Helgarpósturinn - 06.06.1980, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 06.06.1980, Blaðsíða 3
halrjarpncztl irínn Föstudagur 6. júní 1980. tók þessu vel og fór til gömlu kon- unnar og leist strax afskaplega vel á hana. Þaö var gott andrúmsloft i kringum hana og mér fannst aö hún væri góð manneskja og fann aö hún dró að sér góöa anda. Hún bauö mér inn og sagði mér allt af létta, en einn- ig að maðurinn hennar, sem var látinn fyrir nokkru væri hjá henni, og bað mig að reka hann ekki i burtu. Ég var hissa á reim- leikunum. I húsinu var gott and- legt andrúmsloft, en konan sagði aö það væru komnar aðrar verur i húsið sem sköpuðu hávaða jafnt að nóttu sem degi, hringl i glösum og bollum, fótatak og brak. Þetta væri svo slæmt að hún væri að verða svefnlaus. „Konan hafði átt heima i húsinu i 60 ár", sagði Ævar ennfremur, ,,og átt gott hjóna- band, aldrei orðið vör við neitt fyrr en fyrir nokkrum vikum. Ég hætti, eins og ég sagði. Þessum persónum tengjast núlifandi manneskjur og ef ég ætti aö segja þér frá einhverju þvi sem ég hef orðið vitni að, þyrfti ég að fá uppáskrifað leyfi frá fjölda ætt- ingja og venslamanna. Það er of flókið mál fyrir blaöagrein." Myrkfælni og draughræðsla er nokkuð sem loðað hefur við Islendinga lengi, og loðir enn við flesta. Það er eðlilefit að vissu marki, eins og Kristinn Björns- son, sálfræðingur, skýrði út. „Einhyer_beygur er_I mörgum'', sagði hann. „Það þarf ekki að vera neitt óeðlilegt, og þarf ekki að há neinum verulega. Allt sem veldur óvissu og öryggisleysi veldur um leið beyg hjá venjulegu fólki, og myrkrið hindrar okkur i að nota eitt þýðingarmesta skyn- færið — sjónina. Það eru afar eðlileg viðbrögð hjá lifverum að varast myrkur, ef skynfærin eru ekki gerð fyrir það. Ég tel það Höfoi — eitt sögufrægasta draugahúsið I borginni Ævar Kvaran Sr. Þórir Stephensen Sr, Sigurftur Haukur Guðmundur Einarsson byrjaði á þvi að spyrja hana hvort þetta gæti verið tengt einhverri breytingu á högum hennar, og hún sagði mér að hún heföi þurft að fara á spitala, og sfðan hún kom heim, hafi hún fengið þessar heimsóknir. Þetta heföi verið svo slæmt að gestir heyrðu þetta lfka, jafnvel um miðjan dag. Þegar ég heyrði aö hún hafði verið á spftalanum datt mér i hug að hún heföi getað dregið þetta fólk með sér þaðan, vegna þess að hún er sálræn. Hávaðinn var mestur i eldhús- inu svo ég settist þar inn og setti mig i samband viö þessar verur. fag reyndi að fylla hjarta mitt af hlýju og kærleika, en lýsti siðan fyrir verunum hversvegna þær voru þarna, það væri vegna van- þekkingar, þær hefðu komið með gömlu konunni af spftalanum, en ættu alls ekki heima þarna. Ég íýsti því að þær ættu ættingja og ástvini hinum megin, en þeir kæmust ekki að þeim, vegna þess að þær væru bundnar við jörðina, og jarðneskan hugsunarhátt. Ég sagði að þær yrðu að opna hug sinn fyrir annarri tiöni, og þá þyrfti engar áhyggjur að hafa af húsnæðismálunum, þá yrði tekið á móti þeim hinumegin." Ævar Kvaran sagði þetta ekki eina dæmið um draugagang hér, eins og áður kom fram. Hann sagði sömuleiöis frá ungri konu sem hefði orðið fyrir slíkum ofsóknum á nóttunni að hún var að veröa taugaveikluð. Viðkvæmt Guðmundur Einarsson, verk- fræðingur og forseti Sálar- rannsóknarfélagsins tók nokkuö I sama streng og Ævar þegar hann lýsti þvl hverskonar fólk það væri sem „gengi aftur". „Þetta er mikið viökvæmnis og feimnismál", sagði hann. „Hinir sem farist hafa með voveiflegum Kristinn Björnsson eðlilega hvöt og