um. Hann vegur óvægilega aö
goðsögninni um þakið yfir
höfuðið og afhjúpar með háði
og miskunnarleysi aðferöir
samfélagsins ti! að gera þetta
, félagslega vandamál að ein-
staklingsvanda.
1 skemmstu máli er þetta
bæði þarft og gott verk. Texti
skemmtilegur og hugmyndarík-
ur, efnistök óvenjuleg og hvetj-
andi til dáða. Og hvers
ættum við að óska frekar á þess-
um siðustu timum? Þegar lifs-
gæðakapphlaupiö er að gera
okkur hvunndagsfólkið að þræl-
um sinum þurfum við rithöf-
unda sem segja okkur hllfðar-
laust til syndanna og eftirminni-
lega.
Skoðuö ein sér eru ýmis atriði
Heimilisdrauga kunnugleg og
næstum klassísk I ádeiluverk-
um. Hins vegar kom mjög á
óvart það samhengi sem hlut-
irnir voru settir i og þá einkan-
lega sú afhjúpun sem vikið var
að hér að framan. Böðvari tekst
mjög vel að sýna hvernig allir
leggjast á sömu sveif. Það gildir
jafnt um bankavald, atvinnu-
rekendur, lækna, sálfræðinga,
presta — og hámarkið sjálft:
miðlana að þeir fjarlæga ein-
staklinginn þvi að sjá húsbygg-
inguna sem félagslegt vanda-
mál, en skapa i staðinn einhvern
óskilgreinanlegan einstaklings-
vanda — sem reyndar á sér
ævagamla hliðstæðu i fornum
draugasögum. Þetta gerirleik-
ritið hvort tveggja I senn spenn-
andi og nýstárlegt og þarna sýn-
ist mér Böðvar leggja mikið af,
mörkum til alvarlegrar um-:
ræðu um mannskemmandi firr-
ingu nútfmasamfélags. Og það
er ekkert smáræði, ef svo tekst
til.
Þórhildur Þorleifsdóttir hefur
leyst verk sitt með mikilli prýði
eins og oft áöur. Með aðstoð
Valgerðar Bergsdóttur (sem er
hreint enginn klaufi né kjáni)
tekst henni að koma ótrúlega
miklu fyrir á næstum engu
plássi. Sviðsskipti sem eru
mörg eru leyst meö hugviti og
einfaldleika. Þar hjálpar að
sönnu form verksins þar sem
sögumenn eða kór geta haldið
athygli leikhússgesta meðan
skipt er um svið og þunnig tap-
ast ekki timi.
í persónusköpun leikaranna
fannst mér helst bresta á að
Björn Karlsson sýndi okkur þá
þróun sem hlýtur að verða i per-
sónu Hrafns Njálssonar. Ég
saknaði þess að sjá hann ekki
kikna hægt og hægt undan
þunga tilverunnar.
Ég hvorki skildi né sætti mig
við meöferð Gi'sla Rúnars á
prestinum,þvimér finnst óþarft
aðláta þann kerfisdraug fremur
tala með erlendum hreim en
aðra. Við skulum umfram allt
forðast að skella eigin skuldum
á útlendinga. Annars var með-
ferð Gisla á kerfisdraugunum
skemmtileg.
Aðrir leikendur stóðu sig
mjög vel.
Þetta er leiksýning sem enn
áréttar nauösyn Alþýðuleik-
hússins sem pólitísks og heiöar-
legs leikhúss. Sýning sem á er-
indi við alla sem láta sig ein-
hverju skipta hverniger að vera
manneskja á Islandi.
P.s.: Leikskráin er til fyrir-
myndar. Þar eru birtir ýmsir
textar um Húsnæðismálastjórn
o.fl. og geta orðiö góður grund-
völlur skynsamlegrar umræöu
að leiksýningu lokinni.
Af nýjum hljómplötum
MiSGOTT, ENALLTGOTT
THE ONLY ONES:
SPECIAL VIEW
Nú þegar nýbylgjan svokallaða
er sifellt að öðlast meiri vinsæld-
ir, ihvaða formi sem hún birtist,
eru risar markaðarins farnir að
unga út hverri nýrri hljómsveit-
inni á fætur annarri. Gallinn viö
flestar þessara hljómsveitir er sá
að þær iylgja stetnu stóríyrir-
tækjannaum að spila millimúsik
fyrir meðalmanninn og helst eftir
einhverri ákveðinni vinsældafor-
múlu, sem áður hefur gefist vel. 1
stuttu máli sagt: að spila and-
lausa tónlist.
Auðséö má vera að erfiðlega
gengur að samræma hugsjónir
nýbylgjunnar þessari kröfu um
miflimúsík þar sem upphaflegur
hvati og tilgangur hennar var að
hafna meðalmennsku iönaöarins.
Stjórnendur markaöarins láta
þessa staðreynd sig þó engu
varða, þeir skapa bara slna eigin
nýbylgju, sem birtist meðal ann-
ars I bandarlsku hljómsveitinni
The Only Ones.
