Helgarpósturinn - 13.03.1981, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 13.03.1981, Blaðsíða 3
3 htplrjFtrpn^ti irinnFós^uda^r 13 mars i98i myndir: Jim Smart Fleiri tilnefningar bárust i þennan flokk. Þar má nefna, Guðmund Bjarnason, Stefán Guðmundsson, Salóme Þorkels- dóttur, sem heimildarmenn og dómendur telja til litlausari og kraftminni þingmanna en eiga sitt helsta og raunar eina hlut- verk að troða sinum kjördæmum að og þrýsta á um fjármagn og fyrirgreiðslu i sina heimabyggð. ,,Þeir menn eru til á þingi, sem raunverulega hafa engan áhuga á pólitik — minni en almennt gerist OG 10 VERSTU það einnig sammerkt aö vera til- tölulegir nýgræðingar á þingi. Þá voru tilgreindir sem kjördæmis- potarar og fyrirgreiðslupólitikus- ar fyrir einstaklinga og þrýsti- hópa menn eins og Stefán Valgeirsson, Karvel Pálmason, Karl Steinar Guðnason og Albert Guðmundsson. Eflaust verða margir til að mótmæla þvi, að þeir þingmenn sem leggja allt kapp á að vinna fyrir sitt kjör- dæmi og sina heimamenn, séu slakir þingmenn. Liklegast telja kjósendur i heimabyggðum þessara þingmanna þá hina dug- legustu og ötulustu menn. En þá vaknar oft spurningin hvort þeir séu kjörnir á Alþingi þjóðarinnar til að taka að sér umboðshlutverk þrýstihóps fyrir hönd sins heima- kjördæmis. Fyrirgreiðslan — góð eða vond? I framhaldi af þessu var Stefán Jónsson spurður hvort hann liti á það sem mikilvægt hlutverk i starfi sinu að sinna fyrirgreiðslu ýmisskonar. Hann svaraði: „Það er ljóst, að samkvæmt þeirri kjördæmaskipan sem við lýði er og samhliða hinu mikla valdi sem liggur i Reykjavik, þá lit ég þann mann, sem góðan þingmann sem lætur sig skipta jöfnum höndum efnahag sins kjördæmis og persónuleg vandamál einstaklinga þar um slóðir. Það er auðvitað mjög eðli- legt að leitað sé til pólitiskra fulltrúa með persónuleg vanda- mál, sem ef till verða að leysast i Reykjavik. Þetta er ekki spurn- ing um að vera fyrirgreiðslu- pólitikus, eins og sumir kalla það, heldur einfaldlega manneskja. Þeir þingmenn sem fussa við beiðnum um að leysa vandamál einstaklinga eru vondir þingmenn — annaðhvort latir eða vitlausir, þvi ef vandamál sem snúast um einstaklinga eru ekki pólitik, hvað er þá pólitik? — Eru þingmenn mislatir? „Eins mislatir og þeir eru margir. Er ekki letin grund- vallarlöstur mannskepnunnar? Garðar Sigurðsson þingmaður sagði hins vegar um þetta sama mál, að svo virtist sem alltof margir þingmenn litu á það sem Slökustu þingmennirnir: Ingólfur Jóhann Skiíli Steinþór og gengur hjá fólki — og virka aðeins sem þrýstihópur sins kjördæmis i þingstarfinu. Þessir menn eru náttúrlega úr öllum tengslum við þá pólitisku umræðu sem á sér stað á þingi og i þjóðfélaginu öllu,” sagði Garðar. Friðrik Sóphusson tók ekki i ósvipaðan streng og sagði kjör- dæmispotarana og fyrir- greiðslupólitikusa á þingi all- marga. „Ég hugsa að kjósendur hinna einstöku kjördæma, séu ekki sammála þvi að harðir baráttu- menn þeirra á þingi séu vondir þingmenn og slakir,” sagði Karvel Pálmason. „Þingmenn koma úr ákveðnum kjördæmum og eru fulltrúar þeirra og þekkja þar best til mála. Hvi skyldi það þá vera svo undarlegt, þótt þeir láti málefni kjördæmanna veru- lega til sin taka?” Þegar Guðmundi