Helgarpósturinn - 27.02.1981, Page 17

Helgarpósturinn - 27.02.1981, Page 17
17 Jie/garpásturinn._ Föstudagur 27. febrúar 1981 Leikarasamningar undirritaðir: ,,Þetta var menning- arpólitísk deila" segir Gísli Alfreðsson, formaður leikarafélagsins Samningar leikara og rikisút- varpsins hafa nú loks veriö undir- ritaðir eftir margra mánaða samningaþóf. Helgarpósturinn hafði samband við Guðmund Jónsson og bað hann að segja frá helstu liðum samkomulagsins, eins og það sneri að hljóðvarpinu. „Hjá okkur er þetta mjög ein- falt. Það eru sameinuð i einn samning ákvæði, sem voru i fleiri samningum, eins og við söngvara sérstaklega, sem eru i leikara- félaginu”, sagði hann. Guðmundur sagði einnig, að tekinn hafi verið upp nýr skali fyrir svokallaða „montage” þætti, sem væru mitt á milli leik- rita og samsettrar dagskrár. Þá hafi orðið smá tilfærslur á töxt- um, en ekki raunverulegar hækk- anir, vegna þess, að greiðslur fyrir endurflutning leikrita eldri en 3 ára miðast nú við 50% af fullri greiðslu. Pétur Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri sjónvarpsins sagði, að stærsta breytingin fyrir þá væri sú, að endursýningar væru gerðar auðveldari, vegna þess að 50% reglan gildir nú ótakmarkað i sjónvarpi, eins og i hljóðvarpi. Aður var hún hins vegar bundin við þrjú ár. Annað sagði Pétur, að væru litlar tilfærslur. Pétur sagði, aö sem fylgiskjal með samningnum væri bókun, eða viljayfirlýsing frá sjónvarp- inu, þar sem talað væri um það, að sjónvarpið myndi flytja leikrit að jafnaði i' hverjum mánuði. Þá væri átt við bæði frumflutt og endurflutt. Pétur sagði, að sjónvarpsmenn Það vantar ekki einbeitnina hjá Háskólakórnum á æfingu hjá Hjálmari H. Ragnarssyni. Háskólakórinn frumflytur íslensk tónverk „Þettaeru merkilegir tónleikar vegna þess, að þar gefur að heyra verk, sem aldrei hafa heyrst áður”, sagði Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld og stjórn- andi Háskólakórsins um tónleika þá, sem kórinn heldur á laugar- dag kl. 17 i Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Þau tónskáld, sem eiga ný verk á efnisskránni eru Atli Heimir Sveinsson, en verk hans The Sick Rose var samið árið 1978 viö ljóö eftir William Blake. Þetta mun vera í fyrsta skipti, sem hér heyrist verk eftir Atla Heimi, sem sérstaklega er samið fyrir kór. Hið sama gildir um Hjálmar H. Ragnarsson, en verk hans A- Mahla Muhru er samið við ljóð Karls Einarssonar Dunganon, hertoga af Sankti Kildu, á „ókunnri mállýsku Atlantis- tungumálsins”. Þá verður frumflutt annaö verk eftir Hjálmar og heitir þaö Gamalt vers, samið á siðastliönu hausti. Jónas Tómasson yngri samdi Fimm mansöngva sérstaklega fyrir Háskólakórinn á siðastliðnu hausti og eru ljóöin eftir Hannes Pétursson. Loks verður frumflutningur á kórútsetningu Islandsvisa eftir Gylfa Þ. Gisla- son, sem hann samdi veturinn 1935—36. Auk þessara verka verður flutt stórt verk eftir Jón Asgeirsson, sem heitir A þessari rimlausu skeggöld. Verður þetta i annað skipti, sem það er flutt opinber- lega hérlendis. Þá eru á efnis- skránni islensk þjóðlög og stúdenta- og gleðisöngvar. Kórinn, sem samanstendur af rúmlega 60 söngvurum hefur æft mjög stift fyrir þessa árlegu tónleika sina, að sögn Hjálmars H. Ragnarssonar, og hefur m.a. fariö i sérstakar æfingabúðir. Þrfr hljóðfæraleikarar koma fram á tónleikunum með kórnum, þau Hanna G. Siguröardóttir og Vilberg Viggósson pianóleikarar og Eggert Pálsson slagverksleik- ari. Háskólakórinn vinnur einnig aö undirbtíningi á tónleikaferð til Vestfjarða. Verður farið til Isa- fjaröar, Bolungarvikur og jafnvel viðar, ef færð leyfir. væru ánægðir með að hafa samn- inga i' lagi við leikara, hins vegar væri fjárhagsstaða stofnunarinn- ar mjög bág. „Þetta er ekkert annað en rammi, sem við verðum að von- ast til að við séum menn til að fylla upp i. En það verður líka deilt um það, hve mikla