Helgarpósturinn - 27.11.1981, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 27.11.1981, Blaðsíða 30
30 Föstudagur 27. nóvember 1981 h&lgðrpÓ^tl irinn STIKLAÐ í JÓLABÓKAFLÓÐINU Vinur Kafka — Helgarpósturinn birtir smásögu úr Sautján sögum eftir Isaac Bashevis Singer sem Setberg gefur út Mörgum árum áöur en ég las nokkra af bókum Franz Kafka haföi vinur hans, Jacques Kohn, fyrrum leikari í Jiddiska leikhúsinu sagt mér frd honum. Ég segi „fyrrum” vegna þess aö þegar ég þekkti hann var hann hættur aö leika. Þaö var snemma á fjöröa áratug aldarinnar og þá var aösóknin aö Jiddiska leikhúsinu i Var- sjá farin aö minnka. Sjálfur var Jacques Kohn veikur og niöurbrotinn maöur. Enda þótthann gengi enn til fara eins og spjátr- ungur var hann i þvældum fötum. Hann haföi einglyrni fyrir vinstra auga, var meö háan flibba sem ekki var lengur I tisku (og kallaöur „föðurmoröin'gi”), i lakkskóm og meö harökúluhatt. Meinhomin í Jiddiska rithöfundaklúbbnum i Varsjá þar sem viö vorum báöir tiöir gestir höföu gefiö honum viöumefniö „lávaröurinn”. Þó aö hann væri sifellt aö veröa lotnari og lotnari reyndi hann meö öllum ráöum aö ganga uppréttur. Þaö sem eftir var af hárinu á honum sem foröum haföi veriö gult greiddi hann þvert yfir skallann og reyndi aö hylja hann meö þvi. Eins og tiökast haföi i leik- húsinu I gamla daga var honum tamt aö gripa ööru hverju til þýskuskotinnar jiddlsku — einkum þegar hann talaði um kynni sin af Kafka. Upp á siökastiö haföi hann byrjaö aö skrifa blaöagreinar, en rit- stjórarnir höfnuöu handritum hans allir sem einn. Hann bjó í herbergi uppi á lofti einhvers staöar i Leznogötu og alltaf amaöi eitthvaö aö honum. I klúbbnum gekk sami brandarinn frá einum gesti til annars: „Hann liggur I súrefnistjaldi allan liölang- an daginn, en skrlöur út úr þvi á kvöldin einsog Don Juan”. Viö hittumst alltaf i klúbbnum á kvöldin. Dyrnar opnuöust hægt og inn gekk Jacques Kohn. Þaö heföi mátt ráöa af fasinu aö hann væri frægur evrópskur áhrifamaöur sem nú heföi ákveöiö aö láta svo litiö aö svipast um i gyöingahverfinu. Hann leit i kringum sig og gretti sig eins og hann væri aö gefa til kynna aö lyktin af sild, hvitlauk og tóbaksrudda væri sér ekki aö skapi. Meö fyrirlitningarsvip renndi hann augum yfir- boröin sem þakin voru rifnum dagblööum, brotnum taflmönnum og öskubökkum sem, voru troöfullir af sigarettustubbum og klúbbfélagarnir sátu endalaust viö og þrættu um bókmenntir hvellum rómi. Hann hristi höfuöið eins og hann vildi segja: „Hvaö er aö sækja til þessara betlara?” Um leiö og ég sá hann koma inn þreifaöi ég i vasa minn eftir slótiinu sem ég vissi aö hann mundi biöja mig aö lána sér. Þetta kvöld virtist Jacques vera I betra skapi en venjulega. Hann brosti svo að skein I gervitennurnar sem ekki pössuöu og hreyföust li'tiö eitt þegar hann talaöi og strunsaöi reigingslega yfir aö boröinu til mín eins og hann væri á leiksviði. Hann haföi langa fingur, rétti mér beinabera höndina og sagöi: ,Jfvaö er aö frétta af hækkandi stjörnu i kvöld?” „Byrjaður strax?” „Mér er alvara. Full alvara. Þegar ég sé einhvernsem hefurhæfileika þekki ég hann úr þó aö mig skorti þá sjálfan. Þegar viö lékum i Prag 1911 haföi ekki nokkur maöur heyrt minnst á Kafka. Hann kom til okkar á bakvið og undir eins og ég sá hann vissi ég aö þar var snillingur á