Helgarpósturinn - 30.10.1981, Síða 2

Helgarpósturinn - 30.10.1981, Síða 2
2 Föstudágur 30. októbeM98l holrj^rpn^il irínn Hvernig forystu vilja þeir? Rætt við nokkra fulltrúa helstu landshlutasamtaka sjálfstæðismanna Helgarpdsturinn leitaði álits nokkurra forsvarsinanna kjör- dæinisráða Sjálfstæðisflokks- ins, sem til náðist, og formanns stærsta sjálfstæðisfélagsins i Reykjavík og spurði þá hvaða niðurslöiðu þeir helst dskuðu i forystukjöri Sjálfstæðisflokks- ins i Reykjavfk: Þörir Lárusson formaður Varðar i Reykjavík: Hvað verðurframundan i Sjfl. ef Geirs-armurinn sigrar i stjórnarkjöri á landsfundinum? „Ég áli't að forystan muni þá þrengjast enn meira. Ragnhild- ur Helgadóttir er t.d. eini full- trúinn á landsfundi, sem hefur tekið undirsamþykkt SUS á ísa- firði um daginn. Ég sé ekki að það stefni til sátta i flokknum”. Hvern telurðu vera vænsta kostinn i forystumálum flokks- ins? „Ætli skásti kosturinn væri ekki miðað við stöðuna eins og hún ernúna, aö Geiryrði áfram formaður og Friðjón Þórðarson varaformaður. Ená þvier varla fræðilegur möguleiki. Við stönd- um andspænis þessari harðlinu- keyrslu. Þaö er eins og mennirnir stefni að þvi að gera flokkinn minni, gera hann við- ráðanlegan fyrir sig. Forystan vill ráðskast með framboð flokksins og þeir bjóða flokkn- um upp á menn sem ekki njóta vinsælda. Flokkurinn má ekki við þessu — t.d. þessum gegndarlausu árásum á Al- bert”. Reiknarðu kannski með að stofnaður verði nýr flokkur? ,,Nei, ég sé það ekki fyrir mér. Og Albert hefur ekki látið neittuppi um, hvort hann ætli i prófkjör. Ef hann situr hjá, myndast þar stórt gat — nei, ég held að flokksstofnun sé ekki i bígerð, en maður veit aldrei. Kannski svara ég allt öðru á þriðjudag”. Telurðu mögulegt að halda þessum óliku sjónarmiðum um Sjálfstæðisflokkinn áfram saman undir einni stjórn? „Flokkurinn hefur undan- farna áratugi notið þess að hafa haft ákaflega sterka stjórn, stjórnendur sem gátu sameinað hin ólilíu öfl innan flokksins. Nú er forystan hinsvegar veik og viröist ekki ráða við flokkinn. Það er eins og ég sagði, það er eins og stefnt sé að þvi að minnka flokkinn”. — Min óskaniðurstaða i kosningunum væri, að Geir og Ragnhildur yrðu kosin. Með Ragnhildi i varaformannsem- bætti myndi flokkurinn styrkja stöðu sina i öllum þessum um- brotum hjá konum að bjóða fram sérstaklega, og Ragn- hildur er góður kostur fyrir flokkinn. Annars er það undarlegt, að allt i'einu virðist varaformanns- embættið vera orðið mikilvægt i Sjálfstæðisflokknum, þótt fáir viti hverjir eru varaformenn i hinum flokkunum, segir Albert Kemp, formaður kjördæmis- ráðs Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi. — Það eru hreinar linur, að ég tel best, að Geir verði áfram formaður flokksins og Friðrik Sóphusson varaformaður, eins og málin standa nú. Geir er hæf- astur til að vera formaður, og mér finnst ekki ástæða til að láta annars flokks fólk i öðrum flokkum rakka hann niður og stjóma kosningunni. Ég hef sjálfur trú á Friðrik Sóphussyni. Ég þekki hann per- sónulega og veit að hann er hæfur maður. Hann er mikill miðjumaður innan flokksins, og þótt hann sé stjórnarand- stæðingur á hann mikla mögu- leika á að geta borið klæði á vopnin, segir Magnús Jönasson formaður kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins á Suöurlandi. — Ég tel engan vafa á þvi, að það kemur til uppgjörs á þess- um landsfundi, fyrst og fremst vegna þess, að menn eru á önd- verðum meiði um það hvernig á að reka þessa flokksstofnun, segir Arni Helgason i Stykkis- hdlmi, fulltrúi á landsþingi Sjálfs tæðisflokksins. — Um afstöðu mina til for- manns og varaformanns get ég ekkert sagt fyrr en á landsfund- inum sjálfum. En mér er engin launung á þvi', að ég fylgi min- um þingmanni, Friðjóni Þorðarsyni. Mérer heldur engin launung á þvi, að ég tel rétt, að báðir