Helgarpósturinn - 08.02.1980, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 08.02.1980, Blaðsíða 13
13 holfjarpncrh irínn Föstudagur 8. febrúar 1980. þrjár djassplötur sem voru til og þar var ég heppinn, þvi þetta voru úrvalsplötur. Fyrsta platan var meö Red Nichols and his Five Pennies. A annarri plötunni voru öörum megin Duke Ellington og hljómsveit hans og hinum megin Harlem Footwarmers. Þriöja platan hét Tiger Rag og var spil- uö af hljómsveit sem hét Jungle Band. SU var einna svakalegust. Ég vissi ekki fyrr en seinna, aö þetta var hljómsveit Ellingtons, og Harlem Footwarmers lika, en Red Nichols var hann sjálfur. Þessi nöfn voru til komin vegna þess, aö þeir voru aö svindla sér undan samningum. Þaö er ekki þar meö sagt, aö ég hafi veriö forfallinn I þessu, ég var i mörgu öðru. Ég var i kvart- ett i menntaskóla, i kórum. Maö- ur var alltaf aö dóla í þessu. Mitt fyrsta verk eftir aö ég fékk djass- delluna, var aö ég keypti mér trompett og læröi undirstöðu- atriöin hjá Alberti Klahn.” Brennívmsgos- Drunnurinn Jón Múli fór til Bandarikjanna áriö 1962 i boöi bandarfskra stjórnvalda til aö vera viöstaddur djasshátiö eina mikla. Gestgjafar hátiöarinnar voru stórmenni Ameriku á þessum tima, Duke Ellington, Eisenhower, John F. Kennedy og Dean Rusk, svo ein- hverjir séu nefndir. Mikil veisla var haldin til heið- urs gestunum á efstu hæð húss nokkurs i Washington. „Það var stór gosbrunnur i anddyrinu og stóöu bunur i allar áttir úr kristalpipum. Þegar leiö á kvöldiö sá ég aö mörgum gest- anna var tfðfariö aö gosbrunnin- um. Þar voru skálar, sem menn gátu dengt undir bununa og feng- iösér aödrekka. Ég fór aö athuga þaö og fann aö þetta var brenni- vinsgosbrunnur, og ágætis brennivin. Ég hef nú alltaf veriö hrifinn af gosbrunnum, en þessi sló allt út.” En það var ekki auðvelt fyrir Jón Múla aö fá vegabréfsáritun til þess aö komast inn i guðs eigin land, Bandariki Noröur Ameriku. Þaö haföist þó aö lokum. „Þegar kanarnir voru búnir aö skrifa upp á þetta og allt var klárt, voru allir ánægöir. Þá var eitt eftir, en þaö var aö komast inn i Bandarikin. Ég var meö vondan passa, þvi ég hafði áöur fariö til Sovétrikjanna, en þar er passaeftirlit mjög strangt. Sovétrlkin eru mörg riki og þegar fariö er á milli þeirra, er allt stimplað, og eftir nokkrar utan- ferðir, ertu meö heila bók meö kommúnistastimplum. Ég var meö eina feröatösku. Efst i henni var sloppur, en þar undir voru náttfötin. A milli þeirra var svo trompettmunn- stykki. Tollveröirnir litu á þetta og einn þeirra spuröi hvaö þetta væri. Ég sagöi, aö þetta væri sloppurinn minn. Þá fann hann munnstykkiö og spuröi hvort ég væri hljómlistarmaöur. Ég sagöist spila i lúörasveit og vera aö fara á djasshátiðina. Þar hitt- ust tveir góöir, þvi ég sá aö hann langaöi mest til aö pakka niður og fara meö mér. Þannig komst ég inn i Bandarikin. Þeir reyndust mér vel og þetta er þjóö, sem ég kann vel viö. Nokkrum árum seinna þurfti ég aö fara til Englands til lækninga, þessa framvarðarrikis lýöræöis og mannréttinda. Þegar ég lendi á flugvellinum, er ég meö þennan sama passa. Þá er augljóst, aö hér er kominn alþjóölegur njósn- ari. Þaö er fariö aö rannsaka mig og þeir finna filmur, sem eru aug- sýnilega hernaöarleyndarmál, en þaö voru allar nýrnamyndirnar mir.'a-. Mér var stungiö i klefa og eftir tvo tima kom yfirlæknir bresku leyniþjónustunnar, gáfaö- ur maður og göfugur, sköllóttur meö einkaritara meö sér, og þá hófust yfirheyrslurnar. Honum þótti saga min mjög ótrúleg og ég sá það á dömunni, sem var aö skrifa, aö henni þótti þetta ekki skemmtilegt. Eftir eina klukku- stund kviknaöi á perunni hjá mér og ég sagðist hafa stúderaö læknisfræöi. Þá kom á drjóla og hann flýtti sér aö afgreiða mig og hleypa mér inn i landið. Þá hló einkaritarinn. Þaö voru fimm eöa sex timar sem þaö tók mig aö komast út úr flugvélinni og gera vart viö mig á sjúkrahúsinu. Rússadindill? Pólitisk hugsun min byrjaöi ekki sem kommúnisti. Þegar ég var ungur, var ég á sjó . á Kveldúlfstogara. Þá var það sam- komulag milli skipstjóranna og útgeröarinnar aö hafa einn menntamann á hverjum togara. Þar fékk ég aö heyra þaö, aö ég væri Kveldúlfsungi. Vinnubrögö- in um borö liktust æfingum hjá finu fþróttafólki og þarna voru menn sem ætluöu sér aö komast eitthvaö, byrja sem hásetar og enda slðan á þvi aö verða