feröinni. Ég fann þaö á mér eins og köttur þefar uppi mús. Þaö var upphaf okkar miklu vináttu”. Ég haföi heyrt þesssa sögu mörgum sinn- um og I jafn mörgum útgáfúm, en ég vissi aö ég kæmist ekki hjá þvi að hlusta á hana einu sinni enn. Hann settist viö boröið hjá mérog Manja, sú sem gekk um beina, færði okkur teog smákökur. Jacques Kohn lyfti brúnunum yfir gulleitum augunum, en I hvítunni sá íblóörauöar, flngeröar æöar. Af svipnum varð helst ráöiö aö hann vildi segja: „Og þetta kalla þessir villimenn te?” Hann setti fimm sykurmola I glasiö sitt og hræröi i, sneri skeiöinni út. Meö þumalfingri og vísifingri þar sem hann var meö óvenju langa nögl braut hann lltinn bita af smáköku, stakk honum upp i sig og sagöi: „Nu ja” sem þýddi: Fortiöin fyllir einskis manns maga. Þetta var allt eintómur leikur. Sjálfur var hann kominn af kassidum i einum af smábæjum Póllands. Hann hét ekki Jacqu- es, heldur Jankel. Hann hafN eigi aö slður verið búsettur árum saman i Prag, Vln, Berlln, Paris. Hann hafði ekki alltaf veriö I leikari i Jiddiska leikhúsinu, heldur leikiö á sviöi bæöi I Frakklandi og Þýskalandi. Hann haföi veriö vinur margra frægra manna. Hann haföi hjálpaö Chagall aö út- vega sér vinnustofu i Belleville. Hann haföi veriö tlöurgesturhjá Israel Zangwill. Hann haföi leikiö ikvikmynd hjá Reinhardt og ét- iö kalt kjöt með Piscator. Hann haföi ekki aöeinssýnt mér bréf sem hann haföi fengið frá Kafka, heldur einnig f rá Jakob Wasser- mann.Stefan Zweig, Romain Rolland, Ilya Ehrenburg og MartinBuber. Þeirávörpuðu hann allir meö skimarnafninu. Þegar viö fórum aö kynnast betur hafði hann meira aö segja lofaö mér aö sjá ljósmyndir og bréf frá frægum leikkonum sem hann haföi átt vingott viö. Fyrir m ig var þaö sama sem aö komast I kynni viö Vestur-Evrópu aö „lána” Jacqu- es Kohn slóti. 1 minum augum gat það eitt veriö framandi aö sjá hvernig hann hélt á göngustafnum sínum meö silfiirhnúönum. Hann reykti meira aö segja vindlingana sina ööruvisi en við geröum I Varsjá. Hann var fágaöur I framkomu. Þá sjaldan það bar viö aö hann segöi mér til syndanna tókst honum alltaf aö slá mér gullhamra um leiö og komast þannig hjá þvi að særa mig. Mest dáöist ég þo aö þvi hvernig Jacques Kohn kom fram viö kvenfólk. Ég var feiminn við stúlkur — roönaöi, varð vandræöalegur I návist þeirra — en Jacqu- es Kohn varöruggur meösig eins og greifi. Engin kona var svo óaölaðandi aö hann gæti ekki sagt eitthvað hlýlegt við ahna. Hann smjaöraöi fyrir þeim öllum, en alltaf i góölátlegum hæðnistón sem bar blæ af viöhorfi munaðarseggsins sem allt hefur reynt og lætur ekkert koma sér á óvart. Hann sagði hreinskilnislega viö mig: „Ungi vinur, ég er sama sem náttúrulaus. Þaö byrjar ævinlega meö því aö smekkur- inn veröur svo flnn að manni finnst ekkert nógu gott — svangur maöur þarf ekki marsipan og kaviar. Ég er kominn á það stig aö eiginlega finnst mér engin kona verulega aðlaöandi. Mér sést ekki yfir neinn galla. Þaö er náttúruleysi. Ég sé I gegnum kjóla og lifstykki. Ég er hættur að láta málningu og ilmvötn blekkja mig. Ég er búinn að missa tennurnar sjálfur, en kona þarf ekki annað en aö opna munninn, þá sé ég fyllingarnar. Þess vegna var það lika sem Kafka komst i bobba þegar hann ætlaði aö fara að skrifa: hann sá alla gall- ana hjá sjálfum sér og öllum öðrum. Obb- inn af