Helgarpósturinn - 27.11.1981, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 27.11.1981, Blaðsíða 22
22 „KVIKMYNDIN EKKI SÖNNUN Á NEINU" segir hollensk myndlistarkona, Christine Koenigs, sem sýnir myndir sínar á kvikmyndahátíð Nýlistasafnsins Nýlistasafniö við Vatnsstig hefur að undanförnu staöið fyrir kvikmyndahátið, þar sem sýndar hafa verið kvikmyndir mynd- listarmanna, bæði innlendra og erlendra. Hollensk myndlistarkona, Christine Koenings, er nokkurs konargestur hátiðarinnar, en hún kom með i fórum sinum myndir eftir sjálfa sig, ásamt myndum eftir Lauwrence Weiner, Babeth,, Teun Hocks og Ulay og Marinu Abramovic. Helgarpósturinn hitti Christine Koenigs að máli og var hún beðin að segja frá þessum myndum. Hún sagði, að þessir listamenn notuðu kvikmyndamiðilinn i ákveðnum tilgangi, þvi að ef svo væri ekki myndu þeir nota mál- verkið, eða eitthvað annað. Ein- beiting áhorfandans væri miklu meiri frammi fyrir kvikmyndinni en öðrum miðli og þannig væri hægt að koma miklu að á stuttum tima. Pað eina sem áhorfandinn sæi á þessum tima væri myndin og hann heyrði aðeins hljóöin, sem henni fylgdu. „Þess vegna kann ég svo vel aö meta kvikmyndamiöilinn og tek hann fram yfir videó og sjónvarp, vegna þess, að þá eru ljós yfirleitt kveikt, fólk getur. gengið um og talað, og það horfir ekki raun- verulega á.” Christine vildi taka þaö fram, að kvikmyndir þessar væru ekki tilraunamyndir, heldur væru listamennirnir að koma á fram- færi hugmyndum sinum, og hefðu þeir kosið kvikmyndamiðil- inn til þess. Um aðdragandann að fyrstu kvikmynd sinni, sagði Christine að hún hefði veriö að mála seriu af myndum, sem fjölluðu um regn, en fólk hefði ekki skiliö þau. Hún ákvað þá að gera kvikmynd um samaefni til þessaðsanna, að myndirnar væru rétt málaöar. ,,En kvikmynd er ekki sönnun á neinu. Hún er miðill eins og mál- verkið, en fólk tekur hana frekar sem sönnun, þar sem hún er nær veruleikanum. Ég fékk styrk til að gera þessa mynd og gat þess vegna gert hana meö atvinnu- mönnum. önnur kvikmynd min heitir - „Rythm” og er það ritmi regn- hlifar sem opnast og lokast á vixl, og ég hef þessa mynd meðferðis núna.” Aðspurð um það hvort margir myndlistarmenn i Hollandi notuðu kvikmyndina sem tján- ingartæki, sagði Christine að svo væri ekki, og sæi hún ekki fram á það, að listamenn færu almennt að nota kvikmyndir meira. „Ég held, að sumir geti tjáð sig betur með kvikmynd, en enn aðrir tjái sig betur með málverk- inu. Það er mjög einstaklings- bundið hvaða miðil menn kjósa sér. Ég held, að á ákveðnum timabilum reyndu menn kannski fyrir sér meö kvikmyndina. Sumir halda siðan áfram, en aðrir ekki. Það tekur venjulega nokkurn tima áður en menn finna þann miðil, sem hentar þeim best”, sagði Christine Koenings. Föstudagur 27. nóv^lBfck. I9fii lb Monty ogAnna Lemin Wihom (fremst) forstöðumenn dönsku og sænsku kvikmyndasafnanna og Uve Sevel forstjóri Nordisk filni horfa á isienska kvikmynd i Regnboganum (mynd: Jim Smart). Góöar gjafir frá Nordisk Film: Tvær gamlar kvikmyndir eftir Guömund Kamban — Tilefni þess að við gefum is- lenska kvikmyndasafninu þessar tvær kvikmyndir er það, að um þessar mundir eru liðin 75 ár sið- an Nordisk film hóf starfsemi sína, og um leið er liöinn jafn langur timi frá þvi að reglulegar kvikmyndasýningar hófust á Is- landi. Þannig skýrir Uve Sevel for- stjóri Nordisk film þá ákvörðun fyrirtækisins að