Helgarpósturinn - 26.11.1982, Blaðsíða 21
manna sem ég hef unnið fyrir hjá Samtökum
endurhæfðra mænuskaddaðra. Ein stúlka
vinnur fyrir mig í þessu, en að öðru leyti eru
það bara vinir og vandamenn sem hringja til
vina og vandamanna. Eini raunverulegi
kostnaðurinn er við bækling sem var prent-
aður í 8400 eintökum og sendur út í pósti.
Jón Magnússon:
„Ég fer hefðbundnu leiðina í prófkjörinu -
sem felst í símhringingum, bæklingum og
bréfum til þeirra sem eru í SUS,þar sem égvar
formaður. Svo og auglýsingar í blöðum, sem
hafa bæst við frá síðustu prófkjörum. Ég náði
samkomulagi um afnot af skrifstofu í Hafnar-
strætinu, sem var að koma úr leigu og hef
hana frítt. Þar hef ég einn fastan starfsmann,
sem ég greiði örlítil laun, undir Dagsbrúnar-
taxta, en auk þess hefur komið töluvert af
sjálfboðaliðum, um eða yfir 40 manns einn
daginn. Símakostnaður dreifist á ýmsa aðila
sem bjóðast til að hringja fyrir mig úr eigin
símum.
Gróft reiknað er kostnaðaráætlun uppá
um 60 þúsund, þar af prentun 20 þúsund,
auglýsingar 20 þúsund og annar kostnaður 20
þúsund. Peningarnir koma frá ýmsum
stuðningsaðilum. “
Ágúst Einarsson:
„Þetta byggist á símhringingum, nokkrum
bréfum til stuðningsmanna og fáeinum aug-
lýsingum. Ég hef ekkert launað starfslið,
aðeins aðstöðu á skrifstofu minni í Hraðfryst-
istöðinni. Ég stefni að því að þetta kosti ekki
meira en svona 20 til 25 þúsund krónur.“
Guðmundur H. Garðarsson:
„Starfsmenn við prófkjör mitt eru aðeins
nánasta fjölskylda mín og systir mín. Þetta er
allt unnið í sjálfboðavinnu. Starfið felst í því
að reyna að hafa samband við þá sem maður
þekkir á flokksskránni. Ég get ómögulega
reiknað út hvað þetta kemur til með að
kosta.“
Elín Pálmadóttir:
„Ég hef ekki neitt starfsfólk á launum, held-
ur fæ aðstoð systkina og vina og aðstöðu eftir
skrifstofutíma hjágóðum manni, þar sem við
erum til viðtals. Ég hef sent sjálfstæðisfólki
bréf, en hef nánast ekkert hringt. Þetta hefur
kostað sáralítið.
Björg Einarsdóttir:
„Vinnuaðstaða mín er í Brekkugerðinu og
þar eru þau gögn sem við frambjóðendur
fáum í hendur frá skrifstofu flokksins og
símar. Öll vinna er unnin af sjálfboðaliðum
og er að mestu leyti fólgin í símtölum, þar
sem minnt er á prófkjörið og hvatt til þátt-
töku í því. Lagt er til að kjósa 10, fulla tölu,
þar af minnst fjórar konur, ennfremur for-
ystu flokksins og ætla fyrir eðlilegri endurnýj-
un. Frá okkur hringir fólk aðeins í kunnuga.
Kostnaður er nær eingöngu fólgin í aug-
lýsingum, útgáfu vinnubæklings og smávegis
rekstrarkostnaði. Við Esther Guðmunds-
dóttir höfum þessa aðstöðu saman og erum
sammála um þann málflutning sem greint var
frá. Ég mun sjálf standa straum af kostnaðin-
um og veit ekki betur en Esther geri það
einnig."
Ragnhildur Helgadóttir:
„Mín starfsemi miðar að því að ég nái sam-
bandi við alla sem ég þekki og að þeir nái
síðan samböndum við þá sem þeir þekkja.
Þetta byggist allt á þeim persónulegu sam-
böndum sem ég hef aflað mér í gegnum
tíðina. Hjá mér er stúlka frá fimm til tíu á
kvöldin en að öðru leyti er vinnan unnin af
vinum og vandamönnum. Kostnaðurinn er
lítill, enda hefur þetta verið stutt törn.“
Margir kallaðir - fáir útvaidir
Á yfirstandandi þingi eiga sjálfstæðismenn
sex þingmenn úr Reykjavík, Geir, Gunnar
Thor, Friðrik, Albert, Birgi ísleif og Pétur
Sig. Sem kunnugt er gefur Gunnar ekki kost
á sér nú, þannig að þar losnar eitt sæti ef
reiknað er með að Sjálfstæðisflokkurinn
haldi akkúrat sínu. Forysta flokksins, form-
aðurinn Geir og varaformaðurinn Friðrik
hljóta að teljast nokkuð öruggir í örugg sæti,
og einnig Birgir ísleifur. Varla eru heldur
miklar líkur á að Albert falli, en sæti Péturs er
meira spurningamerki, vegna þess að hann er
jú á þingi vegna „velvilja“ Ellerts Schram,
sem gaf honum eftir sæti sitt síðast. Það er því
ljóst að baráttan í Sjálfstæðisflokknum stend-
ur fyrst og fremst um eitt til fjögur sæti, þ.e.
