Helgarpósturinn - 06.06.1980, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 06.06.1980, Blaðsíða 22
22 ',V ,v.i vjrj&buíVvl -V_--____»--------V------A Fostudagur 6. júní 1980. —he/garpósturinrL. Tvær merkar listakonur Saga islenskrar nútimalistar er sérstæð. Hvergi minnist ég þess að hafa fundiB i listasög- unni timabil, sem státar af jafn- mörgum afrekskonum. Gluggi menn i heimslistasögu 20. aldarinnar, rekast þeir á sárafá kvenmannsnöfn. Fæstar þess- ara kvenna voru 1 fararbroddi, yfirleitt voru þær undir „vernd- arvæng" einhvers þekkts myndlistarmanns af hinu kyninu. Þessi kvenfæö i lista- sögunni er ekki undarleg sé að þvi gað, að konum var meinaður aðgangur að listaskólum allt til loka 19. aldar. Þær sem fengu aðgang voru fyrirsætur sem karlmenn máttu teikna og mála. Konur máttu undir engum kringumstæðum teikna eða mála nakta karlmenn og helst ekki naktar kynsystur sinar. Rússar voru fyrstir til að hleypa kvenfólki inn i sinar keisaralegu akademiur. En þrátt fyrir að sú þjóð ætti seinna Þær eru partur af stórum hópi kvenna sem voru áhrifavaldur i listum. Þær stóðu ekki i skugga neinna „karlkynsmeistara", heldur leiddu þær islenska myndlist á óliku sviöi og óiikum tirna. Kannski má þakka þennan fjölda listkvenna þvi fordómaleýsi sem litil eða engin hefð skapar. Þessar konur þurftu aldrei að bera kross aldagamallar útskúfunar og stóðu þvi jafnfætis karlpen- ingnum að mótun islenskrar myndlistar. Kristin Jónsdóttir er einmitt af fyrstu kynslóö islenskra málara og stundar nám i Kaup- mannahöfn um sama leyti og Jóhannes S. Kjarval og Júllana Sveinsdóttir. Asamt Júliönu er hún þvl brautryðjandi fyrir listakonur yngri kynslóða. Sýningin að Kjarvalsstöðum opinberar um 140 myndir eftir hana og er það frábært yfirlit á verkum Kristinar. Hér er á ferðinni mikilhæfur og persónulegur málari. 011 '¦¦ ';.-;-. '.-¦¦.¦->¦, ..¦¦'¦¦: ¦•'*'•'¦ ."•;•'•.* '¦¦:¦¦•:'¦:¦'¦• '.'¦¦'.''¦'¦,''•¦'.•.¦ ';-\'-*.'•';-;•'*•'*'• 'yyy'¦'.•'.'•', ';¦'¦••"•;•.*¦- ;-'.'-¦'"¦ wkSSs&' •¦¦¦¦•'.'¦'v'vSí^ •f ¦¦.¦::¦'¦'.¦•¦.¦'¦'•¦•'¦ '•¦¦¦•.•:¦;••¦'¦¦••'¦ 'S v .'•;•,'•;.*.'•.'•,¦•'•;•¦'* llill ¦Pl BaKv'iv':- ;".••**;";.'•.' "•*¦-'.'•';'••" '•'•'¦ '¦•'•;":•.'¦'• ***>;'• ISS&'*'* ¦•••" w W^ÉÉ m % m •vX-'•'•*.'•'•'•*aaHHBBBR88SRiG 'yyýy.'.'.¦.''yWSM Myndlist eftlr Halldór B|örn Runólfsson eftir að taka upp kerfi sem fryggja skyldi konum fullan rétt, virðastsovéskar listakonur sist fleiri en starfssystur þeirra annars staðar. Um aldamótin fengu konur svo loksins að teikna módel (I flestum löndum), en án slikrar þjálfun- ar var ekki um neina mynd- listarsköpun að ræða i þá daga. Opnun sýningar á verkum Kristinar Jónsdóttur og Gerðar Helgadóttur á Kjarvalsstöðum 1. júnl (I tilefni listahátiöar), vekur upp þanka um ofan- greinda sérstöðu islenskrar listasögu. Þessar tvær lista- konur eru engin sértilfelli. vinnubrögð Kristinar virðast hafa einkennst af einlægri og þróttmikilli túlkun, hvort heldur er litið á landslagsmyndir hennar, mannamyndir eða upp- stillingar. Verk hennar bera vott um djúpan skilning á eðli túlkunar. Það sem augað sér og hjartaö skilur, vixlverkun form- rænna og tilfinningalegra þátta virðast ná fullkomnu jafnvægi I myndum hennar. Tjáningarrfk litameöferö ber formskynið aldrei ofurliði. Þaö er þvl miöuroröið sjald- gæft að