Helgarpósturinn - 12.06.1981, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 12.06.1981, Blaðsíða 9
halDarpn*H irinn F8studa9ur 12. júni iwn 9 VETTVANGUR Ivar hlújárn og allar kelllngar Rdaekka, þar heföi veriö jöfn- uður, samhjálp og lifsf ylling. Ekki þarf aö orölengja það, aö svo miklu leyti sem tölur mega sin einhvers. þá voru þessar kenningar sannanlega rangar. Pétur og Walter Scott Pétur Pétursson, þulur, skrifar grein i Helgarpóstinn og finnur að þvi, að st jörn Alþýöuhússins skuli hafa leigt kjallara undir þvi húsi undir rekstur veitingahúss. Það fer i taugarnar á Pétri að veitingahúsið skuli vera fint og vandað. Hann sér i rómantiskum hillingum þá daga þegar þetta Það er lifsskoðun út af fyrir sig að það eigi helzt ekki aðrir að fara út að borða eða i leikhús en Rolf Johansen og Erlendur i SÍS, hlut- skipti verkalýðsins eigi að vera að standa fyrir utan leikhúsdyrnar og selja eldspýtur. Menn geta séð slikt i róman- tiskum hillingum og talið slikt skerpa stéttarvitundina. Ég, fyrir einn, er ósammála þessu. Min jafnaðarstefna er meðal annars su, ao neyzlustig eigi að vera hátt, úrval mikið og gæði mikil, og launakjör slik að allir geti veitt sér og sinum vel. Og það sem meira er, ég tel slika lifsskoðun engin svik við EKKI BARA FYRIR ROLF- HELDUR FYRIR ALLA Danielle Mitterrand, eiginkona nýkjörins Frakklandsforseta, tók virkan þátt i kosningabaráttu með karli sinum. Hún brýndi mjög fyrir löndum sinum að „sósialismi er ekki fátæktarstefna”. Hvað þýðir, að sósialismi sé ekki fátæktar- stefna? Það þýðir einfaldlega að þegar kjörin batna, meðal annars og ekki sizt fyrir tilverknað sósialista sjálfra, þá er eðlilegasti hlutur i heimi að einnig breytist smekkur og lífsstill hvers konar. Hins vegar eru þeir jafnaðar- menn til sem skynja ekki slika þróun. Og jafnvel þó svo þeir skynji hana þá hafa þeir imugust á henni. Slikir menn sjá i hylling- um baráttu kreppuáranna. Þeim þykir — einkum vegna þess að timinn hefur ruglað þá svolitið i riminu — sem fátæktin hafi verið fögur, atvinnuleysið mannbætandi. Og vist er i slikum kenningum sá sannleikskjarni að oft herða erfiðleikar fólk og kalla fram i' þvi' hina beztu eiginleika. Minningarnar um þessi ár verða að sárum söknuði. Það er alkunn skynvilla i sagn- fræðum að þegar mwinum mis- h’kar eitthvað eða hafa réttmæta skömm á einhverju i samtiðinni, þá leita þeir ekki að lausnum i framtlðinni, heldur rómantisera fortiðina. Þannig fórst mörgum, sem sáu réttilega grimmdina og misréttið í iðnbyltingunni brezku á frumbýlingsárum hennar. Þeir tóku að sjá I hillingum gamla landbúnaðar- og lénssamfélagið. Upp úr þessu fæddist heil hugmyndaf ræði manna sem trúðu þvi statt og stöðugt að i þvi samfélagi hefðu allir kallar verð hús var reist — og saknar þess sárlega að þeir timar séu liðnir. Þegar Alþýðuhúsið var reist var hér viðvarandi kreppa. Verkafólk hafði litil sem engin réttindi, var háð kúgunum at- vinnurekenda. Atvinnuleysi var sifellt á bak við hornið. Verka- launum var á þann veg háttað, að þau rétt dugðu fyrir brýnustu lífs- nauðsynjum, ef þau hrukku þá til. Þessir timar eru að þó nokkru leyti blessunarlega hðnir. Ekki sizt fyrir tilverknað verkalýðs- hreyfingarinnar og bein og óbein áhrif flokka hennar hafa efnaleg kjör i landinu stórbatnað. Það er rómantisk skynvilla að afneita þessum staðreyndum. Þegar talað er um bein áhrif stjórn- málaflokka launafólks er átt við þáttöku i' rikisstjórnum, starf i‘ verkalýðshreyfingu. Þegar talað er um óbein áhrif er til dæmis átt við það að ihaldið sá sig knúið til að stofna bæjarútgerð og taka þátt i að stofna almannatrygg- ingar. Verkalýðshreyfingin hefur litið á það sem höfuðhlutverk