fimmta, sjötta, sjöunda og áttunda sætið á
listanum. Um þessi sæti berjast af fullum
krafti um fimmtán manns. Því þó 28 séu á
listanum er augljóst að hluti þeirra leggja
ekki þunga áherslu á að komast í eftirsótt
sæti.
í Alþýðuflokknum er þessu öfugt farið. í
síðustu kosningum fékk flokkurinn þrjá
menn kjörna hér í Reykjavík, Benedikt
Gröndal,Vilmund Gylfason og Jóhönnu Sig-
urðardóttur. Nú er aðeins Jóhanna eftir, en
Jón Baldvin tók sem kunnugt er sæti Bene-
dikts. Þau tvö munu fyrst og fremst berjst um
efsta sætið á listanum, og Ágúst Einarsson og
Bjarni Guðnason unt þriðja sætið.
Einum of?
Þessi tæplega milljón króna slagur fyrir
prófkjör flokkanna tveggja snýst því í raun
aðeins um fjögur til átta þingsæti. Er þetta
ekki einum of langt gengið? Er ekki með
þessu fyrirkomulagi verið að útiloka hinn „al-
menna mann“ frá því að hafa nokkra mögú-
leika. Eru það ekki peningaöflin sem farin
eru að ráða þessu?
„Mér finnst þetta að verða alltof mikið af
því góða,“ sagði Elín Pálmadóttir. „Kostn-
aðurinn við þessa baráttu fer alltaf vaxandi,
en maður er neyddur til að vera með.“
Guðmundur H. Garðarsson tók nokkuð í
sama streng og Elín, en benti á að „miðað við
hvernig flokkarnir höfðu þróast var þessi
breyting nauðsynleg." Ágúst Einarsson sagði
hinsvegar að þegar skotið væri yfir markið
kæmi það alltaf í ljós. „Fólk gerir sér grein
fyrir þegar slíkt gerist og ég held að fram-
bjóðendurnirgæti sín á því. En auðvitað er sú
hætta fyrir hendi að þetta ýti undir illdeilur í
flokkunum, þó ég hafi á tilfinningunni að
yfirstandandi barátta sé rekin af miklum
heiðarleik og vinsemd.“
Jón Magnússon kvaðst hafa talið það
óheppilegt að fara yfir í auglýsingarnar í
blöðunum, „en spurningin er þá líka sú hvort
lýðræðið sé jákvætt, því þetta er einn af fylgi-
fiskum þess. Svo má benda á að nálægðin við
kjósendur hér er svo mikil að hér er ekki
hætta á að búinn verði til frambjóðandi úr
engu.“ Bjarni Guðnason var akkúrat á önd-
verðum meiði, og sagði að það yrði að varast
peningalýðræði eins og það sem er í Banda-
ríkjunum. „Það væri hægt að búa til nýjan
Nixon hvar sem er og hvenær sem er - með
peningum er hægt að villa mönnum sýn.“
Jón Baldvin sagði prófkjörsbaráttu eins og þá
sem stunduð hefur verið að undanförnu sér-
staklega mikilvæga fyrir flokk sem sjálfur
hefur ekkert auglýsingaapparat. „Hann
verður að ná til fólks, og prófkjörin ná aðeins
til fólksins ef mikil þátttaka er í þeim. Próf-
kjör geta verið bæði góð og vond. Það sem er
vont við ameríska kerfið er að þar eru það
forréttindi auðkýfinga að vera í framboði. En
ég þykist hafa sýnt það í þessari kosningabar-
áttu að þetta er gerlegt fyrir menn sem ekki
eru neinir auðkýfingar.“
npCfÓDRðRINN’
W Hverfisgötu 34 - Reykjavík
Simi 14484 - 13150
Vegg- og gólfdúkur
DLW vegg- og gólfdúkarnir. Heimsfræg gæðavara.
Úrval allra nauðsynlegra verkfæra og áhalda til
dúklagninga.
Thomson hreinsilögur - hreinsar upp gamla dúka.
Sofix bón gerir gamla dúkinn sem nýjan - nýja dúkinn
enn betri.
Úrval af málningu og málningarvörum.
50 ára þjónusta í sölu vegg-og gólfefna.
Valin gæðavara
vönduð vinnubrögð
+ leiðbeiningar og góð ráð
= ánægjulegur árangur
Lítið við, verið velkomin.