Helgarpósturinn - 13.03.1981, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 13.03.1981, Blaðsíða 10
10 FösHidaður13. mars 1981 BlaðamaöurHelgarpóstsins ver vasklega innganginn i stakkgarðinn, þegar menn Sturlu Sighvatssonar ráöast til inngöngu. (Jr þeim hildarleik slapp hann iltt sár, en ákaflega móöur. Við sleöann, sem rls upp á endann Iengst til hægri á myndinni verst Þórður Þorvaidsson Vestfiröingur. Aö lokum var hann not- aður til aö flytja burt Hk hans og Snorra bróöur hans. Blaðamaður Helgarpóstsins lendir í vopnaviðskiptum við ofurefli liðs — sleppur úr þeim hildarleik lítt sár en ákaflega móður „Hvl sækir þú ekki aö okkur, Dala-Freyr? Biöur þú eftir liös- auka?” hrópar Snorri Þorvalds- son, tvitugur sonur Þorvaldar Vatnsfiröings, til Sturlu Sighvats- sonar, fjandmann þeirra bræöra. Snorri átti kollgátuna. Þeir bræður, Snorri og Þóröur höföu ásamt fylgdarmönnum slnum leitað skjóls I stakkgaröi fremst i Hundadal þegar þeir uröu varir við, að Sturla kom riðandi við sextánda mann i átt til þeirra frá Sauðafelli. Þeir lágu átta I stakk- garðinum, tveir höföu farið til móts viö Sturlu aö reyna að semja við hann. En það var árangurs- laust og fengu þeir ekki að snúa til baka til félaga sinna. Þegar liðsaukinn barst og stakkga rðurinn umkringdur hrópaði Sturla eggjunarorö til manna sinna að sækja aö þeim Vestfiröingum. Létu þeir grjót- hrföina dynja á þeim en réöust siðan til atlögu meö spjótum og öxum. Þeir stakkgarðsmenn tóku hraustlega á móti og varö af at- gangur mikill. Ef treysta má tslendingabók Sturlu Þórðarsonar geröist þessi atburður skammt frá Sauöafelli i Dölum fyrir réttum 749 árum. Nánar sagt þann áttunda mars árið 12.12. Og þvi ekki aö gera það? Höfundur tslendingabókar og Sturla Sighvatsson sem stjórnaði aöförinni voru nefni- lega bræðrasynir og Snorri Sturluson fööurbróöir þeirra. Sturla Þórðarson var þvi I ágætri aöstööu til aö lýsa þessum vopna- viðskiptum viö stakkgaröinn, sem á nútimamáli kallast heytótt, enda gerði hann það svo nákvæm- lega, aö þaö minnir helst á iþróttalýsingar nútimans. Svo var það sunnudaginn 8. mars áriö 1981, aö bardaginn við stakkgarðinn var endurtekinn. Að vt'su ekki viö sama garöinn og ekki vestur i Dölum. Þaö var á björtum vetrar- morgni aö þrir tugir manna sem höföu drukkiö morgunkaffi i mat- sal sjónvarpsins settust ig>p i tvo rútubila sem biðu fyrir utan bygginguna. Mennirnir voru klæddir mörauðum eða gráum vaömálsfötum meö fornfáleg húfupottlok en sumir i litklæöum, búnir leðurbrynjum meö járn- hjálma á höföi. Ekiö var sem leiö lá út úr borginni, upp i Mosfells- sveit og fariö út af þjóðveginum viö Leirvogsá. Kippkorn upp meö ánni var siöan ekiö inn á slétt- lendi þar sem blasti viö stakk- garður, hlaöinn úr torfi, undir hárri brekku. Ekki i alvöru Þótt mér sé ekki beinlinis órótt innanbrjósts þegar ég viröi fyrir mér þennan staö sem hefur verið valinn sem vettvangur stakk- garðsbardaga hins nýja, er þvi ekki aö neita, að framundan er eitthvaö sem ég hef aldrei kynnst áður. Raunar enginn Islendingur sem hefur verið uppi siöustu sex eða sjö aldirnar. Þarna sit ég i hópi mikilúðlegra