sitt að stuðla að bættum kjörum félags- manna sinna. Auðvitað hefur þvi miðað misjafnlega, og oft bein- llnis illa, ef miðað er við almennar tækniframfarir. Hins vegar neitar þvi væntanlega enginn — og þá varla Pétur þulur — að shkar framfarir hafa átt sér stað. Og þegar slikar breytingar eiga sér stað, þá breytast venjur og neyzlusmekkur manna — hvort sem þeir starfa með huga eða höndum. Baráttuvettvangur- inn færist til. Gallar samfélagsins eru i veigamiklum atriðum aðrir en þeir voru á kreppuárunum. fortiðina. Eneinmittþað er hktmeð þeim Pétri þul og Walter Scott að á sama tíma og samtlðin fer i taugarnar á þeim, með réttu eða röngu, þá gefa þeir alfarið villandi upplýsingar um fortiðina. Scott vissi ekki betur, — en Pétur þulur á að vita betur. óleyfileg skekkjumörk Þaö hefur verið reistur glæsi- legur matstaður I Alþýðuhúsinu viðHverfisgötu Það út af fyrir sig er ekkert stórmál. Hinsvegar mun það svo, að þau sem þennan stað reka eru ekki rikisfólk, held- ur fólk, sem áður starfaði á veit- ingahúsum hér i borg, en lögðu mikið undir til þess að geta rekiö htinn, eigin stað og leigja þessa aðstöðu til nokkurra ára. Það er i hæsta mátarangláttað viljagera þennan rekstur tortryggilegan. Þetta húsnæði vará sinum tima reist með höröum og vinnulúnum höndum vinnandi fólks. En sann- leikurinn er samt sá aö i tlmans rás, þegar fleiri reistu hús til samkomuhalds af ýmsu tagi, þá uppfyllti þetta húsnæði engan veginn þærkröfur, sem fólk gerði tilsliks húsnæðis. Það varniður- nýttog heldur ósjálegt. Til dæmis hafði Alþýðuflokkurinn að veru- legu leyti flutt starfsemi sina i annað og hentugra húsnæði. En það, út af fyrir sig, er kannski ekki kjarni málsins. Kjarni málsins er sá málflutning- ur Péturs þuls, að þeir jafnaðar- menn til að mynda, sem gera miklar neyzlukröfur, ekki aðeins fyrir sfna hönd heldur og fyrir hönd annarra, hafi snúið baki við mai s.j 'ennur j <9*5 Sfc, “I® 58 ár jsiensks °«.Iatóv»rt*Jdn,'r .•vSbST /rkam ant £yÖjendj uppruna sinum og svikið fortið sina. Þetta eru, að minni hyggju, voðalega vitlausar kenningar. En það verður samt að segjast að að baki þessari kenningu býr hfsskoðun, sem fleiri hafi en Pétur. Ég held að Pétri þyki það ekki einasta þyersögn, að verka- maður geti verið efnaður, honum finnist það rangt svo ekki sé dýpra tekið f árinni.t hans huga á verkamaðurað eiga rétt til hnifs og skeiöar. Það eitt er róman- tiskt, það eflir móralinn, það er eins og það var i gamla daga. Bæöi siðferðis- og stéttarvitund verður sterk við slikar aðstæður. 1 Straumsvik hins vegar vinna verkamenn sem hafa góð laun, búa vel, eiga góða bila, fara til Spánar og taka virkan þátt i menningarlifi. 1 raun finnst Pétri það vera svik við fortiöina, plebe- jismi — dæmi um slævða stéttar- vitund. Það sem menn almennt kalla framfarir — með réttu eða röngu, finnst Pétri þul að visu vera efna- legar framfarir, hann viður- kennir það sennilega, en siðferði- leg afturför. Heimur versnandi fer, það eru einkunnarorð þess- arar útgáfu af Ihaldsmönnum allra tima. Nú væri allt þetta saklaust hjal, ef hér væri við Petur þul einan að eiga. Ensvo er aldeilis dcki. Það er lifsskoðun fjölmargra, það er stjdrnmálaskoðun, að „verka- lýður”, „launamaður” eigi sam- kvæmt skilgreiningu að búa við lágt neyzlustig, frumstæöa neyzlu. Það sé stéttarleg dyggð. 