sjá landslagstúlkun sem er jafn sterk og sannfærandi og ttilkun Kristinar er. Tengslin við Gcrður nattúruna og myndefnið eru hvarvetna augljós. Það er' upplifun manneskju sem fædd er I sjálfu myndefninu og túikar það af innri þörf og sann- færingu. Myndir Kristinar eru ekki málaðar i belg og biðu til að hala inn hámarksgróöa eins og nú er tiska margra lands- lagsmálara. Yfirlitssýningin á verkum Gerðar Helgadóttur er ekki siður kærkomin. Hún markar timamót, þar sem hún er fyrsta yfirlitssýning á verkum þess- arar afkastamiklu listakonu. Gerður er af kynslóð þeirra listamanna sem héldu utan, skömmu eftir seinni heims- styrjöldina. Verk Gerðar eru flest öll unnin erlendis, enda dvaldi hún mestan hluta ævi sinnar I Frakklandi. Geröur helgaöi sig höggmyndalistinni og á seinni hluta ævinnar fékkst hún við glermyndagerð. Hún hefur greinilega verið mjög bráö- þroska i köllun sinni. Högg- myndir sem gerðar eru á fyrsta námsári hennar i Handiða- og Kristln myndlistaskólanum bera vitni miklum hæfileikum. Á sýningunni að Kjarvals- stöðum má rekja þróun Gerðar gegnum hin griðarlegu afköst og með hjálp litskyggnuskerms er reynt aö bregða upp heillegri mynd af þeim verkum sem eftir hana liggja erlendis. Fjölhæfni Geröar er ótrúleg. Sama er hvort um er að ræða höggmynd, steindan glugga eða mósaikverk, allt viröist gert af sömu leikni og vandvirkni. Afrakstur ævistarís þessarar listakonu sem féll frá svo sorg- lega snemma, er jafnmerkur hvar sem á hann er litið. Þaö virðist aldrei hafa háð Gerði að hún vann jöfnum höndum að samkeppnis verkum og pöntunum, meðan hún skóp sér nafn sem persónulegur mynd- höggvari. Þannig ber skreyti- listin hvergi ofurliði aðra þætti listsköpunar hennar. Hvert verk Gerðar er rökrétt framhald fyrri verka. Hún fellur aldrei fyrir hrárri endur- tekningu þrátt fyrir hið gifur- lega magn verkefna sem henni voru falin. Hver úrlausn er sér- stæð, liður I markvissri gllmu við efnið, leit að fullkomnun. Það að gera þessum stór- brotnu listamönnum tæmandi skil I svo stuttu spjalli, er von- laust. Ég vil aðeins þakka Kjar- valsstöðum þetta merka fram- lag fyrir hönd listunnara sem nú fá tækifæri til að kynnast ferli. þessara tveggja kvenna. Sýningin er vel upp sett I hvi- vetna. Það er mikil bót að sjá málverkin fest á hvlt spjöld þar sem næg birta leikur um þau. Eins er það timabær ráðstöfun að fylgja úr hlaði yfirlits- sýningu, með birtingu lit- skyggna af verkum, sem ekki verða flutt á sýninguna. Yfir- litssýning er ætlð betri eftir þvi sem hún er meira tæmandi. Hér hafa Kjarvalsstaöir veitt upplýsingar af örlæti og mætti slíkt verða til eftirbreytni I framtlðinni. , Þessi sýning að Kjarvals- stöðum er verðugt framlag til listahátiðar 1980, sannkölluð listahátlð fyrir þá sem unna góðri myndlist. NÓTURAÐ NEÐAN A undanförnu ári og reyndar lengur hefur verið mikil gróska i rokktónlist, einkum i Bretiandi og Bandarikjunum, sem skapað hef- ur af sér f jölda nýrra hljómsveita og nýja rokkmenningu. Flestar þessara nýju hljómsveita eru hér á landi nánast óþekktar og á vafalaust sinn þátt i þvi hátt verð á hljómplötum og takmörkuð upplýsingamiðlun i fjölmiðlum. Þykir okkur rétt að nota þessar fáu linur, sem við höfum til umráða, að minnast m.a. á nokkrar þeirra litt þekktu hljómsveita, sem nýlega hafa