bókmenntum heimsins er eftir svona blábjána og bullukolla eins og Zola og D’Annunzio. í leikhúsinu uppgötvaði ég sömu gallana og Kafka sá i bókmenntunum og þaö geröi okkur samrýmda. En þótt ein- kennilegt væri, þá var Kafka steinblindur ef hann átti aö dæma um leiksýningu. Hann hældi þessum ómerkilegu, jiddlsku leikrit- um sem viö vorum aö sýna upp I hástert. Hann varö snarbrjálaður I leikkonu sem alltaf oflék — frú Tschissik. Þegar þaö rifj- ast upp fyrir mér að Kafka elskaöi þessa brussu.lét sig dreyma um hana, fer ég hjá mér vegna þess aö maöurinn skuli vera svona auöblekktur. Jæja, frægöin fer ekki I manngreinarálit. Hver sem kemst i kynni við mikilmenni fyrirtilviljun fylgir þvi inn I ódauöleikann þó að sjaldanst sé likt á kom- iö meö þeim. Varst þú ekki einu sinni aö spyrja mig hvernig ég færi aö þvi aö þreyja þorrann eða er þaö Imyndun úr mér? Hvaö þaö væri sem héldi mér uppi i fátækt, veikindum og vonleysi sem er verst af öllu? Þaö er góð spurning, ungi vinur. Ég spuröi sömu spurningar þegar ég las Jobsbók i fyrsta sinn. Hvers vegna hélt Job áfram aö lifa og liöa? Til þess aö'hann gæti aö k>kum eignast enn fleiri dætur, fleiri asna, fleiri úlfalda? Nei. Þaö var leikurinn sjálfur sem gerði. Viö erum öll aö tefla viö Orlögin. Þau leika, viö leikum næsta leik. Þau reyna aö máta okkur i þrem leikjum, viö reynum aö koma I veg fyrir þaö. Viö vitum aö viö vinnum aldrei, en viö veröum aö berjast hraust- lega. Sá engill sem er andstæöingur minn er ekkert lamb aö leika sér viö. Hann beitir Jacques Kohn öllum hugsanlegum brögö- um. Núer vetur.þaö er meira aösegja kalt þóaö bgi iofninum en ofninn hjá mér hefur veriö i ólagi mánuöum saman og húseig- andinn neitar aö gera viö hann. Þar fyrir utan heföi ég ekki ef ni á þvi aö kaupa kol. 1 herberginu minu er ekkert hlýrra en úti. Ef þúhefuraldrei áttheima uppiá hanabjálka hefuröu ekki hugmynd um hve stormurinn getur verið miskunnarlaus. Rúöurnar I glugganum hjá mér nötra meira aö segja á sumrin. Stundum klifrar fressköttur upp á þakiö rétt viö gluggann minn og breimar alla nóttina eins og kona með hriöir. Ég ligg þarna skjálfandi undir brekáninu og hann mjálmar og mjálmar eins og hann sé að leita eftirfélagsskap þó að hann sé kannski bara svangur.Mér gæti dottiö I hug aö gefa honum eitthvað aö éta til þess aö seöja hungur hans eöa þá aö reka hann burt, en til þessaö frjósa ekki Ihelbreiði ég ofan á mig allar þærdruslur sem ég finn, jafnvel göm- ul dagblöð —- ef mér dytti I hug aö hreyfa litla fingur mundi allt hrófatildrið hrynja og allt væri unnið fyrir gýg. En ef þú teflir skák, kæri vinur, þá er betra aö tefla viö verðugan andstæöing en klaufa. Ég dáist aö andstæöingi minum. Stundum verö ég alveg dolfallinn yfir ráö- kænskuhans.Þarna situr hann á skrifstofu sinni upp I þriðja eöa sjöunda himni I For- sjónardeildinni sem stjórnar okkar litlu reikistjörnu og sinnir aöeins einu starfi — aö koma Jacques Kohn I klipu. Hann skipar fyriráþessa leiö: „Brjótið kaggann, enlát- iö ekki viniö renna niöur”. Það hefur hann einmitt gert. Þaö er kraftaverk að hann skuli geta haldið I mér lífinu. Ég hálf- skammastmin fyrir að segja þér hve mikiö ég nota af meöölum, hve margar töflur ég tek. Vinur minn er lyfsali, annars hefði ég ekki efni áþessu. Aöur en ég hátta gleypi ég þærhverja af annarri —án