Helgarpósturinn - 07.01.1983, Síða 14

Helgarpósturinn - 07.01.1983, Síða 14
14 Hljóð og blið nótt heims um ból: Hinar ýmsu útgáfur Hin hljóða og helga jólanótt er nú að baki og jólasöngvar hljóðnaðir í bili. En áður en við tökum aftur til við að syngja þessi fallegu lög að ári væri ekki úr vegi að rifja upp nokkur fróðleikskorn um hinn frægasta af öllum jólasálm- um, sem upphaflega heitir „Stille Nacht" en við þekkjum best undir „Heims um ból“. Þessi sálmur varð til á aðfanga- dag árið 1818 í litlu þorpi í fjalla- héruðum Austurríkis. Sálminn orti ungur aðstoðarprestur í þorpinu, Jósep Mohr að nafni. Segir sagan að hann hafi verið sótt- ur til að skíra nýfætt barn verka- manns, sem sá sér og fjölskyldu sinni farborða með því að höggva við og gera úr honum viðarkol. Fjölskyldan bjó í sótugu bjálka- húsi sem var jafnt heimili sem vinnu- staður húsbóndans. í þessu húsi birtist prestinum unga nýr skilning- ur á atburðunum, sem orðið höfðu í Betlehem meira en 18 öldum áður. Mannssonur fæddur og lagður í jötu og móðirin eins og henni væri fæddur frelsari og gefið guðsríki. Aður en næsta dagsól var af himni, var hann búinn að semja meitlað Ijóð um sýn sína og það sent meira var: Kennarinn og organ- istinn í þorpinu, Franz Gruber, hafði gert sígilt lag við Ijóðið og saman sungu höfundar Ijóðs og lags sönginn í þorpskirkjunni á aðfangadagskvöldið. Síðan hefur þessi söngur hljóm- að á jólunt um allan hinn kristna heim. Ljóðið er eítirminnilegt fyrir einfaldleika sinn og skæra hugsun, en það hljóðar þannig á frum- málinu: „Slille Nachl, heilige Nacht Alles schlaft, einsam vachl Nur das traute hochheilige Paar holderknabe im lockigen Haar :,:Schlaf in himmlischer Ruh:,: Stille Nacht, heilige Nacht Hirten erst kund gemacht; Durch der Engel Halleluja Tönt es laut von fern und nah: :,:„Christ, der Retter, ist da“:,: Stille Nacht, heilige Nacht. Gottes Sohn, o wie lacht Lieb aus deinem göttlichen Mund, Da Uns schlagt die rettende Stund :,:Christ iu deiner Geburt:,:“ Á íslemku hefur lagið lengst af verið sungið við sálm Sveinbjarnar Egilsson .r „Heims um ból“, sem birtist í; álmabókarútgáfunni 1871, en rrun vera ortur 1849. Sveinb;örn lést 1852. Sálmurinn hljómar á þessa leið: „Heims um ból helg eru jól. Signuö mœr son guðs ól, frelsun mannunna, frelsisins lind, frumglœði Ijóssins - en gervöll mannkind :,:meinvill I myrkrunum lá:,: Til nánari útlistunar á þessu benda framleiðendurnir á, að eigi að dæla of niiklu vatni um of þröng- ar vatnsieiðslur myndist tregða í þeim. Og samkvæmt þessu er þeim mun meiri þörf á þessum nýju „monsterköplum" sem magnarinn er minni - þeir stuðla að því að hvert watt magnarans skilar sér út í hátalarana, alveg á sama hátt og auðveldara er að dæla vatni um vítt rör en þröngt. Þá er bara að reyna þessa nýj- ung, því hún hefur þegar borist til Islands; umboðsmaður er I lljóm- Nýjar hátalarasnúrur fyrir ,,stereógræ jurnar99 Skila betur hljómnum en gömlu lampasnúrurnar Því sterkari magnari og betri plötuspilari þeim niun betri hljóm- ur fæst úr „stereógræjunum“. Þetta hal'a verið hin almennu sann- indi hingað til. En þessi sannleikur er ekkert endanlegri en annar sannleikur, og ef trúa má bandarískum fram- leiðanda sem heitir Monster Cable Company hefur mönnum hingað til yfirsést það sem skiptir ekki hvað minnstu máli. Það eru snúrurnar frá magnaranum í hátalarann. Til þessa hafa verið notaðar ósköp venjulegar lampasnúrur til að flytja hljóminn í