færa Islenska kvikmyndasafninu að gjöf eintök af kvikmyndunum Hadda Padda og Det sovende hus, sem voru gerðar undir stjórn Guðmundar Kambans, eftir hans eigin hand- riti á árunum 1914 og 1915. Sevel kom tii Islands af þessu tilefni ásamt forstöðumanni danska Kvikmyndasafnsins, Ib Monty, og forstöðumanni sænska safnsins, Anna Lemin Wibom. En tilefni gjafarinnar er ekki aðeins þetta tvöfalda afmæli. — Við i Nordisk film erum m jög hlynntir starfsemi kvikmynda- e/garpósturinn._ safna almennt og álitum, að slik- ar stofnanir séu bráðnauösynleg- ar við uppbyggingu kvikmynda- listarinnar. Það er ómetanlegt, að til séu á einum stað, og skráðar, gamlar kvikmyndir, innlendar og erlendar, þar sem hægt er að gri'pa til þeirra til að sýna al- menningi og ekki siður fyrir upp- rennandi kvikmyndafólk og nem- endur i kvikmyndaskólum til að sækja i þær hugmyndir og innblástur. Þetta hafa margir meistarar nútimans gert. Þar nægir aö nefna itölsku meistar- ana Antonioni og Fellini, sem báðir sökktu sér niður i kvik- myndasafnið i Paris þegar þeir voru ungir menn, segir Ib Monty. Við þetta bætir Wibom, að Ing- mar Bergmann hafi verið tiður gestur i sænska kvikmyndasafn- inu árum saman, og eftir að hann fluttist til Þýskalands fyrir nokkrum árum sakni hann mest að hafa ekki aðgang að þvi, enda þótthann eigi sjálfur dágott safn gamalla kvikmynda. Ncrdisk film lætur ekki við það sitja að gefa góöa gjöf til íslands i tilefni af afmælinu. Nýlega var lokið við endurreisn elsta uppi- standandi kvikmyndavers i Dan- mörku á vegum félagsins. Þegar kvikmyndaverið,semer frá árinu 1906, var tilbiíið var það afhent danska kvikmyndasafninu að gjöf. Athygli þeirra þremenning- anna var að sjálfsögðu vakin á elsta kvikmyndahúsi okkar Is- lendinga, Fjalakettinum, jafn- skjótt og þau komu til Reykjavík- ur. Og öllum bar þeimsaman um, að enginn vafiværiá þvi, að þetta hús bæri að varðveita, helst gera það upp i það horf sem það var meðan þar voru sýndar biómynd- ir. — Það væri glæsileg afmælis- gjöf til islenskrar kvikmyndalist- ar ef það væri gert, segir Uve Sevel um það. —ÞG lllkvittni og kvikindisskapur Or Illum feng Alþýöulcikhússins —fyndnin er óvenjuleg og ekki vfst að hún sc við hæfi allra, cn ég hvet alla sem unna illkvittni og kvik- indisskap að sjá þessa sýningu,segir Gunnlaugur m.a. I umsögn sinni. Alþýðuleikhúsið: Iilur fengur eftir Joe Orton. Þýðandi: Svcrrir Hólmarsson. Leikinynd: Jón Þórisson. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðs- son. Leikendur: Bjarni Steingrims- son, Heiga Jónsdóttir, Guð- mundur Ólafsson, Bjarni Ingvarsson, Arnar Jónsson og Borgar Garðarsson. Joe Orton er Breti runninn upp úr verkamannahverfi stór- borgar sem á stuttri ævi skildi eftir sig markverð spor i bresk- um leikhúsheimi. Hann varð að- eins 35 ára, rétt farinn að njóta frægðar og frama, þegar sam- býlismaður hans drap hann vegna öfundar yfir velgengni hans. Eftir Orton liggja sjö leik- verk og ein skáldsaga sem gefin var út eftir dauða hans. Orton fæddist 1933 ogdó 1967. Það þyk- ir einkenna verk hans að hann sæti hvers færist til þess að ganga fram af fólki sérstaklega i umfjöllun um það sem venju- legu fólki er meira og minna heilagt. Leikritið Illur fengur (Loot) var frumsýnt 1965. Leikritið er byggt upp af svæsnum kvikind- ishætti þar sem dauðinn, trúar- brögðin og siðast en ekki slst yf- irvöldin, sérilagi lögreglan eru