1 þvi sé fólgin sönn hamingja. Mér er nær að ætla aö þeir sem hafa farið með forustu i Verkamanna- félaginu Dagsbrún um f jörtiu ára skeið séu þessarar skoðunar. Þar fara núorðið fullorðnir heiðursmenn sem litra róman- tiskum augum kreppuárin og Grimsstaðarholtið eins og það var. Arangurinn ef meðal annars sá, aðDagsbrúnarmenn hafa ekki fengið réttláta hlutdeild i þeim efnalegu og tæknilegu fram- förum,sem átt hafa sér stað siðan á kreppuárunum. Kannske hefur það skerpt stéttarvitund ein- hverra. En mér er samt nær að ætla, að til litils hafi verð barizt, að miklu betur hefði mátt gera ef menn hefðu þrusaö minna um fortiöina og hugað meira að framtiðinni. Við Pétur þulur erum báðir jafnaðarmenn, hvor með sinu nefi. En jafnaöarstefna má ekki vera og á ekki aö vera fátæktar- stefna. Fátækt er ekki keppikefli i sjálfu sér, jafnvel þó svo viö slikar aöstæður komi margir beztu eiginleikar mannskepn- unnar 1 Ijós. Hlutverk okkar á ekki að vera að beina þjóðfélaginu til baka — jafnvel þó svo fortfðin hafi verið virðuleg um margt. Það er ekkert rangt eða stéttfjandsamlegt við það að verkamaðurinn drekki gott vin úr dýru glasi — ef hann hefur gaman af þvi. Það er svo sem enginn mælikvarði, hvorki til eða frá. — Nci, hlutverk okkar á þvert á móti að vera, að sivaxandi auður skiptist nokkurn veginn jafnt. Vilm undur G ylf ason. leikrit, og vilja þvi láta L/ setja lögbann á þáttinn. Umsjónarmenn þáttarins telja þetta hins vegar ekki vera leikrit heldur einskonar myndverk þjóðsöguna og þar af leiðandi ekkert koma hagsmun- um leikara við. Hér eru þvi um að ræða tvö sjónarmið* hvort telja beri þetta myndverk eða leikrit, og nú er bara að sjá hvort leikar- ar fá sitt fram... • Sjónvarpsmenn og útvarps- ráðsmenn vita ekki almennilega hvað á þá stendur veðrið um þessar mundir. Staða dagskrár- fulltrúa við frétta-og fræðsludeild sjónvarps hefur hingað til ekki verið talin hin eftirsóttasta við þá stofnun, þvi að engin rosalaun eru þar i boði. Engu að siður hefur 21 umsókn borist um þetta starf sem lcsnaði þegar Baldur Hermanns- son flutti sig um set og gerðist dagskrárgerðarmaður I stað Karls Jeppersens. Umsækjendur um starfið eru flestir ungir að ár- um og með litla reynslu, en þó eru á meðal þeirra nokkrir nafnkunn- ir menn, þeirra á meðal Böðvar Guðmundsson, skáld, Guðmund- ur Ingi Kristjánsson, fréttaþulur á sjónvarpinu og nú afleysinga- maður á fréttastofu útvarps, og Guðlaugur okkar Bergmundsson blaðamaður á Helgarpósti — in absentia þessa stundina, meðan hann hjálpar við að koma Gisla Súrssyni á filmu... • Og enn ein uppsagnarfréttinn úr sjónvarpinu, þar sem reynt starfsfólk hverfur nánast burt i viku hverri. Nú hefur Björn Bald- ursson, dagskrárritst jóri sagt starfi sinu lausu og hættir i haust. Sagt er að ástæðan fyrir uppsögn Biörns, sem unnið hefur við sjón- varpið I um sex ár, séu launa- kjör, og hyggst hann halda i betur launað starf á hinum almenna vinnumarkaði... • Sigmari B. Haukssyni út- varpsmanni dettur ýmislegt i hug og hefur áhuga á mörgu. Eins og útvarpshlustendur hafa tekið eft- ir hefur Sigmar verið f jarverandi úr Vettvangsþætti þeirra Astu R. Jóhannesdótturum skeið og ölaf- ur Ragnarsson útgefandi hlaupið i skarðið. Eftir þvi sem við heyr- um er Sigmar i viðskiptaferð i Saudi-Arabiu. Og hvaða viðskipti eru það? Jú, Sigmar er sagður standa i samningaviðræöum við Arabana um kaup á gangstéttar- hellum héðan! Mun Sigmar hafa stofnað fyrirtælfi um þetta hellu- mál með Eiriki Tómassyni lög- fræðingi. Það er ekki að spyrja að hugmyndaflugi Framsóknar- manna... • t vikunni var skýrt frá þvi hverjir fá hin árlegu starfslaun listamanna. Eftir þvi sem Helgarpósturinn hefur fregnað fer þvi hins vegar fjarri að um þessa úthlutun hafi rikt eining. Mun verulegur ágreiningur hafa orðiö á fundi úthlutunarnefndar- innar fyrir siðustu helgi milli Thors Vilhjálmssonar, rithöfund- ar annars vegarogþeirra Runólfs Þórarinssonar.fulltrúa i mennta- málaráðuneytinu og Magnúsar Þórðarsonar, framkvæmdastjóri hins vegar. Samkomulag