Helgarpósturinn - 13.03.1981, Blaðsíða 23
23
Jielgarpósturinn.
Virkjunarframkvæmdir og
suðurferö ótalinna Húnvetninga
hafa sett svip sinn á Alþingi og
fjölmiðla i þessari viku. Uppá-
koman i þinghúsinu siðastliðinn
þriðjudag átti sér þó alllangan
aðdraganda, og dagana þar á
undan hafði Páll Pétursson, al-
þingismaður, verið stöðugt á for-
siðum og baksfðum dagblaðanna,
annaðhvort sjálfur að tjá sig um
móðuna tittræddu eða i munni
sveitunga sinna.
Deilur um virkjanir eru annars
ekki nvtt brauð.á Islandi og besti
virkjunarkostur landsins er ekki
einusinnitilumræðu vegna átaka
sem um hann urðu á sinum tima.
„Laxárvirkjun” er draugur sem
samningamenn i deilu bændanna
úr Húnavatns^ýslu hafa áreiöan-
lega i huga.
Föstudagur 13. mars 1981
minnsta kosti. Þá eru rannsóknir
á virkjunarsvæðinu komnar mjög
langt, og virkjunin er mjög hag-
kvæm, eins og hún hefur hingað
til verið áætluð, 160 til 180 mega-
wött að stærð. En babb er i bátn-
um sem kunnugt er, og meira um
það siðar.
Sultartangi er annar valkostur
iðnaðarráðherra. Sú virkjun yrði
minni en Blönduvirkjun, liklega
um 120 Megawött, en að auki
bættust við 20 til 30 megawött
vegna þess að stifla við Sultar-
tanga myndi auka og jafna
rennsli i virkjanirnar fyrir neðan,
einkum Búrfellsvirkjun. Þannig
fengist mun betri nýting útúr
henni. Stifla við Sultartanga
hefur reyndar verið á dagskrá að
undanförnu, og þá ekkert nema
stiflan. Liklegt er talið aö hún
Hvaöan á rafmagnið að koma? er
spurningin sem svara þarf.
Blandadur valkostur
Þessi virkjunardeila er flókið
mál, og á þessu stigi er ekki gott
að segja hverjar niðurstöður þess
verða. Það er ekki aðeins pólitiskt
i venjulegum skilningi, heldur
blandist inni það verulegur lands-
hlutarigur auk deilna innan hér-
aðs. Hjörleifur Guttormsson og
ráðunautar hans eiga þvi úr
vöndu að ráða.
Það sem fyrir þeim liggur er að
taka ákvörðun um stórvirkjanir á
tslandi næstu tiu til tuttugu árin.
Það er ljóst að á þeim tima
verður alvarlegur orkuskortur á
landinu, og reyndar telja sumir
að sá orkuskortur sé oröinn að
vandamáli nú þegar. Akvörðun
verður þvi að taka skjótt (innan
fárra vikna, segir ráðherrann) og
hefjast verður samstundis handa
við þá virkjun sem valin verður.
Blanda er efst á lista yfir þá
þrjá virkjunarstaði sem til greina
koma. Það er yfirlýst stefna
rikisstjórnarinnar að næsta stór-
virkjun verði ekki á eldvirku
svæði, og Sultartangi virðist hafa
lent á sliku svæði, opinberlega að
verði reist og mjög fljótlega,-
Hún verður hönnuð með það i
huga að i framtiðinni verði hægt
að nýta hana sem hluta af stór-
virkjun. Talsmenn þessa virkj-
unarkosts, Sunnlendingar, telja i
fyrsta lagi að Sultartangi sé ekki
á eldvirku svæði, i öðru lagi að
þar i nágrenni sé fyrir hendi
verkkunnátta og reynsla við
virkjanagerö sem flýti fyrir og
geri smíðina hagkvæmari. Þeir
benda á að undirbúningur sé svo
langt kominn að virkjun þar geti
orðið tilbúin 1985, tveimur árum á
undan Blönduvirkjun. Að lokum
benda þeir svo á aö ef stiflan
verður reyst, sem margt bendir
til, þá verður virkjun við Sultar-
tanga svo hagkvæm aö nánast
útilokað er annaö en að nýta þann
möguleika.
Að lokum er það svo Fljótsdals-
virkjun, sem Hjörleifur, þing-
maður Austfiröinga, vildi eflaust
helst, að öðru jöfnu. Fljótsdals-
virkjun gæti ef til vill orðið hag-
kvæmasti virkjunarkosturinn af
öllum ef nægur timi væri fyrir
höndum. En þar eru rannsóknir
og undirbúningur komin
skemmst á veg. Auk þess hefur
komið i ljós að til að virkjunin
verði verulega hagkvæm, þá
verður hún að vera mjög
stór — svo stór að finna verður
öflugan rafmagnskaupanda.
