Helgarpósturinn - 26.11.1982, Page 17
BYGGINGARHAPPDRÆTTI SATT ‘82
VERÐLAUNAGETRAUN - SEÐILL 1
Dregið út vikulega úr réttum svörum —ath. rétt svör þurfa að hafa borist innan 10 dagafrá birtingu
hvers seðils.
HVAÐ HEITA ÞESSIR TÓNLISTARMENN ??????
Vinningar í boði
1. Kawai kassagítar frá hljóðfærav. Rín.
Verðmæti kr. 2580.-
2-5. 5 stk. nýjar íslenskar hljómplötur:
Magnús Eiríksson Smámyndir, útg. Fálkinn
Jakob Magnússon Tvær systur.útg.steinar
Þorsteinn Magnússon Líf.úta- GRAMM
Sonus Future - Þeir sletta skyrinu ...
útg. Hljóðriti dreif. Skífan
Verðmæti um kr. 1500.
HEILDARVERÐMÆTI VINNINGA SAMTALS
KR; 8.580.-
rlpSsturinn. Föstudagur 26.
nóvember 1982
Myndirnar hér að ofan eru af þekktum tónlistarmönnum sem allir eru meðlimir í SATT (Samband
Alþýðutónskálda- og Tónlistarmanna). Ef þið vitið nöfn þeirra, skrifið þá viðeigandi nafn undir hverja mynd.
Fyllið síðan út í reitinn hér fyrir neðan; nafn sendanda, heimilisfang, stað.símanúmer. Utanáskriftin er:
Gallery Lækjartorg Hafnarstræti 22 Rvík. sími 15310. Látið 45 kr. fylgja með og við sendum um hæl 1 miðaí
Byggingarhappdrætti SATT (ðregið 23. des.).
ATH: Rétt svör þurfa að berast innan 10 daga frá birtingu hvers seðils en þá verður dregið úr réttum
lausnum.
ALLS BIRTAST 4 SEÐLAR FYRIR JÓL.
(Dregið 23. des. 82)
NAFN
HEIMILI-
STAÐUR-
SÍMI --
Þú mátt senda inn eins marga
seðla og þú vilt. Kr. 45 þurfa að
fylgja hverjum seðli og þú færð
jafnmarga miða ( Byggingar-
happdrætti SATT senda um hæl.
JÖLAGJÖFIN í ÁR ER ÍSLENSK
HLJÓMPLATA +- MIÐI í BYGG-
INGARHAPPDRÆTTI SATT.
Utanáskrift: Gallery Læjartorg Hafnarstræti 22 Rvík. sími 15310
ViNNINGAR í BYGGINGARHAPPDRÆTTI SATT:
1. Renault 9 kr. 135.000,-
2. Fiat Panda kr. 95.000.-
3. Kenwood og AR
hliómtækjasamstæða kr. 46.000,-
4-5. Úttekt í hljóðfæraversl. Rín &
Tónkvísl að upph. kr. 20.000,- samt. kr. 40.000,-
6. Kenvwood ferðatæki ásamt tösku kr. 19.500.-
7. Kenwood hljómtækjasett í bílinn kr. 19.500,-
•27. Úttekt í Gallery Læjartorgi og
Skífunni-islenskar hljómplötur
að upph. kr. 1.000.- kr. 20.000,-
Verömæti vinninga alls kr. 375.000,-
(Ath. verðmæti vinninga miðað við apríl 1982)
Fiat Panda:
Verðmæti í dag
121.000.00
Stina segir...
Vitið þið, hver munurinn er á
kapítalísku þjóðfélagi og kommún-
ísku? Jú, í kapítalísku þjóðfélagi
arðræna þegnarnir hver annan. í
kommúnísku þjóðfélagi er þessu
þveröfugt farið.
Virðingu fleiri þjóðþinga en
Alþingis hefur verið stefnt í hættu.