sentfrá sér plötur. Hugmyndin er að skrifa reglulega undir ofan- greindu nafni pistil, þar sem kynntar verða 1 stuttu máli nyjar athyglisverðar hljómplötur, þvi ógerlegt er meö nokkurri plötur meö nýjum rokkhljóm- sveitum. Má I þessu sambandi t.d. nefna undirmerki EMI, Cobra, og fyrirtækið Fiction Records, sem stjornað er af Polydor. Fiction Records hafa á þvi ruma ári, sem það hefur starfað gefiö ut nokkrar merkilegar plöt- ur. Nú nýlega gaf þaö út aðra plötu hljómsveitarinnar The Cure. sem nefnist Seventeen Seconds. Þessi plata The Cure fékk fremur neikvæð umskrif I nokkrum breskum múslkblööum I þaö minnsta samanborið við fyrri plötu hljómsveitarinnar, sem almennt var mjög rómuö. Hwaö sem þvi veldur þá erum við þess- um gagnrýnendum hjartanlega ósammála. Mikil þróun hefur átt sér staö I tónlist Cure og hefur koma hljómborðsleikara gefið tónlistinni fágaöra yfirbragð. Pf ' 1QB , íj P#W§P <?' W Am « mm f 4 : M iH má «> V . fcll' ,f *? i\ \ '^i ' «' ! pf ¦taMrH*^*41 "*:i Popp eftir Asmund Jónsson og Guðna Rúnar Agnarsson nákvæmni aö fjalla um allar þær ágætu hljómplötur, sem nú koma ut. I tengslum viö uppkomu hinna nýju rokkhljómsveita hafa komiö fram fjöldinn allur af litlum hljómplötufyrirtækjum, sem gef- ið hafa út flestar plötur pessara hljómsveita. Engu aö slður hefur frá árinu 1977 allt stefnt I þa átt að gömlu og rótgrónu hljómplötu- fyrirtækin gleypi hin smærri og þeirra listamenn. Þó hafa nokkur hinna nýrri utgáfufyrirtækja fest sig I sessi og starfa enn sem kom- ið er á sjálfstæöum grundvelli. Helst og sjálfsagt merkast þeirra er Rough Trade, sem aftur hefur fylgt fordæmi hinna stærri og sér nú um dreifingu fyrir hljómplötu- fyrirtæki þeim smærri, sem áður störfuðu sjálfstætt. Hin gömlu og virtu hljómplötufyrirtæki hafa sjálf aö nafninu til sett á fót ný fyrirtæki, sem ætlað er að gefa út Fyrri plötuna einkenndi skemmtileg og heillandi frumstæðni i hljóðfæraleik og útsetningum og var engu likara en þeir hafi gengið einn góðan veðurdag inn i stúdió og spilað plötuna beint inn. Greinilegt er að mun meiri vinna og hugsun liggur að baki Seventeen Seconds og skilar það sér fyllilega I gæðum plötunnar. Erfitt er að skilgreina tónlist Cure en til að gefa einhverja en engu að siður óljósa vlsbendingu þá má finna margt sammerkt með þeim og t.d. hljómsveitinni Talking Heads og er það fyrst og fremst I gegnum þau áhrif sem Brian Eno hefur haft á heildarmynd tónlistar Talking Heads. Þó er tónlist Cure mun fágaðri og i henni er fólgin svífandi stemmning einfaíd- leikans með þeirra séreinkenn- andi hljómfalli. 1 fáum orðum sagt er Seventeen Seconds ein Hinir upprunalegu Cure heilsteyptasta og besta plata, sem undirritaðir hafa lengi heyrt. Skömmu fyrir útkomu plötu Cure, Seventeen Seconds, gaf sama fyrirtæki, Fiction Records, út fyrstu plötu hljómsveitarinnar The Passions, Micheael & Miranda, Hljómsveitin er skipuð tveim konum og jafnmörgum karlmönnum og sjá konurnar af mikilli prýði auk annars um bassaleik og mest allan söng. Tónlist The Passions minnir óneitanlega á Cure og þá öllu heldur á fyrri plötu þeirra. Þaö er einkum einfaldur hljóðfæraleikur og svipað hljómfall sem gerir samanburðinn eðlilegan. Likt og hjá Cure er bassaleikurinn mjög framarlega og áberandi og auk þess að stýra hinu sérstæða hljómfalli