manna sem eins og hefur verið kippt aftan úr grárri forneskju, sjálfúr klæddur i grá vaðmálsföt með skinnskó á fótum og mó- rauöan röggvarfeld yfir mér. Ég vildi i'sannleika sagt helst komast hjá þvi að mæta þeim á vigvelli i alvöru vopnaviöskiptum. Aö sjálfsögöu er ekki bardaginn sem framundan er neinn „alvörubar- dagi”, en á hinn bóginn á hann að lita út fyrir að vera þaö og vopnin sem liggja þarna i haugum i snjónum, þau eru liklega sist verri en vopn þeirra Sturlu og Þorvaldssona. Inn i bilinn snarast svart- skeggjaöur maður, meö „leik- stjórakiki” hangandi um hálsinn. Þaö er Þráinn Bertelsson leik- stjóri kvikmyndarinnar um Snorra Sturluson og æfi hans. Undir yfirstjórn hans hefst bar- daginn innan skamms. Stjómmálin En fyrst þarf að setja þessa vígalegu menn inn i þá atburða - rás sem leiddi til vopnaviðskipt- anna þarna viö heytóttina. Máliö var, aö nokkrum árum fyrr réðust þeirÞorValdssynir inn á heimilisfólk að Sauðafelli, heimili Sturlu Sighvatssonar og vildu drepa hann til aö hefna fyrir vfg föður sins þá skömmu áöur. En Sturla var ekki heima, svo þeir bræður uröu að láta sér nægja vopnaskakiö og aö hræöa heimilisfólkið. Seinna býöur Snorri Sturluson þeim bræörum tilveislu aö Reyk- holti og sendir ráösmann sinn eftir þeim. Snorri segir Sturlu frænda sinum frá þessu heimboði, en lætur hann jafnframt vinna þess eið aö bræöurnir fái aö fara óáreittir um hlaövarpann aö Sauðafelli. Sturla tók eiðinn en engu aö siöur riöur hann i veg fyrir þá Vestfiröinga þegar þá ber aö garöi tíu saman og hyggst veita þeim fyrirsát. Sumir söguskýrendur halda þvi fram, að Snorri gamli hefði ein- mitt ætlast til, aö Sturla brygðist þannig við. Þannig var nefnilega málum háttað, að Þorvaldur Vatnsfiröingur var giftur Þórdisi Snorradóttur, dóttur Snorra Sturlusonar og áttu þau einn son sem Einar hét, en hann var fimm vetra gamall um þessar mundir. Yrðu hálfbræöur hans, Snorri og Þórður drepnir, féllu völd i Vest- firðingafjórðungi i hendur Einars litla, en móðir hans, dóttir Snorra færi þá meö þau i umboöi hans. Sjálfsagt hefði gamli maöurinn haft hana i vasanum, og aukið þannig völd sin til muna. Auk þessa er bent á, að með þvi aö rjúfa eiöinn átti Sturla eftir það undir högg aö sækja viö fööurbróöur sinn, sem eftir þaö haföi betra taumhald á þessum ofstopa- og vigamanni. ,,Berjist þið bara” „Þar sem ég veit ekki meir um það en þið, hvernig svona bardág- ar fóru fram, ætla ég ekki aö segja ykkur hvernig þið eigið aö bera ykkur að. Berjist þið bara og reynið aö láta þetta lita sannfær- andi út — en án þess aö meiða hver annan”, eru siðustu orö leikstjórans áöur en liöinu er skipt. Ég lendi inni i stakkgaröinum og er gert að verja austurvegg- inn, þar sem innganginum er lokaö meö hestasleða sem ris upp á endann. Ég er illa búinn vopn- um og verjum, hef aðeins litinn skjöld, spjót og litla öxi. Næstur mér stendur sjálfur Þóröur Þor- valdsson eldri bróöirinn, fyrir- mannlegur mjög meö skjöld sterklegan, sverö i sliðum og auk þess öxi og spjót og horfir hvöss- um augum til hæðarinnar þar sem sjálfur Sturla stendur og biöur þess að honum berist nægur