Þannig gekk einhverntímann yfir
þingmenn á breska þinginu, þegar
Winston Churchill, sem þá var
forsætisráðherra, var óvenju
drukkinn eitt sinn á þingfundi.
Stóð þá upp kvenkyns þingmaður
úr Verkalýðsflokknum, stór og
þrekin, sem kölluð var þingmanna
á milli „Battling Bessie“. Hún
sagði við forsætisráðherrann:
„Herra Churchill, hvað á þessi
hneisa að þýða? Þér vafrið hér um
sali löggjafasamkundunnar útúr-
drukkinn, sjálfum yður og þinginu
til skammar!"
Churchill stóð á fætur, riðaði ei-
lítið, en drafaði svo fram svar sitt:
„Frú mín kær! Það er rétt, að ég er
fullur. Þér eruð ljót! En, kærafrú, í
fyrramálið verð ég allsgáður...."
Svo var það ljóðskáldið, sem ný-
lega hafði gefið út þriðja og lang-
samlegasta leiðinlegasta ljóðasafn
sitt. Hann hafði þungar áhyggjur af
því, að ekki birtist orð um verk
hans á prenti, og leitaði til skáld-
bróður síns, eftir ráðleggingum og
hughreystingu.
— Hvað á ég að gera, elsku vin-
ur, það ríkir algert þagnarsamsæri
um bókina mína!
Vinur hans hugsaði sig um, en
svaraði svo: — Taktu þátt í því,
elskulegur.
Menntamálaráðuneytið auglýsti
stöðu lausa til umsóknar um dag-
inn og margir sóttu um. Nefnd gaf
umsögn um umsækjendur, en síð-
an fór málið til ráðherra.
Einn umsækjenda, sem talinn
var með hæfari mönnum til starf-
ans, var spurður, hvort hann teldi
sig eiga góða möguleika á að ná
embættinu. Hann svaraði: — Ráð-
herra gæti valið verri mann til starf- |
ans, og ég held hann geri það.
Gyðingur var í húsnæðisleit í
Þýskalandi, og leitaði til húsamiðl- \
ara, sem tjáði sig fúsan að útvega j
honum húsnæði.
— En fyrst verð ég að spyrja þig :
nokkurra spurninga. Sú fyrsta er, :
hvaða trúflokki tilheyrið þér?
— Ég er gyðingur.
— Fyrirgefið, en við höfum ekk-
ert húsnæði á lausu eins og er.
Gyðingurinn leitaði víðar, en ;
allsstaðar var hann spurður um
trúna, og allsstaðar var honum i
neitað. Að lokum gafst hann upp,
og ákvað að ljúga til um trúarbrögð
sín. Hann mætti hjá húsamiðlara,
sem spurði um trúarbrögð hans.
— Ég er kristinn. -í
— Já, þá eru það nokkrar spurn-
ingar um kristinfræði. Hver var
Jesús?
— Sonur Guðs.
— Gott. Hvar fæddist hann?
— í Bethlehem.
— Gott. Hvar í Bethlehem?
— í fjárhúsi.
— Gott. Af hverju fæddist hanní
fjárhúsi?
— Af því hann var Gyðingur og
fékk ekki almennilegt húsnæði.
Og leigjandinn, sem eftir þrjú ár
var orðinn þreyttur á kuldanum, og
fór til leigusalans.
— Ég kom út af gluggunum í
íbúðinni.
— Já, einmitt. Hvað með þá?
— Gætirðu ekki látið setja í þá
rúður fyrir veturinn?
HVERJU
\
iir™
OPID PRÓFKJÖR
Alþýðuflokksins 27. og 28. þ. m.
Ágúst Einarsson
útgerðarmaður
Baráttumaður ábyrgðar og
skýnsemi í atvinnumálum
Ágúst á erindi á Alþingi
Styðjum Ágúst í prófkjörinu
jSÍMI18977
Studningsmenn