Helgarpósturinn - 13.03.1981, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 13.03.1981, Blaðsíða 22
Föstudagur 13. mars 1981 Við spilum í r spjallað við Magnús Guðmundsson, söngvara í hljómsveitinni „Sæll. og velkominn i bilskúr- inn”, segir Magnús Guömunds- son þegar hann kemur til dyra. Magnús er söngvari i hljómsveit- inni Þevr, sem vakið hefur mikla athygli hér í höfuðborginni á undanförnum mánuöum. Ekki sist fyrir ýmsar tónlistarlegar til- raunir og frumlegar uppákomur. Það liggur þvi beinast við, þegar við erum sestir i stofukrókinn, að spyrja hann fyrst um tilrauna- starfsemi hljómsveitarinnar. „Þaö er vonlaust I dag að taka mið af plötunni okkar, Þagað i hel”, scgir Magnús. „Við stóðum þá á tímamótum tónlistarlega séö, höföum verið að þreifa fyrir okkur, gert ýmsar tilraunir, en núna er þetta komið á fastan kjöl. Við erum farnir að flytja þá tón- list sem við kunnum að meta, og reynum aö brjóta niður það hefö- bundna form sem hljómsveitirn- ar hér hafa verið fastar I. Það ei u frjóir timar i rokkinu rúna, t.d. mikiö að gerast i Bretlandi, og við erum mjög opnir fyrir þvi, áhrifin koma kannski beint og óbeint mest þaðan.” Einkaf lipp. „Uppákomurnar, eins og t.d. aö bjóöa uppá hársnyrtingu i pásu, eru fyrst og fremst okkar einka- Viðtal: Páll Pálsson flipp, og fólk ræöur hvort það tek- ur þátt i þvi eða ekki. Fólk virðist stundum misskilja það sem við gerum, t.d. auglýsingarnar okk- ar, en ætti þó i rauninni ekki að hræðast. Við höfum bara svona húmor.” — Geturðu lýst þessum húmor nánar? „Hann liggur i öllu og engu i rauninni. Viö leggjum áherslu á hlutinn að gera, og þá nánast hvaö sem er. Og það sem liggur i textum okkar, það er eins meö það, þeir fjalla um allt og ekki neitt, og við leggjum meiri áherslu á tónlistina sem slika. Hún er allt, þó textar séu auövitað ekkert aukaatriði og skipta miklu máli.” — Hvernig eru aðstæðurnar i dag fyrir hljómsveit eins og Þey? „Ég held að fólk hér sé að kom- ast á þann basis sem við höllumst að. Timinn verður þó að skera úr um það. A tslandi er pakkið alltaf i meirihluta, íslendingar eru alltaf að sleikja rassgatið á hvor öðrum. En sem betur fer eru margir góöir menn og stórir sem vilja innleiða eitthvað nýtt. Það er þó við ramman reip að draga, Útvarpið er t.d. mikill hemill á alla þróun, þar er enginn þáttur, utan Afanga, þar sem kynnt er það sem virkilega er að gerast i tónlistinni i dag. Hinsvegar er ekki hægt að neita þvi, að timarn- ir eru betri nú en oft áður fyrir hljómsveit eins og okkar. Fólk hlaut lika að vera orðið lang- þreytt á þeirri stöðnun sem rikt hefur hér undanfarin ár. Þaö sem gilti áður var að eng- inn mátti gera neitt nema hann væri tæknilegur snillingur og töff- ari Það var enginn karakter i músikinni, heldur blekking og aftur blekking. Nú virðist frjótt timabil vera i uppsiglingu eins og hippatimabiliö var. Þá voru hljómsveitir eins og Greatful Dead að gera virkilega góða hluti, en hafa einhvern veginn úrelst. Annaö sem er úrelt lika, er að gefa skit i diskóið, það er óþarfi að vera aö þvi lengur.” — Hvar varstu staddur i tónlist- inni fyrir tveimur árum? „Þá var ég nú alveg sami aul- inn og aðrir. Við vorum samt alltaf með hljómsveitina i gangi. Við æfðum mikið, og vorum mest að gera þetta fyrir okkur sjálfa, þannig að maður var ekkert óhamingjusamur meðan á þvi stóð. Við vorum lengi á báðum áttum með framhaldið, en ég tel að við höfum nú tekið af skarið, stigið skrefið til fulls.” Nóttin „Ég fila það sem er að gerast i dag, erótikina geðveikina og allt þar i kring. Ég hef oft verið spurður að þvi hvernig ég fili mig t.d. á sviðinu. Það er þar sem geðveikin og erótikin kemur upp i manni. Maður verður fjarrænn og svo framvegis,” Magnús hlær. „Þú hefðir átt að koma og taka viðtal við mig að næturlagi það er minn tima. ’ — Af hverju? „Þá er meiri