Helgarpósturinn - 06.06.1980, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 06.06.1980, Blaðsíða 26
26 Föstudagur 6. júní 1980. JielgarpósturínrL. Viðtal: Jóhanna Þórhallsdóttir Myndir: Einar Gunnar Guöni átti íiJWf'^ftMí^'-^r - - rætt við liðsmenn Keltanna sém sérhæft hafa sig;i fjutningi írskrar þióðfagatónlistár IrV .-' Si6asta vlsnakvöld þessa vetrar var haldið seinni hluta vnai- mánaöar á Hótel Borg. Ég skellti mér aö sjálfsögOu þangaö. Þegar ég kom inn, var andrúmsloftio likt og ég væri komin til irlands inn á irskan pöbb. Góour filingur, Keltarnir sungu og skarinn tók undir. Nokkrum dögum seinna var ég mætt á heimili bræOranna Eggerts og Vals Pálssona ásamt þeim Agli Jóhannssyni og Guðna Franssyni. Þeir fjórir skipa hljómsveitina Keltarnir sem fáir sennilega þekkja, enda voru fyrstu viðbrögöin þessi: „Hvaö ertu eiginlega aO hafa viOtal viO okkur, viO erum ekkert frægir, viO erum bara aö spila aO gamni okkar, viO komum óvart þarna fram á visnakvöldinu". En menn- irnir fengu engan sjens og ég vatt mér i fyrstu spurninguna. Hvernig dettur ykkur i hug aö fara ao spila irska þjóOlagatón- list? — Þetta hófst þannig aö viO lékum I Cellóbandinu I Sköllóttu söngkonunni, sem var sýnd i Menntaskólanum við Hamrahlíð. Það var aö visu jassband en viö höfum alltaf haft mikinn áhuga á jassi. Guöni átti nokkrar tinflaut- ur sem hann var oröinn leikinn á. — Og Eggert er Keltafan. — Okkur datt þetta bara svona i hug. Það er kannski bjórleysið — Viö komum siOan fram á IMF dögum og sföan á lagninga- dögum i Hamrahlíðinni. — Annars sæmir þessi tónlist sér b'est á pöbbum og a6 mörgu leyti er hún upprunnin þaOan. Hvernig stendur á þvi aö ungir menn fara aö spila einhverja hundgamla músik en ekki pönk e&a nýbylgjutónlist? — Pönkararnir ætttu nú frekar aO fara aO spila þjóOlagatónlist, heldur en við i pönkiö. — Ég er nú ekki það hrifinn af pönki að maður fari að tileinka sér það sem sina eigin tónlistar- stefnu. — Pönkið á alveg rétt á sér sem tónlistarstefna, ég er að mörgu leyti mjög hlynntur pönki. Pönkið er byggt á allt öðrum grunni og hefur allt aðra stefnu. — Irska tónlistin er i eðli sínu baráttutónlist, upprunalega pönkið er jú baráttutónlist og i irsku baráttutónlistinni eru þeir að reyna að vekja upp sina Ira i breska veldinu. — Ég fór til Irlands s.l. haust, Irar eru að mörgu leyti likir tslendinum i hugsunarhætti þó trarnir séu baráttuglaðari. Það er áberandi hversu miklir stemmningsmenn þeir eru. Þeir eiga það til að standa upp undir vissum kringumstæöum og leggja hönd á hjartað. tslendingar komast ekki i þessa stemmingu nema þeir séu í útlöndum. Það er kannski bjórleysið. Einfaldleikinn það fullkomnasta Hafið þið allir lært á hljóðfæri? — Við höfum allir verið i Tón- listarskólanum. Ýtir hann undir svona starf - semi? .— Alls ekki, i erlendum tón- listarskólum er t.d. ýmisskonar starfsemi. Það eru jassklúbbar innan skólanna og m.fl. — Ég veit ekki hvað það er með skólann, það er eins og hann geti ekki liðið samkeppni. — Þaö er alveg fráleitt að meta ekki allar tónlistarstefnur jafn- hliða og láta alla tónlist þróast jafnt — Nú er hluti af klassiskri tón- list, kirkjutónlistin, alþýðutónlist sins tima. Keltneska tónlistin er að sjálfsögðu alþýðutónlist sins tima, þannig að eftir 200-300 ár má kalla hana klassiska. — Maður hefur alist upp i Tón- listarskólanum, vafalaust vilja þeir gera eitthvað gott, en þetta er svo ung stofnun, hún getur ekki leyft sér nema ákveðið. Eru nemendur hafðir með i skipulagningu skólans? Nei, þetta er kannski ekki alveg eins og maður vildi hafa