Helgarpósturinn - 13.03.1981, Blaðsíða 20
Föstudcjgur i3. mars' i98i Halrjarpncrh irinn
Um Ijóðasmámuni
Þjóðleikhúsið var auðvitað
yfirfullt á laugardaginn var,
þegar hinir heimsfrægu Gérard
Souzavog Dalton Baldwinhéldu
ljóðatónleika. Um þá skal ekki
fjölyrt. Souzay er nú 63 ára og
kominn ögn ofan fyrir toppinn,
en ekkert sem orð er á gerandi.
Hann er enn sem fyrr mikill
meistari á þessu vandasama
sviði og þeir öfundsverðir, sem
fá notið listar hans.
Hins vegar er ástæða til að
hugleiða ljóðasöng yfirleitt og
hinn sérstaka vanda flytjenda
hans og njötenda.
I upphafi er orðið, hjá
hverjum sem það nú er. Og
stundum tekst skáldum að
koma svo saman orðum, að úr
verði ljóðperla.
Næst kemur tónskáldið til
sögunnar'og vill gera lag við
ljóðperluna. Nú má halda þvi
fram, að þar sé verið að kássast
upp á annarra manna jússur.
Ljóðiðstandi fyrir sinu og þurfi
ekkert lag sér til bragðbætis.
Enda gera lög ljóðum oft litinn
greiða. Þótt t.d. lag Inga T. við
Ég bið að heilsa sé ljómandi
fallegt, bætir það engu við ljóð-
perlu Jónasar, sem einna helst
þarf að fara með i hljóði. Maður
er þvi' stundum þakklátur tón-
skáldum fyrir þá ómeðvituöu
hugulsemi að velja lögum
sinum lélega texta sem fjögra-
makasöngvarar mega þjösnast
á að vild.
Stöku sinnum heppnast tón-
skáldum þó að fella svo lag að
ljóði að ekki einasta biður
hvorugt tjón, heldur vex jafnvel
hvort af öðru. Þá er hver tónn
ætlaður hverju orði, en iagið er
ekki ætið mikið af sjálfu sér.
Fegursta fyrirmynd þessa ofur-
viðkvæma forms er auðvitað
Franz Sehubert. Enda samdi
skáldið Grillparzer fyrir leg-
stein hans þessi orð eftir fjórar
atrennur: Hann lét ljóðlistina
óma og tónlistina tala.Reyndar
var þó önnur tillaga hans fest á
steininn.
En þó allt þetta hafi heppnast,
er enn eftir hlutur söngvarans.
Þar þarf ekki endilega á ein-
hverjum hljóðabelg að halda
einsog t.d. Pavarotti, heldur
einlæga innlifun i ljóð og lag og
nærfærna taskni i meðferð orða.
Ljóðasöngvarinn hefur nær ekk-
ert tjáningartæki nema munn-
inn á sér og honum eru þvi
þrengri skorður settar en leik-
ara á sviði. Hann getur að visu
svolitið beitt hreyfingum og
svipbrigðum, en þau koma þó
fyrir litið og verða jafnvel af-
káraleg, nema orðin skiljist.
Hann er þvi ekki látbragðs-
leikari.
Af þeim sökum geta menn
gengið svo langt að staðhæfa, að
ekki sé unnt að syngja ljóð vel
nema á sinu móðurmáli eða þvi
sem næst. Jafnvel snillingur
einsog Souzay fer ekki alveg
nógu vel með þýsk ljóð. Það er
ekki endilega um að kenna hin-
um óútmáanlega franska
hreim, heldur ofurlitlum skorti
á hárfinum blæbrigðum i með-
ferð orðanna. Þetta heyrist ef
borið er saman við annan
meistara Dietrich Fischer-Die-
skau.þegar hann syngur á sinu
móðurmáli, t.d. i Meeres Stillc
Þögn hafsins eftir Schubert og
Goethe.
