Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 30.10.1981, Qupperneq 15

Helgarpósturinn - 30.10.1981, Qupperneq 15
15 Föstodagur 30. október 1981 Hús verslunarinnar er nú langt komið að utan, eins og sjá má á þessari mynd. Hús verslunarinnar brátt tekið i notkun: Þar verða skrifstofur og margvísleg þjónusta Vegfarendur um Miklubrautina hafa margir tekiðeftir þvi, að hús verslunarinnar í nýja miðbænum i Kringlumýrinni hefur risið upp með miklum hraða. Helgar- pósturinn hafði samband við Arna Árnason framkvæmda- stjóra Versiunarráös tslands tii að forvitnast aðeins um gang mála og var Arni fyrst spuröur hvernig byggingu hússins iiði. „Það er komið það langt að ut- an að það er búið að glerja það að mestu leyti niður og einnig er búið að múra það að mestu leyti niður að utan en frágangur á neðstu hæðunum er eftir”, sagði Arni. Hann sagði að hiti væri kominn i húsið og að mestu væri gengið frá múrverkinu innan húss og það mætti segja, að flestar hæðir ofan 3. hæðar væru tilbúnar til innrétt- inga og eignaraðilar væru að sinna þeim málum nú. Eigendur hússins eru Verslunarráð tslands, Verslunar- mannafélag Reykjavikur, Kaup- mannasamtök íslands, Félag is- lenskrá stórkaupmanna, Bil- greinasambandið, Lifeyrissjóður verslunarmanna og Verslunar- bankinn. Húsið er 14 hæðir en þar af eru 9 heilar. Hinar eru töluvert inndregnar. Gólfflötur i húsinu er alls um 13700 fermetrar en rúm- lega 47000 rúmmetrar, þar af eru neðanjarðarbilgeymslur 3645 rúmmetrar. En það var ein af kvöðum fyrir byggingu hússins að slikar bilgeymslur væru til staðar. Arni sagði að fyrstu aðilar myndu flytja inn i húsið eftir ára- mótin. Verslunarráðið flytur starfsemi sina þangað i júni á næsta ári og munu aðrir vera með svipaðar fyrirætlanir. Þegar fram i sækir munu eignaraðilar koma skrifstofum sinum upp i húsinu en eitthvað af þvi verður þó leigt og er þar að- staða fyrir ýmiss konar þjónustu. Þá er i samþykkt um húsið ákvæði um að á jarðhæð þess verði kaffiteria. Þá er einnig öruggt að þar verður til húsa endurskoðunarskrifstofa. Arni sagði að það væri erfitt að segja til um hvenær húsið yrði fullklárað en það verður þó varla fyrr en á árinu 1983, þvi önnur af tveim farþegalyftum hússins kemst ekki i gagnið fyrr en i árs- lok 1982. Sú fyrri kemúr upp i lok júlí. Ilver kannast ekki við þessa bekki? Við fáum kannski að sitja á nýrri tegund bekkja áður en langt um liður Umhverfisráð efnir til samkeppni: Um bekki, rusla fötur og fleira „Götugögn er nýyrði I málinu og undir það getur fallið allt, sem fólk heidur að sé til nytja og hæg- inda á götum úti, en fyrst og fremst er nú átt við bekki, rusla- ilát, ljósker og þviumlikt” sagði Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavikur, þegar Heigarpóst- urinn spurði hann hvað orðiö götugagn þýddi, en Umhverfis- málaráð Reykjavikur efnir um þessar mundir til samkeppni um uppdrætti af götugögnum til nota á strætum og torgum Reykjavik- ur. Hafliði sagði að hugmyndin að baki þessari samkeppni væri að fá snjallar hugmyndir að slikum götugögnum. Þar væri fyrst og fremst óskað eftir bekkjum, blómakerjum, ruslafötum og götuljóskerum. Eins mættu menn koma með tillögur um fleira, eins og götuskilti, reiðhjólagrindur, leiktæki af ýmsu tagi, og fleiru. Samkeppni þessi er fyrir alla islenska rikisborgara og þá sem hafa lögheimili á Islandi, og skal skila tillögum