Helgarpósturinn - 31.07.1981, Síða 25

Helgarpósturinn - 31.07.1981, Síða 25
Jielgarpóstt irinn F6studa9ur31-|ú"1981 25 í næstu viku 3. - 9. ágúst mun breski sállæknirinn David Boa- della halda sjö daga námskeið i Yogastöðinni Heilsuböt i geð- heilsufræði Wilhelm Reich. Jafn- framt verður Boadella með fyrir- lestur f Norræna húsinu, miðviku- daginn 5. ágúst kl. 8.30 um kyn- lifskenningu Reich og fyrirbyggj- andi aðgerðir I geðverndarmál- um. David Boadella hefur að baki tuttugu ára reynslu i geðlækn- ingaaðferðum Reich og hefur sið- astliðin sex ár haldið námskeið viða um heim fyrir áhugafólk um geðheilbrigðismál. Hann hefur gefið út nokkrar bækur um Reich og er ritstjóri timaritsins Energy & Character. t tilefni af komu Boadella til is- lands birtist hér stutt viðtal við hann um Wilhelm Reich, starf hans og kenningar. A tslandi hef- ur Wilhelm Reich litið verið kynntur fyrir utan stutta grein sem birtist um hann i Læknanem- anum (2. tbl. 27. árg.) árið 1974 og i bókinni Summerhill-skólinn eftir A.S. Neill, en Neill og Reich voru skoðanabræður i uppeldismálum og nánir samstarfsmenn. A und- anförnum árum hefur áhugi manna erlendis beinst i sivaxandi mæli að hugmyndum Reich um kynferðisumbætur, tengsl kyn- lifsbælingar og þjóðfélagsmála og fyrirbyggjandi aögerðir I geðheil- brigðismálum. t námskeiði þinu hér i Reykja- vik veröur fjallað um geðheilsu- fræöi Wilhelm Reich. Hver var Wilhelm Reich? „Wilhelm Reich fæddist 1897 i Austur-Ungverjálandi og dó 1957 i Bandarikjunum. Hann var á sin- um yngri árum samstarfsmaöur Freud og er talinn vera einn helsti frömuöur nútimasálfræöi á þess- ari öld. Reich var alla tiö mjög umdeildur visindamaöur og margar kenninga hans ollu hneykslun samborgara hans. Reich var I mörgu á undan sinni samtiö og þvi auöveldlega mis- skilinn af samtimamönnum sin- um. Þaö er ekki fyrr en á siöustu árum aö margar uppgötvana hans hafa veriö metnar aö verö- leikum og i dag gætir áhrifa hans viöa. Reich var fyrsti geölæknirinn til þess aö benda á mikilvægi lik- amans i greiningu og lækningu geösjúkdóma. 1 dag hefur sú áhersla sem Reich lagöi á hlut- verk vöövakerfisins i aö bæla til- finningar öölast viöurkenningu. Geölæknar vita nú aö fólk reynir aö ná stjórn á tilfinningum sinum meö þvi aö hemja öndunina og spenna vöðva likamans. Reich og samstarfsmenn hans urðu sér- fræöingar i aö greina skapgeröina út frá stellingum og hreyfingum likamans og spennu eða slapp- leika I vöövum. Margir sálfræð- ingar og geölæknar hafa á undan- förnum árum lært þær aðferöir sem Reich þróaöi til þess aö losa um vöövaspennu og auka tilfinn- ingaflæöi i likamanum.” Kynhæfniskenning Reich, þ.e. sú kenning að truflun á eölilegu kynlifi sé ætiö undanfari tauga- veiklunar og aö kynhæfni einstak- lingsins eigi aö vera endanlegt markmiö meöferöar hefur vakiö endurnýjaöa athygli á undanförn- um árum. Þessi kenning hljómar eftilvill undarlega viö fyrstu heyrn en hefur upp á sfðkastið öölast æ fleiri formælendur, ekki aöeins meöal lækna og sálfræö- inga heldur einnig líffræöinga og lifeölisfræöinga. Margir hafa misskiliö þessa kenningu á þann veg aö „gott kynlif sé allra meina bót” og taliö hiö svonefnda „frjálsa kynlif” I sameignar- kommúnum og viöar vera I sam- ræmi viö kenningar Reich. Þetta er regin misskilningur. Reich It- rekaöi margoft aö ekki mætti rugla saman frelsi i kynferöis- málum viö handahófsmök eöa stóölif, sem endurspeglar aöeins almenna óhæfni viökomandi til aö njóta kynlifs yfirhöfuö.” Hvert er þá raunverulegt inn- tak kynlifskenningar Wilhelm Reich? „Samkvæmt kynhæfniskenn- ingunni (orgasm theory) er maö- urinn orkukerfi sem hleðst upp af liffræðilegri orku sem hann nýtir siban I athafnir, tilfinningalif og hugsanastarfsemi. Aö jafnaði er i lifverunni viss umframorka sem fær undir eðlilegum kringum- stæöum