Hljómsveitina skipa Mike
Kellie (trommur), Petér Perrett
(söngur-gltar), John Perry (gít-
ar) og Alan Mair (bassi), og spila
þeir nokkuð hefðbundna rokktón-
list. Spurningin er hvort raun-
verulega sé hægt að kalla þá ný-
bylgjuhljómsveit eða bara venju-
lega amerlska millirokkhljóm-
sveit. Þeir virðast þó reyna af
veikum mætti aö vera nýbylgju-
legir og ber þar hæst viöleitni
söngvarans að stæla Lou Reed, ó-
krýndan konung og upphafsmann
pönksins i' Vesturheimi.
Stælingin tekst bærilega þó
Perrett sé engan veginn jafngóð-
ur söngvari og Reed, og svartsýni
textanna sver sig einnig I ætt við
svanasöng blómatimans um 1970,
sem einkenndist af þunglyndi og
dapurleika. Má i þvl sambandi
nefnalagið LoversOf Today, sem
varla getur talist upplifgandi
fyrir rómantiska unglinga:
We ain’t got feelings
we’ve got no love
we ain ’t got nothing to say
we’re lovers of to day.
Sem betur fer beinist svartsýni
og gagnrýni nýju bylgjunnar
ennþá mest út fyrir einstakling-
inn og hugmyndafræði af þessu
tagi nánast horfin I bili.
Hvað um það, þessi plata er i
heild þokkalegog hvar eða hvern-
ig menn vilja finna henni stað i
tónlist samtlmans skiptir kannski
minnstu máli, þvl hún veröur
aldrei meira en sú meðalmennska
sem hún endurspeglar.
THE INMATES: FIRST
OFFENCE
Það sem The Inmates hafa
fram yfir The Only Ones, er að
þeir eru alvöru nýbylgjuhljóm-
sveit, spila gamla og hráa rokk-
tónlist af mikilli innlifun og til-
finningu. Þeireru lika I ólikt betri
félagsskap hvað útgáfufyrirtæki
snertir, þvi Radar Records er eitt
merkilegasta nýbylgjufyrirtækið
með listamenn eins og Elvis Cost-
ello, Nick Lowe o.fl. I farar-
broddi.
Hljómsveitina skipa fjórir ung-
ir menn þeir Peter Gunn (glt-
ar-söngur), Bill Hurley. (söngur),
Ben Donnelly (bassi) og Tony
Oliver (gitar). Eins og sjá má er
enginn fastur trommuleikari I
hljómsveitinni, en þvi er bjargað
með aöstoðarmönnum, svo og
munnhörpu og orgelleik og
kannski það athyglisverðasta er
aðblásarasveitin sem spilaði með
Graham Parker and The Roumor
leikur hér I nokkrum lögum af
einstakri snilli.
Lögin á plötunni koma úr sitt
hverri áttinni en eiga það þó öll
sameiginlegt að vera gamaldags
rokklög, i stíl þeirrar tónlistar
sem vinsæl var á fyrri hluta sjö-
unda áratugsins. Þessi tónlist er
núna i mikilli endurvakningu, hið
svokallaða pubrokk, með hljóm-
sveitir eins og Dr. Feelgood I
fararbroddi. Ekki ættiaðþurfa aö
lýsa tónlistinni nánar, en þó má
geta þess aö raddbeiting söngvar-
ans minnir töluvert á Mick Jagg-
er i The Rolling Stones, og I heild
minnir platan nokkuö á fyrstu
plötur rollinganna og er þvi til-
valin endurnýjun fyrir gamla að-
dáendur þeirrar llfseigu hljóm-
sveitar.
tstuttumálisagtþáerþetta ein
besta nýbylgjuplata sem borist
hefur hingað til lands I nokkurn
tima, og vonandi verða viðtökur
hennar hvetjandi til meiri inn-
flutnings þessarar tónlistar dags-
ins I dag.
THE REDS
Ekki þarf að fara mörgum orð-
um um þessa plötu. Hún er enn
eitt dæmið um þreytt þungarokk
amerikanans, sem reynt er að
krydda með hæfilegum skammti
af nýbylgjuáhrifum (aðallega al-
búmið). Að öðru leyti er þetta
sama gamla lumman og má jafn-
vel greina áhrif frá hljómsveitum
eins og Uriah Heep (hljómborð),
og eins og gefur að skilja er út-
koman ekki gæfuleg þegar ofan á
bætist léleg eftirliking af söng Joe
Jacksons.
Ekki veit ég hvort þessi kokk -
teill á upp á pallborðið hjá
ameriskum, maður er hvortsem
er ýmsu vanur úr þeirri átt. Hitt
er ekki óliklegt, aö Islenskum að-
dáendum þunga rokksins falli
þessi plata vel i geö, enda er það
ekki nema mátulegt á þá. Fyrir
hina sem bera gæfu til þess að
hlusta á almennilega tónlist, er
hér kominn ómengaður iðnaður,
sem best er að varast þvi nóg er
til af góðum plötum.
Popp
eftir Guðmund Rúnar Guðmundsson
TVÖ ÆVINTÝRI
Valdis óskarsdóttir: Búálf-
arnir. Myndskreyting Katrin
Jónsdóttir. 67 bls. (Jtg. Órn og
örlygur 1979.
