Helgarpósturinn - 13.03.1981, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 13.03.1981, Blaðsíða 9
Jielgarpósfurinn Föstudagur 13. mars 1981 KVIKMYNDAGERÐ: ENSK SVARTSÝNI - íslensk bjartsýni s „Þaö urðu mikil og merk tima- mót i islensku menningarlífi er Kvikmyndasjóður frjóvgaði það egg sem lengi hafði setið i sinnu- leysi i möðurlifi listagyðjunnar hér á landi, enda höfðum við Blablaflokksmenn lengi beitt okkur fyrír þéssu máli og barist fyrir því innan þings sem utan". A þessa leið eiga pólitiskar mont- ræður eftir að hljóma i náinni framtið. henni á tjald. Og hún fær afbragðs viðtökur. Hvort hún mun standa undir kostnaði verður hins vegar að koma i ljós. Nýjar breskar biómyndir eru ekki fumsýndar i viku hverri. Og þegar nýjar myndir birtast virðast þær annað hvort vera á þessari tilþrifalitlu en skaðlausu fjölskylduskemmtunarlinu tný- lega var frumsýnd önnur slik, Little Lord Fauntleroy, barna- Lundúnapóstur frá Arna Þórarinssyni Reyndar er gild ástæða til að býsnast yfir þessu. Kvikmynda- sjóður var ekki náttúrumikill pabbi að sjá. Framlag hans til getnaðarins var nánast nærvera hans ein. Það var áræði eða fífl- dirfska kvikmy ndagerðar- mannanna sjálfra sem sumarið 79 kveikti líf i þessari listgrein á Islandi. Þvi má likja við mey- fæðingu með mórölskum stuðn- ingi frá heilögum anda. Fyrsta umferð islenskrar kvik- myndaframleiðslu gat af sér þrjár bítímyndiri fullri lengd sem frumsýndar voru með nokkurra mánaða millibili. Núna er ónnur umferð að sjd dagsins ljós með frumsýningu myndar eftir skáld- söpanni PUnktur punktur komma strik_Og þrið»ja umferð er i upp- siglingu með undirbUningi á töku a.m.k. þriggja bíómynda. Enn rikir bjartsýni landnámstima i islenskri kvikmyndagerð. Frumbýlingsárin i breskri kvikmyndagerð eru aftur á móti löngu fyrir bi'. Hér rikir álika mikil svartsýni og á Islandi rikir bjartsýni. Ef islenskt bió er á uppleið, þá er breskt bió á niður- leið og hefur reyndar verið það siðastliðinn áratug. I siðustu viku voru frumsýndar tvær breskar bíómyndir hér i London. Báðar eru dæmigerðar fyrir ástandið. Onnur er The Mirror Crack'd eftir skáldsögu Agötu Christie um glæparannsóknir þeirrar ágætu kellingar, frú Marple. Þetta er alveg hefðbundin framleiðsla, sem ekki hefur meira sjálfstraust en það, að smala til Englands slatta af afdönkuðum stjörnum úr ameriskri leikarastétt (Rock Hudson, Tony Curtis, Kim Novak, Elizabetu Taylor), stilla þeim upp i nokkrum notalegum dag- stofum ásamt traustum enskum karakterleikurum, láta eitthvert þeirra biia til snyrtilega morðgátu og annað leysa hana Gulltryggð mynd. Hin myndín er The Long Good Friday, metn- aðarmikil mynd úr undirheima- .lifi Lundúna, gerð af ungum sjón- varpsleikstjöra John Mackenzie. Þessi mynd fékk að rykfalla mán- uðum saman vegna þess að stóru dreifingarfyrirtækin, sem hér geta ráðið Urslitum um örlög kvikmyndar, vildu ekki taka hana til sýninga. Það voru George Harrison, fyrrum Bitill, og vinsælir grinistar kenndir við Monty Python-stjónvarpsþættina, sem tóku þessa nýju ensku kvik- mynd upp á sina arma, og komu myndmeð Alec Guinness),eða þá gervi-klámmyndir sem heita nöfnum eins og I Was a Sexy Housewife. Undantekningar frá þessari reglu eru myndir eins og Babylon eftir Franco Rosso