liösafli til aö slá hring utanum garðinn. En þaö er bróöir hans Snorri sem hrópar eggjunarorðin og augnabliki siöar dynur grjóthriö yfir okkur. Viö berum fyrir okkur skildina og reynum að kasta til baka þeim steinum sem lenda innan garðs. Annaö getum viö ekki aö gert, i bili aö minnstakosti. Einhversstaöar á bakviö okkur suöar kvikmyndavélin, og eftir skamma hriöhrópar leikstjórinn: „Hættiö”. Grjóthriöinni linnir samstundis og leikmunamennim- ir taka að tina steinana i plast- poka og bera þá til umsáturs- mannanna aftur. Eitthvað eru þeir Þráinn og Baldur kvik- myndatökumaður ekki alveg ánægöir, þvi' þeir fyrirskipa nýja grjóthrið. Eftir að hafa kastaö grjóti um stund taka menn Sturlu aö sækja fram og viö stakkgarösmenn bú- umst til átaka. Ég á lengi vel fullt i fangi með að verjast spjótslög- um beggja vegna sleðans, en tekst i skjóli skjaldarins að koma nokkrum lögum hættulega nærri þeim sem aö mér sækja og skjöldur annars þeirra fer fljót- lega að láta nokkuð á sjá undan spjóti minu. Verr gengur hjá Þórði og ég sé útundan mér að skjöldur hans hefur klofnað aö endilöngu. Þá tvihendir hann öxi sina og heggur á spjót sem beint er að honum inn yfir garöinn og hrekkur þaö i sundur. Vegna augnabliks óað- gæslu komast andstæðingar min- ir hættulega nærri, og ég er kom- inn úr seilingarfjarlægð frá öx- inni sem ég haföi hengt á sleðann ef ég skyldi þurfa aö gripa til hennar. Nú eru góö ráö dýr. í ör- væntingu kræki ég undir öxina meö spjótsoddinum — og tekst að losa hana niður og siöan kraka hana til min. Það má heldur ekki tæpara standa, þvi nú standa á mig spjótin úr þremur áttum og ég byrja að höggva á báöa bóga... Alvara færist i leikinn Þaö er þvi eins gott, aö leik- stjórinn fer aö hrópa og skipa mönnum að hætta. I fyrstunni lát- um við raunar hróp Þráins sem vind um eyru þjóta. Nú eru menn nefnilega aö berjast ekki leika i kvikmynd. Það er sótt á fast og varist vasklega. Loks stöövast þó bardaginn og það gefst tóm til að litast um. Enginn liggur i valn- um, en brotnir skildir spjótsoddar og hálf sverö liggja á viö og dreif. „Nú tökum við okkur matar- hlé”, hrópar Þráinn loks þegar hann fær hljóö og stakkgarðs- menn klifra þreytulegir yfir vegginn. I rútunum er borinn fram heitur matur og eftir að hafa snætt nægju sina halla menn sér aftur á bak fá sér reyk og ræöa gang bardagans. Mönnum ber saman um aö mikil harka hafi verið komin i leikinn og Þráinn hefur á orði að stakkgarösmenn séu á góöri leiö með að snúa sög- unni viö svo vasklega hafi þeir varist. Virkið fellur Menn Sturlu viröast hafa tekið þessi orð leikstjórans alvarlega, sumir hverjir, þvi þegar gripið er til vopna á ný eftir matarhlé er atgangurinn hálfu haröari en fyrr.Og þar kemur, að mótherjar minir tveir ryðja sleöanum inn og ráðast til inngöngu annar meö sveröið á lofti, hinn höggvandi ótt og ti'ttmeðöxi sinni. Viö tckum þó hraustlega á móti, mér tekst aö spyrna sleðanum til baka, en verð aö lokum aö láta undan siga og bera fyrir mig skjöldinn, sem nú hefur klofnað i tvennt. öxina hef ég misst og reyni að leggja með spjótinu. En návigið er oröiö of mikiö og er þaö umsvifalaust