Helgarpósturinn - 26.11.1982, Page 3
^íSsturinn Föstuda9ur
hle/gai----
posturinn
Blaö um þjóðmál, listir og menn-
ingarmál.
Ritstjórar:
Árni Þórarinsson og Björn Vignir
Sigurpálsson.
Ritstjórnarfulltrúi:
Guöjón Arngrímsson.
Blaðamenn:
Guðlaugur Bergmundsson, Óm-
ar Valdimarsson, Þorgrímur
Gestsson
Útlit:
Kristinn G. Haröarson.
Ljósmyndir:
Jim Smart.
Dálkahöfundar:
Hringborð:
Auöur Haralds, Birgir Sigurös-
son, Heimir Pálsson, Hrafn
Gunnlaugsson, Jón Baldvin
Hannibalsson, Jónas Jónasson,
Magnea J. Matthíasdóttir, Sigríö-
ur Halldórsdóttir, Sigurður A.
Magnússon.
Listapóstur:
Heimir Pálsson, GunnlaugurÁst-
geirsson, Jón Viöar Jónsson,
Sigurður Svavarsson (bók-
menntir & leiklist), Árni Björnsson
(tónlist), Sólrún B. Jensdóttir
(bókmenntir & sagnfræði), Guö-
bergur Bergsson (myndlist),
Gunnlaugur Sigfússon (popptón-
list), Vernharður Linnet (jazz).
Árni Þórarinsson, Björn Vignir
Sigurpálsson, Guöjón Arngríms-
son, Guðlaugur Bergmundsson,
Jón Axel Egilsson (kvikmyndir).
Erlend málefni:
Magnús Torfi Ólafsson.
Skák:
Guðmundur Arnlaugsson.
Spil:
Friðrik Dungal.
Matargerðarlist:
Jóhanna Sveinsdóttir.
Stuðarinn:
Jóhanna Þórhallsdóttir.
Utanlandspóstar:
Erla Sigurðardóttir, Danmörku,
Inga Dóra Björnsdóttir, Banda-
ríkjunum, Helgi Skúli Kjartans-
son, Bretlandi.
Útgefandi: Vitaðsgjafi hf.
Framkvæmdastjóri: Bjarni P.
Magnússon.
Augfýsingar: Inga Birna Gunn-
arsdóttir.
Innheimta: Guðmundur Jó-
hannesson.
Dreifing: Sigurður Steinarsson.
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir.
Ritstjórn og auglýsingar eru að
Síðumúla 11, Reykjavík.
Sími: 81866.
Afgreiðsla og skrifstofa eru að
Hverfisgötu 8-10. Símar 81866,
81741 og 14906.
Prentun: Blaðaprent hf.
Lausasöluverð kr.15.
26. nóvember 1982 3
Prófkjör fyrir milljón
Fátt hefur verið meira áberandi í
blöðunum undanfarna daga og vik-
ur en auglýsingar frá frambjóðend-
um í prófkjörum Sjálfstæðisflokks-
ins og Alþýðuflokksins. Á hverri
breiðsíðunni á eftir annarri hafa
þeir horft brosandi og/eða mjög
ábyrgir framan í lesendur og
höfðað til réttlætiskenndar, æsku,
dugnaðar eða hver veit hvað, í
þeirri von að komast í sæti á fram-
boðslista síns flokks, sem líklegt er
að tryggi sæti á Alþingi íslendinga.
I Helgarpóstinum í dag er fjallað
um þessi prófkjör, og þeirri spurn-
ingu velt upp hvort þau séu óeðlileg
samkeppni samherja þar sem
aðeins hinir ríku eiga möguleika -
eða hvort þau séu eðlilegasta og
lýðræðislegasta leiðin til að velja
fulltrúa á þing.
Það kemur glögglega í Ijós í
viðræðum Helgarpóstsins við þátt-
takendur í prófkjörunum, að þau
er dýrt sport. Til að komast í þing-
sæti verður frambjóðandinn að
eiga allverulega peningaupphæð til
að greiða fyrir auglýsingar, starfs-
mannahald, símakostnað og útgáf-
ustarfsemi. Lætur nærri sú upp-
hæð sé nálægt fimmtíu þúsund
krónum á mann að meðaltali. Hjá
sumum meira og hjá sumum
minna. Það þýðir í raun að próf-
kjörið núna um helgina hefur kost-
að þá um tutttugu frambjóðendur
prófíijöri Sjálf-
- <•<> »Ai;<inbrr nk.