Jafnvel þóttallt sé i sómanum
hjá ljóðskáldi, tónskáldi, söngv-
ara og undirleikara, þá er enn
eftir okkar hlutur, hlýðendanna.
Hvernig eru móttökuskilyrðin
hjá okkur? Þar sem þetta list-
form grundvallast svo mjög'á
orðinu, þurfa menn helst að
kunna ljóðið utanað til að njóta
söngsins. Að visu nægir að skilja
textann til hlitar, ef flutningur
hans er nær fullkomnun.
Gérard Souzay — ,,enn sem fyrr
mikill meistari á þessu vanda-
sama sviði”.
En er þá til nokkurs að syngja
slik ljóð fyrir fólk, sem ekki
skilur þau? (Þetta er allt annað
en t.d. óperuariur, þar sem litlu
skiptir, þótt ekkert orð skiljist).
Ekki er það útilokað, en það ætti
að nálgast skyldu að birta text-
ana i söngskrá. Þessu hafa
t.a.m. aðstandendur Háskóla-
tónleika skilning á. Þótt ekki sé
verið að syngja annað en
fremur vel þekktar barnagælur,
eru þær yfirleitt prentaðar með,
af þvi' það er betra. Og getur
varla verið mjög fjárfrekt.
Sama var að segja um Pierrot
Lunaire hjá Kammersveitinni
um daginn, en þar var raunar
um þýðingu að ræða. Og
reyndar ætti þýðing að fylgja
erlendum textum i óbundnu
máli jafnvel fremur en bundnu.
Og svo þyrfti söngskráin endi-
lega að vera fullbúin i tæka tið,
svo hún gæti fylgt aðgöngu-
miðum.
Þessar ráðstafanir eru hugs-
aðar fyrir þá (kannski fáu), sem
i einlægni vilja reyna að njóta
góðra ljóðatónleika eftir tak-
markaðri getu sinni, en ekki
hina, sem einvörðungu vilja
koma á konsert hjá heims-
frægum manni. En ég hefði
gaman af að vita, hversu
margir fóru úr Þjóðleikhúsinu
og lofuðu fjálglega snilld Sou-
zaysán þess að skilja eða með-
taka orð í hinum frönsku og
þýsku ljóðum, nema e.t.v. eitt-
hvað úr Álfakónginum.
Nýlist í Rauða húsinu
Nýtt gailéri, Rauða húsið, tók
tii starfa á Akureyri i siðasta
mánuði. Að galleriinu stendur
hópur áhugafólks um myndlist,
sem mun algjörlega sjá um fjár-
mögnun rekstursins, án þess að
hafa nokkur fyrirheit um opin-
bera aðstoð. Akureyrarbær, sem
er eigandi hússins, hefur þó veitt
fyrirgreiðslu í formi lágrar húsa-
leigu.
• f Rauða húsinu verður lögð
megin áhersla á að kynna nýlist
fyrst i stað og var það hinn kunni
listamaður Magnús Pálsson, sem
hélt fyrstu sýninguna þar. Nú
stendur hins vegar yfir sýning á
verkum annars þekkts nýlista-
manns, ólafs Lárussonar. En það
verða ekki eingöngu myndlista-
sýningar sem eiga að fara fram i
húsinu, þvi meiningin er að þar
fái önnur menningarstarfsemi
einnig inni, svo sem kvikmynda-
sýningar, upplestur, fyrirlestrar
og sala á bókum.
Það sem vekur athygli i sam-
bandi við stofnun gallerisins
Rauða hússins, er að það opnar á
sama tima og tvö galleri, sem
áður höfðu verið starfrækt á
Akureyri leggja niður starfsemi
sina. Er vonandi að starfsemi
þessara áhugamanna gangi, svo
Akureyringar megi hafa sinn
sýningarsal.