J. Guðmunds- syni var tilkynnt að hann hefði lent i hópi verkminni þingmanna, þá brosti hann og spurði hvaða forsendur hefðu verið lagðar til grundvallar. Honum var þá sagt, að menn litu svo á, að hann væri alltof upptekinn við aö sinna smá- kvabbi einstaklinga og hópa og gæfi sér þar að fleiðandi litinn tima til beinna þingstarfa. „Já, það getur verið dálitið erfitt að hrista af sér sina umbjóðendur. Bg hef verið fulltrúi fólksins, mins verkalýðs- félags og þótt ég sé kjörinn á þing, þá heldur það starf áfram.” En siðan bætti Guðmundur við. „Ég er þá á leið i efri flokkinn.” Vafalaust telja ýmsir þetta ósanngjarna niðurstöðu sem Helgarpósturinn hefur fengið i þessari athugun. Dómar heimildarmanna voru þó mjög i sömu áttir og þótt eflaust megi deila um forsendur og einstakl- inga i þvi framhaldi, þá er næsta að ákveðnar og raunsannar meginlinur eru ljósar. En til að draga dálitið úr högginu, þá skul- um við gefa Jakobi Jónssyni yfir- þingverði lokaorðið i þessari samantekt, þegar hann segir. „Þingmenn reyna flestir að sinna starfinu eftir bestu getu. A.m.k. er mikill hamagangur i sölum og á göngum þinghússins þegar fundir standa yfir og allir virðast hafa nóg á sinni könnu.” Guðm. J. Guðm. K. Jósef ólafur Þ. Stefán Þórarinn Framhald af 24. siðu. stóðu á stigagöngum og fylgdust með aðförum kjördæmisþing- manna og kjósenda þeirra, mis- jafnlega þungt hugsi og i einum þeirra — Matthiasi Bjarnasvni — iskraði hláturinn. Stefán Jónsson gekk þar fram á hann og gat ekki orða bundist: — Þið getið hlegið Vestfirðingar — sprænulausir mennirnir... ® Töluvert orð fer nú i borginni af góðri gleði sem forráðamenn Þýsk-:slenska verslunarfélagsins héldu nýverið stórum viðskiptavin- um sinum, bankastjórum og fleira stórmenni. ómar Ragnars- son var fenginn til að skemmta, go-go-stúlkur styttu mönnum stundir og farið var i sam- kvæmisleiki með góðum verð- launum á borð við ÍöuO krónux', hárþurrkur og fleira nýtilegt. Einhverjum mun þó hafa ofboðið flottheitin... • Kosningaskjálfti er nú tekinn að færast i unga sjálfstæðismenn en Jón Magnússon, lögfræðingur, mun ákveðinn i þvi að hætta for- mennsku á þingi þeirra sem halda á með vorinu. Heyrum við nú að sé mjög unnið að framboði frá Bolungarvik þar sem er Einar Giiðfinnsson en sömuleiðis heyr- ist að i Reykjavik eigi að bjóða fram Pétiæ Rafnsson, núverandi formann Heimdallar. Búist er við hörðum slag i þessari viðureign enda teljast frambjóðendur hvor til sin armsins i Sjálfstæðis- flokknum — Einar sagður Geirs- megin en Pétur hins vegar Gunnars- og Albertsmegin... • Það vakti á sinum tima nokkra athygli þegar Hafnar- fjarðartogarinn Rán kom til landsins framhjá öllu sjóðakerf- inu og hömlum sem þvi er sam- fara, enda sagður greiddur á borðið i Englandi. Nú heyrist hins vegar að útgerðarmaður Ránar, Agust Sigurðsson, sé að hugleiða sölu á togaranum og hugsanlegir kaupendur i sameiningu eru sagðir Sjöstjarnan i Keflavik, Langeyri i' Hafnarfirði og ís- Ienska útflutningsmiðstöðin.. • Það mun ekki vera gott hljóð- ið i togaraköllunum sunnanlands þessa stundina. Þeir draga engan þorskinn þessa dagana þvi að sá guli hefur fært sig á grunnslóðir, þar sem netabátar rótfiska meðan togarar verða að láta sér lynda karfa og