Austfirðingar og sérfræðingar
eru flestir á þvi að stóriðjuver sé
skilyrði fyrir þvi að Fljótsdals-
virkjun borgi sig, og það tekur
drjúgan tima að semja við er-
lenda aðila um slikt eins og
reynslan sýnir, ekki sist þegar
skoðanir Hjörleifs og flokks-
bræðra hans á stóriðju eru hafðar
i huga.
Það sem ákvörðun iönaðarráð-
herra strandar á eru deilur
innanhéraðs i Norðurlandi
eystra. Þingmaður Framsóknar-
manna þar, Páll Pétursson, hefur
lagst gegn Blönduvirkjun, eins og
hún hafði verið ráðgerð, og það
var eiginlega ekki fyrr en á
þriðjudaginn, þegar sveitungar
hans fjölmenntu suður að menn
gerðu sér grein fyrir að hann er
Alexander Haig sýndi að hann
er maður ókvalráður, eins og
hershöföingja ber, þegar hann
baslaði við að fleyta Nixon þáver-
andi húsbónda sinum gegnum
Watergate. Sami eiginleiki kom
skjótt upp á yfirborðið, eftir að
Ronald Reagan gerði Haig að
utanrikisráðherra Bandarikj-
anna.
Ekki var Reagan fyrr sestur
niður i forsetaskrifstofunni i
Hvi'ta húsinu á embættistöku-
daginn, iklæddur hátiöar-
skrúöanum, sem hann var við
eiðtökuna, en Haig dró upp úr
pússi sinu tuttugu siðna plagg og
óskaði eftir að forsetinn ritaði á
það samþykki sitt áður en þeir
skildu aö þvi sinni. Skjalið reynd-
ist fjalla um endurskipulagningu
á yfirstjórn öryggismála
Bandarikjanna með þeim hætti,
að utanrikisráðherra fengi tögl og
hagldir i margskonar nefndum,
skipuðum fulltrúum mismunandi
ráöuneyta og stofnana, sem móta
stefnu og starfsaðferðir
Bandarikjaanna á alþjóöavett-
vangi.
Viðstaddir ráðunautar
WiIIiam Clark svarar spurningum öldungardeildarmanna.
William Clark afgreiöir
hafréttarmálin á sinn hátt
Reagans, þeirra á meðal Richard
Allen, ráögjafi hans i þjóðar-
öryggismálum, fengu afstýrt þvi
að forsetinn tæki upp pennann og
áritaði óskir Haigs, en mála-
tilbúnaðurinn dró dilk á eftir sér.
Fornvinir Reagans komu þvi til
leiðar að forsetinn skyldaði
utanrikisráöherrann til að taka
staðgengil eftir sinu vali. Hann
skipaði siðan einn nánasta
samstarfsmann sinn fyrr og siðar
i þaö embætti, og leikur enginn
vafi á að raunverulegt aöalverk-
efni hans er að hafa gætur á Haig,
sem ekki hefur farið dult með það
siðari árin, að hann telur sig
öðrum mönnum betur fallinn til
aðgegna forsetaembætti i Banda-
rikjunum.
Sá sem fyrir valinu varö heitir
William P. Clark yngri. Upphefð
hans má tekja til að hann reýndist
Reagan þarfur starfsmanna-
stjóri, þegar núverandi forseti
var fylkisstjóri i Kaliforniu. Áöur
en Reagan lét af þvi embætti
gerði hann Clark aö dómara i
Hæstarétti Kaliforniu. Eftir kosn-
ingasigurinn i vetur lét Reagan
kanna, hvort Clark væri fáan-
legur til að gegna þrem
háembættum i stjórn sinni, gerast
dómsmálaráðherra,
landbúnaöarráöherra eða yfir-
maður leyniþjónustunnar. Ollum
þessum kostaboðum hafnaði
Clark, kvaðst ekkert kjósa frekar
en sitja áfram I sæti hæstaréttar-
dómara vestur við Kyrrahaf.
En þegar aö þvi kom að velja
staðgengil Alexanders Haigs,
komu boð frá forsetanum, sem
erfitt var undan að vikjast.
Reagan sendi trúnaðarráðunaut
sinn Edwin Meese gagngert til
Kaliforniu á fund Clarks, og lét
tjá honum, með skirskotun til
forns vinfengis þeirra, að hans
væri brýn þörf i Washington til a ö
gegna næstæðsta embætti i
utanrikisráðuneytinu.