—GB
,,Þörf fyrir svona skóla"
segir Siguröur I. Snorrason, skólastjóri
tónlistarskóla FÍH, þar sem m.a. er
kenndur djass
..Hugsunin i upphafi var sú, að
taka aðeins inn fólk, sem hefði
einhverjar undirstöðu á hljóðfæri.
en ég er orðinn fráhverfur þvi
núna. Áhugasamur nemandi þótt
hann hafi ekki haldiö á hljóðfær-
inu áður, getur náð mjög skjótum
árangri og má ekki útiioka að
þannig fólk komist inn i skólann.
Svo eru kannski nemendur, sem
hafa lært i mörg ár á hljóðfæri, en
hafa lært vitlaust á það, þannig að
árafjöldinn segir ekki til um getu
þeirra”, sagði Sigurður I. Snorra-
son skólastjóri tóniistarskóla
Félags íslenskra Hljóöfæraleik-
araleikara i samtali við Helgar-
póstin n.
Skólinn tók til starfa á siðast-
liðnu hausti og starfar i þrem
deildum, unglingadeild, félaga-
deild FIH og fullorðnisfræðslu-
deild. 1 unglingadeild og félaga-
deild FIH geta nemendur valið
um tvær brautir. Annars vegar
almenna braut, eins og gerist i
öðrum tónlistarskólum, og hins
vegar djassbraut, sem er nýlunda
i tóniistarkennslu hér, en Sig-
urður sagði, að þegar undirbún-
ingur fór fram að skólanum, hafi
verið leitast við að brydda upp á
nýjungum.
Sigurður sagði, að áhugi fyrir
almennu brautinni og djassbraut-
inni væri mjög áþekkur. Margir,
sem væri nánast byrjendur hæfu
nám i almennu brautinni með það
fyrir augum að fara siðar á djass-
brautina, þar sem auk kennslu i
hljóðfæraleik, væri farið meira
inn á spuna, og kenndir væru
djasstónstigarnir, sem væru fleiri
en hinir almennu tónstigar.
Fullorðinsfræðsludeildin er
önnur nýjungin i starfsemi skól-
ans. t haust var haldið námskeið
sem ætlað var fyrir fólk, sem
ekki kunni að lesa nótur og ekki
hafði inngrip i tón-
list, þar sem leitast var við að
kenna fólki að hlusta á tónlist.
Aösókn að námskeiði þessu var
hins vegar minni en gert var ráð
fyrir, svo ekki verður meira úr
námskeiðahaldi á þessu starfsári,
en i haust verður þráðurinn tek-
inn upp að nýju og bætt við það
svolitilli undirstöðu i nótnalestri
og tónfræði.
Nemendur i tónlistarskóla FtH
eru nú 103 og skólinn mun siðar
útskrifa nemendur, eins og aðrir
tónmenntastofnanir.
,,Ég er mjög ánægður með
árangurinn og við höfum verið
einstaklega heppnir með kenn-
ara. Ég lit björtum augum á
framtiðina og það var virkilega
þörffyrir svona skóla”, sagði Sig-
urður I. Snorrason, skólastjóri
tónlistarskóla Félags tslenskra
H1 jóðfæraleikara.
— G B
ELLEN & KYRKJARARNIR
The Stranglers — The
Men In Black
Það er erfitt að imynda sér að
árið 1978 þegar Steinar Berg
stóö fyrir hingaðkomu hljóm-
sveitarinnar The Stranglers þá
hafi aðeins verið búið að selja
svona um það bil 50 stk. samtals
af tveimur fyrstu plötum hljóm-
Stranglers komu hingað.
Hljómsveitin var þá á hápunkti
ferils sins og kom hingað með
fulla flugvél af blaðamönnum til
aö kynna þeim nýja plötu, sem
þeir ætluðu að fara að senda frá
sér. Þetta var platan Black &
White, sem ég held að segja
megi að sé besta plata þeirra
enn þann dag i dag.
