Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 6
aöalhlaðiö& ___aukabladio 263. og 432. tbl. 71. og 3. árg. — f immtudagskvöld 2. des. og/eða föstudagsmorgun 21. nóv. 1981 og/eða 1981. _ Aðalblaðið og Aukablaðið verða eitt: Brotið blad í sameiningu Aðalblaðið og Aukablaðið hafa sameinast í eitt stórt dagblað sem kemur út í f yrsta sinn í dag. Um þetta náðist samkomulag nú rétt í þessu, eiginlega um leið og þetta er skrifað, jafnvel er það ekki alveg búið ennþá. Blaðamaðurinn sem ritar þetta er satt að segja ekki alveg með það á hreinu hvað er að gerast. Mér var bara sagt að skrifa þessa f rétt og spyrja einskis, núna þegar ég kom í vinnuna klukkan átta í hnorgun. Meira veit ég ekki. Jú. Þetta er aö koma. í leiðara fyrsta tölublaðs Aðal- blaðsins og Aukablaðsins segir að meginmarkmiö þessa nýja blaös (það er þá komið á hreint: Þetta ernýtt blað) sé að „starfa óháð flokkum og flokksbrotum og öðrum valdamiðstöðvum þjóðfélagsins”. Það er Schrambi Ellertsson, einn óháðasti forystumaöur Sjálf- stæðisflokksins og ritstjóri hins nýja blaðs, sem skrifar leiðarann. Aðalblaðið og Aukablaðið eiga hvort sinn hlut i nýja blaðinu. Aðalblaðið á um 200 krónur og Aukablaðið svipað. Afganginn eiga ýmsir bilasalar og pen- ingamenn úti bæ. Hverjir þessir raunverulegu eigendur eru, veit ég ekki svo gjörla, enda var veriö að segja mér að mér kæmi það ekki við. Stofnað hefur verið sérstakt hlutafélag til að gefa hið nýja blað út á meðan það nennir. Heitir það „Leiftursókn gegn fjölmiðlum h.f.”, og er hlutafé þess 100 milljónir. Stjornar- formaður, útgáfustjóri, fjármálastjóri, framkvæmda- stjóri, forstjóri, hugmynda- stjóri, sölustjóri og dreifingar- stóri er Eyjólfur R. Sveinsson, en framkvæmdaútgáfustjóri, forstjóri, aftökustjóri, fjármagnsstjóri, skrifstofu- stjórnarformaður og fésýslu- stjóri er Mörður Einarsson. Eitthvað verður um ritstjóra og blaöamenn á Aðalblaðinu og Aukablaöinu, en það er ekki vitaö hvernig verður með það alltsaman, enda er ekki búið að segja þeim af þessu ennþá. Ég held að ég sé þó ráðinn. Þetta fyrsta tölublaö hins nýja glæsilega blaðs ber þess nokkur merki að vera sett saman i flýti. Eru lesendur beðnir velvirðingar á þvi. Þetta stafar bæði af þvi að eitthvað af ritstjórum og blaðamönnum er á ferðalagi i Sameinuðu Arabisku furstadæmunum og einnig af þvi að þeir ritstjórar og blaðamenn sem eru hérlendis vita ekki enn að þeir eru ritstjórar eða blaðamenn á hinu glæsilega blaði. Þvi siður vita þeir hvort þeir eru rit- stjórar eða óbreyttir. Þetta horfir þó allt til bóta! Upplag Aðalblaðsins og Aukablaðsins er mjög verulegt. Það er i stuttu máli samanlagt upplag hins gamla Aðalblaðs og hins gamla Aukablaðs i öðru veldi, deilt með kvaðradrótinni af sameiginlegum fjölda þess starfsfólks sem sagt var upp. t hinu nýja glæsilega blaði veröur lögð mest áhersla á auglýsinga- og sölumennsku. Vonandi verður eitthvað um fréttir og greinar i blaðinu, en það verður að fá að mótast með timanum. Við biðjum lesendur að búast ekki við of miklu i þá átt. Ritstjórnarskrifstofur Aðal- blaðsins og Aukablaðsins eru i Múla á Siðu og siminn er ein stutt, tvær langar, og þrjár sameinaðar. Gleypti Jónas hvalinn? — sjá Neytendasiðu • Hvaö varö um Vísi? — sjá Sérstæð sakamál • Er Chateau Talbot 1938 besta raud- vfnið í Rikinu? — sjá Svarthöfða • Ólafur Jónsson um nýjustu bók Indriða: Stórkostlegt listaverk! ,— sjá menningu • IÞRÓTTIR: Geta KSÍ og HSÍ sameinast? — Ellert sjáðu það! ÚTVARP/ SJÓNVARP Sameinast þau? — sjá og heyr. Blaöamenn óska eftir vinnu! — sjá smáauglýsingar • Sveinn R. Eyjólfsson vann þrjá bíla i Vísis happdrætti! —sjá fólk • Eru Geir Hallgrímsson og Svavar Gestsson líka óháöir, eins og Ellert? — sjá spurningu dagsins Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru i húsnæði Landsambands bilasala, Fordhúsinu. Simar: gráir nýtisku takkasimar. Móttaka smáauglýsinga við ytri hafnargarðinn. Móttaka stærri auglýsinga hvar sem er og hvenær sem er. HRESSIR MENN EFTIR SAMEININGU Kampakátir menn eftir sameiningu miðdegisblaðanna í morgun. Unnið var af kappi við umbrot og setningu hins nýja blaðs frá því f yrir 20 mínútum síðan. Aðalblaðið og Aukablaðið er ein síða í dag, fjölbreytt að efni. Það rúmar allt sem áður einkenndi bæði blöðin. Hið eina sem fellur niður er tvíverknaðurinn. Fyrir utan náttúrlega tugi starfsfólks. Myndin var tekin þegar menn litu við í prentsmiðjunni núna rétt eftir að blaðið kom út. Frá vinstri er enginn. Frá hægri er Karl Hilmarsson, hönn- uður, Kristján Jónasson, ritstjóri (líklega), Gvuðvin Sæ- mundsson, fréttastjóri (eða hönnuður), Ölafur Magnússon, hönnuður, Schrambi Ellertsson, ritstjóri (eða f lokksformaður?) og Haraldur Jónasson, aðstoðar- eitthvað. — Aðalblaðsmynd: Stjarnleifur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.