hátalarana, en samkvæmt þessum nýja sannleika er gallinn sá, að þær skila aðeins 86% af tóninum sem þær taka við. En nú hefur fyrrnefnt íyrirtæki sett á markaðinn nýja gerö af snúrum. Þær eru settar saman úr eitt til tvö þúsund þráðum úr hreinum kopar, og vegna þess hversu góður leiðari koparinn er munu þessar nýju snúrur skila heilum 99% af því sem þær taka við. tækjaverslunin Steini, Skúlagötu 61, Reykjavík. Grjót- kastarar verða stórir Bandaríski hershölðinginn Oani- el O. Graham, fyrrum forstjóri leyniþjónustu hersins, lætur sér í léttu rúmi liggja þótt kjarnorku- vopn veraldar séu nægilcga mörg til að drepa allt mannkynið mörgum sinnum. Hershöfðinginn segir sém svo: „Það er líka nóg til af grjóti á jörðinni til að drepa mannkynið nokkrum sinnum... það er svo allt annað mál hvernig á að skipuleggja kerfi í þeim tilgangi.. Heimi í hátíð er ný; himneskt Ijós lýsir ský; liggur í jötunni lávarður heims, lifandi brunnur hins andlega seims, :,:konungur lífs vors og Ijóss:,: Heyra má himnum í frá englasöng: „A llelújá". Friður á jörðu - því faðirinn er fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér :,:samastað syninum hjá:,:“ Sálmur Sveinbjarnar ber mikinn keim af kirkjumáli síns tíma sbr. orðin signuð, mannkind, andlegur seimur og í sumu bergmálar hann íburðarmikil Ijóð, sem þá voru í tísku, t.d. ijóð Bjarna Thoraren- sen. Sálmurinn á íslensku er mikil andstæða hins leikandi létta texta séra Mohrs á þýsku. Menn hafa því fundið hjá sér þörf til þess að koma hugsun séra Mohrs í ferskan búning á íslensku máli og skulu hér nefnd þrjú dæmi um slíkt. Fyrstur reið á vaðið séra Matthí- as Jochumsson, en hann orti svo: „Hljóða nótt. Heilaga nótt Hvílir þjóð, þreyttan hvarm nema hin bœði, sem blessuðu hjá barninu vaka með fögnuð á brá. :,:Hvíldur við blíðmóður barm:,: Hljóða nótt. Heilaga nótt Hjarðlið þei, lirind þú sorg Ómar frá hæðunum englanna kór Yður er boðaður fögnuður stór :,:Frelsari í Betlehemsborg:.: Hljóða nótt. Heilaga nótt Jesú kœr, jólaljós leiftrar þér Guðsbarn um Ijúfasta brá Ijómar nú friður um jörð og sjá :,:himinsins heilaga rós:,:“ Sálmur séra Matthíasar er prent- aður í ljóðmælum hans og er vel þekktur, þótt eigi hafi hann hlotið mikla útbreiðslu við fagnaðar- stundir jólahátíðarinnar. Sr. Sigur- jón Guðjónsson fyrrum prófastur að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd hefur gert eftirfarandi þýðingu á sálmi séra Mohrs: „Hljóða nótt, heilaga nótt Vœrð á fold, vaka tvö, Jósep og María jötuna við jól eru komin með himneskan frið. :,:Fœtt er hið blessaða barn:,: Hljóða nótt, heilaga nótt Hirðum fyrst heyrinkunrí gleðirík, fagnandi engilsins orð, ómfögur berast frá himni á storð :,:Fœddur er frelsari þinn:,: Hljóða nótt, heilaga nótt Sonur Guðs signir jörð Myrkrið það liopar við hækkandi dag hvarvetna sungið er gleðinnar lag: :,:Kristur er kominn í heim:,: Gunnar Eyjólfsson leikari kom fyrir nokkrum árum að máli við Helga Hálfdánarson lyfjafræðing og ljóðaþýðanda og fór þess á leit við hann, að hann gerði nýja þýð- ingu á sálminum. Helgi varð greið- lega við þessu og sendi Gunnari þýðingu, sem birtist síðar í Morg- unblaðinu 23. desember 1979. Þýð- ing Helga er svohljóðandi: „Blíða nótt, blessaða nótt! Blundar jörð, allt er hljótt. Fátœk móðir, heitög og hrein hljóðlát vakir, á lokkprúðan svein :,:horfir í himneskri ró:,: Blíða nótt, blessaða nótt! Blikar skœr stjarna rótt. Hljómar englanna hátíðarlag. Heimur fagnaðu! Þér er í dag :, .frelsari fæddur á jörð:,: Blíða nótt, blessaða nótt! Heilagt barn brosir rótt; ást og mildi af ásjónu skín Enn er friðar að leita til þín :,:Kristur, kominn í heim:,:“ Lesendum er svo látið eftir að velja það Ijóðið, sem best fellur að frumtexta séra Jósefs Mohr og lagi Franz Grúber. b.jt. Þótt Norðmenn hafi nú ákveðið að kaupa dágóðan slatta af lamba- kjöti af okkur, þrátt fyrir allt.sjá þeir sjálfir fram á offramleiðslu á kjöti heimafyrir. Norska blaðið Bcrgens Tidende hefur það eftir „Norges Kjött- og Fleskscntral;“ að sláturhús séu nú yfirfull af kjöti, ekki bara vegna offramleiðslu, hcldur líka vegna óvenju dræmrar kjötsölu fyrir jól- in. (Jmframbirgðir af lamba- og ær- kjöti eru 4000 tonn, ognæstaáreru væntanleg 6000 tonn af stórgripa- kjöti á markað sem þegar er yfir- fullíir. Astæðan er meiri mjólkurfram- leiðsla en nokkru sinni fyrr, með þeirri afleiðingu, að slátra verður 25 þúsund kúm á næsta ári. Eina lausnin á þessunt vanda er að því er blaðið segir að setja kjötið á útsölu um áramótin. En þar af leiðandi munu tekjur norskra bænda rýrna mjög á næsta ári þar sem þeir verða að draga úr kjötframleiðslunni, segir Bergens Tidende. Ástæðan fyrir því að Norðmenn viija nú kaupa íslenskt kjöt er því ekki aukin kjötþorf í Noregi. Kannski er ástæðan sú að íslenskt kjöt sé betra en norskt? Hálfrar aldar hjálparsveit Það var á Alþingishátíðinni 1930, sent fyrst var leitað til skáta úr Reykjavík um aðstoðar- og hjálparstörf. Tveimur árum seinna var Hjálparsveit skáta stofnuð. Á þeirri hálfu öld sem síðan er liðin hefur ekki liðið svo ár, að sveitin hali ekki lagt al- menningi lið með lcit að fólki og ýmsum öðrum hjálparstörfum. Nú má segja, að Hjálparsveit skáta í Reykjavík, og aðrar sam- svarandi sveitir. séu orðnar fastur þáttur í þjóðlífinu. Nú síðast gengu þeir vasklega fram í að liðsinna vegfarendum á þriðjudagsmorguninn, En það er aðeins einu sinni á ári sem hjálparsveitirnar leita til almennings um liðveislu. Það er fyrir áramót, þegar þær selja fólki fíugelda og blys. Að þessú sinni vakti Hjálparsveitin í Reykjavík jafnframt athygli á sér með út- gáfu á veglegu riti í tiiefni af fimmtugsafmælinu þar sem er að finna fróðleik um starf hennar síðustu 15 árin. Vonandi bregst almenningur vel við og kaupir þetta glæsilega rit. Þeir eiga það skilið. Banvæn brjósta- höld „Hafi æðri máttarvöld einhvern- tíma verið að verki, þá var það i þessu tilfelli“, segir breski lík- skoðarinn Paul Knapman um skyndilegan dauða Irisar Som- mcrville, 63 ára gamallar konu. Iris varð fyrir eldingu og lést samstundis. Knapman var fenginn til að komast að því hvað það hefði verið, sem dró eldinguna að kon- unni - og komst að þeirri niður- stöðu, að það hefðu verið málm- spangir í brjóstahaldara hennar. Sá Ijóti, svarti prent- villupúki Leiðinleg mistök urðu í frá- sögn af nýrri ljósmyndavöru- verslun Gísla Gestssonar í síð- asta Gluggapósti. Þar var þess getið, að í liúsi Gísla við Skip- holt hefðu líka samtök um 20 kvikmyndagerðarmanna aðstöðu til hljóðupptöku. Þessi samtök eru nefnd Kot, en á leiðinni frá ritstjórn í prent- smiðju komst prentvillupúkinn í spilið og breytti Koti í Kvik. Það efði sosum verið í lagi ef ekki vildi svo til, að Kvik er annað kvikmyndafyrirtæki, sem þeir hjá Koti vilja óntögu- lega láta kenna sig við. Þeir eru hér með beðnir velvirðingar á þessari leiðu villu - fyrir hönd prentvillupúkans. ÞG

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.