lista- skóla. Tónlistarskólinn er mjög bókstaflegur, það miðast alltvið það að útskrifa einleikara og það er mjög góður standard aö vera einleikari þaðan. — Myndlistarkólinn virðist ekki taka þessa klassisku stefnu — Hjá frummanninum hefur þetta sjálfsagt afmarkast við trúarathafnir eða liðandi stund, það er einhver tilfinning sem þeim fannst þeir verða að tjá. Það hlýtur að vera megininntakið i tónlist að geta túlkað einhverjar tilfinningar eða losa sig við þær. — Eg held að einfaldleikinn sé eitt af þvi fullkomnasta. — Já, einmitt. Þetta er nautn — Keltnesk tónlist er mjög ein- föld, þú ert ekki aö drukkna i ein- hverju hljómarugli. Maður fær virkilega mikið útur þvi að spila slika tónlist. — En að sjálfsögðu setur ein- faldleikinn sér viss takmörk. — Já, en þetta er nautn. — Hvert er álit ykkar á þeirri þróun sem hefur orðið i tónlist- inni: nútimatónlist, og spuna? — öll þróun hlýtur aö vera rétt þróun. — Ég er mjög hrifinn af spuna- tónlist, sérstaklega var ég þó hrifinn af Evan Parker saxófón- leikara. — Nú erum við t.d. að vinna i verki eftir John Cage, hann fer svo sannarlega ótroðnar slóöir. Hann sækir einfaldleikann i annan grundvöll og virðist gefa sér eitthvað allt annað en þennan „eðlilega" samsöng. Hvað er það sem knýr ykkur til að spila irska baráttutónlist, þvi litiði ykkur ekki nær? — Samkennd með trum. — Viö litum held ég alltof nálægt okkur. Við erum orðin svo niðursokkin i okkur sjálf. Fidel Castro hristi heilmikiö upp i mér um daginn, þegar ég las einhvers staðar ræðu eftir hann. Hugsaðu þér allan þann fjölda sem er að drepast úr næringar- skorti i heiminum. Svo erum við að pukrast i einhverjum hlutum sem skipta engu máli. — Aö spila irska músik er bæði nautnin af að spila þeirra músik og samkenndin með þeirra baráttu. — Maður vaknar stöðugt við það að okkar vandamál eru ekki stærstu vandamálin i heimi. — Ég veit ekki hvort markmið ið meö okkar tónlist hafi verið að berjast fyrir hönd ira, en þessi músík gefur manni mjög mikið. Aldrei tími til að æfa — Maður reynir aö Hta á sem flestar tónlistarstefnur til aö fá eins mikla viösýni og mögulegt er. Viö erum t.d. mikiO I jass- inum, stofnum jafnvel einhvern- tima jassband. — Þaö viröist vera þannig, aö um leiö og einhverjir eru búnir að ná fram hljómi, eru þeir látnir troða upp. Við höfum nánast engan tima fengið til að æfa okkur og höfum haft meira en nóg að gera. við að neita að koma fram. — Ef að einhver góður skemmtikrafturkemurfram, það er best aó nefna engin dæmi, þá er hann tekinn fyrir og spilaður út. Gjörsamlega spilaður út. Þetta gerir markaðinn ofsalega þreyttan. — Það eru alltaf sömu menn- irnir sem eru aö spila. T.d. I jass- inum og hver maöur hefur sinn karakter þannig aö þetta er alltaf eins. Alltaf þetta sama. — Þaö hefur engin þróun verið hér I jassi I fleiri, fleiri ár, frá þvl að hann byrjaði hérna á stríðs- árunum. — En tónlistarmenn eru ákaflega vanmetnir. — Þeir þurfa nú að hafa I sig og á eins og aðrir og þar sem þeir eru ekki svo margir, þá verða at- vinnumennirnir allsráðandi. Vantar hljóðfæri Eruö þið einhverjir istar? — Ég vil nú ekki flokka mig undir einn eða annan ista, það væri þá helst taoisti. — Þetta er orðið svo klofið, maður getur alveg eins búiö til sjálf sins isma. Ætlið þið aö halda áfram að spila Keltatónlist? — Við ætlum að reyna það. — Jafnvel fara yfir i aðrar þjóð- ir. T.d. S-Ameriku. Eitthvað að lokum? — Já, viö erum aö safna hljóö- færum og okkur vantar fiölur flautur, hörpur og ef einhver ættí sekkjapipu þá væri það vel þegið. .

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.