i siðasta iagi þann 15. janúar 1982 kl. 18 að islenskum tima. — Er meiningin þá að þetta verði smiðað i náinni framtið? „Það fer eftir þvi hvað fjárveit- ingarvaldið ákveður i þeim efn- um en fyrst og fremst er verið að stila upp á eitthvað, sem er ódýrt i byggingu, þvi götubekkir eins og þeir eru i dag eru ansi dýrir. Þeg- ar þeir eru brotnir i tugatali i mánuði hverjum, er þetta dýrt gaman.” ■ — Viljið þið kannski fá einhvern nýjan svip á þetta? „Þvi ekki það. Það er skemmti- legra að hafa einhverja tilbreyt- ingu i þessu. Nú þegar eru 6—7 mismunandi tegundir af bekkjum i gangi.” Hafliði sagði, að til þess væri ætlast að þeir, sem taka þátt i samkeppninni gerðu tillögu að ákveðnum götustúf. Ef allt þetta gengur að óskum eigum við kannski eftir að sjá eitthvað af þessum tillögum prýða stræti og torg á næstu ár- um, en Hafliði vildi leggja áherslu á, að þessir hlutir yrðu að •vera nógu einfaldir i viðhaldi og byggingu þannig að þeir yrðu ódýrir. „Við megum ekki leyfa okkur lúxús eins og stórborgir erlend- is,” sagði hann. Sportvöruverslunin Ástund: Ný og stærri sérdeild fyrir hestamenn „Við byrjuðum fyrir fimm ár- um vegna áhuga okkar á aö koma upp þjónustu fyrir hestamenn. Það, sem við höfum lagt til grundvallar eru gæði vörunnar, og að reiðtygin hæf i islenska hest- inum sem best,” sagði Arnar Guðmundsson, einn af eigendum sportvöruverslunarinnar Astund- ar á lláaleitisbraut, en i dag, föstudag, flytur hluti verslunar- iimar i nýtt húsnæði innan versl- unarmiðstöðvarinnar. 1 þessu nýja húsnæði verður lögð mikil áhersla á vörur fyrir hestamenn og I búðinni er skemmtilega innréttað „hest- hús”, þar sem hestamenn geta fengið allt til iþróttar sinnar. -1 þessari nýju verslun verður haldið áfram að leggja áherslu á vönduð reiðtygi og einnig verður reynt að hafa á boðstólum fjöl- breyttan og góðan fatnað fyrir hestamenn. Arnar sagði, að verslunin hefði haft náið samstarf við tamninga- menn um nýjungar og væri þeir fengnir til að prófa þær, áður en þær eru settar á markað fyrir hinn almenna hestamann. Þá sagði hann, aö tilraun yrði gerð til að tengja kaffistofu verslunarinn- ar sérversluninni, þar sem af- greiðslan væri bundin persónu- legum tengslum, og einnig væri mikið um aðfólk kæmi langt að. Þannig gæti það átt athvarf á kaffistofunni. Einnig verður komið upp video- kerfi, þar sem sýndar verða myndir frá mótum og keppnum. Þá verður kerfið einnig notað til sýnikennslu I meðferð þess vam- ings, sem boðið er upp á, og enn- fremur ættu þeir, sem vilja selja hesta, að geta komið með spólur og fengið þær settar i myndband- ið, þó verslunin taki ekki að sér neina milliliðastarfsemi i sölu hrossa. En er grundvöllur fyrir svona sérverslun meðvörur fyrir hesta- menn. Þvi' svarar Amar: „Já, ég tel, að það ætti aö geta verið það. Það má lika segja, að við leggjum áherslu á þessa vöm vegna eigin áhuga, en ef þetta væri rekið með tapi, gætum við ekki haldið þvi áfram. Ég vona, að með stækkuninni náum viö meiri hlutdeild i markaðnum og að við getum veitt betri þjón- ustu”, Arnar Guðmundsson fyrir framan nýja „hesthúsið ^LIÐAR€NDl Klassískt tónlistarkvöld SUNNUDAGSKVÖLD MEÐ Guðmundi Jónssyni óperusöngvara og Ólafi Vigni Albertssyni píanóleikara Leikin verða létt íslensk verk V Borðapantanir frá kl. 2 y isima 11619 Opiö frá kl. 18.00

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.