SBr55^^:/ *
sem hvað harðast hafa barist um
eina milljón króna samanlagt.
Það er engin smáupphæð þegar
að er gáð að aðeins er um tvo
stjórnmálaflokka er að ræða, og að
hin raunverulega barátta stendur
aðeins um örfá þingsæti. Lætur
nærri að baráttan í Sjálfstæðis-
flokknum standi fyrst og fremst um
tvö til fjögur þingsæti, og í síðustu
kosningum fékk Alþýðuflokkurinn
þrjá menn inn í Reykjavík. Milljón-
in fer því í slag um fjögur til átta
sæti á framboðslistum, sem líkleg
eru til að veita aðgang að dyrum
alþingishússins. Dýr aðgangseyrir
það.
Flestir frambjóðendanna sem
Helgarpósturinn hafði tal af voru
sammála um að þetta væri að fara
út í öfgar. Og allir voru sammála að
sérstaklega bæri að forðast fyrir-
komulag, eins og tíðkast í Banda-
ríkjunum, þar sem gríðarlegir fjár-
munir liggja í kosningabaráttu, og
þar sem framboð eru forréttindi
hinna auðugu. En sömu fram-
bjóðendur tóku hinsvegar fram að
úr því sem komið væri þýddi ekki
annað en að vera með. Það er
spurningin um að duga eða drep-
ast. Og að ef velja ætti milli gamla
kerfisins, þegar flokkseigendafé-
lögin völdu menn á lista, og próf-
kjöranna að þá hefðu prófkjörin
vinninginn.
Blórabögglar
prentvillu-
púkans
Forsenda þessa Hring-
borðs og mín persónulega
skoðun er sú, að prófarkal-
estur sé mannskemmandi.
Frá því hnika ég ekki.
Þessi yfirlýsing kemur e.f-
laust ýmsum á óvart, sem
aldrei haf komið nálægt því
vanþakkláta starfi að lesa
próförk eða þá í hæsta lagi
einu sinni á ævinni, þá af
áhugaverðu efni sem úrvals-
setjari hefur sett. Hinir, sem
hafa einsog ég haft prófark-
alestur að aðlstarfi (og jafn-
vel aukavinnu) um árabil
munu kinka kolli samsinn-
andi, humma kannski svo-
lítið og fletta framhjá, því
þeir þykjast ekki þurfa að
lesa lengra. Sem er alveg
rétt. Og hinum hugrökku
lesurum Helgarpóstsins,
sem eru tilneyddir að lesa
þetta starfs síns vegna vil ég
segja þetta:
Ekki að lesa lengra! Ekki
með nokkru móti! Kveikið
ykkur frekar í sígarettu,
hallið ykkur aftur í stólnum
(ef þeir þola það, garmarn-
ir), setjið fæturna upp á
þetta hræðilega skrifborð
sem þið hafið til umráða og
um að það gefist tími til
slíks. Huggaðu þig bara við
að ef þetta er ekki lesið,
þarftu ekki að leiðrétta
það.)
Og nú spyrja eflaust óinn-
vígðir: Hvað er þá prófark-
alestur? í hverju er þetta
hræðilega starf fólgið að það
kalli fram slík viðbrögð? Já,
það er von að þið spyrjið.
Prófarkalestur (á • dag-
blaði, því hann þekki ég best
þó ég hafi komið nálægt
nokkrum bókum líka) felst
aðallega í því að lesa illa
skrifaðan texta á alltof
löngum vöktum, leiðrétta
villur blaðamanns/ greinar-
höfundar án þess þó að ums-
krifa fréttina/ greinina alv-
egf, finna og leiðrétta (eða
merkja við, ef einhver annar
vesalingur leiðréttir) setn-
ingarvillur og almennt redda
því sem reddað verður.