viki, formaður og varafor- Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins við Bolholt. maður. Við hérna áli'tum, að Palmi Jónsson hafi staðið sig vel sem landbúnaðarráðherra og hann ætti að gera það sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Það er náttúrlega erfitt að segja, hvort hann fær nægan stuðning á landsfundinum, en þetta eru þá am.k. viss mót- mæli, og það er ekkert á móti þvi, að fá fleiri en eitt framboð, fólk getur þá valið á milli, segir Arni Helgason. — Ég fer ekki leynt með þá skoðun mi'na, að mér finnst á- kaflega skrytið, að Pálmi Jóns- son skuli gefa kost á sér i em- bætti formanns Sjálfstæðis- flokksins. Hvernig á fólk að kjósa sem formann flokksins mann, sem er yfirlýstur and- stæðingur stefnu hans? Þetta er ekki rökrétt, þetta er grund- vallarmisskilningur hjá Pálma, segir Svanhildur Björgvins- dóttir, formaður kjördæma- ráðs Sjálfstæðisflokksins I Norðurlandskjördæmi eystra. — Varðandi óskaniðurstöðu mina i' kjörinu til formanns og varaformanns — vel að merkja aðeins miðað við þau framboö, sem þegar hafa komið formlega fram — lit ég svo á, að Geir sé vel að þvi kominn að vera for- maður áfram, Sem varafor- maður koma þrir til greina, allt saman mjög gott fólk, og i reynd er afar erfitt að gera upp á milli. Enégtel ,að Ragnhildur hafi til að bera geysilega þekkingu, bæði á innanlandsmálum og erlendum málefnum, og ég geri ráö fyrir að styðja hana. En kosningarnar verða tvisýnar, segir Svanhildur Björgvins- dóttir. myndir : Jim Smart Formenn Sjálfstæðis- flokksins: Ólafur Thors Jón Þorláksson Landsfundur hinna löngu hnífa • Heigarpósturinn skyggnist bak við skrauttjöld setningarathafnar 24. landsfundar Sjálfstæðisflokksins, —:--— þar sem forystusveitin berst á banaspjótum alla helgina Bjarni Benediktsson Hver næst? ■ Enginn stjórnmálaflokkur islenskur hefur allsherjarsamkundu sina með slikri viðhöfn sem Sjálfstæðisflokkurinn landsfund sinn. Engan ó- kunnugan, sem villsthefði á setningu 24. landsfundarins IHáskóiabió I gær og virt fyrir sér boröalagt og blómum skreytt sviðið, þar sem kunnir listamenn skemmtu með ljóöum, dansi, söng og hijóðfærasiætti, hefði órað fyrir þvi að bak við þessi skrauttjöid öll hefði siðustu dægur verið háður sannkallaöur Valhallarslagur, þar sem „bræður hafa bar- ist” grimmilega um völd og æðstu metorð, og enginn sér fyrir end- ann á fyrr en upp verður staðiö frá landsfundi að kvöldi sunnudags. Þessi 24. landsfundur Sjálf- stæðisflokksins er hinn söguleg- asti I langri sögu flokksins. Vart þarf að rekja hér frekar aðdrag- anda þess uppgjörs, sem fram mun fara á fundinum, svo oft hef- ur sú saga verið rakin. Og þó hef- ur þetta uppgjör borið brátt að þrátt fyrir allt. Staðreyndin er sú, að eftir þann hnekki sem Geir Hallgrimsson beið sem formaður við stjórnarmyndun Gunnars Thoroddssen fyrir tæpum tveim- ur árum, hefur hann allt þetta ár verið að sækja úsig veðrið og var svo komiö nú siðsumars að ljóst þótti að Geir yrði endurkjörinn á. þessum landsfundi án nokkurrar verulegrar mótspyrnu. En i sið- asta mánuði gerðist þrennt, sem hefur snúiö vopnunum i höndum hans og veldur þvi aö hann kemst varla ósár frá fundinum: í fyrsta lagi harðlinusamþykktir SUS-þings á ísafirði, þá ákvörðun fulltrúaráðs flokksins i Reykjavik um lokað prófkjör fyrir borgar- stjórnarkosningarnar og loks upphlaupið i þingflokknum út af fjárveitinganefnd. Allt kallaði þetta á harkaleg viðbrögð og hef- ur orðið til að grafa undan þvl trausti sem Geir virtist vera aö endurheimta meðal flokks- manna. Og nú kemur hann til þessa landsfundar með eitt ör- uggt mótframboð gegn sér um formannsembættið og hugsan- lega annað á leiðinni. Geirs-menn Þó að Geir þurfi varla að óttast að hann tapi formannskosning- Jóhann Hafstein Geir Hallgrimsson.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.