Helgarpósturinn - 25.09.1981, Qupperneq 24
Föstudagur 25. september 1981 helgarpÓSÝUhnn
Þá mun Nýja Kompaniiö hafa
leikiö djass i Arseli siðasta
sunnudag. En Nýja kompanliö
skipa þeir: Sigurður Flosason,
Sveinbjörn I. Baldvinsson, Jó-
hann G. Jóhannsson, Tómas R.
Einarsson og Sigurður Valgeirs-
son. Munu þeir félagar vera að
kynna djassinn frá ýmsum tima-
bilum og segja sumir, að ekki
muni af veita.þar sem djassvit-
und unglinganna sé ekki á hærra
stigi en svo, að þeir þekki varla
be-bop frá free-djass. Nóg um
það; þeir sem hafa áhuga á að
kynna sér djassinn betur, er bent
á að Nýja Kompaniið verður i
Tónabæ 27. þessa mánaðar og i
Þróttheimum 4. október. Og Stuð- i
arinn getur lofað hinni bestu
skemmtan....
Kristbjörg og Þorbjörg ffla tónlistina i Arseli Björgvin og Ósk máttu ekkert vera að þvi að ..Viö sitjum hér og ræðum mikilvæg málefni’’
i botn. tala við Stuðarann. sögðu þær Gunna, Hanna og Helga.
BLA BLA B
Það eru vafalaust margir sem
halda að poppskribentar séu
menn sem ekkert bitur á. En
annaö kom á daginn, þegar
Páll Pálsson, poppskribent
Helgarpóstsins.kom skriðandi
upp tröppurnar á Siðumúla 11,
grátklökkur með bauga undir
augunum. Hann var að tilkynna
ritstjórn að hann treysti sér ekki
að skrifa dóma um plötu Jakobs
Magnússonar, ,, A Historic
Glimpse Of The Future”. Og
ástæðan fyrir sálarástandi Páls
var: Andvökunótt við að reyna að
finna eitt jákvætt lýsingarorö um
þessa plötu.
Gróskan i nýbylgjunni er alveg
ótrúiega mikil um þessar mundir
hér á Islandi, og maður er fyrir
löngu hættur að kippa sér upp við
fregnir af nýstofnuðum nýbylgju-
hljómsveitum. Stuðarinn kom við
um daginn i nýstofnuðum klúbbi
NEFS og hlustaði á hljómsveit-
irnar Purrk Pillnikk og Q4U,sem
væri svo sem ekki i frásögur fær-
andi, nema sökum þess að sviðs-
framkoma Q4U var einkar lifleg.
1 hljómsveitinni eru tvær stelpur,
og gerði önnur þeirra sér litið
fyrir og svipti nokkrum klæðum i
hita spilamennskunnar og stóð á
sviðinu i nokkurs konar nærbux-
um, sokkum og sokkaböndum
einum fata. Ekki er að spyrja að
þvi að athæfi þetta vakti mikla
hrifningu áheyrenda og áhorf-
enda. Enda við Frónbúar ekki
vanir grófum uppátækjum sem
þessu. Þetta dugði þó ekki til að
vekja hrifningu mina á tónlist-
inni, þvi hún var ekki eins
mögnuð. En fyrst við erum nú að
tala um þessa tónleika,má bæta
þvi við að Purrkurinn var ákaf-
lega skemmtilegur, og er það
fyrst og fremst söngvaranum
Einari að þakka. Þarf hann ekki
að tina af sér spjarirnar til að ná
hylli áheyrenda...
Og talandi um islenska tónlist:
Núeruskallapoppararnir Gunnar
Þórðarson og Jóhann Helgason að
huga að breiðskifu. Ekki munu
þeir þó gefa út eina saman,
heldur sinn hvora. Jói Helga ætl-
ar þó fyrst að koma með tveggja-
laga plötu með hitlögum. Stuðar-
inn hefur hlerað að þau muni
vera i ætt við lagið hans Jóa G.
„Don’t Try To Fool Me”. Það er
Steinar h/f sem gefur þessar
plötur út....
Visnavinir eru nú að hefja
starfsemi sina eftir sumarfriið.
Stuðarinn hefur haft spurnir af
þvi að visnavinurinn Guðmundur
Arnason sé i þann veginn að kýla
á breiðskifu með ljúfum melódi-
Margrét og Þuriður... hafa áhuga á dansi, skiðum og borðtennis.
Hér svarar Bessi samviskusamlega spurningum blm.
Tröllum og tjúttum
— í nýju félagsmiðstöðinni Arseli
Enn ein félagsmiðstöðin hefur
risið upp á höfuðborgarsvæðinu:
féiagsmiðstöðin Arse'I. Stuðarinn
fór I könnunarieiðangur þangað
eitt kvöldið, hafði hierað að það
ætti að vera opið hús, með diskó-
teki. Það var ekki laust við að
Stuðarinn væri svolitið spenntur
þetta kvöldið. Bæði var það nú að
billinn, sem aka átti frá Vestur-
bænum uppIArbæ, varljóslaus að
aftan og með sprunginn hljóðkút.
(Ekki það að billinn sé bara svona
og ekkert við þvi að gera, heldur
einungis smá trassaskapur að
vera ekki búinn að gera við hann)
og svo er ailtaf svo gaman að fara
I nýjar félagsmiðstöövar.
Jæja, nema hvað. Billinn komst
óséður af lögginnu i Arselið og
Stuðarinn læddist framhjá tveim-
ur dyravörðum, sem spurðu ekki
um passa. Já, það er munur að
vera orðin þrettán.... Bæði ég og
Stuðarinn vorum boðin velkomin
og við okkur blasti i einu orði sagt
FRABÆRT HÚSNÆÐI. Við Stuð-
arinn löbbuðum nokkra hringi um
Selið og dáðumst að herbergjum,
húsbúnaði og blómaskreytingum.
