Helgarpósturinn - 06.06.1980, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 06.06.1980, Blaðsíða 2
„. oí tek»r eslstiga^innl iiiiiiil Föstudagur 6. júní 1980. helgarpásturinrL HELGARPOSTURINN HEIMSÆK- IR FRAMLIÐINN „GEST" í SUM- ARHÚSI í GRÍMSNESI MEÐ AÐ- STOÐ MIÐILS OG REYNIR AÐ GRAFAST FYRIR UM HVORT ORSÖK MYRKFÆLNI SÉ AÐ FINNA í MANNESKJUNNI SJÁLFRI EÐA UTAN HENNAR — hugarburður eða raunveruleiki eftír Guðjón Arngrímsson myndir: Einar Gunnar Fyrrihiuti júní virðist í fljötu bragöi ekki vera ákjósanlegur timi fyrir framliðna að láta á sér kræla. Undanfarna daga hefur sólin skinið og birtan er slfk á þessum árstima að varla fellur skuggi á um miðnættið. Samt ber- ast sögur um draugagang, og er þá ekki spurt iim árstima. Við sögðum frá þvi i siðasta Helgarpósti, að kvartað hefði verið undan draugagangi i sumarbústao I eigu verkalýðs- félags, sem er I Grimsnesinu. Það sýndi sig eftir birtingu þessarar klausu að þjóðin hefur I engu glat- að f áhuga sinum á draugum og gangi þeirra. Margir hafa spurst fyrir um klausuna og flestir mundu eftir henni þegar þeir voru spurðir. Ahugi tslendinga á dul- rænum fyrirbærum virðist tak- markaiaus. Þeir sem eru „næmir", það er, hafa hæfileika til að ná einhvers- konar sambandi við framliðna, hafa mikið að gera, annaðhvort við að aðstoða fólk til ná til lát- inna vina og ættingja, eða við að halda sliku fóiki frá sér. Ásóknin i miðla er geysileg. Einar á Einarsstöðum er sennilega þekktastur núlifandi miðla og þeir skipta þúsundum sem leitað hafa til hans. Örmjótt yfirskegg Helgarpósturinn gerði sér ferð austur 1 Grlmsnes, meira i gamni en að um hávlsindalega rannsókn hafi verið að ræða, og skoðaði . sumarbústaði þá sem nefndir höföu verið i þessu sambandi. Meö i förinni var miðill sem býr i Kópavoginum, en vill ekki að nafn sitt komi fram. Upphafs- stafir hans eru S.S. og það skal hann kallaður Eftir að tilskilin leyfi höfðu ver- ið fengin hjá eigendum bústað- anna sem helst höfðu veriö nefnd- ir i sambandi við reimleika var haldið austur. Rétt er aö geta þess að þeir bústaöir eru ekki i eigu Verkalýðs og sjómanna- félags Keflavikur og nágrennis, eins og sagt var i siðasta Helgar- pósti. Greinilegt er af gestabók- um bústaðanna að fólk hefur talið sig hafa orðið vart „einhvers". Ómögulegt er að greina hvað það er, eða hversu mikil alvara er á bakvið kvartanir I þeim bókum. Eftir að i Grímsnesið var komið var miðillinn S.S. fljótur að finna þann sem ef til vill hefur komið þessum sögum af stað I upphafi. S.S.., sem haldið hefur fjölda miðilsfunda á Reykjavikursvæð- inu, sagði áður en farið var af stað að hann fyndi strax hvort einhver væri i húsum, eða ekki. Hann þyrfti aldrei aö Ieita að sliku. Þao kom á daginn i sumarbústöðunum. 1 þeim fyrsta sem eftirlits maöurinn hleypti okkur inni sagði hann ekkert vera I þeim næsta var maður. S.S. sagðist finna fyrir nærveru hans um leið og hann gekk innúr dyrunum. Hann bað um að ljósin yrðu ekki kveikt, fór siðan uppá svefnloftið, settist I efsta stiga- þrepið og talaði þaðan við mann- inn sem var inni herbergi þar við. Við hinir heyrðum ekkert né sáum. Eftir svolitla stund kom miðillinn aftur niður, eftir að hafa kvatt hinn framliðna með kumpániegri handarsveiflu. Miðillinn