Helgarpósturinn - 26.11.1982, Síða 7
Andrés Sigurvinsson og Magnús Ragnarsson í hlutverkum
sínum í fyrsta verkefni Stúdentaleikhússins.
Stúden ta/eikhúsið
rís upp frá
Stúdentaleikhúsið vaknar til lifs-
ins í dauðabúðum nasista. Lífgjaf-
inn er bandarískt leikrit, „Bent“,
eftir Martin Sherman og verður
það frumsýnt í Tjarnarbíói mið-
vikudaginn 1. desember kl. 20.
Verkið fjallar um líf og örlög
fólks, þegar nasistar voru að kom-
ast til valda í Þýskalandi. Fyrri hluti
þess gerist daginn eftir nótt hinna
löngu hnífa, þegar nasistar gerðu út
af við „kynvillingaklíku“ Erics
Rörn^og síðari hlutinn gerist í Dac-
hau og sýnir hið lagskipta helvíti,
sem þar var.
En hvers vegna þetta leikrit sem
fyrsta viðfangsefni leikhússins eftir
áratuga dvala? Því svarar einn úr
hinum rúmlega 50 manna hóp, sem
Stúdentaleikhúsið er, Einar Guð-
jónsson:
„Astæðan er fyrst og fremst sú, að
þetta er allt öðruvísi leikrit. í stefnu
skrá Stúdentaleikhússins segir að
það eigi að taka fyrir þau verk, sem
dauðum
atvinnuleikhúsin myndu ekki taka.
Við töldum okkur einnig ráða við
þetta.
Það hlýtur að skírskota til allra
tíma, sem gerðist í Þýskalandi nas-
ismans og í öllu krepputalinu nú,
höfðaði það mjög sterkt til okkar,“
segir Einar.
Rúnar Guðbrandsson þýddi
verkið, en Inga Bjarnason leikstýr-
ir. Helstu hlutverkin eru í höndum
Andrésar Sigurvinssonar, Árna
Pálssonar og Magnúsar Ragnars-
sonar, en alls taka um 50 manns
þátt í sýningunni. Sýningardagar
verða föstudagar, sunnudagar,
mánudagar og miðvikudagar.
Stúdentaleikhúsið fékk styrk frá
háskólanum til að standa straum af
kostnaði við sýninguna, sem einnig
er fjármögnuð með sölu styrktar-
korta. Sýningar verða út desem-
ber ef viðtökur verða eins og að-
standendur gera sér vonir um.
„Ógeðslega fríkuð stuðbók''
Páil Pálsson:
Hallærisplanið
Skáldsaga fyrir börn og fullorðna
(102 bls.)
Iðunn 1982
í hallærisplaninu segir frá 15
ára unglingum í Reykjavík. Sögu
sviðið er heimilið, skólinn,
sjoppan, partý hjá kunningja og
loks göturnar og Planið.
Sagan gerist á einni viku eða
svo en þó gerist stærsti hluti
hennar á föstudegi og fram yfir
miðnætti.
þegar þau vönguðu fyrst og ætl-
uðu að stinga af inn á vinnustofu
kennara en voru svo óheppin að
koma þar að leikfimikennaran-
um berum og stranga sögukenn-
aranum lítt klæddum á næsta
leiti. En því miður voru Stína og
vinkona hennar svo óheppnar að
vera of legi á sólbaðsbekk, svo
þær urðu léttgrillaðar og komust
ekki í partíið á föstudeginum, -
algjör bömmer fyrir Eika.
Þær persónur sem leiddar eru
fram í bókinni eru ósköp venju-
legir unglingar. Sú mynd sem
rM<)Jcvnenn/it
eftir Gunnlaug Ástgeirsson
Aðalpersónan í bókinni er
Eiríkur sem er 15 ára og er í ní-
unda bekk. Hann býr með for-
eldrum sínum og eldri systur í
Hlíðunum. Reyndar koma þau
ekki mikið við sögu. Pabbinn er
ekki annað en athugasemdir um
fréttirnar á bak við Morgunblað-
ið á matmálstímum. Mamman
kemur svolítið meira við sögu, en
er þá ekki nema svipmynd. Sama
er að segja urn systurina sem er
dæmigerð óþolandi stórasystir.
En það er ekki heimur full-
orðna fólksins sem ætlunin er að
lýsa í þessari bók heldur veröld
nútíma unglinga í Reykjavík. í
þeim tilgangi fylgjum við Eiríki
eftir og félögum hans, Ævari,
Sigga og Halla. Einnig koma
nokkrar stelpur við sögu, mest
Stína sem Eiríkur er skotinn í.