höggviö i sundur. Ég féll á kné og þrif brotið sverð, sem einhver hefur misst og reyni aö höggva frá mér, en að lokum er ég ofur- Iiðiborinn. Það vill mér liklega til lifs aö rétt i þann mund hrópar Þóröur Þorvaldsson hásum rómi: „Griö, viö biöjumst griöa”. And- stæðingar okkar láta umsvifa- laust vopnin siga og viö leggjum okkar vopn frá okkur. Þórður gengur þögull en hnarreistur út úr garðinum og viö hinir á eftir, nema Snorri Þorvaldsson. Hann stekkur upp á garðsvegginn og sest á brúnina. Þegar viö stönd- um vopnlausirframmi fyrir fénd- um okkar sem skaka vopnunum ógnandi framan I okkur stekkur skyndilega einn út úr hópi þeirra meö öxina á lofti og heggur i fót Snorra. Hann fellur af veggnum, ris siöan meö erfiðismunum upp viö dogg, horfir á stúfinn og segir lágri röddu: „Hvar er fótur minn”. Það veröur uppi fótur og fit, Halldór i Kvennabrekku, ná- granni Sturlu segir við hann: „Þetta var illt högg og ómannúö- legt”. „Nei”, svarar Sturla meö hægö þetta var gott högg og drengilegt” snýr sér siðan að Þórði og segir: „Þórður Þor- valdsson leggst þú niöur”. Þóröur réttir úr sér signir sig og leggst siöan endilangur i snjó- inn. Einn af mönnum Sturlu gengur fram með öxi á lofti... Sturla horfir á með þóttasvip, maöurinn sem allan bardagann hafði staðið i hæfilegri fjarlægð og eggjað menn sina. Tilgangi hans er náö hefndum hefur verið komiö fram. „Ákaflega móðir” Þegar myndað hefur verið at- riöiö þar sem lík þeirra bræðra eru dregin af stað frá vigvellinum á hestasleöanum, sem lengst af var helsta vörn min gegn inn- rásarmönnunum, er töku kvik- myndarinnar um Snorra Sturlu- son lokiö. Ekki er þetta samt lokaatriðið þvi þennan dag, átt- unda mars áriö 1232, átti Snorri gamli enn ni'u ár eftir ólifuð og þeir Vatnsfiröingar voru einmitt á leið I heimboð að Reykholti þeg- ar þeim var veitt fyrirsátin. Lik- lega hefur þó ekkert orðið af heimboöinu að þessu sinni og þeir sem eftir lifðu snúið aftur heim með sorgarfréttir, litt sárir eftir átökin en ákaflega móöir. Og i sannleika sagt vorum við, sem tókum þátt i þessari kvik- myndun, ákaflega móöir eftir mestu orrahriöimar. Tökurnar Menn Sturlu gera haröan aðsúg að stakkgarðsmönnum. stóöuallan daginn, þar til sól var sest, svo við fengum tima til aö kasta mæðinni á milli. Og jafn- framt hugleiöa og ræða þessa nýstárlegu reynslu okkar. Niður- staöan var sú aö annaöhvort sé grunnt á villimennskunni i okkur, hugsunarháttur forfeöra okkar á Sturlungaöldblundi meö okkur en sé ekki með öllu horfinn eða draumar æskuáranna um „al- vörubardaga” hafi fengið þarna heiftarlega útrás. Aö minnsta- kosti var atgangurinn svo harður að ýmsir fengu harða byltu grjót- kastarar hittu oft I höfuö fótleggi og mjaðmir (grjótiö var sem bet- ur fer úr plasti) og margir fengu þung högg á sig i hita bardagans. En enginn slasaðist og leik- stjórinn var ánægður meö árangurinn. Þá er bara að biða og sjá hvernig stakkgarðsbardaginn hinn nýi tekur sig út á skjánum „749 árum sfðar”. ööru hvoru var gert hlé á bardaganum.... Eftir Þorgrím Gestsson Myndir: Þorri og Friddi

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.