Helgarpósturinn - 04.12.1981, Side 24

Helgarpósturinn - 04.12.1981, Side 24
Er hægt að vinna „fyrirbyggjandi” starf eftirá? Unglingaathvarf já. Hvaö er það? Til hvers? Hvers vegna? Opinberar skýringar hljóöa allar a’ þann veg aö þaö sé staö- ur sem hafi þaö hlutverk að hjálpa þeim krökkum sem á einhvern hátt lenda annaö hvort i andstööu viö kerfið eöa geta á einhvern hátt ekki ráöiö viö þaö. Þ.e.a.s. þau hegöunarmunstur sem viötekin eru i samfélagi okkar, lenda einhvern veginn utangarös hjá þessum krökkum og þau eiga i erfiöleikum með það aö öðlast samþykki kerfis- ins á skoðunum sínum og hegö- un. Ef við förum að velta fyrir okkur forsendunum fyrir þvi aö athvarf eins og þaö sem viö heimsóttum sé nauösynlegt, blasir náttúrlega fyrst viö sjón- um okkar samfélagsm unstriö sjálft. A flestum islenskum heimilum vinna báöir foreldrar úti og heimiliö er þvi ekkert at- hvarf lengur. Skólinn er bara timabundiö apparat sem fyllir ekki uppívinnudag foreldranna. Heimilið ekki athvarf Þó aö svona ofsalegar breyt- ingar hafi orðið ð vinnutíma og vinnuaðstöðu fólks hefur ekkert verið gert af opinberra hálfu til þess að mæta þessum breyttu aðs tæðum. E itt unglingaathvarf sem reynir að vinna fyrirbyggj- andi starf — löngu eftir að hægt er að nota orðið „fyrirbyggj- andi” — er starfandi. En ef op- inberir aðilar þykjast vilja vinna fyrirbyggjandi starf ligg- ur i augum uppi að þörf er á at- hvörfum fyrir öil börn og alla unglinga þvi þau eiga sér i raun. og veru ekkert athvarf lengur. Heimilið er tómt. Hver nennir að hanga ein eða einn heima hjá sér allan daginn? y: Föstudagur X desember 1981 belgarpósturinri Svamlad í bókafíódi Jæja þá er jólabókaflóöið skoll- ið á meö miklum gusugangi og bókaforlögin keppast viö aö aug- lýsa bækur sinar i sjónvarpi, blööum og öörum miðlum. Viö hér á Stuöaranum ætlum aö svamla á hundavaði i þessu flóöi meö þvi aö fá unglinga til aö gagnrýna nokkrar bækur. — Halla Ilaraldsdóttir er bók- menntagagnrýnandi okkar aö þessu sinni og las hún bókina Dul- málsbréfiö eftir Jan Terlouw en þaö er Iðunn sem gefur hana út. — Um hvað fjallar bókin? „Hún fjallar um stelpu sem heitir Eva og er einkabarn. Hún á vini sem heita Bina og Tómas. Foreldrar Evu rifast mikið, en það er rólegt og þægilegt hjá Binu og Tómasi. Evu liður illa heima hjá sér og ætlar þvi að hegna for- eldrum sinum með þvi að strjúka. Ég veit ekki hvort það borgar sig að segja meira, ef að einhverjir krakkar eiga eftir að lesa bók- ina.” — Og hvernig fannst þér svo bókin? „Mér fannst hún ekki nógu spennandi. Maður vissi alltaf fyr- irfram hvað mundi gerast. Ég hugsa að þetta sé fyrir yngri krakka, svona 12 ára gamla.” sagði Halla að lokum. Halla Haraldsdóttir Litið inn í UNGLINGAATHVARF Arið 1977 komu Félagsmála- stofnun, Fræösluskrifstofan og Æskulýðsráö á laggirnar fyrir- bæri sem kallast unglingaat- hvarf. Stuöaranum lék forvitni á að vita hvað þetta væri eiginlega og brá sér i heimsókn. i unglingaathvarfi vinna fimm manns en aö sjálfsögöu ekki allir í einu, ásamt sex krökkum. Við hittum aö máli þrjá starfsmenn, þauSnjólaugu Stefánsdóttur, Sig- urð Jónasson, Einar Gylfa Jóns- son, ásamt Þórhalli, Gutta, Hannesi og Ingimundi. Engin nauðung- arvistun — Hvers vegna unglingaat- hvarf? „Aður en unglingaathvarfið kom til, var ekkert til nema Ung- lingaheimilið i Kópavogi og það hefur bæði neikvætt álit, svo er það sólarhringsvistun og þangað er einungis hægt að leita þegar allt er komiö i kalda kol. Með at- hvarfinu viljum við koma til móts við unglingana áður en þörf verð- urfyrir vistun á Unglingaheimil- inu. Viö vinnum fyrirbyggjandi starf — reynum að byrgja brunn- inn áöur en barnið er dottið oni. Krakkarnir búa ekki hérna, held- ur koma þrjú kvöld i viku og eru hérna ca 5 klst.” — Eftir hvaða leiðum koma krakkarnir hingað? „Krökkunum er vi'saðhingað af sálfræðideild skólanna, Félags- málastofnun og Útideild. Þau verða sjálf að samþykkja að koma hingað. Þetta er engin nauðungarvistun. Siðan ráða þau hvort þau vilja hætta, en þetta ræðum við allt saman á fundum sem við höldum.” Gaman og alvara — Hvað geriöi? „Starfiðertviþætt, bæði gaman og alvara. Við erum til dæmis með bobmót i gangi núna og svo erum við að undirbúa jólabasar sem við ætlum að halda á úti- markaðinum, siðustu helgi fyrir jól, við förum i’ bió eða eitthvað út og svo tökum viö alvarlega á mál- unum á sameiginlegum fundum.” — Hafiöi einhver tengsl við að- standendur krakkanna? „Já, við erum i tengslum við fjölskyldur þeirraogþá aðila sem visa krökkunum hingað. Þannig reynum við aö tengja innra starf- ið við veruleika krakkanna fyrir utan. Við gerum samning við Snjólaug Stefánsdóttir krakkana þar sem að innifalið er að við tölum við foreldrana. Svo förum við heim til þeirra þegar krakkarnir hætta. Það er þó mis- jafnt hversu mikið sambandið við fjölskyldurnar er.” — Hvað eru krakkarnir gamlir og hvað eruð þau hérna lengi? „Þau eru 13 - 16 ára og það er plássfyrirsex krakka, en þau eru misjafnlega lengi. Þaö er algeng- ast að þau séu sex - sjö mánuði.” t stelpu- hallæri — Stuðarinn leit í kringum sig og sagði svo: Eru engar stelpur héma? „Við erum nii búin að biða eftir þessari spurningu i alltkvöld. Nei við erum í algjöru stelpu hallæri núna.” Allir strákarnir samsinna þvi. „En við vonum að það standi tilbóta. Það kemur hingað ein og ein stelpa en þær hverfa um leið ogþærsjá að hér eru ekkert nema strákar.” — En strákar, hvernig finnst ykkur að vera hérna? „Grautfúlt, ha, ha. Nei, nei þetta er fi'nt. Það er gaman að spila bob og stundum er gaman á fundunum.” — Hvert mynduð þið fara ef þið kæmuð ekki hingað? „Bara fara eitthvað niðri bæ, i spilasalina eða á Planið.” Að svo mæltu þakkaði Stuðar- inn fyrir kaffið og spjallið, leit i kringum sig i þröngum húsa- kynnum athvarfsins og óskaði þeim góðs gengis i húsnæðisbar- áttunni. Einar Gylfi Jónsson Siguröur Jónasson

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.