Helgarpósturinn - 27.11.1981, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 27.11.1981, Blaðsíða 10
Föstudagur 27. nóvember 1981 hg/gwrp/W/ irínn____________ Það reyndist ómögulegt aö fá iðkendur innhverfrar íhugunar til að fljiíga fyrir Helgar póstinn. Þvi verðum við að láta nægja myndir úr erlendu tfmariti um þessi mál. Þaö er ekki annaö að sjá á stúlkunni til hægri en þaö sé bara gaman aö fljúga. Isiendingarnir segjast bara hoppa ennþá — en það stendur tilbóta, segja þeir. • Ef 1% þjóðarinnar iðkar innhverfa ihugun batnar þjóðarhagur segja iðkendur Hver vill ekki bæta andlega og likamlega liöan slna, laða fram dulda hæfiieika, jafn- vel snilligáfu? Hafa jákvæð áhrif á sam- félagið, bæta hag meðborgara sinna, fækka glæpum? Liklega eru þeir fáir sem slægju hendinni á móti þessu, einkum þegar það fylgir, að ekkert þarf til þess að vinna annað en setjast niður og iðka innhverfa ihugun stuttan tima á dag. Enda stunda 1800 tslendingarþessa tækni, sem er indversk að uppruna. Þeir sem hafa náð góðu valdi á þeirri tækni sem innhverf Ihugun byggist á fullyrða auk þess, að þeir geti hafið sig á loft með hugarorkunni einni saman, jafnvel gert sig ósýnilega. Þetta slðasttalda hefurað visu verið af lagt á tslandi, og iðkendur innhverfrar ihugunar segjast vera hættir að sýna öðrum flug, hvað þá að þeir leyfi myndatökur. —Þaö var leyft að mynda flugið til að byrja með. En nú hefur verið ákveöiö að halda engar sýningar á þvi. Hjá okkur er þetta lika afskaplega lítiö flug ennþá, frekar hopp, segir Ari Halldórsson háskóla- nemi. Hann hefur iðkað innhverfa ihugun um skeiö og hefur fallist á að útskýra fyrir- bæriö og þaö sem liggur að baki því. Kyrrir hugann — baö er hægt aö nálgast hana frá mörg- um sjónarhornum. En líklega er best að segja til að byrja með, aö innhverf ihugun er tækni til að kyrra hugann, og um leið og hugurinn kyrrist fylgir likaminn á eftir. Þaö hefur veriö sannað, aö klukkustundar ihugun jafngildi sex tíma venjulegum svefni. Aö baki þessu liggur heilmikil heimspeki sem ég treysti mér ekki tii aö útskýra nema með að minnstakosti klukkutima fyrir- lestri. En þetta er athyglisverðasta heim- speki sem ég hef kynnst, og stunda ég þó nám I heimspeki viö Háskólann, segir Ari Halldórsson. Heimspekin sem liggur að baki inn- hverfri íhugun á uppruna sinn i indverkskri heimspeki, sem var gleymd í þúsundir ára.þar til Maharishi Mahesh, indverskur yogi endurvakti hana og aðiagaði að ein- hverju leyti nútima vestrænni heimspeki og hugsunarhætti. En Maharashi þessi gekk eitt sinn undir nafninu „bitiayoginn” og er sá hinn sami og hinir einu sönnu bitlar, The Beatles, geröu að lærimeistara sínum á sin- um tíma. Það voru einmitt þessi tengsl yogans við bltlana, sem kom Sturlu Sighvatssyni arki- tekt á sporið áriö 1968. Hann var fyrsti íslendingurinn sem varö kennari I þessum fræöum, en auk hans stunda tveir Þjóö- verjar kennslu I innhverfri Ihugun hér á landi. Þegar innhverf ihugun er stunduð kyrrist hugurinn segja þeir, en náhvæmlega hvað gerist og hvernig fara menn að? Við spyrjum Ara Halldórsson. —Maður sest niður I stól og slappar bara af og hugurinn kyrrist meö hjálp ákveðins hljóös sem menn fara með I huganum. Menn hverfa af hinu grófa sviði skynjunar- innar og fara innáviö, I áttina aö fingeröari stigum hugans, I áttina til þess þar sem hugsunin byrjar. Færri og færri hugsanir koma upp i hugann, hann veröur flngerðari og fingerðari, þar til aö lokum menn veröa handan við alla hugsun þar til kemur að þvl sem viö köllum „tæra vitund”. Það þýðir, að engar hugsanir eru lengur I huganum, og þessu fylgir ofsaleg sælutilfinning. Tals- verður árangur næst á tiltölulega skömmum tlma. En það er ekki markmiðiö I sjálfu sér, aö þetta gerist, heldur er markmiöið að kom- ast aftur út úr ihugpninni með þessari þögn sem skapst. Meö þessu hverfa menn út úr skarkala hversdagslifsins til þess aö geta tekist á við hann á nýjan leik. Það kviknar á perunni og öll hugsun verður skýrari, menn eiga auðveldara meö að leysa öll vanda- mál, segir segir Ari Halldórsson. 