svaraði nú spurning- um okkar eftir mætti. Sambandið hafði ekki verið neitt mjög gott, en þó. Maðurinn sem þarna bjó, var um fertugt, meðalmaður á hæð og vöxt. Hann var dökkhærð- ur og dökkur yfirlitum, með þykkar augnabrúnir og þykkt hár sem greitt var beint aftur. Hann var með örmjótt yfirskegg og svolitið framstæðan efrikjálka og vör. Eyrun voru stór og útstæð. Hann reykti stóra vindla, og hélt þeimá sérkennilegan hátt i.hægri hendinni, vegna þess að hann haföi aðeins tvo fingur á hendinni. Þetta vai maður sem eng- 'um vildiillt. Nafnið Heiðar, kom upp I samræðum miðilsins og hins framliðna, en ekki var á hreinu hvort sá framliðni hét það, eða einhver sem hann vildi hitta. Maðurinn hafði ekki látist i sumarbústaðnum né i nágrenn- inu, en hann hafði dvalið þar ein- hverntlma sem gestur og likað vel. Hann var I bústaðnum i góðu yfirlæti og kvartaði ekki yfir truflunum eða ágangi. Einhvern- tima hafði honum þó sárnað illi- lega þarna i bústaðnum, liklega i lifanda lifi. Miðillinn skoðaði fleiri bústaði á svæðinu en fyrirhitti ekkert að handan I þeim. Villuráfandi manneskjur Þvi fer fjarri aö þessi ágæti maður I Grimsnesinu sé eini draugurinn, eða andinn á Islandi i dag. Hjá Sálarrannsóknarfélag- inu fengust þær upplýsingar að talsvert væri um að fólk hringdi og bæði um aðstoð vegna þess að eitthvað væri yfirnáttúrulegt I húsakynnum þess. Ævar R. Kvaran var beðinn um að segja frá þvi hvaða fólk það er sem heldur til i húsakynnum mennskra. Sumarbústaðirnir I Grimsnesi eru ekki skuggalegar byggingar en sumir segja samt aö einn þeirra hýsi ekki aðeins þá sem llfs eru heldur einnig einn framliðinn. „Það hefur alla tið verið mikið af verum i kringum okkur", sagði Ævar. „Þetta eru jarðbundnar verur, I þeim skilningi að þær þvælast um I mannabústöðum og geta gert ógagn. Þetta er fólk sem látist hefur snögglega, af slysum, eða með voveifilegum hætti. Það á það sameiginlegt að hafa yfirgefið þennan heim skyndilega og oft i einhverskonar skelfingu. Slikar persónur gera sér ekki grein fyrir að þær eru látnar þegar þær vakna i annarri veröld Þær eru hinsvegar á öðru tiðnissviði og geta þviekki gert vart við sig hér. Þær finnast ekki, heyrast ekki og sjástekki, nema af sérstöku fólki. Vegna vanþekkingar sinnar eru þessar persónur bundnar við jörðina og leita þvi oft til þeirra húsakynna sem þær voru i áður, og reyna jafnvel aö gera vart viö sig. Þær eru meö hugann á jörð- inni, og bindast þvi nokkuð mann- fólkinu og umhverfi þess. Það fer siðan eftir viljakrafti veranna hvað þær geta gert. Þær eru fullar af sömu hugsunum og við sem ennþá lifum. Sumar hafa það mikinn kraft að þær geta yfir- tekið manneskju þannig að sál hennar verður aö vikja, en persónuleiki hinnar látnu veru tekur yfir. Það eru mörg dæmi um slikt enn þann dag i dag á geð- veikrasjúkrahúsum. Eklci svefnfriður Ég hef sjálfur fengist við að uti- loka reimleika I allmörgum hús- um hér i Reykjavik, og einu i Hafnarfirði. 1 einu tilfellinu hringir til min ungur maður, sem reyndar var blaðamaður, og spurði mig hvort ég geti ekki hjálpað ömmu sinni. Hún bjó i gömlu húsi I Skerjafirðinum og þar voru slfkir reimleikar aö hún hafði ekki lengur svefnfrið. Ég

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.