Helgarpósturinn - 26.11.1982, Page 24
24
Föstudagur 26. nóvember 1982
' ] Mönnum hefur orðið tíðrætt,
f Á um vantraustsumræðurnar á
^' Alþingi á dögunum, líklega
mest af því að nú fékk þjóðin ekki
bara að heyra hvernig slíkar um-
ræður fara fram heldur einnig að
sjá. „Fjallræða" Vilmundar Gylfa-
sonar hefur orðið mönnum um-
ræðuefni og ber flestum saman um
að Vilmundur hafi þarna fiskað
mörg atkvæðin hvernig svo sem
ræðan nýtist honum að 5 mánuðum
liðnum þegar gengið verður til
kosninga. Það er því mál manna að
öfugt við aðra flokka landsins eigi
Bandalag jafnaðarmanna senni-
lega auðveldara um þessar mundir
að krækja í atkvæðin en fram-
bjóðendur á lista flokksins. Það
kann þó að breytast...
í. | Og enn um vantraustsum-
f J ræðurnar. Það hefur vakið at-
hygli hversu veikum tals-
mönnum Sjálfstæðisflokkurinn
tefldi fram í umræðunum, og hafa
ýmsir sjálfstæðismenn látið þau
orð falla að allar vonir flokksins um
meirihluta í næstu kosningum hafi
þarna fokið út í veður og vind. í
sölum Alþingis hefur verið hent
gaman að orðum Guðrúnar Helga-
dóttur, sem hún missti út úr sér
þegar Egill Jónsson frá Seljavöllum
sté í pontu og byrjaði að tala: „Það
er alveg sama hvað hann Egill segir
- hann lítur alltaf út eins og fram-
sóknarmaður...
r'l Próft j ö rsm á I Sjálfstæðis-
f'J flokksins og Alþýðuflokksins
-X'eru mjög í brennidepli um
þessar mundir. Hjá Sjálfstæðis-
flokknum þykir sýnt að þeir Geir
Hallgrímsson, Albert Guðmunds-
son, Birgir ísleifur Gunnarsson og
Friðrik Sóphusson séu sem næst
bókaðir í fjögur fyrstu sætin en
nánast allt geti gerst í næstu sætum
þar á eftir. En dyggir sjálfstæðis-
menn vonast hins vegar til að af
næstu þremur sætum komi eitt í
hlut annars hvors verkalýðsleið-
togans sem í prófkjörinu keppa,
eitt í hlut kvennanna sem keppa og
eitt til ungu mannanna. Þetta yrði
óskaniðurstaðan, en eins og menn
eru farnir að þekkja úr prófkjörs
slagsmálum liðinna ára kemur hún
sjaldnast upp...
Hjá Alþýðuflokknum verður
f'l líka hart barist og fæstir munu
treysta sér til að spá um það
hvort þeirra Jóhönnu Sigurðar-
dóttur eða Jóns Baldvins hreppir
tyrsta sætið þar. Lengst af var talið
nokkuð víst að Agúst Einarsson,
gjaldkera flokksins og fyrrum þing-
mann hans, mætti nokkurn veginn
bókaíþriðja sæíið því að hann er í
miklu áliti meðal hinna almennu
flokksmanna.Hann kann hins vegar
aðgjalda þess að hann er ekki eins
þekkt andlit og helsti keppinautur
hans,Bjarni Guðnason prófessor,
þ.e.a.s. verði mikil þátttaka í próf-
kjörinu og margir utanaðkomandi
kjósi, enda er Bjarni sagður hafa
gripið til þess ráðs til að bæta víg-
stöðu sína að virkja þann hóp
manna sem á sínum tíma fleytti
Jósteini Kristjánssyni upp í efstu
hæðir borgarstjórnarlista Fram-
sóknarflokksins í Reykjavík. Flest-
ir þessara baráttumanna Bjarna
(og Jósteins) munu upprunnir í
Knattspyrnufélaginu Víkingi ...