tekin til meðferðar. Segja má að leikritið sé grundvallað á þeirri kennisetningu sem höfö er eftir Orton að „fólk sé óforbetran- lega slæmt, en óumræðilega fyndið”. Leikritið hefst á þvi að sóma- kær kaþólikki og framámaður i safnaðarstarfinu er að búa út virðulega útför nýlátinnar eig- inkonu sinnar. Hjúkrunarkonan sem hugsaði um hina látnu sið- ustu vikurnar, en það kemur i ljós að hún hefur átt sjö eigin- menn á jafnmörgum árum, reynir strax að leggja snörur sinar fyrir syrgjandann. Siðar kemur i ijós að ekki er allt méö felldu um fráfall frúarinnar. Vel uppalinn sonur hjónanna er i slagtogi með alræmdum kvennaflagara sem á að baki fimm lausaleiksbörn og sitthvað fleira, reynist ekki vera sá eng- ill sem faðirinn hugði. Hafa þeir félagarnir nýlokið við stórt bankarán og eru peningarnir geymdir inni i skáp á heimilinu. Lögreglan er komin á spor þeirra og ákveða þeir að skipta á likinu og peningunum, setja peningana i kistuna og likið i skápinn. Þá kemur „maðurinn frá vatnsveitunni” sem fljótlega er ljóst að er Truscott foringi I Scotland Yard. Þarmeð er hafin ótrúleg atburðarás sem endar meö þvi að sá sem trúir á heið- arleika og réttlæti fær makleg málagjöld, en skúrkarnir hrósa sigri. Sannarlega óvenjulegur endir. En það er ekki bara atburöa- rásin sem er drepfyndin (ef maður má nota þaö orö um þetta leikrit) heldur er textinn uppfullur af meinfyndnum mót- sögnum og illkvittnislegum at- hugasemdum. Þessi tegund af húmor á vel við kimnigáfu tslendinga sem ákaflega oft byggir á iilkvittni af einhverju tagi. Hinsvegar má segja að margt af þvi sem höf- undur beinir spjótum sinum að er alls ekki eins heilagt í hugum Islendinga og Breta. Til dæmis eru tslendingar kærulausir um trúarbrögð og ég veit ekki til þess að hér hafi nokkurntima rikt lotningarkennd viröing fyr- ir yfirvöldunum. Það sem kann að hneyksla margan Breta nið- ur i tær, geta flestir tslendingar yppt öxlum yfir og glott að. En þrátt fyrir að skotin séu ekki eins föst hér á landi og úti, er illkvittnín nógu kvikindisleg til þess að standa alveg fyrir sinu. Leikstjórinn leggur i þessu verki áherslu á hraða og hóflega stilfærslu i leikmáta og tekst hvorttveggja vel, enda trúlega nauðsynlegt i svörtum farsa af þessu tagi. Hlutverkin fimm, faðirinn, hjúkkan, sonurinn, vinurinn og löggan eru tiltölulega jafngild i sýningunni, þó mest beri e.t.v. á tveimur fyrstnefndum og þeim siðastnefnda. Leikhópurinn i heild skilaöi sinu verki mjög vel, enda skiptir miklu i hröðum farsa að hópurinn sé samtaka. Það er eiginlega grundvöllur þess að slik sýning takist vel. Einstakir leikarar sköpuðu einnig skýrar og vel afmarkað- ar persónur. I þvi efni fannst mér Arnar Jónsson og Helga Jónsdóttir skera sig nokkuö úr hópnum, enda bæði tvö þjálfaðri leikarar en hinir. Leikmynd Jóns Þórissonar er eiginlega hefðbundin farsa- sviðsmynd, stofa með tveimur dyrum og einum stórum skáp, sem getur veriö til margra hluta nytsamlegur. Eins og fram hefur komið er Leikfélag Kópavogs frumsýnir Aldrei er friður eftir Andrés Indriðason, sem jafnframt er leikstjóri. Leikmynd: Gunnar Bjarnason. Leikendur: Jóhanna Harðardóttir, Gunnar Magnús- son, Stefán Eiriksson, Valgerður Schopka, Sólrún Ingvadóttir, Guðbrandur Valdi m arsson, Svanhildur Th. Valdimarsdóttir, Hrafn Hauksson, Kári Gislason, Baldur Hólmgeirsson, Sigriður Eyþórsdóttir, Finnur Magnússon og ögmundur Jóhannesson. Kópavogsleikhúsið hóf sitt 25. leikár með frumsýningu á nýju islensku verki Aldrei er friöur eft- ir Andrés Indriðason. Leikurinn fjallar um fjölskyldu sem býr I Kópavogi og greinir frá þremur atvikum i lífi hennar. Fyrst eru sýndar myndir af fjölskyldunni i nýju húsi daginn sem þau flytja inn. Hjónin Haraldur og Guðrún eiga tvö börn, Tótu og Nonna, og auk þess gengur Guðrún með þriðja barnið. önnur myndaröðin lýsir deginum þegar Guðrún kemur heim af fæðingardeildinni og Haraldur stjanar i kringum hana. Þriðja myndaröðin tekur siðan fyrir skirnarveisluna. Andrés byggir þetta verk sitt upp á myndum úr fjölskyldu- textinn viöa meinfyndinn og fæ ég ekki betur séð en að þýðand- inn hafi unnið gott verk (án þess að ég geti nokkuð sagt um trún- að hans við frumtextann). Það verður ekki annað sagt en að þetta leikrit sé nokkuö sér- stakt, enda upphafið að stuttum albúmi hjónanna og verður þess vegna stundum að notast viö Nonna litla sem sögumann til þess að hraða atburðarásinni. Annars finnst mér verkið bera þess talsvert merki aö höfundur hefur unniö við sjónvarp og verk- ið heföi eflaust notið sin betur í þeim miðli. Leikurinn er kynntur sem „verk fyrir alla fjölskyld- una” en held þó að óhætt sé að fullyrða að hann er einkum fyrir börn, sonur minn haföi altént meira gaman af honum en ég. Annars stendur verkið varla undir nafni sem gamanleikur, til þess er húmorinn of lágkúruíeg- ur. Það er móðir Guðrúnar sem veldur þvi að Aldrei er friður. Hún er þó fyrst og fremst tengda- mamma, þ.e. hún fellur alveg að hinni klassisku imynd tengda- móðurinnar, afskiptasöm, nöldr- andi og leiðinleg (það þarf vart aö taka það fram að hún hefur manninn sinn alveg i vasanum, „skassið”). Þessi týpa er nú orð- in heldur útjöskuð til þess að maður hafi gaman af henni. Vita- skuld gengur henni allt i óhaginn (sest m.a. á eggjabakka, ha, ha...). Haraldur er einnig þekkt týpa úr heimi bókmenntanna. Hann er m.a. svo illa að sér i frægðarferli höfundar. Fyndni þess er óvenjuleg og ekki vist að hún sé við hæfi allra, en ég hvet alla sem unna illkvittni og kvik- indisskap, að sjá þessa sýningu (ætli þeir séu ekki fjári marg- ir??). heimilisstörfum að hann getur ekki soðið pulsur (ha, ha, ha). Það örlar næsta sjáldan á virki- lega frumlegum húmor I þessu verki og aldrei kitlaði það hlátur- taugarnar úr hófi. Það er helst þegar strákurinn Nonni leggur mælikvarða barnsins á gjörðir hirnra fullorðnu að verkið verður spaugilegt, enda hefur Andrés sýnt það að honum lætur vel að lýsa börnum. Andrés leikstýrir verkinu sjálf- ur. Heldur þótti mér gæta litilla tilþirfa á þvi sviði og stundum datt leikurinn niður i algera lág- kúru (prestfrúin er t.d. flámælt!). Leikendur sýna fæstir mikil til- þrif enda gefa hlutverkin fæst mikla möguleika. Ég má þó til með að nefna Stefán Eiriksson, sem lék Nonna, alveg sérstak- lega. Hann skilaði sinu hlutverki með sóma, skýrmæltur og kot- roskinn alltaf. Aldrei er friður kemur vart til með að ógna aðsóknarmeti þvi er Þorlákur þreytti setti i Kópavogs- leikhúsinu. Verkið er einfaldlega ekki nógu gott. Andrés Indriðason getur örugglega gert mun betur en að þessu sinni og hið sama má segja um aðstandendur leikhúss- ins. Það er von min að sjálfsgagn- rýninni verði beint að rótum meinsins, það yrði öllum til góös. SS. G. Ast. Afskiptasöm tengdamamma

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.