Staðfestingar öldungadeildar
þarf á skipan háembætta i
Washington, og i þeim hópi er
starf staðgengils utanrikis-
ráðherra. Þegar Clark kom fyrir
utanrikismálanefnd öldunga-
deildarinnar, varö ljóst hvers
vegna hann var svo tregur að
‘hreyfa sig frá Kaliforniu i
sviðsljósið iwashington. Orða-
skipti öldungadeildarmanna og
aö túlka sjónarmið tiltölulega
fárra bænda, sem mikilla hags-
muna eiga aðgæta. Húnvetningar
vilja langflestir fá Blönduvirkjun,
og þá i' svipuðu formi og áætlað
hafði verið.
En landeigendur hafa mikil
völd þegar svona virkjanir eru
annarsvegar, það muna menn frá
Laxárdeilunni. Þeir hafa ekki
viljað una við þær bætur sem hið
opinbera hefur boðist til að
greiða. Bændurnir hafa komið
fram með móttilboð, og þar ber
mikiðá milli. Má segja að ef farið
verði að kröfum þeirra, verði um
talsvert aðra virkjun að ræða en
þá sem fyrirhuguð var.
Um þetta snúast samningavið-
ræðurnar sem staðið hafa yfir
undanfarna daga. Munurinn á
þessum tveimur kostum er mik-
ill. Samkvæmt heimildum
Helgarpóstsins er siðari kostur-
inn 30 prósentum dýrari en sá
fyrri, og það þýðir i rauninni, að
Blönduvirkjun er alls ekki svo
hagkvæmur virkjunarkostur.
Bændurnir austan og vestan við
Blöndu hafa að sjálfsögðu fyrst og
fremst verið óánægðir með
hversu mikiðland fer undir fyrir-
hugað uppistöðulón. Það er aðal-
lega afrétturog beitiland sem um
er að ræða, alls um 2400 ærgildi.
Þessar deilur eru flóknar, og erf-
itt fyrir utanaðkomandi að setja
sig inni þær, vegna þess hve
landslagið skiptir miklu máli.
Hluti bændanna, — þeir austan
megin við Blöndu höföu til dæmis
sætt sig við eina tillöguna, en
vestanbændurnir gátu þá ekki
fellt sig við hana. Bændurnir hafa
óskað eftir að gerðar verði breyt-
ingará úppistöðulónunum frá þvi
fyrirhugað var, en það hefur
gifurlegan kostnað i för með sér,
eins og áður var getið.
Hið opinbera hefur aftur boðið
uppá skaðabætur, að grætt verði
upp nýtt beitiland, að allur kostn-
aöur veröi greiddur og eitthvaö
fleira. Hvorugur aðilinn hefur
getað sæst á sjónarmið hins.
Hversu mikil alvara býr að baki
tillagna bændanna vita þeir einir,
en séu þeir i hinum hefðbundna
þráskákarleik samningavið-
ræðna, þá vita þeir eflaust að tim-
inn vinnur ekki með þeim. Og þeir
vita lika að sunnanförin, og hinn
aukni þrýstingur sem henni
fylgdi, héfur ekki bætt sarnmngs-
Siöðu þeirra.
Iðnaðarráðherra hefur sagt að
ákvörðunar sé að vænta innan
skamms. Eins og staðan er núna
er varla við öðru að búast en að
hann hinkri aðeins við og sjái
hver niðurstaða samninganna
verður. Og eins og ástandið er i
þjóðfélaginu er varla hægt að
búast við þvi að rikisvaldiö geti
látið fáa hagsmunaaðila standa i
vegi fyrir aðgerðum ,,i almanna-
heill”, eins og vinsælt er að segja,
og þvi er erfitt að sjá annað en
það fái.sitt fram, þó dýrara verði
keypt en i upphafi var ætlað. En
dragist samningar á langinn,
veröur Sultartangavirkjun að öll-
um likindum fyrir valinu. Ekki
aðeins vegna þess að hún er hvað
lengst komin i undirbúningi af
þessum þremur kostum, heldur
einnig vegna þess aö með þvi vali
losnar Hjörleifur við óþægilegan
þrýsting úr kjördæmi sinu. Það er
ekki auðvelt fyrir hann að taka
Blöndu framyfir Fljótsdal. En
hvort sem ákvörðun verður tekin
um Blöndu eða Sultartanga nú á
næstu dögum, er ljóst að fram-
kvæmdir við báðar virkjanirnar
mun heyast áður en langt um
liður. Ef yfirhöfuð verður virkjað
við Blöndu. Og svo kemur aö
Fljótsdælingum.
Heftir
Guöjón
Arngrimsson
INNLEND
YFIRSÝN
ERLEND
vararáðherraefnis bera með sér,
að Clark er álika vel heima i
utanrikismálum og fiskurá þurru
landi.
