Helgarpósturinn - 13.11.1981, Síða 21
21
hal/jarpn^tl trinrf ðstudágur 13. nóvember 1981
,,Um samskipti tveggja
einstaklinga''
— segir Guömundur Magnússon
um leikrit, sem verið er aö
æfa í Þjóðleikhúsinu
„Leikritiö fjallar um samskipti
tveggja einstaklinga og erfiöleika
þeirra aö ná saman, almennt séö.
Þar viö bætist, aö annar einstakl-
ingurinn er á hjólastól. Aö ööru
leyti er þetta ekki frábrugöiö
samskiptum tveggja enstakl-
inga”, sagöi Guömundur
Magnússon leikari, þegar hann
var beöinn um aö segja frá efni
leikrits, sem veriö er aö æfa I
Þjóöleikhúsinu um þessar
mundir.
Leikrit þetta heitir Uppgjöriö,
eöa hvernig ung kona kemst i
vanda og gerir upp hug sinn, og
veröur frumsýnt i lok þessa
mánaöar.
Uppgjöriö veröur ekki tekiö til
sýninga á sviöum Þjóöleikhúss-
ins, a.m.k. ekki fyrst um sinn,
heldur er þvi ætlaö aö fara á
vinnustaöi og i skóla. Tildrögin aö
gerö þess voru þau, aö Sveinn
Einarsson Þjóöleikhússtjóri haföi
samband viö Guömund Magnús-
son, Sigmund Orn Arngrimsson,
sem leikstýrir verkinu, og
Gunnar Gunnarsson rithöfund, og
baö þá aö útbúa farandverk.
Gunnar skrifaöi siöan ramma aö
verkinu og var hann lagöur fyrir
Svein, sem var honum sam-
þykkur. Siöan sátu þremenning-
arnir og pældu i verkinu i
tyær vikur. Upphaflegi ramminn
geröi jafnvel ráö fyrir tveim leik-
urum til viöbótar viö Guömund,
en á endanum varö þaö bara einn,
og þaö er Edda Þórarinsdóttir,
sem leikur á móti Guömundi.
Hvað vakir fyrir hópnum meö
þessu leikriti? Þvi svarar Sig-
mundur Orn:
„Viö ætlum ekki aö setja á sviö
vandamálaleikrit. Þetta er leik-
sýning, sem á aö vekja til um-
hugsunar og vekja
umræöur. Það
á aö vekja til
umhugsunar um
samskipti manna,
hvort heldur
þeir eru
hreyfihamlaöir,
eða ekki.”
Eftir sýningar
eru aöstand-
endur tilbúnir til umræöna um
verkiö og þau vandamál, sem þaö
fjallar um.
Guömundur Magnússon hefur
ekki leikið á leiksviöi i fjöldamörg
ár og var hann spurður að þvi
hvernig þaö væri aö fara aö leika
aftur.
,,Ég er helvíti nervös yfir aö
fara aö standa aftur á sviöinu,
þaö er viss spenna i þessu. Þaö er
mjög gaman að því hvernig þetta
hefur verið unniö, og nervositetiö
er ekki fyrir vinnunni, heldur
fýrir sýningunni.”
Guömundur er sjálfur lamaöur
og er i hjólastól. Hann var þvi
spuröur hvort hann væri kannski
aö leika sjálfan sig.
„Nei, ég er ekki aö leika sjálfan
mig, þetta er ekki min saga. Það
eina, sem viö eigum sameigin-
legt, er að viö erum báöir lamaöir
eftir slys.”
Sigmundur Orn vildi taka þaö
fram, aö vinna viö þetta verk
heföi veriö mjög lærdómsrfk fyrir
hann, þvi menn færu aö hugsa allt
ööru vlsi um þessi mál.
Auk þeirra, sem áöur eru
nefndir, kemur Karólina Eiriks-
dóttir viö sögu, þvi hún semur
tónlistina viö verkiö.
Guðmundur Magnússon og Edda
Þórarinsdóttir á æfingu á Upp-
gjörinu.
Af útkjá!kafó!ki
Guðmundur G. Hagalin: Þar
verpir hvitur örn (skáldsaga).
Almenna bókafélagið, Reykja-
vik 1981.
F’yrsta bók Guðmundar G.