þýðingarmikla að óttast myrkur að einhverju marki. Það er svo hægt að espa þann beyg upp með furðusögum". Kristinn er starfsmaður Sál- fræðideildar skóla I Reykjavik og hann taldi þessa hræðslu litt Sr. ólafur Skúlason áberandi meðal ungs fólks. „Venjulega er hún þá tengd ein- hverjum almennum kviða eða hræðslutilfinningu," sagði hann Lárus Helgason, yfirlæknir á Kleppi sagði það aldrei hafa kom- ið fyrir svo hann myndi, að sjúklingur hefði veriö lagður þar inn vegna myrkfælni eða draug- hræðslu. Sverrir Bjarnason, á barnageðdeild Landspitalans, sagði þaö ekki algengt aö börn væru tekin til meðferðar vegna myrkfælni en þó kæmi það fyrir. Og yfirleitt væru ekki mikil vand- kvæði á þvi að lækna hana. Það eru þvi ekki allir sammála um þessi mál, eins og vitað er. Sumir telja fulla ástæðu til myrk- fælni og draughræðslu, vegna framliðinna, sem gætu unnið ein- hver spellvirki, aðrir að vandinn sé allur I höfðinu á folki, og að hægt sé að lækna hann með læknisfræðilgum aðferðum. Séra Sigurður Haukur Guðjóns- son, sem talsvert hefur starfað að þessum málum með Einari frá Einarsstöðum lýsti skoðun margra þegar hann sagði: „Ég held að mér sé óhætt að segja aö i flestum tilfellum sé eitthvað að þvi fólki sem leitar til min með vandamál af þessu tagi, tauga- veiklun eða eitthvað slfkt. Vanda- málið á sér yfirleitt rætur I fólkinu sjálfu." Blessun eða brottrekstur En hvað er til ráða ef svo reyn- ist ekki? Ef alheilbrigð mann- eskja verður var við óþolandi draugagang i húsinu sinu? Þá virðist fólk einkum leita til miðla, eða fólks með dulræna hæfileika. Annars til presta. Ævar Kvaran lýsti þvi hér að framan að hann heföi lagt stund á að hreinsa hús af framliðnum, og fleiri en hann, meöal annars miðillinn sem fór með okkur I Grimsnesið, hafa fengist við það sama. „Jú, það er alltaf eitthvað um að þaö sé leitað til okkar og við beðin að rannsaka hús, þar sem fólk hefur oröið fyrir óþægind- um," sagöi Guömundur Einars- son. „Hafsteinn miðill gerði nokkuð af þvi að fara I hús og hreinsa þau af framliðnum, og einnig hafa erlendir miðlar verið fengnir til þess, þegar þeir hafa verið á ferð hérna." Prestar hafa fengist við það sama, kannski á svolitið annan hátt. „Sg hef verið beðinn þess að biðja i húsi þar sem fólkileið ekki nógu vel", sagði Þórir Stephen- sen, dómkirkjuprestur. „Ekki vil ég nú segja, að ég hafi verið að hrekja burt illa anda með þvi, heldur alveg eins að koma ró á hug þess fólks sem ég var að biðja með. Það var ekki að það væri hrætt við draugagang, heldur að þvi leið illa i húsinu. Arangur þessa hefur jafnan veriö jákvæður", sagöi Þórir. Hann bætti við að hann taldi vlst aö flestir prestar væru beönir um svonalagaö, og að flestir sinntu þeim beiðnum. „Ekki hef ég nú lent I þvf að vera beðinn um að reka anda úr húsum eða mönnum", sagði Ólaf- ur Skúlason, dómprófastur. „Sá siður er viðurkenndur I kaþólsku og þar hafa þeir fast ritúal til þess, eins og sést hefur i ótal kvikmyndum aö undanförnu. Þvi er ekki að heilsa I mótmælenda- trú. Eg hef aftur á móti verið beð- inn um það nokkrum sinnum að helga hús, áður en flutt er inni þau og það hef ég gert með ánægju. Það er einföld athöfn sem felst I litilli helgisstund." r>6 Kr. 154.200.- S4420 stereo f erðatæki Vöndud vara Gott verð Kr. 185.300.- S4600 Kr. 144.400 SW 4320 Hvergi meira úrval — Besta verðið SJÖNVARPSMIÐSTÖDIN HE SÍÐUMÚLA, 2 105 REYKJAVfK SlMAR: 91-39090 VERSLUN - 91-39091 VERKSTÆÐI ^

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.