þess aö drekka meö. Ef ég drekk þarf ég að pissa. Blöðru- hálskirtillinn angrar mig og þess vegna verö égalltaf aö fara fram úr ööru hverju á nóttunni. í myrkrinu eiga kenningar Kants ekki lengur viö. Timinn hættir aö vera tími og rúmiö er ekkert rúm. Maöur heldur kannski á einhverjul hendinni og allt I einu er þaö horfiö. Það er enginn hægöarleikur fyrir mig aö kveikjaágaslampanum. Eld- spýturnar minar eru alltaf aö hverfa. Þaö úir og grúir af árum á loftinu hjá mér. Stöku sinnum beini ég máli mlnu til ein- hvers þeirra: „Heyröu, Edik Vinsson, hvernig væri aö hætta þessum strákapör- um!” Fyrirnokkru varbariö aö dyrum hjá mér um miöja nótt og ég heyröi kvenmanns- rödd. Ég gatekki áttað mig á þvi hvorthún var að hlæja eða gráta. „Hver getur þetta veriö?” sagöi ég viö sjálfan mig. „Nætur- grýlan? Namah? Maklöð, Ljóta-Skotta?” Upphátt kallaði ég: „Þér eruð aö villast, frú”.En hún hélt áfram aö berja á huröina. Siðan heyröi ég aö einhver dattog andvarp- aöi um leiö. Ég þori ekki að opna dyrnar. Ég fóraö leita aö eldspýtunum minum sem varö einungis til þess aö ég uppgötvaöi aö ég varmeö þærllófanum. Aö lokum fór ég fram úr, kveikti á gaslampanum og fór I sloppinn minn og inniskóna. Ég sá sjálfan mig sem snöggvast ispeglinum og mér brá við þá sjón. Ég var grænn og órakaður I framan. A endanum opnaði ég dyrnar og fyrir framan mig stóö ung kona, berfætt, I safalaskinnskápu utan yfir náttsloppnum. Hún var náföl og sitt, ljósthár hennar allt I óreiöu. „Hvaö er aö, frú?” sagði ég. „Þaö var veriö aö reyna aö drepa mig réttáöan. í öllum bænum, lofið þér mér aö koma inn. Mig langar bara aö fá aö vera hjá yöur þangaö til birtir”. Mig langaði til þess aö spyrja hana hver heföi reynt aö myröa hana, en ég sá aö henni var iskalt. Mér sýndist helst að hún væri drukkin lika. Ég Meypti henni inn og tók eftir aö hún varmeð armband meö stór- um gimsteinum áúlnliönum. „Þaö er engin upphitun i herberginu hjá mér,” sagöi ég. „Þaö er betra en aö deyja á götunni”. Svo aö þarna stóöum viö bæði tvö. En hvaö átti ég að gera við hana? Ég hef ekki nema eittrúm. Ég drekk ekki — ég má það ekki — en vinur minn haföi fært mér koní- aksflösku aö gjöf og ég átti nokkrar upp- þornaöar smákökur. Ég hellti I glas handa henni og bauö henni eina smákökuna. Viniö virtist lifga hana viö. „Eigiö þér heima hérna I húsinu, frú?” spuröi ég. „Nei”, sagöi hún. „Ég á heima i Ujaz- dowskie-breiðgötu. ’ ’ Ég sá aö hún var hástéttarkona. Oröin leiddi hvert af ööru og ég komst aö því aö hún var ekkja sem hafði veriðgiftgreifa og aö elskhugi hennar átti heima i húsinu- — ofsafenginn maöur sem hafði ljónshvolp fyrirgæludýr.Hann vareinnig af aðalsætt- um, en hann var útskúfaður. Hann hafði setiö ár i Virkinu fyrir morötilraun. Hann gat ekki heimsótthana af þvi að hún bjó á heimili tengdamóöur sinnar svo aö hún kom að finna hann. Þessa nótt hafði hann barið hana i afbrýöisemiskasti og beint skammbyssunni sinni að gagnauganu á henni. I fáum orðum sagt hafði henni tekist að þrifa með sér kápuna sina og hlaupa út úr Ibúðinni hans. Hún hafði bariöaö dyrum hjá nágrönnunum, en enginn þeirra viljaö hleypa henni inn og þá hafði hún farið upp á loftiö. „Frú”, sagði ég við hana, „llklega er elskhugi yöar enn að leita að yður. Hvernig fernúefhann finnuryöur? Ég er ekki orö- inn nein hetja lengur?” Hann