áherslu beri að leggja á leikritagerðina og hve mikla á aðra dagskrárgerð. Þar hefur útvarpsráð siðasta orð- ið”, sagði Pétur Guðfinnsson framkvæmdasFjóri siónvarpsins. „Eins og fram hefur komið, hefur þessi deila verið menn- ingarpólitisk, þ.e.a.s. að við höf- um viljað krefjast þess, að islensku dagskrárefni yrði tryggður sess i islenska sjónvarp- inu”, sagði Gisli Alfreðsson, for- maöur leikarafélagsins, þegar hann var spurður um þessa samninga. Hann sagði, að leikarar teldu sig hafa fengið nokkuð góða tryggingu fyrir þvi, að svo myndi verða. A móti lækkuðu þeir endursýningargjald frá þvi sem verið hefði um 50%, þannig að báðir aðilar hafi fengið nokkuð. Gisli sagði, að leikarar hafi orð- ið fyrir vonbrigðum með það, að fjölmiðlar virðast hafa misskilið baráttu þeirra og talið að þeir væru með heimtufrekju. Þetta hafi verið notað sem tilefni til m'ð- skrifa um leikara og þeir hafi átt mjög erfitt með að koma sjónar- miðum siinum að i fjölmiðlum. „Við höfum ævinlega lika litið þannig á, að við værum ekki ein- göngu að berjast viö rikisútvarpið i þessu efni, þvi stjórnvöld i land- inu hafa stórlega skert möguleika rikisUtvarpsins á þvi að geta haldið uppi einhverjum menn- ingarstandard með þvi að fjár- svelta þetta fyrirtæki”, sagði Gisli Alfreðsson formaður leik- arafélagsins. Fílamaðurinn í blíðu og stríðu John Merrick hét maður sem var uppi á Englandi á öldinni sem leið, nánar tiltekið á árun- um 1863—1890. Hann átti við hræðilegan sjúkdóm að striða, „neurofibromatosis”, sem gerði það að verkum, að höfuð hans var ofvaxið og afskræmt og likaminn hroðalega vanskap- aður. Stutt en sorgleg saga þessa manns er efniviður kvik- myndarinnar „Filamaðurinn” sem nú er verið að sýna i A-sal Regnbogans. Myndin hefst þegar Fila- maðurinn er sýndur sem við- undur i fjölleikahúsi. óprúttinn agent hefur Filamanninn til sýnis og litur á hann sem skyn- lausa skepnu og einkaeign sina. Læknir nokkur fær áhuga á þessu sérstæða sjúkdómstilfelli og leggur Filamanninn inn á LundUnasjúkrahúsið til að geta fylgst með honum, rannsakað hann og hlúð að honum, þótt 'engin leið sé til að stemma stigu viö sjúkdómnum. Það kemur upp úr dúrnum að heilbrigð og falleg sál býr i þessum afskræmda likama Fyrirfólkið i Lundunum gerir sér titt um Filamanninn og læknirinn sem stundar hann verður frægur fyrir vikið. Og að vissu leyti er Filamaðurinn aftur orðinn aö viðundri og fé- þúfu, þótt það sé þeim sem stunda hann þvert um geð. En hér er ekki ástæða til að rekja söguna til enda. Þetta er áhrifamikil mynd sem liður manni sennilega seint úr minni, að minum dómi fyrst og fremst vegna frábærrar frammistöðu helstu leikaranna. John Hurt, sem um þessar mundir fer einnig á kostum i „Midnight Express" i Stjörnu- bi'ói, leikur Filamanninn og færir mannienn einu sinni sann- inn um, að hann er mikill meist- ari I sinni listgrein. Gervi Fila- mannsins er þannig að leikarinn getur varla tjáð sig með svip- brigöum öðrum en augnaráði, og hreyfingum öllum eru tak- mörk sett, en þrátt fyrir þetta tekst John Hurt að draga upp ógleymanlega persónu, sem er i senn ógnvekjandi og aumkunar- verð. Þess má geta, að förðunar- meistarinn Christopher Tucker sá um gervi Filamannsins og á þar með ekki litinn þátt i heildaráhrifum myndarinnar. Það ku hafa tekið sex klukku- stundir að koma leikaranum i gervið, og þess vegna gat John Hurt ekki tekið þátt i kvik- myndatökunni nema annan hvern dag. Anthony Hopkins, John Giel- gud og Wendy Hiller farameð önnur aðalhlutverk og eru frá- bær hvert fyrir sig, þótt manni þyki mest koma til frammistöðu Anthony Hopkins sem er mikill sómi stéttar sinnar. Kvikmyndin er tekin á svart- hvita filmu og i Panavision. Kvikmyndatökumaður er Freddie Francis, en hann á að baki glæsilegan feril sem myndatökumaður, þótt hann hafi þótt dáldið mistækur sem leikstjóri hryllingsmynda frá