og Prostitute eftir Tony Garnett, sem báðar fjalla um hlutskipti minnihlutahtípa i Bretlandi, ann- ars vegar blakkra, hins vegar vændiskvenna. Hvorug virðist likleg til að skila miklum afgangi til "f rékari verkefna. Hvort sem um er að kenna vondum myndum, góðu sjónvarpi, óheppni eða klaufa- skap stóru dreifingarhringjanna er staðreyndin sú, að aðsókn að bitíum i Bretlandi hefur aldrei verið minni. Gamli risinn i kvik- myndaheiminum i Bretlandi, Rank er gott dæmi um stöðuna. Einkennismerki Ranks, vöðva- fjallið sem lemur gylltan skjöld valdsmannslega, er ekki lengur tákn hins stolta og stæðilega kvik- myndafyrirtækis. Rank fær núna mestar tekjur úr hveitibransan- um tilað borga tapið af bióunum.. Rank lætur ekki sitja við að hætta allri kvikmyndafram- leiðslu 8.1. sumar, heldur lokar nú hverju bi'óinu af öðru um allt land. Fyrirtækið hefur verið ann- ar stærsti dreifingaraðili kvik- mynda i' Bretlandi og ráðið yfir þriðjungi allra biöa. Er talið i fullri alvöru, að aðeins sé tima- spursmál hvenær það dregur sig alveg Ut Ur þessari grein og hellir sér af alefli i hveitið. Ég hef hvergi séð fullnægjandi skýringu á þessari þróun. Margt virðist mæla gegn henni. Enskir kvikmyndagerðarmenn eru ann- álaðir fyrir kunnáttu og fag- mennsku. Núna eru þeir flestir annað hvort fokkandi i garðinum sinum, starfandi við kennslu, auglýsingar eða sjónvarp (sem reyndar veitir góð tækifæri hér), eða þá i Ameriku, þar sem þeir eru eftirsdttir verkamenn. Þetta á bæði við um gamalreynda jaxla eins og Karel Reisz og Tony Richardson, millikynslóðina eins og Peter Yates og John Boorman, og ungu mennina eins og Alan Parker og Michael Apted. Heima i Bretlandi eru gamalgrónu kvik- myndaverin svo notuð sem töku- staðir fyrir myndir ameriskra leikstjóra leikstjóra eins og Stanley Kubrick, sem hér gerði t.d. The Shining, eoa David Lynch, sem tók afburðamynd sina The Elephant Man i Englandi með enskum leikurum. Fjármagnið i enskumælandi kvikmyndagerð virðist sem sagt nær eingöngu koma frá Ameriku, þött á þvi séu skrýtnar undan- tekningar, eins og þegar ameriska myndin The Deer Hunter varað verulegu leyti gerð fyrir enskt fé. Það er eitthvað öfugsnuið við þetta. Þjóðleg kvikmyndagerð er á undanhaldi. Landfræðileg skil- rUm eru að falla niður fyrir þrýstingi alþjóðlegs fjármagns. Indverskir kvikmyndagerðar- menn eru til dæmis einkar fýldir yfir þvi' nUna að indverska rikis- stjtírnin hefur veitt fé i mynd Englendingsins Richard Atten- borough um þjóðardýrlinginn Gandhi, — fé sem er meira en Satyajit Ray, þeirra frægasti leikstjórí, hefur haft til ráðstöfun- ar allan sinn starfsaldur sem þjóðlegur, indverskur kvik- myndagerðarmaður. Gagnrökin i þessu máli eru þau, að stórmynd um Gandhi, — þvi stórmynd á hún að verða —, hefði yfirhöfuð ekki verið gerð ef ekki hefði kom- iðtil framtak Attenboroughs sem er með 75% fjármagnsins i farangri sinum frá Englandi. ,,Ef menn ætla að ná til stórs, alþjoð- legs áhorfendahöps", segir Attenborough, ,, verða menn að verja til þess stórum f járupphæð- um". Og telst þetta vafasöm viðskiptafræði þótt hUn sé ofaná i fjárfestingarpólitik kvikmynda- iðnaðarins núna. Við á íslandi megum gjarnan velta vöngum yfir þessari stöðu. HUn er ekki eins fjarlæg okkur og halda mætti. I