Helgarpósturinn - 27.11.1981, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 27.11.1981, Blaðsíða 5
5 halrjarpn<ztl irinn Föstudagur 27. nóvember 1981 lega i ljós, aö alls ekki haföi veriö gert ráö fyrir honum á fjárlögum. Þvi var þó kippt i lag meö þvi aö færa til á fjárlögum fé sem ætlaö var til aö leggja nýjan vegarkafla spölkorn noröar (milli Mjóaness og Gunnlaugsstaöa fyrir kunn- uga) þar sem menn hafa bölsót- ast i djúpum sköflum á hverjum vetri áratugum saman (menn hafa á oröi, aö þegar loksins kem- ur nýr vegur þarna eigi sá gamli hvergi annarsstaöar heima en á vegaminjasafni). En hvaö um þaö. Vegavinnuflokkur mætti á staöinn og hóf aö leggja veg aö brúnni, sem var aö risa talsvert neöar á ánni en gamla brúin. En þegar litiö er til baka viröist mönnum, aö ekki hafi veriö ýkja mikil samvinna milli vegavinnu- flokksins og brúarvinnuflokksins, þvi þegar kom aö þvi aö tengja brúna við veginn kom i ljós að vegurinn kom niöur aö ánni fimmtán metrum frá brúnni. Nú voru góö ráö svo sannarlega dýr. Eina ráöiö i stööunni var nefni- lega aö ráöast á vegarstæöiö með ýtum og ýta þvi þessa fimmtán metra til aö Héraösmenn gætu ekiö hindrunarlitiö yfir brúna. Þetta var gert, og er þaö altalaö i sveitinni, aö aldrei fyrr hafi jafn löngum vegarkafla veriö ýtt svo langan veg eftir jafn stuttan tima... • Það var ekki rétt hermt i blaöinu fyrir skömmu, aö ómögu- legt hafi reynst að beygja járn- bita i verðlaunabiðskýli SVR. Aö sögn þeirra hjá Stáltækni var þaö engum erfiöleikum bundiö, og eru þeir nú aö leggja siöustu hönd á verkið. Þegar þeir hjá strætó hafa séö skýliö ,,á velli”, eins og Eirikur Asgeirsson for- stjóri SVR oröar þaö, veröur tek- in ákvörðun um þaö, hvort og hvenær fariö veröur aö framleiöa skýlin og setja þau upp. Þaö var heldur ekki rétt hjá okkur, að fá biöskýli hafi veriö sett upp á kjör- timabili borgarstjórnar. Guörún Agústsdóttir, formaöur stjórnar SVR upplýsir, aö á kjörtimabilinu hafi veriö sett upp átján skýli, tvö biði uppsetningar og tiu séu i pöntun. Ástandiö er þvi þannig, aö biöskýli eru á um helmingi biö- stööva i Reykjavik, eöa 150 af 300. Mikið vantar þvi á aö biðskýli séu komin á allar biöstöövar SVR, eins og krafa strætisvagnafar- þega hlýtur að vera. En þaö er i áttina þótt hægt fari, og ekki flýtir það fyrir, aö viökomustööunum fjölgar. A þessu kjörtimabili sem senn er á enda hafa t.d. bæst viö átta nýjar biöstöövar eöa við- komustaðir strætisvagna. Enn- fremur hefur Helgarpóstinum borist athugasemd frá Birnu Björnsdóttur innanhússarkitekt sem hannaöi fyrrgreind skýli og þvi mótmælt aö skýlin séu byggö á erlendri fyrirmynd. Þaö sé ekki rétt. Er beöist velvirðingar á þessum villum.... • Sjónvarpsserian Dallas hef- ur nú geisaö hér um skeiö við jafn miklar vinsældir sem óvinsældir. Hvað sem þvi liöur viröist sem þáttur þessi hafi vakið geysilegan áhuga sérfræöinga um jarðhita- rannsóknir á sögusviðinu Texas, eða ekki finnst i fljótu bragöi önnur skýring á þvi aö á ráðstefnu um jaröhita sem nýlega var haldin i Houston i Texas voru hvorki meira né minna en sextán 16 islenskir fulltrúar! Var islenska sendinefndin ein x sú stærsta á ráðstefnunni.... [7 LNINGAR- TILBOÐ ÆT NU geta allir farið að mála — Hér kemur tilboð sem erfitt er að hafna. Efþú kaupir málningu fyrir500kr. eða meir færðu 5% afslátt Ef þú kaupir málnmgu fyrir 1000 kr. eða meir fœrðu 10% afslátt Ef þú kaupir málningu í heilum tunnum, þ.e. 100 lítra, borgarðu VERKSMIDJUVERD og í kaupbætí færðu frían heimakstur hvar sem er á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. HVER BYÐUR BETUR! OPIÐ mánud.