tókst að visu um ýmsa listamenn, en mik- iðósættivarð vegna annarra. Er þetta i fyrsta skipti sem ekki tekst að ná samkomulagi i nefndinni og greiða þarf atkvæði um ákveðna menn. Mun Thor Vilhjálmsson hafa gert athugasemdir við það m.a. að eldri og ráðsettari lista- menn skuli ganga fyrir yngri mönnum sem eru að reyna að koma undir sig fótunum. Aðal- hvellurinn mun hafa orðið út af veitingu sex mánaða starfslauna til Jóhannesar Helga sem þegar nýtur fimm mánaða starfslauna úr launasjóði rithöfunda og er þar með hæst styrkti listamaður landsins með ellefu mánaða laun alls, og ennfremur urðu miklar deilur um þriggja mánaða starfs- laun til Aslaugar Ragnars. Fleira varð þó að ásteytingarsteini en þessi tvö, og er sagt að Thor hafi gengið af fundi i mótmælaskyni eftirað hafa krafist þess að boðað yrði til blaöamannafundar vegna þessara deilna, en meðnefndar- menn hans höfnuðu þvi... ® Stjórn Flugleiða kom saman til fundar i gær og var fjallað um tillögur bandarisks ráðgjafafyrir- tækis um framtið Atlantshafs- flugsins. Þær tillögur munu ganga úr á það, að stofnað verði sérstakt flugfélag með Luxem- borgarmönnum, nánar tiltekið Luxair, og Cargolux, um þetta flug. Ekki var talið að þessi til- laga fengi hljómgrunn i stjórn Flugleiða i gær... I framhaldi af frásögn blaðs- ins af málefnum Iscargo má bæta við að Martin Petersen, fyrrum Flugleiðamaöur sem gerðist markaðsráðgjafi hjá Iscargo, er hættur störfum og mun hyggja á stofnun innflutningsfyrirtækis. Það er staða Martins sem viöræð- ur hafa farið fram um að Guðni Þórðarson taki við... Sú skoðun er sögð orðin út- breidd innan Sjálfstæðisflokks- ins, að rikisstjórn Gunnars Thoroddsen muni sitja út kjör- timabilið eða tilársins 1983. Segja kunnugir að likur bendi til að Gunnar muni stila upp á að tvennar alþingiskosningar fari fram það ár. Hann muni verða i framboði i þeim fyrri, en siðan verði boðað til nýrra kosninga siðar á árinu vegna stjórnar- skrárbreytinganna og þá hyggist Gunnar draga sig i hlé. Þannig ætli dr. Gunnar að skrifa sitt „grand exit” i þvi pólitiska leik- verki sem hann hefur verið aðal- persónan i um skeið... • Töluverð ólga mun vera inn- an Prentsmiðjunnar Eddunar um þessar mundir. Nýr fram- kvæmdastjóri, Þorbergur Ey- steinsson, tók þar við völdum fyr- ir nokkrum misserum, af Stefáni Jónssyni, sem gegnt hafði fram- kvæmdastjórastarfinu um árabil. Siðan hefur gengið á ýmsu og ekki allir verið á eitt sáttir um það hvernig staðið hefur verið að rekstri þessa forna vigis Fram- sóknarmanna i borginni. Keypt var skemma i Kópavogi af Kristni Finnbogasyni og starf- semi prentsmiðjunnar fluttþang- að úr gamla Edduhúsinu i Skuggasundi og jafnframt fjár- fest i nýjum tækjabúnaði, sem þykir hafa reynst misjafnlega. Nú siðast heyrum við, að til sliks ágreinings hafi komið milli fram- kvæmdastjórans og yfirverk- stjórans Kristins Sigurðssonar, að hinn siðamefndi hafi yfirgefið fyrirtækið i fússi og að i hans stað sé búið að ráða hljómlistarmann- inn kunna, Magnús Ingimarsson, sem yfirverkstjóra... • Lengi hefur Bjarni Pálsson verið skólastjóri Héraðsskólans aö Núpi i Dýrafirði. En nú hverf- ur Bjarni á Núpi frá Núpi. Hann hyggst hefja nám við viðskipta- fræðideild Háskóla tslands næsta vetur. Við skólastjórastörfum tekur Ingólfur Björnsson sem kennt hefur á Núpi um árabil... Leiðrétting t smáklausu i siöasta blaði var sagt að Útsýn hefði komið til að- stoðar farþegum á vegum Ferða- skrifstofu Guðmundar Jónas- sonar i Vin. Það er ekki rétt. Þetta voru ekki farþegar á vegum Guðmundar, sem ekki er með ferðir til Austurrikis. Beðist er velvirðingar á þessari villu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.