Helgarpósturinn - 13.03.1981, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 13.03.1981, Blaðsíða 6
Föstudagur 13. mars 1981 5. tölublað Blaöamenn Dagblaðsins. (Mynd: Rannsóknarlögreglan) inn fengið vegna meöaleinkun rétt um 7.5, en vegna ótrúlegs skilnings og samúðar hins fróða og sporlétta yfirþjóns, Johannes Bongo, sem rétti að mér litla flösku af 25 ára gömlu „Sumire Torrero” að skilaði, þá er vegin meðaleinkun staðarins 8.0 — vel yfir meðallagi”. Jónas var spurður álits á þeim úrskurði Hæstaréttar að allir 'Dagblaösmenn ættu að sitja inni þar til ..þeim þóknaðist að opna á sér kjaftinn”, en hann sagðist engu hafa við fyrri yfirlýsingu að bæta. „Létt, vel rjómuð og bragð- mjúk sinnepssósa, „Chango Di prutti”, er tromp sjöunda besta veitingastaðar Parakou”, hélt hann áfram. „Vinlisti hússins er krassandi frábrugðinn, og á Jónas er kominn heim „Matur er mannsins meginn”, sagði Jónas Kristjánsson ritstjóri Dagblaðsins þegar Aðalblaðið náði tali af honum við heimkom- una I morgun. Allt starfsfólk Dag- blaðsins var sem kunnugt er dæmt í gæsluvarðhald nú fyrr i vikunni, nema Jónas, en hann var i matarsmökkunarferð i borginni Parakou i Vestur-Afrikurikinu Dahomey. „Ég var að 1 júka við dásamlega „Parma mombo de Chigustine”, og hafði stungið upp i mig bita af hinni þungu, en mildu „Umba St. Germain Quongo” þegar ég var kallaður i simann, af yfirmat- sveininum á „At Mbwane’s”, hin- um sikáta John Diambúi, sem ræður rikjum i björtu og hreinlegu eldhúsi staðarins. Það lá við að mér svelgdist á höfugu og ilmmiklu „Chateau Le Diable ’67” rauðvininu þegar mér voru færðar fréttirnar”, sagði Jónas, en hann er nú eini starfsmaður Dagblaðsins, sem getur umfrjálst höfuð strokið. „Það var erfitt að slita sig frá hinum hressilega, en þó klassiska eftirrétti, „Banana Bawana” og að yfirgefa hið rómantiska and- rúmsioft efri hæðar þessa mjög svo frambærilega matsölustaðar — en ég átti ekki annarra kosta völ. Að öllu jöfnu hefði staður- SÖLUNEFND ALÞINGISEIGNA I Vegna stöðugt vaxandi f jár- hagserfiðleikaauglýsir alþingi Aðeins í þetta eina sinn: Stjórnmálamenn í fataskápinn og á klósettið! Þessi vinsælu klósettpappírs- statíf og herða- tré fást í Kaupfélaginu! ÞAR EIGA ÞEIR HEIMA fastaseðlinum voru þrir réttir, en á dagseðlinum þrettán. Þegar sest er til borös er venjulega boðiö uppá litið staup af „Armaniac Brucio dela Tutti”. Jtínas var að lokum spurður hvaða þýðingu handtökurnar hefður fyrir framtið Dagblaðsins. „Leikandi létt og lipur þjónustan á „Bengió Krawadó”, fjórða besta veitingastað Parakou, er ktíngum sæmandi”, hélt Jónas áfram. Ogáfram. Steingrimur verður að fara að vanda málflutninginn. W Oþverri uppí stjómmála- mönnum Jóhann Sveinbjörnsson, for- seti tannlæknafélags islands, hefur farið þess á leit við alþingi að mjög náið eftirlit verði haft með tönnum alþingismanna, og annarra stjórnmálamanna. „Það er nauðsynlegt fyrir þá sem gefa sér að stjórnmálum að láta at- huga á sér munninn að minnsta kosti einu sinni I mánuði, — helst einu sinni I viku”, sagði hann. "Rannsóknir hafa leitt i ljós að stjórnmálamönnum er langtum hættara við allskonar munnangri og tannkýlum, en öllum almenningi, jafnframt þvi að tennur þeirra virðast skemmast fyrr”, sagði Jó- hann. Jóhann sagði tannlæknafélagið ekki hafa rannsakaö nákvæmlega hvernig á þessu geti staðið, en sagöi unnið að þvi. „Okkur þykir liklegast að þar sem stjórnmálamenn tala langtum meira en eðlilegt get- ur talist, þá sé munnur þeirra illa varinn gegn sjúkdómum”, sagöi Jóhann. „Það hefur sömuleiðis áhrif hvað þeir láta sér um munn fara”. Jóhann sagði samt augljóst að hver sem ástæðan væri, þá bæri stjórnmálamönnum skylda til að fara vel með munninn á sér, þvi aö „hann er atvinnutæki þeirra”, eins og hann oröaði þaö,” hvar væru þeir án talandans?”