Yfirheyrsla stjórnarandstöðu-
þingmanna yfir Clark vakti
aðhlátur um allan heim.
Staðgengill utanrikisráðherra
reyndist ekki hafa hugmynd um
áberandi menn né þýðingarmikil
málefni á alþjóðvettvangi. Hon-
um voru hvorki ljósar viðsjárnar
milli Suöur-Afriku og nágranna-
rikja hennar né klofningurinn i
Verkamannaflokknum breska.
Ekki hafði hann hugmynd um
viðhof i Vestur-Evrópu til
staðsetningar kjarnorkuvopna i
álfunni. Ekki vildi hann hætta sér
út i það að segja orð um stöðu
Jerúsalem, landnám ísraels-
manna á herteknum svæöum,
tillögur um aö Bandarikin taki
upp á ný stjómmálasamband við
Tævan né kröfur um niðurskurð á
bandariskri aðstoö við önnur
lönd.
Þegar Percy formaður
utanríkismálanefndar hafði það
loks af að fá demókrataþing-
mennina til aö sleppa þessari
auðveldu bráö, gat hann ekki á
sér setið að veita Clark ákúrur
fyrir að hafa svikist um að fara
eftir gefinni áminningu um að
kynna sér fyrir nefndarfundinn
yfirlýsingar Reagans og Haigs
um utanrikismál og samning
fráfarandi rikisstjórnar við Iran
um lausn gislamálsins. Málalok
urðu þau, að utanrikismálanefnd
samþykkti útnefningu Clarks
með ti'u atkvæðum gegn fjórum,
en þrir nefndarmenn sátu hjá.
Nú hefur þessi efnilegi
'staðgengill utanrikisráðherra
Bandarikjanna unnið fyrsta afrek
sitt i utanrikismálum. William
Clark var settur yfir nefnd
fulltrúa ýmissa ráðuneyta sem
fekk það hlutverk að móta afstöðu
nýju rikisstjórnarinnar i
Washington til uppkastsins aö
hafréttarsáttmála sem fyrir ligg-
ur. Clark og félagar hans af-
greiddu málið með þeim hætti, aö
allar aðrar rikisstjórnir eru ýmist
sárar, móðgaðar eða æfar. Vel
getur svo farið að Clark og sam-
starfsmenn hans komi þvi til
cftir
Magnús
Torfa
Ólafsson
leiðar að stórfelldastatilraun fyrr
og sibar til alþjóðlegrar lagasetn-
ingar, sem flestir töldu komna i
höfn, verði að engu.
Hafréttarsáttmálinn er árang-
ur af sjö ára starfi á 10 fundum,
og hafa 160 riki tekið þátt i hinum
siðustu. Aður en ráöstefnuhald
hófst fór þar að auki fram margra
áraundirbúningsstarf.
Nýr fundur hafréttarráöstefn-
unnar hófst i New York I þessari
viku. Á siðasta fundi var bundið
fastmælum, að þar yrði gengið
frá öllum lausum endum-;SVo ekki
yröi annað eftir i fundarlok en
háti'ðleg undirritun sáttmálans i
Caracas i sumar.
Nú er þessari timaáætlun og
þar með hafréttarsáttmálanum i
heild teflt i tvisýnu. Bandarikja
samninganefndin i hafréttar-
ráðstefnunni, sem starfað hefur i
tið þriggja forseta, er sett af og
önnur skipuð i staðinn. Hún hefur
aö ráði Clark-nefndarinnar fyr-
irmæli um að samþykkja ekki
nokkurn skapaðan hlut á yfir-
standandi fundi. Astæðan til þess
að Bandarikjastjórn dregur að
sér höndina er að nokkur stórfyr-
irtæki, einkum Kennicott Copp-
er, U.S. Steel og Lockheed, vilja
ekki sætta sig við alþjóöastjórn i
málmnámi af hafsbotni i þágu
þróunarlanda. Deilur um þetta
efni hafa verið meginmál hal-
réttarráöstefnunnar siöustu árin,
og texúnn sem fyrir liggur er
vandlega gerð málamiðlun, sem
alliraöilar, ekki sist Bandarikin,
hafa átt sinn þátt i að móta. Enda
sagði T.T.B. Koh, fulltrúi Singa-
pore og sá sem talinn er koma
helst til greina að setjast i
formannssæti eftir Amerahsinge,
að hann væri furðu lostinn, þegar
kunnugt varð að William Clark og
samstarfsmenn hans hefðu
ákveöið að Bandarikjastjórn
skyldi lýsa sig ábundna af öllu þvi
sem fyrirrennarar hennar höföu
ákveöiö á undanförnum sjö árum.
,,Þetta er stóráfall og ég hef
þungar áhyggjur,” sagði Koh.