M Rimlarokk fanganna á Litla-
f J Hrauni hefur verið kynnt víða
■/ að undanförnu og hefur einn
liðsmanna hljómsveitarinnar,
Rúnar Þór Pétursson, sem afplán-
að hefur sína sekt, farið um og
sungið lög af plötunni við undirleik
af segulbandi. í vikunni átti Rúnar
að koma fram ásamt Bergþóru
Arnadóttur vísnasöngkonu á tón-
listarkvöldi í Verslunarskólanum.
Áður en til þess kom tilkynnti einn
fulltrúi nemenda, að þeir kærðu sig
ekkert um fyrrverandi fanga á
skólaskemmtun. Þá hætti Berg-
þóra Iíka við...
JPlTil skamms tíma var stiga-
f~ J gangurinn í Borgartúni 7, þar
sem Vegagerð ríkisins og Saka
dómur Reykjavíkur eru til húsa,
með ljótari stigagöngum í Reykja-
vík. Nú hefur orðið mikil breyting
þar á til batnaðar. Þegar Rann-
sóknarlögregla ríkisins var stofnuð
upp úr rannsóknarlögreglunni í
Reykjavík og flutti út úr húsinu var
hafist handa við endurbætur á hús-
næðinu. Meðal annars var lagt í að
búa til nýtt handrið í stigagangin-
um og klæða tröppurnar þar með
fallega slípuðum steini, Ííkast til
marmara. Tók heilt ár að koma
þessum endurbótum í kring og
kostaði það ómælt fé. En þegar
öllu var lokið kom í ljós að verk-
fræðingar Vegagerðarinnar höfðu
ekki reiknað dæmið til enda.
Marmarinn hækkaði tröppurnar
svo mikið, að handriðið er of lágt.
Er nú ekki nema fyrir handleggja-
lengstu menn að styðja sig við
handriðið á leiðinni upp og niður
stigana. Aðrir verða að beygja sig
niður...
I Enn eru til kraftaverkamenn í
/'JísIenskum viðskiptaheimi.
• Ekki fer alltaf jafn mikið fyrir
þeim í opinberri umræðu. Páll
Jónsson, kenndur við Polaris, er
ágætt dæmi um þetta. Hann er um-
svifamikill kaupsýslumaður og
gekk á sínum tíma til samstarfs við
dry kkj arframleiðslufy rirtækið
Sanitas. Samstarfið var að sögn
fólgið í því, að Páll lánaði fé til
reksturs fyrirtækisins og vildi
gjarnan fá endurgreitt í hlutabréf-
um. Smám saman lánaði Páll meira
fé til Sanitas og einn daginn var
hann orðinn handhafi meirihluta
hlutabréfa í fyrirtækinu - því hann
hafði jafnframt keypt hlutabréf,
sem Sana á Akureyri átti í Sanitas.
Þá tók Páll sig til og hreinsaði til á
toppi Sanitas og stjórnar nú fyrir-
tækinu sjálfur...
lRáðningarsamningur Hrafns
/ ÍGunnlaugssonar sem leiklist-
•y arráðunautur sjónvarpsins
rennur út um áramótin. Hrafn mun
ekki hafa í hyggju að sækja um
endurnýjun á samningi sínum hjá
sjónvarpinu heldur hyggst hann
snúa sér alfarið að lausamennsku
og e.t.v. setjast á nýjan leik við
ritvélina sem hann hefur vanrækt
síðustu árin...
Frost og fönn eru engin fyrirstaða þegar ATLAS er annarsvegar. ATLAS snjóhjóibarðar: Minni bensíneyðsla, meiri ending og síðast en ekki síst, aukið öryggi fyrir þig, þína og þá sem á vegi ykkar verða. Á ATLAS eru þér allir vegir færir. Hjólbarðaviðgerð Jóns Ólafssonar við Ægissíðu sér um að selja og setja undir ATLAS snjódekk fyrir íbúa mið- og vestur- bæjar. SAMBANDIÐ ^ VÉLADEILD HJÓLBARÐASALA Höfðabakka 9 /-83490-38900
GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM