Helgarpósturinn - 26.11.1982, Page 23
Jp&sturinn!^±^L
26. nóvember 1982
^ Þrátt fyrir fjárþöng láta þeir
f' \ hjá Námsgagnastofnun ekki
Si deigan síga. Nýlega var Karl
Jeppesen settur forstöðumaður
Fræðslumyndasafns ríkisins, sem
nú er deild í Námsgagnastofnun.
Hann tók við af Sveini Pálssyni sem
hefur látið af störfum fyrir aldurs
sakir eftir margra ára starf þar,
fyrst sem aðstoðarmaður, síðast
forstöðumaður. Við þennan til-
flutning á Karli yfir í Fræðslu-
myndasafnið losnaði staða yfir-
manns Námsgagnamiðstöðvarinn-
ar, sem hann sá um að skipuleggja
og koma í gang. Starfræksla Náms-
gagnamiðstöðvarinnar virðist hafa
gengið nokkuð vel þetta fyrsta ár,
en þangað komu m.a. allir þeir
1500 grunnskólakennarar sem
sóttu sumarnámskeið á síðastliðnu
sumri og notfærðu sér þá aðstöðu
sem þar er, til að kynna sér nýjung-
ar í námsgögnum og eigin náms-
gagnagerð. En Karl er aftur
kominn í uppbyggingastarfið.
Hlutverk hans er að sjá um mynd-
bandavæðingu Fræðslumynda-
safnsins, en gömlu filmurnar þar
eru orðnar úr sér gengnar og lítil
endurnýjun hefur orðið á þeim. En
fjárhagsvandræði Námsgagna-
stofnunar geta sett strik í reikning-
inn þannig að fyrst um sinn verði
Karl Jeppesen að láta sér nægja að
grisja filmusafnið af ónýtum og úr-
eltum myndum og reyna að gera
sitt besta til að halda í horfinu þar
til úr rætist í fjármálunum...
Framkvæmdastjóraskipti
/■ Jverða von bráðar á Þjóðvilj-
anum. Eiður Bergmann mun
vera að hætta eftir langa og dygga
þjónustu en í hans stað sest ung
kona í framkvæmdastjórastólinn,
Guðrún Guðmundsdóttir, ekta-
kvinna Ásmundar Stefánssonar,
forseta Alþýðusambandsins...
Nýir tímar, nýir menn
Sjálfstæðismenn hafa að undanförnu horft til fram-
tíðarinnar og valið unga menn til ábyrgðarstarfa.
Geir H. Haarde er 31 árs gamall hagfræðingur og
formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
I því starfi og öðrum sem hann hefur gegnt hefur
hann notið vinsælda og virðingar
þeirra sem til þekkja, fyrir
hæfni og dugnað.
Geir hefur víðtæka þekkingu á
þjóðmálum. Festa hans og lipurð
munu koma að gagni á Alþingi. -1
Styðium Geir H. Haarde í prófkjörinu
Veljum þlngmenn framtídarinnar
i
Stuðningsmenn
GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM
Frost og fönn eru engin fyrirstaða þegar ATLAS er annarsvegar.
ATLAS snjóhjólbarðar: Minni bensíneyðsla, meiri ending
og síðast en ekki síst, aukið öryggi fyrir þig, þína og þá sem á
vegi ykkar verða. Á ATLAS eru þér allir vegir færir.
Hjólbarðaviðgerð Jóns
Ólafssonar við Ægissíðu
sér um að selja og setja
undir ATLAS snjódekk
fyrir íbúa mið- og vestur-
bæjar.
SAMBANDIÐ
VÉLADEILD
HJÓLBARÐASALA
Höfðabakka 9 r 83490 -38900