Helgarpósturinn - 06.06.1980, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 06.06.1980, Blaðsíða 4
Fðstudagur 6. júní i98o. ^^.Jie/Qdrpásturínru. WKð'- ^ðm^K^E^^SiSí*.- ¦'¦¦ :^| ^H L.-.. 1 ^ft / 1 ., *% m ..... ¦*,'. NAFN: Davíð Oddsson S74Ð4: Formaður borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins FÆDDUR: 17. janúar 1948 HEIMA: Reynimel 68 HEÍMILISHAGIR: Eiginkona, Ástríður Thorar- ensen og eiga þau eitt barn BIFREIÐ: Dodge árg. '77 ÁHUGAMÁL: Stjórnmál, skák og ritstörf Misskilningur að stjórnmála- menn þurfi að vera leiðiníegir Ertu næsta borgar- stjóraefni flokksins? „Þetta þýðir i dag ekki annáð, en að ég er leiötogi stjórnarand- stööunnar og stjórna baráttu flokksins i borgarstjórnarmálefn- um, sem eftir lifir kjörtimabils." En samkvæmt fyrri reynslu má ætla aö þú veröir borgarstjórnar- kandídat Sjálfstæðisflokksins i næstu kosningum? „Þetta getur veriö visbending um það, ef ekkert sérstakt kemur upp á fram aö næstu kosningum." Sóttirou það fast að ná I for- mannsembættio? „Ég varinni á þvi aö taka þetta aö mér, þegar eftir þvi var falast." Voru ekki fleiri um hituna? Nú hefur ólafur B. Thors almennt vcriö álitinn krónprinsinn, sem taka átti yfir þetta embætti ef eða þegar Birgir færi frá. „Það sýndi sig fljótt, aö ég og Ólafur vorum inni þessari for- ystumynd. Eftir umhugsun ákvab hann, ao gefa ekki kost á sér til starfsins." Hvers vegna dró hann sig I hlé? „Þú veröur að spyrja hann." En er Birgir isleifur ekki að yf- irgefa sökkvandi skip og þú jafn- framt að taka við vonlausri stöðu. Er ekki langur vegur I það, að þið sjálfstæðismenn náið völdum i borgarstjórninni á nýjan leik? „Það er fásinna að við séum i einhverjum uppgjafarhugleiöing- um. Það var auðvitað áfall fyrir okkur að tapa kosningunum 1978, en i framtiöinni er það hugmynd okkar að sækja en ekki sökkva. Það má heldur ekki gleyma þvi, þegar talaö er um ástæður ákvörðunar Birgis Isleifs, aö hann hefur setið i borgarstjórn i 18 ár og við sjálfstæðismenn höf- um alltaf litið á eðlilega endur- nýjun sem nauðsyn." Nú hafa flestir forystumenn Sjálfstæðisflokksins innan borgarstjórnar færst yfir á Alþingi eftir nokkurn tima. Borgarstjórn þar með verið eins konar stökkpallur inná þing. Verður það sama uppi á teningn- um hvað þig varðar. Er þessi nýja upphefö þln fyrsta skrefið I átt að Alþingishúsinu? „Nei, ekki lit ég svo á. Stað- reyndin er hins vegar sú, aö ungir menn hafa jafnan staðiö i forystu borgarstjórnarflokks Sjálfstæöis- flokksins og þeir ekki viljað vera eilifir augnakarlar á sama stað og þvi fært sig um set. Stundum inn á Alþingi^ekki sist, ef þeir hafa staðið sig vel." Þú hefur nú I öllu falli mjakast fetið upp á við innan valdapira- midans I flokknum? „Þessi formennska min þýðir alls ekki, að það sé sjálfgefið að Nýlega var kjörinn nýr formaður borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, en Birgir Isleifur Gunnarsson tók þá ákvörðun að láta af þvl embætti. bað kom nokkuð á ovart, að það skyidi verða Davlð Oddsson borgarfulltrúi, sem varð eftirmaður Birgis isleifs, þvl flestir höfðu talið að það yrði Ólafur B. Thors. Aö öllu óbreyttu má ætla að þessi formennska þýöi jafnframt að Davlð Oddsson sé borgarstjórnarkandidat Sjálfstæðisflokksins I næstu borgarstjórnarkosningum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nokkuð verið i sviðsíjósinu seinnipart vetrar. Fyrst ©g fremst vegna deílna flokksforystunnar við Gunnar Thoroddsen. Þá hafa Og frjálshyggjumenn, sem styðja kenningar frjálshyggjupostulans Hayeks gert sig gildandi. Margir velta fyrir sér hver framtið flokksins verði. Þaö er DaviðOddsson sem er iyfirheyrslu Helgarpóstsins. ég komist áfram innan flokksins. Og min augu mæna ekki á þing- sæti, sem eitthvað framtiöar- markmiö. Ég hef engar ákvarð- anir tekið i þá veru og geri siður ráö fyrir þvi að leita eftir þingsæti þegar fram liða stundir." Hvers vegna ekki? „Ég hef ýmis önnur áhugamál, en stjórnmál og gæti t.d. veí hugsað mér að stunda ritstörf síðar meir." En værirðu tilbúinn til að setjast i stól borgarstjóra á næst- uiini, ef t.d. núverandi meirihluti spryngi. Sérðu sjálfan þig sem borgarstjóra? „Ég er nú ekki farinn að sjá neitt slikt fyrir mér. Ég á ekki von á þvi að vinstri meirihlutinn springi. Held að hann hangi saman með harmkvælum út kjör- timabilið." Þú varst nefndur i einu dag- blaðanna, sem „joker" og að þú værir ekkert annað en brandara- smiður, sem væri þekktur fyrir útúrsnúninga og hálfkæringstal á borgarstjórnarfundum. Þýðir þetta, að þú sért ekki alvörupöli- tikus heldur eins konar „Matt- hildingur"? „Ég held aö reynslan sýni, að kjósendur i Reykjavik hafi tekið mig mjög alvarlega seir. stjórn- málamann. Það er misskilningur hjá Þjóðviljanum, en það er dag- blaðið sem þú vitnar i, aö stjórn- málamenn þurfi endilega að vera leiðinlegir, þótt það sé aðals- merkið i flokki þeirra Þjóðvilja- manna". Nú hafið þið sjálfstæðismenn almennt verið álitnir linir i stjórnarandstöðunni i borgar- stjórninni. Hvernig vikur þvi við? „Við sjálfstæðismenn töldum eðlilegt að hinn nýi meirihluti fengi tækifæri til að feta sig áfram fyrstu skrefin án mikils hávaða af okkar völdum. Þá er það þannig, aö stjórnarandstaða i borgarpólitikinni kemur ekki eins glöggt fram og stjórnarandstaðan á þingi. Það er m.a. vegna þess að ekki er greint eins nákvæmlega frá ágreiningsefnum i borgar- stjórninni I rikisfjölmiðlunum. Viö höfum lagt okkur fram um að vera málefnalegir og ábyrgir i stjórnarandstööunni frekar en halda uppi neikvæðri niöurrifs- starfsemi." En er ekki fullljóst að þessi margumtalaða giundroðakenning ykkar hefur ekki staðist. Þið gáf- uö í skyn fyrst eftir kosningaúr- slitin '78 að vinstra meirihlutan- um myndi aldrei takast að halda saman út kjörtimabilið vegna ósamiyndis. Nú spáir þú þvi hins vegar að meirihlutinn starfi út kjörtimabilið. „Ég man nú ekki til þess að við hefðum lýst þvi yfir að meirihlut- inn spryngi á kjörtlmabilinu, en glundroöakenning okkar hefur staðist. Það er glundroði I fjár- málum borgarinnar, eða hvað lýsir þvi betur, en þegar vinstri flokkarnir þurfa að stórauka skattheimtu af borgarbúum til að halda úti jafnmikilli þjónustu og var á valdatima sjálfstæðis- manna. Vinstri menn segja, að fjármálin yrðu á heljarþröm ef þeir yrðu að láta sér nægja sömu gjaldstofna og Sjálfstæðisflokk- urinn á árunum 1972—'78. Eftir að vinstri meirihlutinn tók við stjórnartaumunum er 400—500 þúsund krónum dýrara fyrir venjulega fjölskyldu aö búa I Reykjavikurborg á ári, en á Seltjarnarnesi — og þrátt fyrir það hefur þjónusta ekki aukist. Mörg önnur glundroðamál má til nefna, svo sem Landsvirkjunar- málið, skipulagsmál, Höfða- bakkabrúna, sorphirðudeil- una og fleira og fleira". Það hefur verið mál nianiia. að væntanlega verði fjölgað I borgarstjórn fyrir næstu kosn- ingar. Er þar með ekki endanlega slökktur ykkar vonarneisti um að komast til valda? „Alltaf heyrir maður sömu bá- biljuna um afleiðingar þessarar fjölgunar borgarfulltrúa og étur hver vitleysuna eftir öðrum. Þaö hefur afar litla hernaðarlega þýðingu þótt borgarfulltrúum verði fjölgað i 21, eins og útlit er fyrir. Sannleikurinn er t.d. sá, að ef borgarfulltrúar hefðu verið 27 i siðustu kosningum, þá heföu það veriö sjálfstæöismenn sem hefðu haldið meirihlutanum. Hins vegar höfum viö sett okkur á móti fjölgun á þeirri forsendu, að apparatið yrði við það dýrara og þyngra i vöfum." Nú ert þú Davíð, forstjóri Sjúkrasamlags Reykjavfkur. Ert sem sagt einn fulltrúi almanna- tryggingakerfisins sem Sjálf- stæðisflokkurinn barðist á móti hér I eina tið. „Það er alrangt