Það að takast að fylla höll-
ina þetta vorkvöld 1978
hlýtur að teljast til meiriháttar
afreka, sé t.d. miðað við hljóm-
Popp
eftir Gunnlaug Sigfússon
sveitarinnarhér á landi. tsiend-
ingar neituðu nefnilega að
hlusta á allt sem þeir gátu á ein-
hvern hátt tengt pönkinu og
blöðin fjölluðu um tóniist þessa
eins og um einhverskonar eitur-
efni væri að ræða. Ef manni
varð það á að hrósa tónlist
þessari við einhvern, þá fékk
maöur yfirleitt þetta skrýtna
augnaráð, sem sagði: Jæja
greyið nú held ég aö hann sé
eitthvað farin að ruglast. Mér er
t.d. alltaf minnisstætt þegar ég
leyföi einum af virtari popp
spekúlentum bæjarins að heyra
i Blondie fyrst (það mun hafa
veriö árið 1977), þá hló hann og
sagöi eitthvað á þessa leið: ,,Þú
heldur þó ekki að þetta verði
nokkurn tima vinsælt”. Nú og
þið getið rétt imyndaö ykkur
viðbjóðinn þegar ég svo spiiaði
Sex Pistols fyrir hann.
Þrátt fyrir þennan neikvæöa
hugsunarhátt almennings, þá
tókst þvi sem næst aö fylla
Laugardalshöllina, þegar
sveitina Smokie sem hafði selt
hér plötur i þúsundatali og fékk
ekki nema þrjú til fjögur þúsund
manns á hljómleika hér i júni
sama ár.
Stranglers hljómleikarnir
opnuðu eyru margra fyrir ný-
bylgju tónlistinni, en þvi miður
ekki nógu margra og
blaöamenn voru yfirleitt jafn
blindir og fyrr..
Stranglers voru eins og fyrr
segirá toppnum á þessum tima,
og en siöan hefur gengið á ýmsu
th tdmAi :<:vw>WG^ #
THWíNíNBEC^
W«H»SSI.V>ltH»W»« T«fW»8«W»AViSNNV
it%THSA\SN- l AVOT«NB*«MWWI
iNRtarK+Ttwnæcasei <w\EN*>tti/PTL£'-Kr
•nnir.vn-KS*.uiiA\i«c t.»ateÖA-.\viffD\VTm
M.YHX.swWjresiARSiíK.
< m.'otlcEo toTÍfe nEniÆWjjANw
STHAV ,TJi*S*TV»SniAN- «t«X,'ST f<«o*ÆÍ5n»JS\
OLB\SAll£HlXI*«NBLS£K.i THAM»TMIíh3TO8T-
ANlEH’NWWTftJfeM!,
llASSiVWAlSlyRfÍNIllAX
'NMúvwjí.i'kssíóvsTv nroáS
\’XALS»THSS<X’Nt:í3'TU¥ fiAKrH4TVRNTH£<EN
HV» ÍHfNBLAilKlN NK:|V*W>. Tl fBBKaWHlOTPM
*♦♦♦«*♦**♦♦****♦* i SrfWjmrsöKWEN
hjá hljómsveitinni og hafa ensk-
ir blaðamenn verið þeim ein-
staklega erfiðir, og þó ekki sé
það nú alveg að ástæðulausu þá
hafa Stranglers þó verið lagöir
ótrúlega i einelti.
Vinsældir hljómsveitarinnar
eru þvi hvergi nærri þvi sem
þær voru 1978 en þeir halda þó
áfram að gefa út góðar plötur.
Raven sem kom út 1979 er mjög
góö og nú er ný plata komin á
markaðinn. Hún heitir The Men
In Black og virðast Stranglers
vera jafnfrjóir og áður tón-
listarlega’ séð. Þaö eru hins
vegar textarnir sem ég get ekki
sætt migvið. Þáerbæðierfitt að
skilja og eins höfðar boðskapur
þeirra engan veginn til min, þar
sem verið er að fjalla um lif á
öðrum hnöttum og komu manna
þaðan til jarðarinnar. Og þeir
eru sagðir trúa þvi sem þeir eru
að segja mjög bókstaflega.