Þaö lá viö að maður óskaði þess
aö vera orðinn ungur I annað sinn.
(He! He!)
Ánægðar með Ársel
Allt i einu vorum við komin inni
borðtennisherbergi,og án þess að
fá nokkuð við ráðið farin að
spjalla við tvær 15 ára stelpur,
Margréti og Þuriði,sem sögöust
báöar vera úr Arbæjarhverfinu.
— Komiði oft hingað?
,,Já, eins oft og við getum. Við
erum mjög ánægðar með stað-
inn.”
— Hvað gerðuð þið áður en Ar-
sel varðtil?
„Við héngum bara heima, fór-
um stundum i göngutúra og úti
sjoppu.”
— Hver eru áhugamál ykkar?
„Dans, skiði og borðtennis”
— Hvað er svona gott við Arsel?
„Það eru spiluð góð lög i diskó-
tekinu, og hér getum við spilað
borðtennis og svona ýmislegt, hitt
krakka...” sögðu stelpurnar.
Nýkominn af skátafundi á
efri hæðinni
Við vildum ekki tefja þær um of
við borðtennisið, svo við snerum
okkur að honum Bessa, sem sat á
eina ónotaða tennisborðinu i saln-
um. Hann er 14 ára og býr i Ar-
bænum.
— Hvað ertu að gera núna?
„Ég er eiginlega nýkominn nið-
ur. Ég var hérna uppi á efri hæð-
inni á skátafundi.”
— Hvaðer gert á skátafundum?
„Við vorum bara að tala sam-
an, annars erum við að fara að
taka á móti nýliðum.”
— List þér vel á Ársel?
„Já, staöurinn er alveg frábær.
Þetta er eini staðurinn sem mað-
ur getur farið á, þegar maður er
búinn að læra heima.”
— Hvaö er það skemmtilegasta
sem þú gerir?
„Það er körfubolti.”
— En það leiðinlegasta?
„Skólinn” sagði Bessi. Stuðar-
inn varð svo hissa á þessu svari
að hann haföi engu við að bæta,
heldur stóð upp og fór.
Viðviljum líka vera með
Tvær stúlkur komu askvaðandi
og sögðu: „Ætlarðu ekki að tala
við okkur?” Jú,auðvitað var ekk-
ert sjálfsagðara.
— Hvað segiði, filiði staðinn?
„Já, bæði tónlistina sem er spil-
uð hérna og krakkana sem koma
hingað.”
— Hvað heitið þið?
„Kristbjörg og Þorbjörg, við
erum báðar 13 ára.”
— Og hvað gerðuð þið áður en
Arsel varð til?
Þ: „Ég var alltaf I Jóker. Bæði
fór ég þangaö til að spila á leik-
tækin og til að hitta kunningja.”
K: „Ég gerði ekkert sérstakt.”
— Ætlar þú að halda áfram að
fara i Jóker?
„Ja.... kannski.... það er ekkert
ákveðið.”
Foreldrarnir alltaf að
banna manni
— Ætlið þið að stunda Arsel?
„Já, við ætlum alltaf að koma
þegar það er opið.”
— Ætlið þið ekki að reyna að fá
foreldra ykkar með?
„Nei, það kemur sko ekki til
greina. Þeir hefðu örugglega ekk-
ert gaman af að koma hingað,og
við mundum heldur ekki vera
eins frjálsleg ef þeir væru með.
Þeir eru lika alltaf að banna
manni eitthvað.”
Viödillum okkur
Og nú rakst ég á Björgvin sem
er 14 ára og Ósk 12 ára alveg að
verða 13. Þau skemmtu sér alveg
konunglega i Arseli eins og allir
hinir og ætluðu að koma eins oft
og þau gætu.
— Hvað geriði hérna?
„Við dillum okkur og tölum við
aðra krakka.” sögðu þau.
— Hver eru ykkar áhugamál.
Björgvin,sem varla mátti vera
aðþviað tala viðmig^sagðist vera
ihljómsveit, en ósk var ekki viss.
„Það er svo margt sem kemur
til greina.”
Og ég leyfði þeim að fara, þau
máttu greinilega ekkert vera að
þessu.
Strákarog jafnréttismál
Ég labbaði mér uppá næstu
hæð, eða réttara sagt þar næstu,
og i einu horninu þar satu
þrjár stelpur, þær Gunna 15 ára,
Hanna 16 ára og Helga 16 ára.
— Hvað segið þið gott?
„Allt þetta fina.”
— Hvað er verið að gera?
„Við sitjum hér og ræðum mik-
ilvæg málefni?
— Eruð þið kannski að ræða um
stráka?
„Meðal annars.”
— Og jafnréttismál?
„Já,” segir Gunna og bætir við
„við erum á móti þeim.”
— Hva!!
Hanna: „Mér finnst alveg sjálf-
sagt að það sé jafnrétti, karlkynið
á ekkert að ráða öllu.”
— Já, nú list mér betur á ykk-
ur....
„...Annars vorum við ekkert að
tala um stráka, við vorum að tala
um frekjuna I foreldrunum.”
Væntumþykja foreldranné
getur farið útí öfgar
— Eru nú foreldrar orðnir frek-
ir?
„Já, þeir skilja ekki þarfir okk-
ar. Við viljum fara út og
skemmta okkur og ráða okkur
sjálfar. En þau vilja passa okkur
einum of mikið. Auðvitað þykir
þeim væntum okkur, en það getur
farið úti öfgar, eins og annað.”
— Jæja, en hvað finnst ykkur
um Arsel?
„Það er gaman að sitja hér og
tala saman, i stað þess að vera
heima og rifast við foreldrana,”
segja stelpurnar að lokum.