þorirekki að setja allt á annan end- ann”,sagði hún. „Hann fékk reynslunáöun. Þaö er allt búið á milli okkar. Sýnið mér nú samúö — rekiö mig ekki á dyr um miöja nótt”. „Hvernig komist þér heim á morgun?” spurði ég. ,,Ég veit þaö ekki”, sagði hún. „Ég er reyndar oröin leiö á llfinu, en ég kæri mig ekkert um aö láta hann drepa mig”. „Jæja, ég mundi hvort sem er ekkert geta sofiö”,sagði ég. „Farið þérupp i rúm- iö mittog ég halla mér hérna I stólnum”. „Nei þaö vil ég ekki. Þér eruð farnir aö reskjast og lítið ekki hraustlega út. Fariö nú aö hátta, en ég ætla að sitja hér”. Viö vorum svo lengi aö þrefa um þetta að við ákváöum á endanum að leggjast bæöi upp i. „Þér þurfiö ekkert að óttast”, sagöi ég til þess aö fullvissa hana. „Ég er gamall og löngu dauöur úr öllum æöum þegar kvenfólk er annars vegar”. Hún virtist al- gerlega sannfærö. Hvað varég aö segja? Já, allt I einu er ég kominn upp I rúm meö greifafrú og get átt von á þvi aö elskhugi hennar brjóti upp dyrnar á hverri stundu. Ég breiddi ofan á okkur bæði tqjpin sem ég haföi og lét eiga sig aö búa mér til bæli undir draslinu eins og venjulega. Ég var svo lamaður aö ég gleymdi kuldanum. Auk þess fann ég hana fast upp viö mig. Einkennilegum yl stafaöi frá likama hennar, öðruvisi en ég haföi áö- ur kynnst — eða kannski hef ég verið búinn að gleyma honum. Var þetta ný byrjun hjá andstæöingi minum sem átti aö koma mér á óvart? Nokkur siðustu árin var hann hættur að tefla viö mig I alvöru? Þú veist aö þaö er til grinskák. Ég hef heyrt að Nimzo- witsch hafi oft beitt ýmsum brögöum viö andstæöinga slna i grini. 1 gamla daga var Morphy alþekktur hrekkjalómur i skáklist- inni. „Finn leikur”, sagöi ég viö andstæöing minn. „Meistaraiegur”. Um leiö áttaöi ég mig á þvi hver elskhugi hennar var. Ég haföi mætt honum i stigan- um — heljarmenni meö moröingjaandlit. Skrítinævilok fyrir Jacques Kohn — aö c\ láta pólskan Oþelló gera út af viö sig. z~/ Lífsviska, kímni og mannúð... Hér á sföunni birtist aö þessu sinni smásaga eftir N obels v erölaun ask áldiö Isaac Bashevis Singer. Þaö er sagan „Vinur Kafka” ein af sautján smásögum sem nú koma út i einni bók I þýöingu Hjartar Pálssonar. Það er Setberg sem gefur Singer út á Islandi og virðist sem lesendur taki þessum mikla meistara frásagnarlistcirinnar tveim höndum, þvi útgáfan held- ur ötullega áfram að láta þýöa Singer. „Sautján sögur” er þriöja bók Sing- ers, sem út kemur á islensku og hefur Hjörtur Pálsson þýtt þær allar. I.B. Singer ritar á jidd- ish, en um langt skeið hafa bækur hans veriö þýddar jafnóöum á ensku, en Sing- erer búsettur I New York. Singer er jafnan iöinn aö segja frá kynlegum kvist- um og þá helst i Gyöinga- samfélögum i Póllandi á ýmsum tímum, þótt þaö beri viö aö hann lýsi þessum sömu Gyðingum I nýju umhverfi, svo sem I Bandarikjunum. Sögur hans hafa margar verið sagöar f ullar meö lifsvisku, kimni, mannúö og hlýju og persónurnar sem Singer lýsir eru margar ógieymanlegar. Hann hef- ur ákaflega örugg tök á Isaac Bashevis Singer sögu sinni og frásagnar- máti hans leiftrar oft af fyndni og næmum skilningi á hugsunarhætti hinna furöulegustu manngeröa. Amyndinnihér að ofan situr Singer i uppáhaldsstól sinum meö blööin á hnján- um, en þannig ku hann helst kjósa aö vinna. — GG.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.