fyrstu umferð Islandsmdtsins i kvikmyndagerð var haldið skynsamlega á mál- um. Viðfangsefni myndanna þriggja sem við erum bUin að sjá voru viðráðanleg og nærtæk, fjölluðu um islenska samtið og/eða nýliðna fortið. Tilkostnaði var haldið niðri og hann miðaður viðað innanlandsmarkaður dygði tilaðendurgreiða hann og jafnvel gott betur. Ég manaðlndriði G. Þorsteinsson, einn Isfilm-manna, sagði i viðtali við Helgarpóstinn sumarið góða '79, að það væri hrein della að ráðast i kvik- myndagerð á Islandi sem kostaði meira en hundrað milljónir (g.krtína og á verðlagi þess tima). Þetta voru myndir gerðar af Islendingum, um Islendinga, fyrir Islendinga. Þeim var sniðinn stakkur eftir vexti, Þær voru f jármagnaða'. af islenskum krcinum, a.m.k. að langstærstu leyti (sænskarkrónur rUlluðu vist aö einhverju leyti til Öðals feðranna). Þetta gekk vel. Kostn- aðurinn skilaði sér og allir höfðu afgangs til að hefjast handa að nýju. Ennfremur efldist Kvik- myndasjóður jafnt og þétt. Það er leitt að þurfa að segja það, en mér sýnist þessi varfærnisstefna vera að fara úr böndunum. Strax i þriðju, ef ekki annarri umferð er engu líkara en ekki sé um annað að velja en hella sér Ut istórmyndir. I staðinn fyrir að feta sig áfram á sömu braut byggja á þvi sem reyndist vel i fyrstu umferð, er lagt i áhættu- söm heljarstökk. Bretland er milljónamarkaður, hvað sem annars má um stöðu kvikmyndamála þar segja. Hér Ktiglendingur leikur indverska þjóðhetju: Ben Kingsley sem Gandhi. er i smiðum núna mynd The Trespasser gerð af ungum kvik- myndagerðarma nni, Colin Gregg, byggð á sögu heimsfrægs rithöfundar, D.H. Lawrence, með heimsfrægri stjörnu i aðalhlut- verkinu, Alan Bates. HUn var tek- in á 19dögum. Kostnaðaráætlun: 120,000 sterlingspund eða riflega 180 milljónir g.kr. Þetta þykir svona meðaldýr mynd hérlendis. Og þrátt fyrir fræg nöfn til að slá upp i auglýsingum eru áhöld um að kostnaðurinn skilisér. Islenskir kvikmynda- gerðarmenn eru hins vegar i þann mund að hefja framkvæmdir við stórmyndir upp á fleiri hundruð milljónir g.króna, stórmyndir sem báðar sækja efni i timabil Islendingasagna. Stórmyndir sem ekki er stjarnfræðilegur möguleiki á að geti borgað sig upp á innanlandsmarkaði. Þær viðtökur sem fyrstu islensku myndirnar hafa hlotið á erlendri grund eru vissulega uppórvandi. En er ekki full- snemmt að veðja á útlendinga sem burðarás i fjármögnun is- lenskra mynda? Kvikmyndun Gerpu verður greidd að lang- mestu leyti með erlendu fé. Kvik- myndun Gisla sögu Súrssonar verður greidd með islenskum krönum, en þarf Utlent fé til að fá þær endurgreiddar. Hefði ekki verið nær að biða aðeins nokkrar umferðir áður en lagt er i svona kostnaðarsamar miðaldafilmur? Erekki af nógu að taka i nánasta umhverfi okkar og samtima? Ég er ekki að spyrja þessara spurninga til að draga kjark Ur islenskum kvikmyndagerðar- mönnum. Það vil ég sist af öllu. Og það sem ég kallaði varfærnis- stefnu i verkefnavali var vel að rv.erkja bjartsýnisstefna, ef ekki hreinlega fifldirfskustefna, fyrir aðeins tveimur árum. Vonandi verður sU raunin á, að bjartsýnin fáiað bli'fa i islenskri kvikmynda- gerð. En það sakar ekki að ihuga spurningar eins og þessar hér að framan. Það sakar ekki að læra af mistökum milljónaþjóða eins og