annan verðminni fisk. Þess vegna heyrum við að einhverjir skipstjórnarmenn minni skuttogaranna séu alvar- lega að ihuga hvort þeir eigi ekki að kúpla yfir i netin lika til að verða ekki af öllu gamninu... • Og úr fisknum yfir i kjötið. Það hefur ekki farið framhjá neinum að hver matsölustaðurinn á fætur öðrum hefur sprottið upp i Reykjavik á siðustu misserum, þar sem nautasteikin er vinsæili en flest annað sem á boðstólum er. Hins vegar er vitað að skortur hefur verið á nautakjöti i landinu um langt skeið og ýmsir hafa brotið heilann hvernig allir þessir staðir verði sér úti um nautakjöt. Þeirri spurningu verður ekki svarað hér en þó heyrðum við um mann sem var gengið fram hjá kjötgeymslu eins veitingastaðar, vel birgum af nautaskrokkum, þar sem ekki hafði einu sinni ver- ið haft fyrir þvi að taka utan af þeim umbúðirnar sem voru kyrfi- lega merktar ,, Argentina”... ® Áttmenningarnir sem ætla sér að kvikmynda Jón Oddog Jón Bjarna fyrir alla fjölskylduna og siðan Sólon tslandus i kjölfarið hafa tekið á leigu. húsnæði fyrir kvikmyndafélag sitt að Hafnar- stræti 15. Félagið ráðgerir að hefja kvikmyndun á myndinni um þá bræður með vorinu ef allt gengur að óskum... • Or blaöaheiminum heyrum við einnig, að útgefendur Húsa og hibýla séu alvarlega að hugleiða að leita út fyrir landsteinana og þá einkum til Norðurianda... • Fréttir um valdatogstreituna fyrir aðalfund Flugleiða stangast mjög á. Fullyrt er að frásögn okkar af þeim málum i siðasta blaði hafi verið beinlinis einhliða hernaðaráætlun Fjöleignarfólks, sem ekki komi til með að ganga upp þar sem nokkrir iykilhlut- hafar sem nefndir voru i þeirri frásögn, muni ekki svikja núver- andi valdhafa í tryggðum. Einnig heyrum við að einhverjar vanga- veltur hafi verið uppi um að fækka i stjórn Flugleiða niður i fimm en endurnýja stjórnina engu að siður verulega. Um 17% hlutabréfaeignar þarf til að fá mann kjörinn i stjórnina... ® Við hér á Helgarpóstinum höfum komist yfir hluthafaskrá i stofnsamningi hlutafe'lagsins Fjöleignar, sem ýmsir áhuga- menn um flugsamgöngur hafa stofnað með sér. Þegar listinn er lesinn vekur athygli að af rúmlega 90 hluthöfum eru liðlega 60starfsmenn Flugleiða nú, aðal- lega úr hópi flugliða. Að auki er þarna að finna fjölmarka fyrr- verandi starfsmenn Flugleiða. Athygli vekur þó að einn núver- andi stjórnarmanna Flugleiða er i þessum hópi, Dagfinnur Stefánsson, svo og einn sem á harma að hefna gagnvart Flugieiðum, þ.e. Guðmundur Jónasson sérley fisha fi sem annaðist allar ferðir fyrir Flug- leiðir til Keflavikur um árabil eða þar til Kynnisferðir Flugleiða tóku þær yfir. Þá vekur og athygli að Sveinn R. Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Dagblaðsins er að finna meðal hluthafanna.... díóstofan hf. Þórsgötu 14 - Sími 14131:11314 I nnanhúskerfi frá Ring Master Simplex: (hátalandi) hentar fyrir minni fyrirtæki, allt að 10 númerum. Hundruð kerfa í notkun í landinu Tridex: Það nýjasta frá fíing Master. Tölvustýrt. Tvímælalaust fullkomnasta innanhús talkerfi í heiminum í dag. Duplex: (hátalandi og lágtalandi) 2-100 númera mögu- leikar.Allskyns aukabúnaður Táanlegur t.d. beint samband við talstöðvar í bílum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.