Hagalin, Blindsker, kom út árið
1921 þannig að hann hefur nú
skeiðað um ritvöllinn i full sex-
tiu ár. Ekki hef ég tölu á öllum
ritum hans en vist er að hann á
sér dyggan lesendahóp sem
fagnar útkomu hvers nýs verks
frá hans hendi. Titilinn að nýj-
ustu skáldsögu sinni sækir Guð-
mundur i kvæöaflokkinn Annes
berjist i bökkum, en engan hafa
þeirklerkinn. Þegar þeim berst
siðan bréf frá sjálfum biskupn-
um um að til boða standi skosk-
ur prestur, John MacKormick
að nafni er blásið til safnaðar-
fundar. A þessum fundi kynnist
lesandinn ibúunum vel. Karl-
mennirnir eru af öllum gerðum
en hugsunin jafnan ofurseld bú-
skapnum og virðingin helguð
karlmennskunni. Konurnar eru
skörulegar og standa við hlið
karla sinna rignegldar i hlut-
verk sitt. Og undir kraumar
Bókmenntir
eftir Sigurð Svavarsson
og eyjar eftir Jónas Hallgrims-
son, fyrstu visuna um Horn-
bjarg:
Yst á Hornströndum heitir
Hornbjarg og KÓpatjörn:
þeir vita það fyrir vestan,
þar verpir hvitur örn.
Aður hefur Guðmundur gefið
út bók sem þiggur nafn af næst
siðustu linunni.
Þessi nýjasta skáldsaga Guð-
mundar gerist á útkjálkabyggð
á norðanverðum Vestfjörðum
(Hornströndum) á striðsárun-
um „þegar Kurkhil, Hrósveltog
Stalin vorli að berjast saman
gegn Hitler og þýsku ófétun-
um”. Það er ekki ýkja fjöl-
mennt samfélagið sem Hagalin
lýsir og feigðardómurinn hefur
verið kveðinn upp yfir þvi. Per-
sónurnar sem höfundur lýsir
eru dæmigerðar fyrir hann
harðgert fólk og lifsreynt er
hefur mótast af harðneskjulegu
sambýlinu við hina óvægnu
náttúru.Sérkennilegtfólker ber
sérkennileg nöfn kjamsar á
skondnu vestfirsku talmáli og
lætur gjörðir sinar mótast af
lifsfilósófiu útkjálabúans.
Þeir eiga snorturt guðshús
þarna fyrir vestan þótt flestir
mannleg náttúra eins og jafnan
hjá Hagalin.
Þjóðerni prestsins leiðir talið
fljótt að skoskum hrútum og
smalahundum enda slik kvik-
indi liklegri til að bæta hag
fólksins en predikanir kenni-
mannsins. Þegar klerkur birtist
kemur fljótt i ljós að hann fellur
ikramið. Viðfyrstu messu rotar
hann nefnilega uppivöðslu-
saman útsendara alheims-
kommúnismans á staðnum og
eftir það á hann greiða leið að
hjörtum safnaðarbarna sinna.
Það er fjörlega og spaugilega
sagt frá i Þar verpir hvitur örn.
Höfundur er fyrst og fremst að
bregða upp mynd af samfélagi
og fólki sem hann dáir, ekki að
boða og predika. Hins vegar er
það alveg ljóst að hann kyndir
undir goðsögnina um hið kjarn-
mikla alþýðufólk sem lifir i sátt
við náttúruna og á sama hátt
eru þéttbýlissvæðin iverustaðir
spillingar. Það er greinilega
ekki meining höfundar að tala
til þeirrar kynslóðar sem undir-
ritaður tilheyrir, enda tel ég vist
að þessi skáldsaga gleðji þann
lesendahóp sem þegar tilheyrir
Guðmundi, en stækki hann
trauðla!
S.S.
(@aíkrp lækjartors ú (Mlerp ilækjartors \7a
Nýja húsinu Lækjartorgi 2.hæð jSimi 1-53-10 m ÍNýja húsinu Lækjartorgi 2.hæð Simi 1-53-10 “1
SÝNINGARSALUR: HLJÓMPLÖTUVERSLUN:
Myndlistarsýning
Haukur Hall
I trölla höndum
Haukur sýnir 38 myndir (kol og blýantsteikn.) ásamt einu skúlptúr
verki — Tröllalúku.
Viðfangsefni Hauks er einkum íslenskar þjóðsögur,sér í lagi trölla
sögur.
Sýningin stendur yf ir 7.—22. nóv. '81.
Opið kl. 14—22 alla daga.
Ath. Við mælum með kaf f inu i Kaff itorgi á sömu hæð.
Sérverslun með íslenskar hljómplötur
Bráöum koma blessud jólin
börnin fara að hlakka til
Góða plötu á grammófóninn
gjarnan þá ég eiga vil
Þeir sem kaupa islenskar hljómplötur, hafa kynnst þvi hvað
það getur verið erfitt að hafa upp á vissum plötum.
Þessu höfum við reynt að bæta úr, með þvi að safna öllum fáan-
legum islenskum hljómplötum á einn stað.
1 dag býður GalleryLækjartorg upp á landsins mesta úrval is-
lenskra hljómplatna—yfir 400 plötuheiti.
Sparaðu þér sporin og littu fyrst inn til okkar — það borgar sig
ÍSLENSKAR HLJÓMPLÖTUR
Á GÓÐU VERÐi
Póstsendum um land allt