. ,Land og synír’ í nýjum Það er skammt stórra höggva á milti i kvikmyndaiðnaðinum. Nú fyrir skömmu var Punktur- inn frumsýndur, og i morgun kom frétt frá Saga-film þess efnis aö Hrafn Gunnlaugsson, ásamt fleirum, myndu hefjast handa vib tökur á endurútgáfu á „Landi og sonum”, um leiö og lokið hefur veriö við „óöal feðr- anna 2”. „I Landi og sonum er fengist við klassiskt þema, sem okkur langar að glfma við”, sagði Hrafn. „1 mynd tsfilm um þetta sama efni var frásögnin mjög streit, en ég hef hugsað mér aö krydda hana meö blóði, svita og tárum, ef svo má að orði kom- ast”, sagði Hrafn. Frumsýningardagurinn er óákveöinn. Guðrún A. Sfmonar og Þuriður Pálsdóttir anda framan i hvor aöra. „Viltu meira, ha?,? — ný keppni sjónvarpsins hefst í kvöld 1 kvöld klukkan 21.00 hefst hin nýja keppni sjónvarpsins, „Viltu meira, ha?” Stjórnandi útsend- ingar er Rúnar Gunnarsson, en hann var einmitt stjórnandi hinn- ar glimrandi söngvakeppni sjón- varpsins. Að sögn Rúnars er hin nýja keppni af allt öðrum toga, en söngvakeppnin. t ,,Viltu meira, ha?” er ekkert sungið, en þvi meira andað. Keppnin verður með útsláttar- fyrirkomulagi, þannig að aðeins koma\ fram tveir keppendur i hverjum þætti, og sigrar sá sem eftir stendur. Keppendur stilla sér uppsitthvorumegin við breiöa hvita li'nu á gólfinu i sjónvarpssal, snúa hvor á móti öðrum og anda svo framan i mótherjann. Að sögn Rúnars verða keppendur i fyrsta þættinum, hinar gömlu vinkonur Guðrún A. Simonar og Þuriður Pálsdóttir, og hafa þær undirbúið sig kappsamlega. Rúnar sagði Guðrúnu Á til dæmis hafa borðað hákarl og hvitlauksblandað þorskalýsi i morgunverð á keppnisdaginn. Það mætti þvi búast við mikilli keppni. Norðurlandaráð: VANDRÆÐI VEGNA TÍSKUSÝNINGA Frá Helgu Athúrsdóttur, fréttarritara aðalblaösins á Norðurlandaráðsþinginu I Kaup- mannahöfn: Aðalumræðuefnið á fundi undirbúningsnefndar Norðurlandaráðsþingsins i gær, var hið Ur sér gengna form umræðnanna. Jens Kagerup , formaður nefndarinnar, sagði við fréttamenn að þingið i núverandi mynd væri „móðgun viö eðli mannsins”, og hann sæi framá neyðarástand ef þvi yrði ekki breytt. Astæðuna fyrir hinum harðorðu yfirlýsingum formannsins, er eflaust að finna i þeirri staðreynd að öllum fundum nema tveimur á þinginu hefur verið aflýst vegna þess að engir þingmenn hafa séð sér fært að mæta á fundartimum. Þau tvö mál sem tókst að afgreiða voru risnugreiðslur til þingfulltrúa, og tillaga um aukin veisluhöld i tengslum við þingið. Það hefur vakið nokkra athygli danskra fjölmiðla, að fjölmargir þingfulltrUa hafa sést á alþjóð- legu tískusýningunni á Bella Center, sem fer fram á svipuðum tima og Norðurlandaráðsþingið. Hefur verið leitt aö þvi getum að þingmennirnir hafa stööugt auk- inn áhuga á fatnaöi, og vefnaðar- vöru. en aðrar skýringar hafa ekki verið nefndar opinberlega. Er það skoðun Jens Kagerup, for- manns undirbUningsnefndarinn- ar, að annaðhvort verði að fella niður allar tiskusýningar i við- komandi borg, meðan á þing- timanum stendur, eða þá að opna bar i þinghUsinu, og slá upp nokkrum sýningum i öllum fundarhléum. Er búist við að þessar tillögur Kagerups fái góð- an hljdmgrunn i þinginu. Tveir NorðurlandaráðsfuIItrúar aðstoða við uppsetningu tiskusýn- ingar á SAS hótelinu I Kaup- mannahöfn.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.