1 bókum, bæklingum og timaritum, sem eru gefin út um innhverfa ihugun er mikil áhersla lögð á þessi jákvæðu áhrif á lik- amann. Þessi ihugun á samkvæmt þeim að vera allra meina bót. hugsun skýrist, starf- semi hjartans og annarra mikilvægra lif- færa batnar vegna þessa samræmis sem sagt er tæknin valdi I llkamanum. „Er greindari nú" Ari segir, að innhverf ihugun hafi ger- breytt llfsháttum sinum og viöhorfum til lifsins, til hins betra. Hann er afslappaöri eftir: Þorgrím Gestsson Sturla Sighvatsson kennari I innhverfri I- hugun. en áður og gengur yfirleitt allt betur. En það er Sturla Sighvatsson, sem lengst allra manna á íslandi hefur stundað innhverfa ihugun, og árangurinn er þessi, aö sögn hans sjálfs: — Strax eftir að ég fór að stunda innhverfa ihugun fann ég, aö námið fór aö ganga betur. Ég var fljótari aö átta mig á verk- efnum og tókst betur að leysa þau. Mér lið- ur nú mun betur likamlega en áður, mér llður vel andlega og tel mig miklu greindari en ég var áöur. Ég á auðveldara með að umgangast fólk, hef gaman af þvi, sem var kannski alltaf áður. Ég get ekki sagt, að ég hafi dregiö fram dulda hæfileika, en innsæi mitt hefur vaxið og ég er næmari fyrir að- stæöum og umhverfi mlnu og fljótari að átta mig á þvi hvernig ég á að bregðast viö þvl, segir Sturla Sighvatsson. 1% bætir þjóðfélagið En innhverf Ihugun er aðeins fyrsta stigið i þessari tækni. Næsta stig er nefnt shidish, og þaö er á þvl stigi sem menn fara aö fljúga. — Tilgangurinn meö þvi að öölast þessa hæfileika er ekki sá að geta sagt „sjáðu, ég get flogið”. Hann er að öölast samræmi hugar og likama, segir Ari Halldórsson, en hann er einn þeirra Islendinga sem kominn er á „flugstig”. Aöal málið er kannski þaö, aö á þessu stigi stafar út frá iðkendum jákvæöur kraftur, sem bætir samfélagið á alla lund eykur samræmi milli fólks og jákvæða hugsun að þvi er þeir halda fram og leggja fram ýmsar visindalegar kannanir þvi til staöfestingar. Samkvæmt einni þeirra skiptir það sköpum I samfélagi ef eitt pró- sent ibúanna — borgar, bæjar eða lands — iðkar shidish. Þetta mark náðist i Keflavik og Njarövik áriö 1977, þegar rúmlega 80 manns á þessu svæöi voru farnir að stunda innhverfa ihugun. Félagiö hafði forgöngu um, að lögreglan í Keflavik tæki saman yfirlit um tiðni afbrota i umdæminu, bæði á undan og eftir. 1 ljós kom, að þetta ár fækk- aði afbrotum um fjóröung. Þaö er jafnvel taliö gera sama gagn aö kvaöradrótin af þessu eina prósenti stundi æðri stig innhverfrar Ihugnar. Reiknaö hefur veriö út, að hér á íslandi jafngildi þaö 50 manna hópi. En sá hópur þarf að koma saman á einn stað, og stærsti hópurinn sem ihugar saman samkvæmt shidish. En það eru ekki nema 25 íslendingar sem eru komnir nógu langt til að geta haft veruleg áhrif, þar af koma aöeins ellefu reglulega saman i húsnæöi Islenska ihugunar- félagsins að Hverfisgötu 18. Ríkisstjórnin vantrúuð — Við höfum farið fram á þaö við tvo for- sætisráöherra, þá Ölaf Jóhannesson og siö- ast Gunnar Thoroddsen, aö rikiö héldi uppi 50 manna hópi til aö einbeita sér aö inn- hverfri ihugun. Okkur var tekiö af mikilli kurteisi og ráöherrarnir lofuðu að athuga málið og leggja þaö fyrir rikisstjórnina. En slöan höfum viö ekkert heyrt, segir Sturla Sighvatsson. Þaö hefur lika veriö rætt um það viö dómsmálaráöherra aö afbrotamönnum i fangelsum væri gefinn kostur á námsskeið- um i innhverfri ihugun. Eftir ákveðnum stöölum er sagt að hægt sé að mæla þá jákvæðni og samræmingu sem menn öölast, og hugmyndin er að sleppa föngum þegar þeir hafa náb ákveðnum árangri og 0 „Ekki betra en hvað annað’ ’ segir Sigvaldi Hjálmarsson hreinlega gleymt þeim ásetningi sinum að fremja afbrot. En Islenska ihugunarfélagið hefur heldur ekki fengið svör við þessari málaleitan sinni. Þrátt fyrir itrekaðar tilraunir Heigar- póstsins til aö fá sýnishorn af flugi og jafn- fram leyfi til aö taka myndir tókst þaö ekki. — Við erum ennþá á þvi stigi sem kallaö er „fyrsta stig flugs”, og það er ekki mjög merkilegt. Okkur hefur ekki tekist að fljúga nema innan við tug sentimetra, þetta er eiginlega hopp, segir Sturla. —En við álitum, aö einhvertimann nái þetta að þróast á annaö stig og viö getum flogiö lengra, og þá má ætla, að þaö veröi meira spennandi aö sjá það. Hinsvegaryröi það þess valdandi, aö fólk tæki aö einblina á ytri einkennin ef við fær- um aö sýna flug, hugsaði slður um þaö samræmi hugans, sem viö leggjum aöal áherslu á að ná, segir hann. ósýnileiki Anpaö ytra einkenni innhverfrar myndir: Jim Smart » ',<r Ari Halldórsson háskólanemi — „Innhverf ihugun er skemmtilegasta heimspeki sem ég hef kynnst”.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.