Tónlistinni þarf hins vegar
ekki að kvarta yfir, hún er að
visu ekki eins kraftmikil og áöur
og engin lög sem eru i sama
gæöaflokki og t.d. Grip, No
More Heroes, Nicen ’Sleazy eða
Dutchess, en nokkur þeirra svo
sem Thrown Away og Waiting
For The Men In Black standa
þeim ekki langt að baki.
Stranglers sýna það með The
Men In Black að þeir eru langt
frá þvi að leggja árar i bát og að
tónlist þeirra er i sifelldri þróun.
Bara þeir héldu sig við jörðina
hvaö textasmiðina varðaði, þá
yröi árangurinn enn ánægju-
legri.
Ellen Foley — Spirit Of
St. Louis
Ellen Foley sló i gegn sem
söngkonan sem söng með Meat
Loaf á plötu hans Bat Out Of
Hell. Margir hefðu eflaust tekið
þvi fegins hendi að starfa meira
með honum ekki sist þar sem
platan gekk jafnvel og raun ber
vitni. Ellen Foley hafði þá aðrar
hugmyndir varðandi framtið
sina. Hún ætlaði að skapa sér
nafn á eigin spýtur, en ekki sem
söngkona hjá einhverjum
öðrum.
Arið 1979 sendi hún frá sér
sina fyrstu sólóplötu sem heitir
Nightout. Aðstoðarmenn Foley
við gerð plötunnar voru þeir
bresku tvimenningar Ian
Hunter og Mick Ronson. Plata
þessi er hin hressilegasta, þó
frumlegheitum sé ekki miklum
þar aö dreifa.
Siöan hefur litið farið fyrir
Foley og nafn hennar helst boriö
á góma i sambandi við Mick
Jones gitarleikara hljómsveit-
arinnar Clash, en hann er nú sá
maður sem mestu máli skiptir i
lifi hennar. En nú er sem sagt
komin út ný plata frá henni og
er hún skirð eftir flugvél Lind-
bergs þ.e. Spirit Of St. Louis.
Mick Jones er sá sem stiórnar
upptöku að þessu sinm og hljóð-
færaleikarar eru flestir þeir
sömu og á Sandinista plötum
Clash. Það fer þvi ekki hjá þvi
að maður beri plötur þessar
saman, eða einfaldlega liti á
Spirit Of St. Louis sem fjórðu
plötuna i Sandinistaalbúminu.
Ef hugsað er til þess má benda á
að af öllum þeim stefnum sem
Clash fóru inná á Sandinista
man ég ekki eftir neinu rólegu
lagi, enda Strummer og Co
kannski ekki með réttu radd-
irnar i þess konar lög. Ef til vill
er það ósanngjarnt að segja
plötu þessa vera Clash-plötu þar
sem aðeins hefur verið skipt um
söngvara. Þvi eins og ég sagði
áðan stóð hugur Foley til þess
aö hún skapaði sinu eigin nafni
einhvern sess. Vissulega ætti
hún að eiga auðvelt með það þar
sem hún er sérlega góð söng-
kona og með slikar hjálpar-
hellur og meðlimir Clash eru
ætti draumurinn auðveldlega að
rætast.
A Spirit Of St. Louis er að
finna tóif lög. Þar af eru sex
eftir Stummer og Jones, þrjú
eftir Tynon Dogg, en hann átti
einmitt eitt iag á Sandinista.
Eitt lag og eitt það besta á plöt-
unni er eftir Foley og svo er þar
aö finna tvo gamla standarda.
1 heildina er yfirbragð plöt-
unnar rólegt og afslappað en inn
á milli eru þó ágætir rokkarar.
Það er aðeins eitt lag sem ég
felli mig ekki vel við en það er
My Legionnaire. Best finnast
mér lögin ,,The Death Of The
Psychoanalyst Salvador Dali,
M.P.H., Theatre Of Cruelty og
Phases of Travel.
Ellen Foley og Clash komu
manni svo sannarlega á óvart
með plötu þessari. Ég heföi
sjálfur kosið kraftmeiri rokk-
plötu, en sætti mig þó vel við
þessa.