Jón frá Pálmholti: Ferðin til
Sædýrasafnsins. Myndir Sig-
urður Þórir Sigurðsson, 176
bls. (Jtg. Lystræninginn 1979.
Ævintýri eru nauðsynleg
bæði börnum og fullorðnum.
Fyrir börn eru þau fyrst og
fremst nauðsynleg vegna þess
að þau þroska og efla imyndun-
araflið, en fjörugt Imyndunar-
afl er mikilvægur áhrifavaldur
á greindarþroska. 1 gegnum
ævintýrið geta börn einnig upp-
lifaö atburði sem veita þeim út-
rás fyrir tilfinningar sem eru
bældar án þess að þvi fylgi
neinar skuldbindingar. Svipað
má einnig segja um fullorðna,
en það er mála sannast aö
verulegur skortur á fjörugu
imyndunarafli þjáir allt
of marga virðulega góðborg-
ara.
Búálfarnir
Saga Valdisar Oskarsdóttur
um búálfana er ævintýri sem
hefur hversdagslegan raun-
veruleika aö umgjörð en innan
hans á sér stað ævintýri sem
rýfur hefðbundin mörk veru-
leikans.
Svenni er I fiskvinnu I Vest-
mannaeyjum og kynnist þar
búálfi sem býr i frystihúss-
veggnum. Hann tekur álfinn
með sér til Reykjavikur og
reynist umhverfið fullt af álf-
um, sem lenda i ýmsum ævin-
týrum með Svenna, uns þeir á-
kveða aö flytja aftur út I náttúr-
una þaðan sem þeir eru komn-
ir.
Þessi saga er fjörlega sögð
og kátleg atvikin sem henda.
Samband Svenna og álfanna er
ósköp notalegt, þó þeir séu
stundum önugir hver i annars
garð, og er það allt i góðu. ’
Það sem ég hef út á þessa
sögu að setja er fyrst og
fremst það að mér finnst raun-
veruleikaramminn ekki nógu
góður. Frystihús IVestmanna-
eyjum er siðasti staður þar
sem ég á von á búálfum og
myndin af þvi er ekki góö, en
siðan er ekkert meira gert meö
þetta upphaf sögunnar. Það
skiptir engu máli þegar liður á
frásögnina. Ég veit heldur ekki
marga unglingsstráka sem
vinna 1 fiski úti á landi sem búa
einir i einbýlishúsi i miðri
Reykjavik.
En hvað sem þessu líður er
ævintýrið s jálft skemmtilegt og
gæti orðið að skemmtilegum
leik I hugum margra barna.
Myndir Katrinar Jónsdóttur
eru skemmtilega sposkar og
auka þó nokkru við gildi bókar-
innar.
(Þess má geta innan sviga
að þegar undirritaður fór fram
á eintak hjá forlaginu tii að
skrifa um þá voru honum borin
þau skilaboð frá forleggjaran-
um ,,að hann hefði ekki áhuga á
málinu”. Þetta er einkennileg
afstaða til umfjöllunar um
barnabækur (barnaárið er að
visu búið) en þó að ég sé vond-
ur maður og Helgarpósturinn
vont blað þá segir einhvers-
staðar að illt umtal sé betra en
ekkert. Annars er éghelstá þvi
að þessi forleggjari skammist
sin fyrir að gefa út sæmilega
góða frumsamda islenska
barnabók ef framangreind af-
staða er höfö i huga og allt það
dómadags fjölþjóðarusl sem
hann gefur út.)
Dýrin á ferðalagi
Bók Jóns frá Pálmholti,
Ferðin til Sædýrasafnsins, er
grein á miklum meiöi ævintýra
sem eru dýrasögur. Þessi að-
ferð, að ljá dýrum mannlega
1 eiginleika, er ævaforn og trú-
lega til með flestum þjóðum.
I þessari sögu gerist það að
kiðlingur og hundur i Norö-
fjarðarsveit taka sig til og
leggja af stað til Sædýrasafns-
ins þar sem þau hafa heyrt að
betra sé fyrir dýr að vera en
annars staðar. Þau fara norð-
ur um land og alla leið i Sæ-
dýrasafnið. A leiðinni bætast
mörg dýr i hópinn og er þetta
orðinn allmikill flokkur á leið-
arenda.
Frásögnin samanstendur
einkum af tennu, annarsvegar
eru það dagleg samskipti dýr-
anna á leiðinni og einnig við
önnur dýr sem þau hitta en
hinsvegar er ýmiskonar fróð-
leikur um þau svæði sem dýrin
fara um.
Mér finnst höfundi takast
bærilega að flétta þetta tvennt
saman. Fróðleiksþátturinn
verður aldrei þurr eða upp-
talningarkenndur, heldur er
hann eðlilegur hluti af þvi sem
dýrin eru að tala um hverju
sinni.
Frásögnin er fyrst og
fremst byggð á fjörlegum sam-
tölum dýranna sem eru eðlileg
og blátt áfram og gerir þetta
söguna lifandi og skemmtilega.
— G.Ast
Bókmenntir
eftir Gunnlaug Astgeirsson