Prófarkalesarinn er sá/ sú
sem fær aldrei þakkirnar
fyrir villulaust blað, en alltaf
skammirnar (líkast til
lögmál þarna), þó að hann/
hún hafi ekki brotið stærra
af sér en svo að fylgja hand-
riti (td. blaðamannsins).
hrinoboröiö
í dag skrifar Magnea J. Matthíasdóttir
lítið í eitthvert annað blað,
sem þið hafið ekki sjálf þurft
að prófarkalesa. Þið eigið
það skilið og meira en skilið
- þið þarfnist þess. Leyfið
vitleysunum svona einu
sinni að vera á sínum stað.
Fáið ykkur pásu. (Þetta á
auðvitað líka við um setja-
rann sem þarf að setja þessa
þvælu (ég bið að heilsa hin-
um stelpunum), en það er
alltaf svo mikið að gera hjá
þessum elskum að ég efast
Prófarkalesari þarf að vera
alvitur (eða allt að því), geta
dæmt um það á svipstundu
hvort mannsnafnið Jnns eigi
í rauninni að vera ritað Jón,
Jóhann, Jóhannes, Jónas,
Jens, Janus eða eitthvað enn
annað, vita að Framsóknarf-
lokkurinn var ekki stofn-
aður árið 1818, hafa
staðgóða þekkingu á enskri,
þýskri, danskri, sænskri,
spænskri og jafnvel suður-
króatískri stafsetningu, vera
sérfræðingur í orðaskipting-
um á öllum þessum málum,
auk Kínversku, Rússnesku
og auðvitað íslensku, fylgj-
ast grannt með í stjórnmál-
um, basði innlendum og er-
lendum, vita allt um popp,
og vera að auki ýmsum kost-
um prýddur sem að gagni
mega koma, svosem einsog
færni í meðhöndlun síma (ef
t.d. eitt fermingarbarnið í
Útskálakirkju skyldi ein-
herra hluta vegna heita ann-
arlegu nafni). Prófarkales-
ari verður að hafa stált-
augar, enn betra minni og
glöggt auga. (Styrk hönd
sakar ekki heldur.) Prófark-
alesari má aldrei láta bugast.
(Og nú verð ég eiginlega að
hafa greinaskil, því setjur-
unum þykir það þægilegra.
Nóg um það. Nú skyldi
maður ætla að ritstjórar,
prentsmiðj ust j órar,
blaðamenn, höfundar og
fleiri þeir sem málið sýnist
skylt standi í löngum bunum
við dyr prófarkalesara til að
votta þeim virðingu sína og
þakklæti. Öðru nær. Þeir
nefna það glettnislega í
framhjáhlaupi að þetta sé
eiginlega úrelt starf sem
löngu hafi verið lagt niður
hjá menningarþjóðum og
láta slíkt ekki nægja, heldur
keppast við að búa prent-
smiðjurnar nýjum og spenn-
andi tölvum sem eiga í orði
kveðnu að létta störf. Það er
eins með þessa gripi og aðra
vinnuhagræðingu: vinnan
verður 30-falt flóknari og
erfiðari. Auk stafsetningar-
og málvilla bætast nú skipt-
ingarvillur á vesalings lesa-
rann, sem hefur fyrir alltof
mikið á sinni könnu. Nýju
fínu tölvurnar sækja óeðli-
lega stíft í að skipta orðum á
dularfullan hátt: td. Ha-
llgrímsson, or-ðlaus og Al-
þýðuflokkur (og gefur auga
leið hverju er kennt um, ef
slíkt kemst á prent). Svo er
klappað á kollinn á örvænt-
ingarfullum og grátklökkum
prófarkalesaranum, brosað
útí annað og talað um full-
komin skiptingakerfi sem
færir kerfisfræðingar og ís-
lenskumenn dunda sér við
að setja saman. Hver veit,
kannski verða þeir búnir um
aldamótin.
Mig langar í lokin (núna er
ég umþaðbil búin að fylla
línukvótann minn) að biðja
lesendur um að grípa í
spaðann á næsta prófarkal-
esara og þakka honum vel
unnin afreksverk í þágu ís-
lenskrar tungu. Og svona
allra síðast: Hvernig væri að
taka upp árlega „Ver-
ið-góð-við-prófarkales-
ara“-viku? Það þyrfti ekki
að koma fram í neinu stór-
vægilegra en þokkalegum
handritum.
M.
PS: Sem á auðvitað ekki síð-
ur við ef einhver vill vera
notalegur við setjara...