þá fléttar hann slna eigin en þó tengdu lagllnu inn i heildarmynd lagsins. Ekki er hægt að segja annað en að þessi óþekkta hljómsveit, The Passions, hafi komið á óvart meö sinni fyrstu plötu. Þótt hljómplötufyrirtækið Virgin Records sé tiltölulega ungt að árum hefur það nú þegar öðlast sinn sess á meðal hinna gamalgrónu fyrirtækja hljóm- plötuiðnaðarins. Engu að siöur nýtur það sérstööu meðal þeirra, þar sem fyrirtækið fylgir enn þeirri hugsjón sem grunnur þess byggðist á og er mjög vakandi fyrir öllum nýjum bylgjum og fyrirbærum I rokkheiminum. Virgin hefur þvl átt stóran hlut I útgáfu á tónlist hinna nýju bresku rokkhljómsveita. Ein þeirra hljómsveita er XTC, sem vissu- lega verður að teljast til merki- legustu hljómsveita sem nú starfa i BreÚandi. Fyrir um hálfu ári siöan kom út þriðja plata XTC, Drums and Wires.Er það einkennandi fyrir XTC sem margar aðrar hinna nyju rokk- hljómsveita hversu ör þróun er frá einni plötu til annarrar og er Drums and Wires engin undan- tekning þar á. A þeim þremur árum sem hljómsveitin hefur starfað hafa þeir náð að skapa mjög heillandi og persónulegan stll, sem á sér aö einhverju leyti samsvörun I fortlðinni og þá I hinni þýsku bylgju sem gekk yfir i upphafi sfðasta áratugs, með hljómsveitina Can sem leiðandi afl. A siðasta ári gaf Virgin út fyrstu plötu hljómsveitarinnar Cowboys International, og sem er þeirra eina til þessa og nefnist The Original Sin. Af fyrstu plötu aðveraer platan ótrúlega vönduð og markviss og tvimælalaust I hópi athyglisverðustu platna síð- asta árs. Má sérstaklega geta lagsins Wish, þar sem hljóm- sveitin er aðstoðuð af gltarleikara PIL, Keith Levene, sem er ógleymanlegt. Likt og viða má kenna I tónlist Cowboys International er David Bowie sterkur áhrifavaldur I tón- listarsköpun margra breskra rokkhljómsveita I dag. Þannig er einnig farið með hljómsveitina The Psychedelic Furs, sem nýlega hefur sent í'rá; sér sina fyrstu plötu, sem einfaldlega ber heiti hljómsveitarinnar. Mikið hefur verið skrifað um hljóm- sveitina á undanförnum mánuðum og greinilegt er að miklar vonir eru bundnar við þá og réttlætir platan það fylli- lega. Endurútgáfur Auk hinnar miklu grósku 1 út- gáfu á tónlist nýrra hljómsveita hafa ýmis hljómplötufyrirtæki loks látið verða af þvi að endurut- gefa margar klassiskar plötur rokksins, sem uppseldar hafa verið um langt ðrabil. Má nefna I þvf sambandi endurútgáfu Pye & Kinks- plötunum, Kinda Kinks (1965), Kinks Kontroversy (1966) og Face To Face (1967). Útgáfa, sem vissulega á fullan rétt á sér i dag og hefur verið vel staðið að, þar sem engu er breytt frá uppruna- legri útgáfu platnanna. Sama er að segja um endurutgafu ESP á tveim fyrstu plötum bandarísku hljómsveitarinnar Pearis Before Swine, One Nation Underground (1967) og Balaklava (1968). Þótt þýzk endurútgáfa á tveim plötum bandarisku hippahljóm- sveitarinnar Mad Rlver, Mad River (1968) og Paradise Bar <\nd Grill(1969), sé kærkomin er engu að siður leiöinlegt að verða vitni aö því hvernig Þjóðverjinn sendir frá sér þessar merku plötur. Albúmineru gerbreytt og felld inn I einhverja endurútgáfu- seriu með tilheyrandi slagoröum yfir albúmin þver. Frekari upptalning veröur aö bfða sins tima, þar sem plássiö er takmarkað.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.