-miðvikud. 8—18 fimmtud. 8—20 föstud. 8-22 laugard. 9—12 EB( •••< HRINGBRAUT119. S. 10600/28600 Munið aðkeyrs/una frá Framnes vegi um -YfirborðsmeðferÓ Bókin fjallar um ýmsar aðferðir til að framkalla mismunandi yfirborð áls. Þannig nást ólík blæbrigði í útliti, til skrauts, eða til að felia yfirborð efnisins að umhverfi sínu. Áður hafa þessar handbækur um ÁL komið út á vegum Skan-Aluminium: ÁL— suðubók Tig-Mig ÁL— samskeyting ÁL- mótun og vinnsla Bækurnar kosta 20 kr. stk. og fást hjá: Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Bókabúð Olivers Steins og íslenska Álfélaginu. skon (rp^ luminium NORRÆN SAMTÖK ÁLIÐNADARINS Eftir Jón Helgason. Bók sem fjallar um það mál er illskeyttastar deilur hafa orðiö um á íslandi á siðari árum, þegar Jónas Jónsson dómsmálaráðherra frá Hriflu var lýstur geðveikur árið 1930. Jónas hóf gagnsókn sína með frægustu blaöagrein sem skrifuð hefur verið á Islandi — STÓRU BOMBUNNI — og jafnskjótt var þjóðinni skipt í tvær andstæðar fylkingar sem börðust af skefjalausu offorsi og með bitrustu vopnum sem til uröu fengin. Flestar greinar sem birtust um málið hefðu getað leitt af sér meiðyrðamál, ef út í það heföi verið farið. í bók sinni STÓRU BOMBUNNI fjallar Jón Helgason um þetta einstæða mál, rekur aðdraganda þess, sögu og afleiðingar og dregur fram í dagsljósið fjölmargar nýjar upplýsingar. Jón gleymir heldur ekki hinu spaugilega í málinu, en STÓRA BOMBAN var virkilegur hvalreki á fjörur grínista og gamankvæðaskálda. ÞJÓÐSÖGUR OG ÞÆTTIR ÚR MÝRDAL Eftir Eyjólf Guðmundsson frá Hvoli í Mýrdal. Þórður Tómasson safnvörður á Skógum bjó til prentunar. Eyjólfur á Hvoli varö landsþekktur maður á sínum tima fyrir bækur sínar, einum þó „Afi og amma“ og „Pabbi og mamma", sem þóttu einkar vönd- uð alþýðleg fræðirit. Þegar Eyjólfur lést var mikiö af óbirtum handritum í fórum hans, og hefur Þórður Tómasson frá Skóg- um farið í gegnum þau og valið til birtingar. ÞJÓÐSÖGUR OG ÞÆTTIR ÚR MÝRDAL er sannkölluö óskabók allra þeirra er unna þjóðlegum fróöleik, því Eyjólfur á Hvoli bregöur upp látlausum og sönnum myndum af þjóðlífi, menningu og sögn- um í bók sinni. ÞRAUTGOÐIR RAUNASTUND Eftir Steinar J. Lúðvíksson. 13. bindi Björgunar- og sjóslysa- sögu íslands. Bókin fjallar um atburöi áranna 1900—1902 aö báðum árum meðtöldum og segir frá mörgum hrikalegum at- burðum, eins og t.d. slysinu mikla við Vestmannaeyjar á upp- stigningardag árið 1901 er 27 manns fórust þár skammt frá landssteinunum, frá strandi togarans Cleopötru við Ragnheið- arstaöi sama ár, en aðeins einn maður komst lífs af úr því slysi og segir hann sögu sína. Sagt er frá mannskaöaveðrinu mikla í september árið 1902 og undarlégum örlögum hins illræmda sænska Nilssons, er orðið hafði tveimur mönnum aö bana á Dýrafirði laust fyrir aldamót. Bókaflokkurinn ÞRAUTGÓOIR Á RAUNASTUND hefur verið kallaöur Stríðssaga íslendinga, og víst er aö í hinni nýju bók er sagt frá mörgum orrustum manns- ins viö höfuðskepnurnar. ÖRN &ÖRLYGUR Síðumúla 11, sími 84866

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.