afhleöslu i gegnum kyn- feröislega fullnægingu. Aðeins kynfullnæging sem felur I sér ósjálfráöan skjálfta alls vööva- kerfisins og velliöunarkennd um allán likamann getur útvegaö slika afhleöslu og komiö á nauð- synlegu orkujafnvægi hjá mann- inum. Ef eölileg afhleösla getur hins vegar ekki átt sér staö sökum innri sem ytri hafta, myndast leifar af kynferöislegri orku sem veröa siðan aflgjafi alls konar taugaveiklunar. Markmiöiö með geölækningakerfi Reich er aö hjálpa einstaklingnum til aö ööl- ast kynhæfni, þ.e. hæfileikann til aö öölast heilbrigöa kynfullnæg- ingu. A þann hátt er hægt aö koma á eðlilegri orkuafhleöslu sem gerir útrás orkunnar i formi taugaveiklunar, afbrigöilegra þarfa o.fl. óþarfa.” Wilhelm Reich Hver er dómbær á kynhæfni annarra? Hvernig ætlar þú aö dæma hvort viðkomandi einstak- lingur öðlast heilbrigða kynfull- nægingu eða ekki? „Nú, eins og ég sagöi áöan þá mynda flestir I okkar þjóöfélagi, sem vörn gegn kviöa eöa öörum óþægilegum tilfinningunum, samfellt mynstur spenntra vööva sem Reich nefndi vöövabrynja. Þessi vöðvabrynja myndast á uppvaxtarárunum og Reich þró- aöi aöferöir til þess aö rjúfa hana en viö það koma margra ára gamlar tilfinningar sem sjúkling- urinn tjáöi af fullum krafti. Eitt af þvi fyrsta sem Reich tók eftir þegar vöövabrynjan haföi veriö rofin var aö allur búkurinn, auk háls og höfuös, tók virkan þátt I önduninni. Bylgja af sjálfsprottn- um vöðvahreyfingum liöaöist upp og niöur eftir likamanum. Ef hinn vöövabrynjulausi maöur liggur á bakinu á legubekk meö beygö hné og andar djúpt og frjálst, hreyfist höfuöiö aftur, axlirnar leita fram, brjóstkassinn og kviburinn örlitiö inn og mjaðmirnar færast örlitiö fram. Þessar hreyfingar eiga sér staö viö útöndun en viö innöndun er þeim hins vegar öfugt farið. í samförum eflast þessar sjálf- sprottnu hreyfingar likamans til mikilla muna og hafa i för meö sér djúptæka nautnatilfinningu um allan likamann. 1 kynfullnæg- ingunni koma þessar hreyfingar fram sem ósjálfráöur skjálfti alls vöövakerfisins en hann er nauö- synlegur til þess aö algjör af- hleösla kynorkunnar geti átt sér stað. Einstaklingur sem hefur veriö þjálfaður i geölækningaaöferðum Wilhelm Reich getur auðveldlega séð á likamanum hvort þessar fingeröu hreyfingar séu samfaTa önduninni eða ekki. Ef svo er ekki undir venjulegum kringumstæð- um er mjög óllklegt aö þær komi fram i kynlifi einstaklingsins og þess vegna hægt aö fullyrða meö þó nokkurri vissu aö eðlileg orku- afhleösla á sér ekki staö. Það sem stöövar hina sjálfsprottnu bylgju- hreyfingu likamans er vööva- brynjan. Astæöuna fyrir myndun hennar er að finna i þjóöfélags- geröinni.” Hvaða þættir í samfélaginu vega þar þyngst? „Þaö er of langt mál til þess aö hægt sé að fara út i það hér svo vit sé i. Reich syndi fram á i mörgum verka sinna að kynferðisleg ófull- nægja væri stór þáttur i efna- hagslifi þjóöa. t viðskipta- og söluauglýsingum er mikið höföaö til kynhvatarinnar og mismun- andi vörutegundir boönar fram sem uppbót fyrir ófullnægjandi kynlif. Almenn vindrykkja og óhófleg sókn I skemmtistaöi kem- ur þarna inn i lika. Astæöurnar fyrir þessari ófullnægju er m.a. að finna i heftandi kynlifssiðgæöi, bælingu á kynferöislegri tjáningu barna, þrúgandi hjónabandsfyr- irkomulagi og ýmsum félagsleg- um og uppeldislegum þáttum er leggja kynferðislegar hömlur á fólk. Sjálfsfróunarbann, tepru- skapur með likamann og skortur á likamlegri ástúö er stór hluti af þvi uppeldi sem börn hljóta I okk- ar samfélagi.” SUNNUDAGS giitaf helgar DJÚÐVIUINN BLADID HÖNNUNIN ÁHAKANUM „Af göröum og gróöri” RABARBARI „Leifar kynferðislegrar orku verða aflgjafi taugaveiklunar9 ’ — segir breski sállæknirinn David Boadella sem heldur hér námskeið í næstu viku í geðheilsufræði Wilhelm Reich

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.