Hammer-Films-verksmiöjunni. Þaö er gott til þess að vita að svarthvítar myndir eiga aftur upp á pallborðiö hjá kvik- myndaframleiðendum, þvi að bæði litmyndir og svarthvitar hafa sina kosti. Ekki veit ég þó hvers vegna þessi mynd er gerð i svarthvitu, kannski finnst mönnum auðveldara að lifa sig inn i Viktoriu-timabilið svar- hvitt, en þó held ég að mestu hafi ráðið, að auðveldara hafi verið að gera gervi Filamanns- ins trúverðugt á svarthvitri filmu heldur en i lit, þar sem blæbrigði húðarinnar koma skýrar i ljós. NUna stendur yfir mikið „leikstjóratimabil” og það er tiska að þakka leikstjóranum alla góða hluti sem leikarar eða tæknimenn vinna og skamma þá jafnframt fyrir afglöp ann- arra. Þetta er gott og blessað sem meginregla, en hvað þessa mynd áhrærir, þá þykir mér helst leikstjórn og handriti ábótavant. Allt annað er harla gott. Frásögnin þykir mér þunglamaleg og ófrumleg, auk þess sem töluverður listrænn rembingur kemur fram i upp- hafi og endi myndarinnar, þar sem skotið er yfir markið. Þaö eru leikararnir, kvik- myndatökumaður, hljóðmeist- ari, förðunarmeistari, leik- myndahönnuður og tæknimenn, sem fyrst og fremst bera þessa mynd fram til sigurs, þótt leik- stjórnin sé þunglamaleg. Að visu viröist leikst jórinn nálgast verkefni sitt af virðingu og nær- færni, en honum tekst ekki að gera myndina jafneftirminni- lega og t.d. Kaspar Hauser eftir Herzog. Þó má segja aö leik- stjórinn hafi komist sæmilega frá sfnu verki, þvi aö vondur kvikmyndastjóri hefði eyöilegt hið frabæra starf allra hinna sem að framan voru taldir — ÞB ,jpwr Kvikmyndir eftir Guðjón Arngrímsson Þráinn Bertelsson Guðdómlegir Blúsbræður Laugarásbió: Blúsbræðurnir (The Blues Brothers). Banda- risk. Argerð 1980. Handrit: Dan Aykroyd og John Landis. Aðai- hlutverk: John Belushi og Dan Aykroyd. Leikstjóri: John Landis. Ameriskur húmor er dálitið misjafn, eins og flest það sem frá Ameriku kemur. Stundum er hann þunnur, en þegar vel tekst til líður mér ljómandi vel undir honum. Myndin um blús- bræöurna Jake og Alwood er gamanmynd af betri sortinni, þar sem „hinn nýi húmor” Kananna nýtur sin vel. Hér áður fyrr voru bandariskar gaman- myndir oft dálitið vemmilegar og gjarnan ætlaðar allri fjöl- skyldunni. En Blúsbræðurnir er groddaleg mynd — húmorinn svolitið svartur — og þar er endalaust gert grin aö rikjandi þjóðskipulagi, svo notuð sé útjöskuð klisja. Það á reyndar vel við, þvi myndin er saman- safn gamalla klisja úr eldri kvikmyndum. John Landis, sem samdi handritið og leikstýrir, vakti fyrst á sér athygli með „Delta klikunni” eins og hún hét á is- lensku.og þar kom John Belushi einnig fyrst fram á sjónarsviðið. Sú mynd var ódýrt, en feikna- vinsælt hugarfóstur þeirra ágætu manna sem standa að út- gáfu háðblaösins „National Lampoon” og Blúsbræðurnir bera einnig sterkan keim af þeirra húmor. Við gerð hennar fékk Landis hinsvegar langtum meiri peningaumráð og betri tima en við „Deltaklikuna”, og að minum dómi hefur honum tekist betur upp. Erlendis hefur myndin hinsvegar fengið mis- jafna dóma. Blúsbræðurnir eru tveir óvið- jafnaniegir auðnuleysingjar, sem sjá ekki annaö ráö útúr ógöngum sínum en freista þess að ná saman aftur hljómsveit einni sem þeir störfuöu meö áður en þeim var stungiö inn. Þeir reka sig fljótlega á lög- reglur og aðrar hindranir, en ekkertfær stöðvað þá — þeir eru i guödómlegum erindagjörðum. Landis virðist hafa ætlað sér aö vinna klisjurnar i eitt skipti fyrir öll, og i myndinni er til dæmis bilaeltingaleikur sem er stórbrotnari en allir aðrir, og launskyttan sem sifellt situr fyrir bræðrunum, notar ekki skammbyssu eða riffil heldur eldvörpur, timasprengjur og skriðdrekabyssur. En blús- bræðurnir dusta bara af sér rykiö. Þetta er vel leikin mynd og i henni er vandað til allrar tækni- vinnu. Aldeilis ágæt skemmtun. — GA

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.