Þau gera samning um að vera
saman, á föstu, eftir skólaballið
höfundur gefur okkur af þeim er
sönn, eða að minnsta kosti alveg
nógu sönn til þess að bregða upp
trúlegri mynd af veröld unglinga í
Reykjavík. Vandamál þeirra
spanna allt frá því að redda sér
brennivíni í Ríkinu yfir í að losna
við graftarbólur, og frá ástinni
yfir í hvaða aðferð dugi best til að
slá pabba um hundraðkall. Ein-
hverjum kann að þykja partí-
lýsingin ótrúleg -. en hvað gerist
ekki þegar pabbi og mamma eru í
útlöndum og táningarnir halda
partí.Og ef einhverjum þykir lýs-
ingin á lífinu á Planinu óféleg þá
ætti sá hinn sami að virða það
fyrir sér í rólegheitum - og án
hneykslunar. Því þetta eru
krakkar, táningar, sem eru að
reyna að skemmta sér, finna form
til að veita óeirðinni og ólgunni
sem í þeim býr útrás og hvaðan
hafa þau fyrirmyndirnar. Nema
Kettir í veiðihug. Þannig lítur upp-
hafið að kafianum um köttinn út í
nýju dýrabókinni.
Góður þriller af gamla skó/anum
Sjúkur spítali
Regnboginn: Britannia Hospital.
Bresk. Árgerð 1982. Handrit:
David Sherwin. Aðalhlutverk:
Malcom McDowell, Leonard
Rossiter, Graham Crowden.
Leikstjóri: Lindsay Anderson.
Tvær af fyrri myndum hins
breska Lindsay Anderson
öðluðust gríðarlegar vinsældir
hér á landi, fyrst If og síðan O
Lucky Man, báðar með Malcom
McDowell í aðalhlutverkinu.
Hér eru þeir aftur samankomnir,
og taka fyrir heilbrigðiskerfið,
kóngafólkssnobberí, fjölmiðla og
verkalýðsbaráttu í einum ■
„pakka“. Myndin gerist á einum
merkisdegi í sögu Britannia spít-
alans og lýsir algjöru upplausnar-
ástandi sem skapast þegar drottn-
ningarmóðirin ætlar að koma í
heimsókn. Myndin er öll í
Lindsay Anderson stílnum, - dá-
lítið sundurlaus, ágætlega
geðveik á köflum, mjög ýkt,
fyndin hér og þar, ógeðsleg þar
og hér, — blanda af horror, vísinda-
skáldskap, þjóðfélagádeilu og
gríni. Gallinn er sá að þetta er
svosem ekkert mjög frumlegt
lengur, og sumar hugmyndirnar
eru reyndar ansi útjaskaðar. Það
breytir ekki því að Britannia
Hospital er þokkaleg skemmtun,
sumar týpurnar eru óborganlegar
og leikur yfirhöfuð góður. Úti í
Englandi stuðaði myndin víst
marga, einkum það háð sem sneri
að konungsfjölskyldunni,
ímynda ég mér en hér uppá ís-
landi stuðar hún fáa er ég hrædd-
ur um. Og þá fer mesta púðrið úr
henni. En samt: Góð skemmtun,
og svo er minnst á ísland.
- GA
hvað að munurinn er sá að hinir
fullorðnu hafa vemdaða drykkju-
staði þar sem þeir eru ekki til
sýnis fyrir þá sem eiga leið hjá.
Sagan er sögð út frá Eiríki og er
sögumaður ævinlega í nánd við
hann, en er lítt virkur og hverfur
á bak við söguna. Sagan er því
eiginlega sögð innanfrá heimi
unglinganna en kemur ekki að
honum utanfrá. f rauninni er allt
sem gerist næsta eðlilegt, það
veldur söguhetjum okkar aðeins
mismunandi miklum vand-
ræðum. Sennilega er það sá mæli
kvarði semunglingarleggjahelst
á atburði sem gerast í kringum
þá.
Það sem er þó skemmtilegast
við þessa bók er hversu vel höf-
indunum tekst að kallafram and-
rúmsloftið í kringum unglingana í
stílnum, sérstaklega þó í samtöl-
unum sem eru fjölmörg í bókinni.
Það er fullt samræmi milli sögu-
efnisins, persónanna og stílsins.
Að vísu er unglingamálfarið ýkt
nokkuð, en það gerir aðeins
bragðið af bókinni sterkara.
Þegar ég var nýbúinn að lesa
bókina komst 14 ára vinkona mín
í hana og það er ekki að orðlengja
það að hún lagði hana ekki frá sér
fyrr en hún var búin að lesa hana
alla.
Þegar ég spurði hvort þetta
væri satt, þá hélt hún nú aldeilis
að svo væri og þegar ég spurði
hvernig bókin væri var svarið:
„Ógeðslega fríkuð stuðbók."^
G.Ást.
w
gelrsson I um-
sögn sinnl um
Hallærisplanið.