friður til fram- kvæmda en á daginn.” — Sefuröu þá ekki litið? „Jú, ég sef litið, og það gera náttúrlega allir i bandinu. Við æf- um á kvöldin og langt fram á nótt. Það er allt annar timi, maður umhverfist, verður meira maður sjálfur, og á auðveldara með aö nálgast hlutina. Tengslin við allt veröa miklu sterkari. Það er allt ákaflega skýrt. Þessvegna er nóttin góð.” Tónlistarskólinn — Tónlistarmenn koma oft frá músíkelskum heimilum, — hvernig er það með þig? „Jújú, blessaður vertu, fjöl- skylda min var og er alltaf öskrandi daginn út og inn. Tón- Iistin er i miklum hávegum höfð innan veggja heimilisins. Sem varð að sjálfsögðu til þess aö ég fór i Tónlistarskóla Reykjavikur, og var þar i tvö ár. En sá skóli átti kannski ekki við mig, stöðnunin þar er svo mikil. Það ætti auðvit- aö að sparka skólastjóranum fyrstum manna, hann er ekki hæfur til aö gegna sinu embætti.” — Viltu útskýra þetta nánar? „Já, þetta er soldið flókið mál, og leiðinlegt. Eftir tveggja ára nám sótti ég, eins og aðrir kunn- ingjar minir, um inntöku i kenn- aradeildina. Ég tók inntökupróf um vorið, en fékk svo ekkert svar frá skólastjóranum, sem á að til- kynna mönnum hvort þeir hafi komist inn eða ekki. Ég var lengi að toga það upp úr honum, og loks . segir hann mér að ég verði að koma aftur um haustið og endurtaka próf i pianóleik. Nú, ég æfi mig á pianóið allt sumarið, en þegar ég kem aftur um haustið tekur á móti mér nokkurra manna dómnefnd og tilkynnir mér að ég þurfi stúdentspróf til aö komast inn. Sem auðvitað er hel- vitis kjaftæði, það er ekki helm- ingur nemenda i deildinni með stúdentspróf. Það er bara kliku- skapurinn og snobbiö sem ræður þarna rikjum. Þaö er t.d. algengt að popparar fái ekki inni i skólan- um bara vegna þess aö þeir eru popparar. Það er ekki laust við að þetta minni mann á Hitler, að skólinn sé hugsaöur sem tæki til að framleiða „ariska” snillinga. Þessi skóli er bara prump, og þó mér yrði boðin innganga þá efast ég um að ég hefði löngun til þess núna.” Uppseld — Hvernig gekk platan ykkar, Þagað i hel? „Já, við vorum þeir asnar að treysta Jóni Olafs hjá Hljóm- plötuútgáfunni til að sjá um skurðinn á henni. Það mætti ætla aö hann hafi verið á diskóteki á meðan það var gert, þvi hann kom heim meö ónýtan skurö, og skildi þannig við málið, aö við þurftum að ganga sjáifir i að láta endurskera hana, sem varð til þess að platan kom út 20. desem- ber, sem er vonlaus timi, Nú, fyrsta upplagið 450 eintök, seldist upp, en þegar við ætluðum að láta pressa annað upplag, kom i ljós að mótin voru ónýt. Þannig að ég veit ekkert hvort það verður framleitt meira af plötunni.” — Er ekki önnur plata á leið- inni? „Jú, við erum nú að taka upp tveggja laga plötu sem Fálkinn mun gefa út i samráöi við aðra aðila. Hún verður vonandi betri en fyrsta platan, við erum nú i betra stúdiói, og erum farnir að kunna inn á upptökumálin. Ætli hún komi ekki á markaöinn um mánaðamótin april/mai. Og svo stefnum við að þvi að gera stóra plötu i sumar.” Bjartsýnir — Það er ekki langt siðan þaö var mikill barlómur I islenskum poppurum, bransinn væri von- laus, það væri svo dýrt að reka hljómsveitir osfrv. Hvernig er þetta i dag.? „Þetta er bara kjaftæði. Það er náttúrlega dýrt að reka hljóm- sveitina, þvi við erum að kaupa tæki sem kosta margar milljónir, og allar tekjur fara i það til að byrja með. Auðvitað er þetta dýrt, en ég held að menn ættu ekki að vera að rö.fla út af þvi. Ef viljinn er fyrir hendi, þá eru pen- ingar og annaö bara aukaatriði. Og við erum mjög bjartsýnir, mér finnst nú eiginlega aö við ættum að fá fyrsta styrkinn úr Bjartsýnissjóði forsetans — Þannig að þú sérð framtið i þessu? „Já, við gerum það allir, Band- iö er það sterk heild og við erum allir á svipaðri linu. Við spilum i hel.” Myndir: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.