Helgarpósturinn - 27.11.1981, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 27.11.1981, Blaðsíða 3
___hnlrfr^rpncr// irinn Fostudagur.27. nóvember, 1981 3 ekki v.era úrelt fyrirbæri i nutfma þjóöfélagi, voru þau bæði sammála um, að þeim fyndist hjónabandið ekki vera það. „Hver maður sem er orðinn fullþroska hefur gott af þvi að vera i hjónabandi, bæði til að þroska sjálfan sig og fylgjast með öörum þroskast,” sagði Július. Asa var sammála honum og sagði, að hún væri kaþólsk og gifti sig bara einu sinni. — En er grundvöllur hjóna- bandsins vandfundnari nú en áður? „Nei,” sagði Július, „en sumt fólk litur svo á, að hjónabandið sé svo litill hlutur, að það lætur sambúð nægja.” „Ég tel, að þetta sé mjög ein- staklingsbundið”, sagði Asa. Um það hverjar væru forsendurnar fyrir vel heppnuðu hjónabandi, sagði Asa, að fólk yrði að geta rætt saman ef vandamál kæmu upp, en ekki aö byrgja þau inn i sig, og tók Július i sama streng. „Ef eitthvað bjátar á, verður að tala um það. Ef þú byrgir það inni, kemur óánægjan i ljós”, sagði Asa. „Það veröur að kunna að bregðast við, það verður að hafa ákveðna reynslu. Maður hefur alltaf hjónaband foreldra sinna til að miða við, maður sér bæði kostina og gallana”, sagði Július. Rætt við Ásu Ásgrímsdóttur og Júlíus Elliðason, sem giftu sig í september sjómaður i 54 ár, en Sigríður var heima með börnin, en þeim varö sjö barna auðið, og hafa veriö á öllum fjörðum, eins og þau orða það. Jón og Sigriður bjuggu bæöi i Alftafirði um að leyti, sem þau kynntust, en kynnin sjálf fóru fram i Hnifsdal. Það var árið 1923, og i hjónaband gengu þau 1. nóvember 1924. Þegar þau voru spurð aö þvi, hvort þau hefðu trúað á það, að þau yrðu saman til eilifðar, þegar þau voru gefin saman, sagði Jón, að hann hefði nú tekiö þvi þannig. „Við höfum hangiö saraan, og ætli við förum nokkuð að skilja úr þessu”, sagði Sigriður. Aðspurð um það hvernig þau Rætt við Jón Guðmundsson og Sigríði Guðmundsdóttur, sem hafa verið gift í 57 ár eina dóttur, cn Vilborg átti fyrir tvo syni af fyrra hjónabandi. Fyrri maður hennar drukknaði, þegar drengirnir voru 3 og 7 ára. Þau hjón bjuggu legnst af á Akranesi, þar sem Kristján stundaði sjómennsku, og siðar sorphreinsun. Vilborg hefur hins vegar ekki unniö utan heimilis eftir að hún giftist Kristjáni. Þau voru spurð að þvi hvar og hvernig þau hafi kynnst. „Það var ósköp einfalt”, sagði Vilborg. „Kristján leigði i næsta húsi við mig. Eldri drengurinn minn var oft niðri i skúr, þar sem þeir voru að beita, og hann fór að koma með Rætt við Kristján Þorsteinsson og Vilborgu Þjóðbjarnardóttur, sem verið hafa gift í 44 ár vissi fólk hvaða hlutverk það hafði” Viðmælandi okkar er 38 ára gömul háskólamenntuð fráskil- in kona, og vill hún ekki láta nafns síns getið. — Er grundvöllur hjóna- bandsins vandfundnari nú en áður? „Það má segja það. Hér áður fyrr byggöist hjónabandið á efnahagslegri, tilfinningalegri og félagslegri samstöðu en núna eru það meira tilfinningarnar, sem tengja fólk saman. Ef þær eru ekki fyrir hendi, ef menn hafa ekki tilfinningalegt skjól, er hætta á að fjölskyldan sundr- ist. Ef þú litur á bændasamfélag- ið, fer fólk strax i ákveðin hlut- verk. Konan gættibús og barna, en karlinn tók að sér útiverkin, og þau gátu stundum sameinast i þessum verkum. Það, sem er mikilvægast, er að þegar fólk gekk i hjónaband, vissi það hvaða hlutverk það hafði, en núna, og sérstaklega min kyn- slóð, vitum við voðalega litið hvaða hlutverk við höfum. Bæði piltar og stúlkur horfa á móður sina sem húsmóður. Stúlkan ser kvenimyndina sem húsmóður og pilturinn h'ka. Imyndin af fjölskyldunni er húsmóðirin og Rætt við 38 ára gamla fráskilda konu karlmaðurinn, sem vinnur úti. Þessari fjölskylduimynd hef- ur mi'n kynslóð orðið að breyta, skapa nýjar venjur og viðmið- unarreglur i f jölskyldunni sjálfri. Hlutverkaskiptingin er ekki sjálfgefin. Það verður að tala um hana, mætast á miðri leið. Það verður að ræða viðkvæm mál, hver á rétt til hins og þessa. Þá reynir á samvinnu, samhug og tilfinningaleg tengsl. Það er ekkert sjálfgefið. Ef við tökum karlmann af minni kynslóð sem dæmi, þá er kvenimyndin, sem hann hefur annars vegar móöir hans sem eldar matinn, og konan, sem hann les um i skáldsögum, feg- „Ef fólk veður bara áfram, og heldur að hjónabandið sé ein- tómt love-me-tender-love-me true, þá er hætt við að sagan endurtaki sig”, segir fráskilin kona i þessu samtali. urðargyðjan i blöðunum. Hann verður þá kannski fyTÍr von-_k, brigðum, þegar konan |5 neitaraðbúa til matinn og V Sjálfstæðismenn hafa haft framsýni til að fylkja sér einhuga um unga forystu- menn í borgarstjórn Reykjavíkur. Bjarni Benediktsson, Gunnar Thoroddsen, Geir Hall- / grímsson og Birgir Isleifur urðu allir borgarstjórar á aldrinum þrjátíu og tveggja til þrjátíu og sex ára. Enn á ný hafa allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kallað til forystu ungan stjórnmálamann. Davíð Oddsson er ekki flæktur í þau átök sem sundrað hafa flokknum í landsmálum. Fylgjum þessari einhuga ákvörðun eftir, sameinum flokkinn og vinnum Reykjavík aftur:

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.