Páll Pálsson -
„Það sem er þó
skemmtilegast
við þessa bók
er hversu vel
höfundinum
tekst að kalla
fram andrums-
loftið I kringum
unglingana í
stílnum...",
segir Gunn-
laugur Ást-
Lítii gáta fyrir fullorðið fólk:
Hvað eiga eftirtalin dýr sameigin-
legt: Kýrin, kindin, geitin, svínið,
hesturinn, hundurinn, köttúrinn
og hænan?
Þau eru húsdýrin okkar, og allan
fróðleik um þau má finna í nýút-
kominni bók, „Húsdýrunum okk-
ar“ eftir þá Stefán Aðalsteinsson og
Kristján Inga Einarsson, sem bóka-
útgáfan Bjallan gefur út.
„Húsdýrin okkar“ er „fræðslu-
bók fyrir börn“, eins og Kristján
Ingi orðar það. Annars vegar bygg-
ir hún á texta, sem Stefán hefur
skrifað um dýrin og hins vegar á
litmyndum, sem Kristján Ingi hef-
ur tekið af þeim í þeirra rétta um-
hverfi.
„Tilgangur okkar með þessari
bók var að koma til móts við börnin
| og gera góðar bókmenntir fyrir
Guðjón Amgrimsson og Jön Axel Egilsson
den) en hann dvelur á heimilinu
um stundarsakir vegna nýaf-
staðins magauppskurðar. Afinn
er fyrrverandi Áfríkuljósmyndari
og Philip heldur dýragarð í her-
berginu sínu, þrátt fyrir asma (?).
Útkoman verður sú að afinn
kaupir meinlausan snák í gull-
fiskabúð og sendir strák eftir ger-
seminni. Vinnukonan sendir bíl-
stjórann eftir vini sínum Jacmel
(Klaus Kinski) sem er stórglæpa-
maður, að sjálfsögðu, og ætla þau
þrjú að ræna stráksa.
Nú fer allt í handaskolum Æað
kemur nefnilega í ljós að gull-
fiskasalinn selur líka baneitraða
mömbu (Svarta mamban), svart-
an snák og af einskærri tilviljun er
gullfiskasalinn á sjúkrahúsi þegar
Philip kemur í búðina.
hér en þar, og Susan George, sem
verður fyrir biti snáksins og er
synd að hún skuli hverfa svo
snemma úr myndinni.
í myndinni er einnig tæpt á
ýmsum atriðum sem maður held-
ur að muni síðar koma í ljós, t.d.
móteitrið gegn biti snáksins, sem
ekki má gefa fólki með ofnæmi
(t.d. asma), gefur ýmislegt til
kynna. Þessi atriði eru ekki nýtt
og þegar myndin er brotin upp í
lokin eru notuð sömu gömlu úr-
ræðin, reyndar í frábærri töku og
klippingu og endirinn gefur til
kynna að hættan sé ekki liðin hjá.
En þrátt fyrir allt getur maður
litið fram hjá vanköntum, því
spenna, kvikmyndataka og klipp-
ing er með eindæmum góð.
JAE
Húsdýrin okkar:
Al/t, sem þú vi/dir vita...
þau. Börn fóru meira í sveit hér
áður fyrr, en núna sjá borgarbörn-
in dýrin bara út um bílrúðuna“,
segir Kristján Ingi.
Texti bókarinnar er miðaður við
6-10 ára börn og ætti hún því að
koma skólabörnum í góðar þarfir,
þar sem vönduð íslensk dýrabók
hefur ekki verið til fram að þessu.
„Ég vil hvetja foreldra, afa og
ömmur að gera öllum börnum
kleift að eignast þessa bók. Hún á
Stefán Aðal-
steinsson
höfundur
texta.
Kristján Ingi
Einarsson
höfundur
Ijósmynd-
anna.
erindi til allra barna, sem hætt eru
að komast í nána snertingu við dýr-
in“, segir Kristján Ingi.
- GB
Bíóhöllin: Snákurinn (Venom).
Árgerð ný. Leikstjóri: Piers Hag-
gard, Handrit: Robert Carring-
ton eftir sögu Alan Scholefield,
Aðalleikarar: Klaus Kinski, Nicol
Williamson, Oliver Reed, Ster-
ling Hayden, Lance Holcomb og
Susan George.
Hér er kominn góður þriller af
gamla skólanum. Spennan er
byggð upp hægt og sígandi og
helst allan tímann. Tilvalin af-
þreying í skammdeginu.
Philip (Lance Holcomb) er
sonur ríkra hjóna í London.
Móðir hans ætlar að skreppa til
Rómar að hitta föður hans, sem
rekur hótelkeðju. Auðvitað sjá
vinnukonan (Susan George,
núna í Tilhugalíf) og bílstjórinn
(Oliver Reed) sér leik á borði að
ræna stráknum. Fyrst verður að
plata afann á brott (Sterling Hay-
Það er ekki vert að rekja sögu
þráðinn frekar. Reyndar má
minnast á lögreglustjórann,
leikinn af Nicol Williamson (The
Human Factor) sem er mun befri