að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi nokkurn timann barist á móti þvi að halda úti félagslegri þjónustu til handa þeim er minna mega sín. Þvert á móti hefur hann verið þar i for- ystu — ekki sist I Reykjavik." Er þetta nú ekki seinni tlma söguskoðun hjá þér? „Nei, þetta er rétt söguskoöun. Flokkurinn hefur ialltaf viljað tryggja, að enginn yrði til lang- frama á vónarvöl í þessu landi og vill hjálpa þeim sem minna mega sln til aö koma undir sig fótunum á nýjan leik." Hvernig flokkur er Sjálfstæðis- flokkurinn. Er þetta ihaldsflokk- ur, frjálslyndur flokkur með kratísku ivafi, eða þjóðernis- flokkur? „Sjálfstæðisflokkurinn er frjálslyndur flokkur, sem á ekki spegilmynd neins staðar I heim- inum. Hann trúir á manninn og vill ekki fjötra athafnaþrá hans, heldur efla frumkvæði einstak- lingsins." Ef flokkurinn er einnig máis- svari iitilmagnans, eins og þú segir, hvernig stendur þá á þvi, að langflestir forystumenn hans eru menn sem meira mega sin fjárhagslega, sbr. lögfræðinga- fjöldinn hjá flokknum á þingi? „Það er fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins sem er I trúnaðar- störfum fyrir flokkinn og getur enginn annar flokkur meö réttu státað af þvi aö vera flokkur allra stétta. Þó að það hittist svo á, að nokkrir lögfræðingar séu á þingi fyrir flokkinn, þá er það mikill minnihluti þingmanna flokksins. Þess má einnig geta að I þing- mannaliöi Alþýðubandalagsins eru flestir kennarar." Ertu Gunnars- eða Geirs- maöur? „Ég er sjálfstæðismaður." Ertu I stjórn eða stjórnarand- stöðu þegar litið er á þjdðmálin? „Sjálfstæðisflokkurinn er i stjórnarandstööu og ég þá jafn- framt Hka." Er Gunnar Thoroddsen ekki sjálfstæðismaður? „Þú verður að spyrja hann að þvi." En erhannþaðf þinum augum? „Ég met Gunnar Thoroddsen að verðleikum og tel hann mörg- um góðum kostum búinn. Myndir þú kjósa Gunnar til trúnaðarstarfa innan flokksins i dag? „Það fer eftir þvi hvaða trúnaðarstörf þú att við." Varaformaður? „Hann gefur ekki kost á sér. Formennsku? „Nei." Ef hann byði sig fram til annarra stjórnarstarfa á flokks- þingi? „Það mætti vel vera að ég styddi hann." Hvar seturðu þig i hugsjónahóp innan flokksins. Telstu kannski tii aðdáendahóps Hayeks gamla? „Ég er frjálshyggjumaður, en tek ekki pólitískar skoðanir sam- kvæmt kópium spekinga úti i heimi. Sjálfstæðisflokkurinn er alislenskur flokkur, en ekki kópia af flokkum úti I heimi, eins og gerist hjá öðrum stjórnmála- flokkum hér á landi." Unghreyfingin tekur nú samt þátt i alþjóðlegu samstarfi, þar sem finnast afturhaldssömustu ihaldsflokkar veraldar. „Samstarf og samskipti ung- hreyfingarinnar við erlenda flokka eru.mjög laus I reipun- um." En vill ekki Davið Oddsson „joker" láta einn léttan brandara fjúka i lokin, eða má borgar- stjórnaroddvitinn ekki lengur hafa gamanmál á vör, vegna hinnar nýju og ábyrgðarmiklu stöðu sinnar? „Það vill nú þannig til að ég hef að öllu jöfnu ekki gamanmál á vör og á ekki mjög létt með að segja brandara eftir pöntun." En verður þú ekki að breyta um stil eftir þetta formannskjör. Ertu ekki i dag maðurinn sem verður að bera klæði á vopnin ef deilur rlsa? „Það felst jú að nokkru leyti i starfinu. Mun Sjálfstæðisflokkurinn nokkurn timann ná sér eftir Gunnarsklofninginn i febrúar sl.? „Já, ég hef trú á þvl. Það hljóta að koma upp krisur endrum og eins I jafn stórum flokki og Sjálf- stæðisflokknum. Þessi krisa er ekki alvarlegri en svo, aö ég held að það takist að leysa málið." Þýðir þessi nýja staða þin, að þú hafir gengið upp úr stutt- buxnadrengjahópnum og sért kominn i fullorðinna manna tölu innan flokksapparatsins? „Þetta formannskjör sýnir, að flokkurinn treystir ungum mönn- um vel til trúnaöarstarfa og ég vona að ég verði vandanum vax- inn." eftir Guðmund Árna Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.