skip- stjóri. Þarna var pólitik I gangi, tog- araihaldiö samankomið, góöir kommúnistar, og þarna var lika einn anarkisti, og þaö var ég. Ég taldi anarkisma rétta formið. Ég taldi aö mannkyniö væri þaö þroskaö, að þaö gæti stjórnað sér sjálft. En það var ekki fyrr en ég komst aö þvi, að þaö var ekki nógu þroskaö, aö ég gerðist kommúnisti.” — Nú hefur þú verið kallaður Rússadindill, ertu þaö? „Ég myndi sjálfsagt vera flokkaöur meö Rússadindlum. Ég veit bara ekki hvað þeir eru margir. Ég var sagður vera steinbarn I leiöara i Morgunblaö- inu. Halldór Kiljan var einu sinni að fjalla um það, aö þeir sem styddu sjónarmiö Sovétrikjanna, gengju meö steinbarn i magan- um. Ég geng meö svona stein- barn. Rússadindili, seiseijú, mikil ósköp. Ég sannfærist æ betúr um þaö, aö utanrikisstefna Sovétrikjanna sé heillavænlegust i þessari ver- öld. Ef ekki væri þeirra stefna, væri allt iogandi I styrjöldum. Hvaö viövikur Afghanistan, þá var þaö kommúnistastjórn, sem baö um aöstoö. Þaö þarf ekki aö segja mér, aö Kanar og þeirra fylgifiskar hafi ekki veriö aö undirbúa valdarán i löndunum viö Persaflóa. Bandarikjamenn eru meö herskip I flóanum og þeir hafa viöurkennt aö hafa flogiö yfir þessi lönd meö B-52 sprengju- flugvélum, sem voru auövitað óvopnaöar eins og allar banda- riskar herflugvélar. Til dæmis um fréttamennsku á Islandi, þá hefur þaö veriö aöal- fréttin i BBC, aö Afrikurlki hóta öllu illu, vegna veru suður- afriskra hersveita I Rhodesiu. Þaö var ekki fyrr en um daginn, aö þaö var talaö um þaö I fréttum hér, og sagt aö liklega veröi Bret- ar aö kæra til öryggisráösins. Svo eru menn aö tala um mannrétt- indi. Hvar eru mannréttindi at- vinnuleysingja I Evrópu og Ameriku. Ég trúi ekki á mann- réttindapip þessa fólks. Og allt þetta um Sakarov;hann fékkaögapa alveg fram á siöasta dag, þegar hann fór aö vera sam- mála Carter um aö flytja Ólympiuleikana og hætta við að selja korn. Svo fékk hann fjög- urra herbergja Ibúö. Ég vildi aö mér væri afhent fjögurra her- bergja Ibúö, þó ekki væri nema vestur I bæ.” Rólgróin spilling — Ef þú fengir aö byrja upp á nýtt, mundir þú gera sömu hlut- ina og þú hefur gert til þessa dags? „Nei, þá myndi ég byrja þar sem ég var þrettán ára og eignaö- ist trompettinn. Þaö hefur alltaf veriö draumur minn aö spila I danshljómsveit, þó ekki væri nema þriðja trompettinn. Ég hef aö visu gert þaö, i liíörasveit. Þessi ást á blásturshljóðfærun- um er manni liklega I blóö borin. Þegar veriö var aö byggja Vest- urbæinn, fundum viö rörbúta og blésum I þá. Nú er ég búinn aö hlusta tölu- vert á músik um ævina, en þaö er alveg sama hverja snillinga ég heyri, aö ég veit ekkert fallegra i samaniagöri músikinni en djass- brass. Svona er þetta rótgróin spilling og frá þessu verður ekki hnikaö. Ég færi ekki i háskólann til að stunda læknisfræöi. Ég hefði hins vegar gaman af aö kunna meira i Islenskum fræöum, þó ekki væri nema nokkrar málfræöiformúlur tilaö geta brúkaö kjaft viö þá sem eru aö láta birta eftir sig á gol- frönsku og gúanói. Flestu hefur fariö fram i útvarpinu, nema einu, en það er málfarinu.” — Hefuröu einhverja skýringu á þvi? „Ég hef enga aöra skýringu en þá, aö þaö sé kæruleysi yfirmsnna útvarpsins aö láta þaö viögang- ast. Þaö er alveg bullandi gol- franska i öllum þáttum útvarps- ins, og ef þetta heldur áfram, veröur ekkert eftir i málinu, nema nafnorö, atviksorö og upp- hrópanir. Sagnir veröa horfnar. Þegarég byrjaði hjá útvarpinu, hóf ég störf á fréttastofunni. Fréttastjóri þá var Jón Magnús- son og þaö var strangt eftirlit meö öllu þvi sem fór út. Þaö er ekkert eftirlit haft meö þessu lengur. Alls konar mann- skapur, sem kann ekki undir- stööuatriöi I Islensku, veður uppi meö alls konar þætti. Jón Magnússon hætti ekki viö svona lúsablesa eins og mig og fleiri, fyrr en hann var búinn aö kenna þeim. Þaö fór ekkert rugl út.” Þar meö risum viö úr sætum. A útleiö dregur Jón upp gamlan kornet, sem hann á, smiöaðan á öörum áratug þessarar aldar, og segir frá þvi aö sá sem hjálpaöi til með valið á hljóöfærinu hafi verið Rex Stewart, blásari meö Duke Ellirgton.Sinhverju sinni hitti Jón Múli náunga þennan, og spuröi hann hvort hann væri ekki allur á lyfjum eins og margir af kolleg- um hans. Rex svaraði þá um hæl: ,JVho? me? No, I’m an alcoholic?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.