Breta. Það sakar ekki að slaka á og hugsa málið. Kvikmynda- gerð er enn hvitvoðungur á Is- landi. Krakkinn hefur til þessa notið sérstaks áhuga sinna nánustu og velvilja umhverfisins. Til þess að tryggja það að hann plumi sig i framtiðinni þarf ekki bara áræði, heldur lika aðgát. Og látum okkur ekki detta i hug að fr amtiðin sé i Utlöndum. The Mirror Crack'd: Þessi spegilmynd brunaði greiðlega upp á hvlta tjaldiö..... The Long Good Friday:.... en þessi lenti I mesta basli á leiðinni. VETTVANGUR „Skallapopp gott orð h.já Bubba". segir Kristinn „saxi" Svavarsson i fyrirsögn á forsiöu HP fi. mars sl. Jæja, svo orðið skallapopp er komið á forsiður blaðanna. Það var tfmi til kominn. Verst hvað margir eigna — ranglega — popp- stjörnu nriinda áratugsins þetta ágæta orð. Ennþá verra er hvað margir misskilja orðið. Kristinn „saxi" segir t.d. i áðurnefpdum HP: „Ja, það er víst komin hefð á <x> hs O c o* Skallapopp og listamannalaun að ciiiii skallapoppari fái lista- mannalaunin þegar þeim er útdeilt. Bjöggi á það skilið eins og hvcr annar." Aður en lengra er haldið ætla ég að ljóstra upp um tilurð orðsins skallapopp.Þannig var að við Smári Vaigeirsson ritstýrðum fyrir nokkrum árum hressilegu poppmUsikblaði, Halló að nafni. öfugt við poppmúsikskribenta dagblaðanna sniðgengum við að mestu þá steingeldu iðnaðar- framleiðslu á afþreyingarmusik sem erlendis er kölluð „muzak" eða „mor" (middleof tne road). Þessi mUsiktegund á ekkert skylt við tónlist eða aðrar listgreinar þvi hUn er gersneydd allri sköpunargleðiogöllulifi.Þetta er svona nokkurskonar kópiu- framleiðsla. En hvað um það, Hallö för voðalega i taugarnar á einum poppmusikskribent dag- blaðanna. Sá rak geysilegan ártíður fyrir ,,mor"-mUsik, gerði itrekaðar tilraunir að telja land- anum trU um að hommavælið i Bee Gees, Cliff Richard og Villige People væri toppurinn i músik- bransanum o.s.frv. Halló gekk auðvitað þvert á þennan áróður. Þvi réðist poppmUsikskribentinn harkalega á Hailó og óskaði þvi ágæta blaði skjóts dauðdaga. Við svöruðum árásinni á þann snjalla hátt að semja islenskt orð yfir þessa gróskulausu og steingeldu „mor-músik og skýrðum hana bókstaflega i höf- uðið á poppmúsikskribentinum áðurnefnda. Hann er nefnilega ótrulega þunnhærður eftir aldri (liklega vegna ofhlustunar á diskömUsik). Þannig varð nú orð- ið skallapopp til. Og þannig er sá sem framleiðir rammsköllótta afþreyingarmUsik skallapoppari. Þess vegna er rangt hjá Kristni „saxa" þegar hann segir að það sé „komin hefð á að einn skallapoppari fái listamanna- launin þegar þeim er útdeilt." Maggi Kjartans (i Brimkló, eins og Bjöggi) var reyndar kominn á kaf i skallapoppið þegar hann fékk listamannalaun i fyrra. En Maggihefurfengist viðtónlist svo segja má að hann hafi bara fengið launin of seint. Aðrir popparar, sem fengið hafa listamannalaun, voru að framleiða tónlist um svipað leyti og þeir fengu launin. Bjöggi e:' hinsvegar fyrsti popp- arinn sem fær listamannalaun án þess að hafa nokkurn tima fengist við tönlist eða eitthvert annað listform! Lfklega er það heims- met að maður sem kóperar aðeins erlendar skallapopp- lummur skuli fá listamannalaun frá rikinu. Gæti svona gerst ann- ars staðar en á Islandi?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.